Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 18
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is ÞREYTT Á AÐ VERA ÞREYTT? Járnskortur getur verið ein ástæðan. Floradix hjálpar þér að viðhalda góðri heilsu og heilbrigði. Fæst í apotekum, heilsuvörubúðum og heilsuhillum matvöruverslana Engin aukaefni! Þegar við snertum, föðmum eða kyssum vin eða ástvin er snertingin hlaðin merkingu. Við leitum að væntumþykju, tengslum eða erum að láta í ljós einhverja þörf. Ólíkir menningar- heimar hafa ólíkar aðferðir til að tjá blíðu eða virðingu en sumir telja að á Vesturlöndum höfum við sett snertingu inn í svo þröngan ramma að það sé að verða okkur fjötur um fót, að fólk þjáist í raun af snertingarleysi og þangað megi meðal annars rekja tíðni ofbeldis sem felur í sér óvelkomna snert- ingu. Líkamleg snerting er auðvitað ekki alltaf velkomin eða viðeigandi og þegar ókunnugt fólk á hlut getur hún verið ofbeldi. Nýleg finnsk rannsókn leiddi í ljós að hvort snerting hefur jákvæð eða neikvæð áhrif er alfarið háð sam- hengi og snerting leiði ekki alltaf til jákvæðra tilfinninga. En rannsóknir sýna líka að snerting er gríðarlega mikilvæg fyrir mannkynið þegar kemur að því að deila tilfinningum og viðhalda samböndum, bæði rómantískum og félagslegum. Jákvæð snerting getur skipt sköpum fyrir heilsuna Snerting getur verið af ýmsum toga og rannsóknir sýna fram á að jafnvel lítil snerting eins og að haldast í hendur getur verið verkjastillandi og róandi. Fjölmargar rannsóknir sýna að ástrík vina- eða parasambönd þar sem snerting er algeng geta stuðlað að bættri heilsu og lægri blóðþrýstingi. Snerting og sérstaklega faðmlög og knús stuðla að vel- líðan og bættri heilsu. Snerting, faðm- lög og kossar frá þeim sem okkur þykir vænt um og treystum getur verið með því hollasta sem völ er á. Fyrir því eru fjölmargar ástæður, flestar líffræðilegar sem eiga sér rætur djúpt í þróunar- sögu mannsins. Frægar rannsóknir hafa sýnt að börn sem vaxa úr grasi án snert- ingar sem ber í sér væntumþykju eiga oft við þroskavanda að etja og eiga erfitt með að fóta sig félags- lega. Að snerta og vera snert hefur áhrif á þau svæði í heilanum sem stjórna því hvernig við hugsum, bregðumst við og hvernig okkur líður. Ein rannsókn sýnir til dæmis að snerting með væntumþykju virkjar framheilann sem hefur með nám og ákvarðanatöku að gera auk þeirra áhrifa sem hún hefur á tilfinningaþroska og félagslega hegðun. Snerting getur líka verið róandi og vakið öryggi hjá fólki sem er undir álagi þar sem hún sendir skilaboð um stuðning og sam- kennd. Sænsk rannsókn frá í fyrra staðfestir þau aldagömlu sannindi að það að faðma og strjúka börnum sem líður illa róar þau og skapar öryggi og vellíðan. Í þessu samhengi hefur umræða farið af stað um snertingu í sál- fræðimeðferð og hvort mögulega jákvæðar afleiðingar snertingar trompi mögulegar siðfræðilegar spurningar. Staðreyndin er sú að við sækjum í að faðma þá sem okkur þykir vænt um einmitt vegna þess að við fáum þar staðfestingu á huggun og vænt- umþykju. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem nota líkamlega snert- ingu til að styðja maka sína sýna meiri virkni á heilasvæðum sem hafa með verðlaun að gera og þann- ig getur það að faðma einhvern sem líður illa verið gott fyrir bæði þann sem er faðmaður og þann sem faðmar þar sem báðir aðilar auka þannig góðar tilfinningar og styrkja tengslin. Hollenskar rannsóknir sýna að faðmlag frá þeim sem okkur þykir vænt um getur létt á tilvistar- kreppu og fjarlægt sjálfsefasemdir. Sömu rannsóknir gefa til kynna að það að snerta gæludýr og jafnvel bangsa getur haft svipuð áhrif sem sýnir hvað snerting er ótrúlega mikilvæg mannverum þar sem jafn- vel eitthvað sem líkir eftir snertingu við aðra manneskju getur stillt til- vistarkreppu í hóf. Enn aðrar rann- sóknir sýna að óyrt væntumþykja eins og að faðmast eða kyssast getur dregið úr streitu og þeim skaða sem hún veldur. Þá hefur það sýnt sig að jákvæð líkamleg snerting getur dregið úr hættu á sýkingu í öndunarfærum og þeir sem fá samt kvef og eru faðmaðir með kvefið eru fljótari að ná sér. Ástrík ástarsambönd þar sem mikið er um snertingu hafa einnig jákvæð áhrif á heilsufar. Þannig eru konur í þannig samböndum með lægri blóðþrýsting og púls. Þá má benda á að tungukossar geta virkað eins og bólusetning þar sem áttatíu milljón bakteríur geta farið á milli í tíu sekúndna kossi sem gefa líkamanum tækifæri til að mynda mótefni. Tilraunir hafa einnig sýnt að tungukossar eru þróunarfræði- lega mikilvægir þegar kemur að því að velja sér maka, einkum fyrir konur, þar sem í munnvatni er að finna efnafræðiblöndu sem gefur til kynna hvernig fólk passar saman til afkvæmagerðar. Snerting er líka verkjastillandi, jafnvel bara það að haldast í hendur getur minnkað verki sýnir rann- sókn frá 2017. Það er því ljóst að snerting hefur meiri áhrif á heila okkar, líkama og líðan en okkur gæti órað fyrir sem er mikilvægt að hafa í huga. Eitt faðmlag getur dimmu í dagsljós breytt, og skynjun okkar og annarra á veröldinni til hins betra. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . o K tÓ B e R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 5 -F 1 F 0 2 1 0 5 -F 0 B 4 2 1 0 5 -E F 7 8 2 1 0 5 -E E 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.