Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 20
Spurt og svarað Hvernig er dæmigerð helgi hjá þér? Dæmigerð helgi byrjar á æfingu á föstudags- kvöldi og síðan aftur á laugardagsmorgni. Síðan eyði ég oft deginum í að lesa eða hanga með fjölskyldu og vinum og reyni að borða góðan mat. Hvernig lítur drauma- helgin út? Draumahelginni væri eytt í sumarbústað með góðu fólki og góðum mat. Enginn sími og ekkert áreiti. Hvað færðu þér í morgunmat? Það er mjög misjafnt hvað ég borða í morgunmat en oftast er það Bláfjallabrauð með smjöri og osti. Dagurinn klikkar ekki þegar maður byrjar á nýbökuðu Bláfjallabrauði. Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöld- mat? Uppáhaldskvöld- maturinn er fiskur í raspi með soðnum kartöflum og remúlaði. Hvað finnst þér gott að fá þér í millimál? Það eru vínber. Ertu nammigrís? Ég er lítill nammigrís en segi ekki nei ef mér er boðið í Hagkaup á laugardegi. Áttu þér uppáhalds æfingu? Liðsæfingarnar sem við höfum eftir leiki eru uppáhaldsæfing- arnar mínar. Þá erum við oft bara að hafa gaman og í virkri endur- heimt. Hver er efnilegasti leikmaður deildarinnar? Ég tel að Ásta Júlía Grímsdóttir, liðs- félagi minn hjá Val, sé efnilegasti leikmaður deildarinnar í dag. Áttu þér einhverja uppáhaldsleik- menn? Ég á einn uppáhaldsleikmann erlendis en það er systir mín, Helena Sverrisdóttir, sem spilar með Cegled í ungversku deildinni. Hvernig kemur þú þér í gírinn fyrir leik? Með því að hlusta á góða tón- list. Smekkurinn er mismunandi eftir leikdögum en oftast er það Muse eða Kanye West sem koma mér af stað. Hvaða hæfileika hefur þú sem fæstir vita um? Ég veit ekki hvort það telst hæfileiki en ég er klaufi af Guðs náð. Guðbjörg Sverris dóttir í fyrsta leik vetrarins gegn Skallagrími. Leikurinn vannst og Guðbjörg skoraði 18 stig. MYND/EYÞÓR Ég held að áhugi innan fjölskyld- unnar hafi hjálpað mjög mikið við að halda manni við efnið. Mamma og pabbi koma á alla leiki sem þau geta og er körfu- bolti oftar en ekki aðal umræðuefnið á heimil- inu. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Domino’s-deild kvenna í körfubolta hófst í síðustu viku en silfurliði síðasta árs, Val, er spáð öðru sæti í ár í árlegri spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara deildarinnar. Valskonur hafa haft æft stíft í sumar og undir- búið veturinn vel að sögn Guð- bjargar Sverrisdóttur, fyrirliða og eins af lykilmönnum liðsins, sem átti góðan leik í fyrsta sigurleik tímabilsins gegn Skallagrími og skoraði 18 stig. „Við vorum mjög duglegar að æfa í sumar enda ætlum við okkur stóra hluti í vetur. Liðið er með mjög flottan styrktar- þjálfara auk þess sem við höfum frábæra aðstöðu í Origo höllinni, heimavelli Valsara, sem gerir okkur kleift að æfa eins og atvinnumenn. Fyrir tímabilið setti ég mér per- sónuleg markmið sem ég held út af fyrir mig en markmið liðsins í ár er að enda í einu af í efstu fjórum sætunum þannig að við náum inn í úrslitakeppnina.“ Stuðningur að heiman Guðbjörg kemur úr mikilli körfu- boltafjölskyldu og var fimm ára þegar hún hóf að æfa körfubolta, þá með Haukum en hún ólst Finnst gott að byrja daginn á nýbökuðu Bláfjallabrauði Fyrirliði kvennaliðs Vals í körfubolta, Guðbjörg Sverrisdóttir, kemur vel undirbúin til leiks fyrir nýhafið tímabil. Hún gírar sig upp fyrir leik með góðri tónlist og segir að fiskur í raspi með soðn- um kartöflum og remúlaði sé uppáhaldsmaturinn sinn. Liðið stefnir á úrslitakeppnina í vor. Valur, Skallagrà mur, Valur - Skallagrà mur, Dominos-deild kvenna, körfubolti, körfuknatt- leikur, 2018 XXXX MYND/EYÞÓR A basketball with a dark background on a hardwood gym floor Körfubolti upp í Hafnarfirði. „Þá fylgdi ég pabba mínum á æfingar en hann þjálfaði flokkinn. Fyrst æfði ég með stelpum sem voru tveimur árum eldri en ég en þegar fjölgaði í árganginum mínum gat ég loks farið að æfa með jafnöldrum mínum. Ég æfði einnig fótbolta á sumrin en um þrettán ára aldurinn tók ég þá ákvörðun að einbeita mér alfarið að körfunni.“ Guðbjörg hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og á að baki sextán leiki með A-landsliði kvenna. Hún þakkar árangur sinn m.a. stuðningi heiman frá. „Ég held að áhugi innan fjölskyldunnar hafi hjálpað mjög mikið við að halda manni við efnið. Mamma og pabbi koma alltaf á leiki þegar þau geta og er körfubolti oftar en ekki aðal- umræðuefnið á heimilinu. Einnig skiptir miklu máli að huga vel að andlegu hliðinni ef góður árangur á að nást. Það er erfitt að spila vel ef manni líður ekki vel.“ Utan körfuboltans er Guðbjörg nýlega útskrifaður viðskipta- fræðingur og hóf nýlega störf hjá Landspítalanum. Stendur undir nafni 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . o K tÓ B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 5 -E D 0 0 2 1 0 5 -E B C 4 2 1 0 5 -E A 8 8 2 1 0 5 -E 9 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.