Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 25
Ég var því mjög fljótlega farin að kvíða fyrir kvíðanum sem myndi óumflýjan- lega fylgja þessu opin- berasta verkefni lífs míns. Nemendur í Ung- menna- bekknum glíma við önnur viðfangs- efni en í þeim hefð- bundna, viðfangs- efni sem hvíla á ungu fólki. Þorsteinn Guðmundsson Geðhjálp 5 Ég hef sjálf verið að kljást við kvíða frá því ég var táningur. Hef verið með mikinn félags- kvíða, verið feimin og hrædd við álit annarra, sem er stórkostlegt að díla við sem upprennandi listakona. Það var mjög stressandi tilhugsun að útskrifast úr Listahá- skólanum þar sem útskriftarsýn- ingin er frekar stór og eins og fyrsta skrefið inn í atvinnulífið. Ég var því mjög fljótlega farin að kvíða fyrir kvíðanum sem myndi óum- flýjanlega fylgja þessu opinberasta verkefni lífs míns þangað til,“ segir Edda Karólína sem útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands í vor en sýndi verkefni sitt aftur í Peysupartýi Útmeð’a í Lista- safni Reykjavíkur í september. Hún hugsaði með sér að besta leiðin til að koma í veg fyrir kvíðann væri að fjalla um hann í útskriftarverkefninu. Hún talaði við sálfræðinga og fleiri sem fást við kvíða en vendipunkturinn varð þegar hún kíkti í kaffi til ömmu sinnar og afa. „Amma var langt gengin með Alzheimer og afi hafði kynnt sér rannsóknir á sjúkdómn- um frá því hún greindist. Þegar ég var að segja þeim frá verkefninu mínu fór afi að tala um að nýjustu rannsóknir bendi til að stress og kvíði séu miklir áhrifavaldar í þróun Alzheimersjúkdómsins. Ég hafði fram að þessu bara pælt í sál- fræðilegri hlið kvíða en fór þarna að velta fyrir mér líkamlegum við- brögðum sem opnaði nýja vídd.“ Verk Eddu Karólínu heitir STRESS og skiptist í þrjá kafla. „Í fyrsta kaflanum lýsi ég upplifun fólks af stressi og kvíða og útskýri hvað er að gerast í líkamanum sem veldur þessari upplifun. Annar kaflinn útskýrir langtíma- áhrif stress. Þar er sýnt hvernig það getur leitt til alvarlegra kvilla eins og insúlínviðnáms í frumum sem leiðir til sykursýki og hvernig ofgnótt af stresshormóninu kort- isól getur haft áhrif á heilafrumur og nýmyndun þeirra, minnkað heilann og hægt á allri starfsemi hans sem getur leitt til þunglyndis og Alzheimer. Í þriðja kaflanum er bent á einfaldar líkamlegar leiðir til að vinna gegn stressi og snúa við áhrifum þess á líkamann. Til dæmis með því að skokka, finna angan af lavender og vanillu, eiga samskipti við vini og fjölskyldu og stunda djúpöndun eða jóga. Myndirnar eru merktar númerum og með verkinu kemur myndlykill þar sem nákvæmar útskýringar fylgja sömu númerum og á mynd- unum. “ Viðtökurnar hafa verið góðar að sögn Eddu Karólínu. „Margir tengja við verkið og segjast hafa lært ýmislegt af því og ég hef selt mikið af plakötum. Mest um vert finnst mér að geta minnt fólk á að stress er ekki eðlilegt ástand heldur álag á líkama og sál sem getur haft alvarlegar afleiðingar ef ekkert er að gert. Álagið kemur úr öllum áttum og það er orðið eðlilegt að vera sífellt stressaður og mér finnst oft eins og stress sé ranglega talið metnaður.“ En hjálpaði verkefnið henni sjálfri? „Já, eftir á. En ég var mjög stressuð í öllu þessu ferli. Ég hélt að þetta myndi hjálpa mér en kannski hafði það bara öfug áhrif. En núna er ég mun betur í stakk búin að kljást við streitu en áður.“ Nánari upplýsingar um verk Eddu Karólínu má finna á vefsíðunni eddakarolina.com. Stress er ekki eðlilegt ástand Stress og kvíði voru viðfangsefni Eddu Karólínu Ævarsdóttur í útskriftarverkefni hennar frá Lista- háskóla Íslands í vor. Hún segist betur í stakk búin að takast á við kvíða eftir vinnslu verkefnisins. edda Karólína við verk sitt STReSS sem hún sýndi aftur í peysupartýi Útmeða’a í listasafni Reykjavíkur í september. Bataskóli Íslands er tilraunaverk-efni Geðhjálpar og Reykja-víkurborgar til þriggja ára sem er nú á öðru ári. Skólinn er fyrir fólk frá 18 ára aldri sem hefur glímt við geðrænar áskoranir, aðstandendur þess og starfsfólk á velferðar- og heilbrigðissviði, en hlutverk hans er að hjálpa fólki að flýta bata eftir geðrænar áskoranir, auka bæði lífs- gæði og sjálfsskilning ásamt því að fræða og draga úr fordómum milli einstakra hópa. Þorsteinn Guðmundsson og Esther Ágústsdóttir, verkefnastjórar skólans, segja að nýlega hafi verið ákveðið að stofna sérstakan ungmennabekk til að bæta þjónustu við yngra fólk og hann hafi verið fljótur að fyllast. „Starfsemi Bataskólans er ólík öðrum skólum, sérstaklega af því að við erum með tvo umsjónarmenn í hverju námskeiði,“ segir Esther. „Það er alltaf sérfræðingur vegna sérþekkingar, eins og sálfræðingur, íþróttafræðingur, iðjuþjálfi eða eitt- hvað slíkt og svo er líka sérfræðingur vegna reynslu, aðili sem hefur sjálfur reynslu af geðrænum áskorunum. Þetta er gert til að raddir allra sem að málinu koma heyrist, en við vinnum eftir batamiðaðri hugmyndafræði að fyrirmynd Nottingham Recovery College.“ „Ástæðan fyrir því að við stofn- uðum sérstakan ungmennabekk var fyrst og fremst þörf á að ná til unga fólksins og þeirra sem hafa gengið í gegnum geðræn veikindi nýlega. Rannsóknir sýna að því fyrr sem fólk kemst á bataveg, því betra,“ segir Þorsteinn. „Þetta var líka tilraun hjá okkur. Við vildum sjá hvort það væri áhugi hjá ungu fólki á að vera saman í bekk, því ungt fólk hefur annan reynsluheim en eldra fólk og því gæti skapast öðruvísi umræða. Þetta hefur reynst vel og við höfum fundið fyrir miklum áhuga, enda vorum við fljót að fylla bekkinn.“ „Nemendur í Ungmennabekknum glíma við önnur viðfangsefni en í þeim hefðbundna, viðfangsefni sem hvíla á ungu fólki og endurspegla reynsluheim þess,“ segir Esther. „Við vonumst líka til að þessi bekkur geti orðið stökkpallur fyrir þau yfir í aðra hluti, s.s. nám, starf eða sjálfboðaliða- starf. Þetta er líka stökkpallur í meiri virkni og aukin lífsgæði almennt.“ Margir sem hafa komið í Bata- skólann tala um að námið hafi rofið félagslega einangrun. „Fólk talar um að það komist í aukna virkni og þetta virðist gefa bæði von, stjórn og tæki- færi, sem eru einmitt ein kunnar orð skólans,“ segir Esther. „Fólk talar líka um að það læri um ýmislegt tengt geðheilsunni mjög hratt og það flýtir auðvitað fyrir bata.“ „Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval námskeiða og skorum á alla sem eru í bataferli eftir geðrænar áskoranir að skoða það sem er í boði á heima- síðunni okkar,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn og Esther sjá fram á bjarta framtíð. „Við höfum fengið rosalega góð viðbrögð, bæði frá nemendum, samstarfsfólki og fólki í kerfinu sem hefur fylgst með þessu verkefni,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mjög hvetjandi fyrir okkur. Við klárum tilraunaverkefnið á næsta ári, en við bindum miklar vonir við að bæði halda áfram og efla og stækka skólann, því við þurfum að anna eftirspurn,“ segir Þorsteinn. „Við höldum að sjálfsögðu ótrauð áfram.“ Frekari upplýsingar má finna á www. bataskoli.is og Facebook-síðunni Bataskóli Íslands. Flýtir bata eftir geðrænar áskoranir Bataskóli Íslands hjálpar fólki að læra um geð- rænar áskoranir og lifa með einkennum þeirra. Skólinn hefur nýlega stofnað sérstakan ung- mennabekk til að bæta þjónustu við ungt fólk. Þorsteinn Guðmundsson og esther ágústsdóttir eru verkefnastjórar Bataskólans. MYND/eYÞÓR Þetta virðist gefa bæði von, stjórn og tækifæri, sem eru einmitt einkunnarorð skólans. esther ágústsdóttir Þ R I ðj U DAG U R 9 . o K tó B E r 2 0 1 8 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 5 -C 5 8 0 2 1 0 5 -C 4 4 4 2 1 0 5 -C 3 0 8 2 1 0 5 -C 1 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.