Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 44
FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 A F S L ÁT T U R 25% KO M D U N Ú N A ! T E M P U R-D A G A R Nýjar gerðir og fjölbreytt úrval heilsukodda TEMPUR® Hybrid Hönnuð fyrir sneggra viðbragð TEMPUR® Original Hönnuð fyrir meiri stuðning TEMPUR® Cloud Hönnuð fyrir meiri mýkt ALLT ÞAÐ NÝJASTA FRÁ TEMPUR ... AÐ SOFA ER EIT T AÐ HVÍL AST ER ANNAÐ ... MEÐ 25% AFSL ÆT TI Í BETRA BAKI Í OKTÓBER Góð oG Gömul ráð Heimilisritið 1945 Drekktu ekki eða neyttu á nokkurn hátt, meira en um það bil tvo lítra af vökva á dag. Ef þú drekkur vatn skaltu blanda það með svolitlu af ávaxtasafa, ef þess er kostur. Og drekktu ekki neinn drykk með mat. Ávaxtasafi og bolli af svörtu og sykurlausu kaffi, er það „bezta“, sem þú hefur til morgunverðar. Þér er ekki óhætt að neyta nokkurra áfengra drykkja – þú léttist varla nokkuð að ráði ef þú ferð ekki eftir bessari reglu. Mundu það, að einn forboð- inn munnbiti getur í mesta lagi verið tvær mínútur uppi í þér, tvo tíma í maganum, en ævilangt á mjöðmum þínum! Samtíðin 1953 Þetta megrunarráð er einungis í því fólgið, að ósléttu þar til gerðu gúmmíkefli er rennt um líkamann, einkum þar, sem fita hefur safnazt á hann. Renna skal keflinu ekki sjaldnar en hundrað sinnum yfir þá staði, sem á að grenna. Betra er að bera þar til ætlað krem á húðina, áður en hún er völtuð með keflinu. Þessi gúmmíkefli hafa fengizt í lyfjabúð- um hér á landi að undanförnu. Er bezt að nota kefli, sem eru mjög óslétt, en erlendis hafa keflin fengizt í mishrjúfum gerðum. Þessa ágætu megrunaraðferð má nota hvenær dagsins sem er, en langáhrifa- ríkust er hún, eftir að nýbúið er að baða sig. Grenningarmeðöl fortíðarinnar Ekki er hægt að sanna eða sýna frá á að orkudrykkurinn Ripped brenni kviðfitu, að mati Neytendastofu. Hefur fyrirtækinu sem flytur Ripped inn verið bannað að halda því áfram. Þetta er ekki fyrsta sinn sem falsfréttir af virkni drykkja sjást í auglýsingum. Fréttablaðið fór í söguskoðun og skoðaði gömul grenningarráð. mansjúríusveppurinn Sveppurinn sem átti að lækna nánast allt og hugsuðu margir foreldrar í gamla daga betur um sveppinn en sín eigin börn. Hann hefur að mestu horfið úr ísskápum landsmanna þótt einhverjir súpi enn seyðið. Hvítlaukurinn Heilsuæði Íslendinga fór í hvít- laukinn og gleyptum við Íslendingar blómafrjó fyrir 60 milljónir króna árið 1988 samkvæmt frétt Tímans. sykursnautt spur Spur er einhver goðsagnakenndasti drykkur landsins. Árið 1979 kom hann út í sykurlausri útgáfu. Drykkur sem gleður alla sem eru í kapphlaupi við kílóin var slagorðið. meGrunardrykkurinn Megrunardrykkur- inn Slimma Shake frá fyrirtækinu Power Health í Englandi hóf inn- reið sína hingað til lands 1997. Duftið var blandað í mat- vinnsluvél með undanrennu eða vatni. Grennandi drykkur Slim line var sagður vera próteinríkur en hitaeiningasnauður drykkur fyrir þá sem vilja léttast. Drykkinn mátti nota í öll mál en ekki lengur en í þrjár vikur án samráðs við lækna. Duftið var bragðlaust og sagt bragðast best með ávaxtasafa að eigin vali. núpóið „Eini læknisfræði- lega kannaði megrunar- kúrinn,“ sagði í auglýsingunni. „2000 vandinn verður ekkert vandamál með Nupo Létt,“ var slagorðið. Það er enn hægt að fá Nupo í búðum og því hentar þetta væntanlega einhverjum. spínatið Drykkur sem átti að draga úr hungri og auka orku, fækka aukakílóum og hvað- eina var auglýstur Fréttablaðinu 2014. Í smáa letrinu stóð að ferskt spínat hefði ekki sömu áhrif og Aptiless-spínatduft- ið, því meltingarvegur mannfólksins gæti ekki brotið niður himnuskífur (thylakoids) úr fersku spínati. súpurnar Akureyringar virðast hafa látið glepjast af megr- unarsúpum í gamla daga því Dagur, blað Norðurlands, auglýsti megrunarsúpur í mörg ár. LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Líð á frettabladid.is allar um fólk, menningu, tísku, heilsu og margt eira. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook 9 . o k t ó b e r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D A G U r24 l í f I Ð ∙ f r É t t A b l A Ð I Ð Lífið 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 5 -E 3 2 0 2 1 0 5 -E 1 E 4 2 1 0 5 -E 0 A 8 2 1 0 5 -D F 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.