Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 22
Þingmaður spurði mig um daginn, hvernig getum við hjálp- að? Er það með pening- um eða lagasetningu? Mér fannst þetta góð spurning og eiginlega allt of góð til að geta svarað henni á staðnum. Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Geðhjálp 2 GeðhjÁlp 9 . o k tó b e r 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R Ríkur þáttur í því að lifa góðu lífi er að búa við góða and-lega og líkamlega heilsu. Góð geðheilsa felur ekki endilega í sér að vera hoppandi glaður alla daga eins og einhverjir kynnu að halda. Þvert á móti felur heilbrigð geðheilsa í sér sveiflur frá degi til dags. Við upplifum öll góða og slæma daga án þess að á því finnist endilega haldbær skýring. Glíman við þessar sveiflur er einfaldlega hluti af þeirri lífsáskorun að vera manneskja og leita leiða til að lifa í jafnvægi og sátt við sjálfan sig og aðra. Geðheilsa er ekki lengur góð þegar hún skerðir lífsgæði og getu fólks til að taka þátt í samfélaginu. Þegar svo er komið er rétt að stíga fyrsta skrefið til að leita sér hjálpar með því að segja einhverjum frá líðan sinni eins og ungt fólk og raunar fólk á öllum aldri er hvatt til að gera í forvarnarátaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins undir merkjum Útmeð’a. Fulltrúar átaksins ganga reyndar enn lengra með því að bera tilfinningar sínar með stolti á nýju Útmeð’a peys- unum eftir Viktor Weisshappel. Þar fara sannarlega verðugir full- trúar ungs fólks. Geðheilsa ungs fólks á umbrota- tímum er einmitt yfirskrift Alþjóða geðheilbrigðisdagsins á morgun, þann 10. október. Geðhjálp og Geðverndarfélag Íslands taka höndum saman um málþing um áhrif áfalla og erfiðra uppvaxtar- skilyrða á heilsu fólks á fullorðins- árum í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar annað kvöld kl. 19.30. Aftar í Geðhjálparblaðinu fjallar Mark Bellis, aðalfyrirlesari á málþinginu, um niðurstöður rann- sókna fræðimanna á afleiðingum erfiðrar æsku á heilsu og velsæld fullorðinna og hvernig samfélagið getur lagst á eitt við að draga úr afleiðingum erfiðrar reynslu í æsku á heilsu og lífsskilyrði á fullorðins- árum. Óhætt er að mæla með fyrir- lestri Bellis og annarra fyrirlesara á málþinginu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur gefið út að 22-25% af íbúum í hinum vestræna heimi glími á einum eða öðrum tíma í lífi sínu við geðrænan vanda. Hvert og eitt okkar verður að finna sína eigin leið til að takast á við sinn vanda. Edda Karólína Ævarsdóttir mætti hamlandi streitu af hugrekki með því að kryfja vandann í útskriftar- verkefni sínu við LHÍ. Rétt eins og Edda gekk Alda Karen Hjaltalín skrefi lengra en að hjálpa sjálfri sér að mæta geðrænum áskorun- um með opnun hugræktarstöðvar í Bandaríkjunum í vor. Hver veit nema hugræktarstöð af sama tagi verði komin upp á Íslandi innan skamms. Spennandi verður að fylgjast með þessum ungu konum í framtíðinni. Ein leið til að takast á við geð- rænan vanda er að leita stuðnings og ráða jafningja, þ.e. annarrar manneskju í sömu sporum. Nokkr- ir sjálfshjálparhópar fólks með geðrænar áskoranir hafa starfað undir þaki Geðhjálpar undan- farin ár. Dýrmæt viðbót við þessa flóru fólst í stofnun sjálfshjálpar- hóps fyrstu kynslóðar Pólverja með þunglyndi og kvíða í upphafi ársins. Með styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála réð Geðhjálp pólska sálfræðinginn Katarzynu Kudrzycka til að styðja hópinn fyrstu skrefin. Katarzyna heldur ekki aðeins utan um fundi hópsins tvisvar sinnum í mánuði heldur býður upp á ráðgjöf á pólsku eins og kemur fram í viðtali við hana í Geðhjálparblaðinu. Geðhjálp gleðst yfir því tækifæri að fá að styðja þennan fjölmennasta hóp innflytjenda á Íslandi og vonast til að geta komið til móts við fleiri hópa innflytjenda í framtíðinni. Ljóst er að þörfin er brýn og færri leiðir í boði fyrir fólk með önnur tungumál en íslensku til að vinna úr geðrænum vanda sínum. Því miður fjölgar hratt í hópi öryrkja með geðgreiningar á Íslandi. Nú eru öryrkjar með geð- greiningu að aðalgreiningu 38% allra öryrkja og hátt í 57% öryrkja eða um 11.000 manns ef taldir eru allir öryrkjar með geðgreiningu. Í ítarlegu viðtali við Hrannar Jónsson, formann Geðhjálpar, á þessari síðu kemur fram að sam- tökin leggi áherslu á að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur í þeim tilgangi að tryggja réttaráhrif hans við endurskoðun gildandi lög- ræðislaga. Með slíkri endurskoðun yrði stigið stórt framfaraskref í mannréttindabaráttu þessa fjöl- menna hóps. Í viðtalinu lítur Hrannar til baka til helstu verkefna samtakanna á fimm ára formannstímabili sínu. Þar nefnir hann meðal annars stofnun Bataskóla Íslands. Skólinn er einstæður að því leyti að hann byggir á jafnri þátttöku hefð- bundinna sérfræðinga og notenda geðheilbrigðisþjónustunnar við mótun námsefnis og kennslu. Starfsemi skólans hefur farið langt fram úr væntingum og skiptir þar mestu ómetanlegt framlag þeirra Þorsteins Guðmundssonar og Esth erar Ágústsdóttur. verkefna- stjóra skólans. Þetta öfluga tvíeyki segir einmitt frá uppbyggingu skólans og stofnun Ungmenna- bekkjar í viðtali í blaðinu. Mikið vatn er runnið til sjávar frá því Geðhjálp var stofnuð fyrir réttum 39 árum. Breytingin er jafn- vel áþreifanleg á síðustu 5 árum eins og kemur fram í viðtali við for- mann samtakanna. Félögum hefur fjölgað um ríflega 2.500, starfsemin aukist og sýnileikinn margfaldast á þessu stutta tímabili. Óhætt er að segja að framtíð félagsins sé björt og jarðvegurinn fyrir markmið félagsins um bætta þjónustu og betri réttindi er sannarlega góður meðal almennings, ekki hvað síst ungs fólks. Anna Gunnhildur ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Fyrsta skrefið dýrmætast Margt hefur áunnist í starf-semi Geðhjálpar þau tæplega fimm ár sem Hrannar Jónsson hefur starfað sem formaður stjórnar félagsins. Félagsmönnum hefur fjölgað úr tæplega 500 í 3.000, félagið flutti í nýtt húsnæði og allar skuldir hafa verið greiddar og því býr Geðhjálp við góðan fjárhag að sögn Hrann- ars. „Við höfum skýrt hlutverk sem félag mannréttinda- og hagsmuna- baráttu, fræðslu og ráðgjafar. Við settum upp nýjar vefsíður, hjá félaginu sjálfu, Útmeð’a og mann- réttindagáttinni auk þess sem við erum með sterka viðveru á sam- félagsmiðlum.“ Mörg baráttumál Baráttumál Geðhjálpar eru mörg hverju sinni en ef nefna ætti eitt sérstakt mál segir Hrannar það vera lögfestingu á samningi Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fólks með fatlanir. „Það felur í sér svo margt sem við brennum fyrir eins og afnám þvingaðrar meðferðar og endurskoðun lögræðislaga. Fólk sem er að fást við geðrænar áskor- anir er eini hópurinn sem þarf að búa við þvingaða meðferð.“ Annað sem Hrannar nefnir er mikilvægi þess að fá fólk, sem býr yfir eigin reynslu af geðrænum erfiðleikum, til að eiga alltaf sæti við borðið. „Það á bæði við þegar kemur að ákvörðunartöku og í störfum í geðheilbrigðiskerfinu. Við erum svolítið á eftir Norður- löndunum með þetta.“ Skilningur mikilvægur Sérstakur skýrslugjafi mannrétt- indaráðs Sameinuðu þjóðanna í geðheilbrigðismálum kom í heim- sókn á vegum Geðhjálpar í febrúar á þessu ári. Hann orðaði það svo að vandinn væri ekki efnaójafnvægi í höfðinu á fólki heldur valdaójafn- vægi í kerfinu og segir Hrannar það vera býsna nærri sanni. „Þingmað- ur spurði mig um daginn, hvernig getum við hjálpað? Er það með peningum eða lagasetningu? Mér fannst þetta góð spurning og eigin- lega allt of góð til að geta svarað henni á staðnum. En eftir að hafa velt þessu fyrir mér í einhverjar vikur held ég að besta hjálpin sé að stjórnmálamenn hafi skilning á málaflokknum. Geðheilbrigðismál eru pólitík en ekki eitthvað sem hægt er að útvista til sérfræðinga. Við ættum að hætta að leita að einni pakkalausn sem virkar fyrir alla. Við þurfum alls konar hluti. Geðheilsa er líka eitthvað sem er svo tengt menningu og samfélagi.“ baráttan skarast Hrannar lætur af störfum næsta vor en segir gott og reynslumikið fólk sitja áfram í stjórn. „Það er auðvitað þess og nýs formanns að marka framtíðina. Það eru miklir vindar að blása. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fatlanir er að hreyfa mikið við hugmyndum okkar um fatlanir, fólk og samfélög. Ég vona að fólk og félög sem hafa verið að hreyfa sig hvert í sínum kassa fari að sjá skýrar hvernig barátta þeirra skarast mikið og styðji baráttu hvert annars. Það á t.d. við félög innan Öryrkjabandalagsins, verka- lýðshreyfinguna, samtök samkyn- hneigðra, femínista og þeirra sem láta sig fíkn varða.“ Mikilvæg ráðstefna Þegar hann lítur til baka stendur ýmislegt upp úr en hann segir að sér þyki þó vænst um ráð- stefnu félagsins á þessu ári um vatnaskil í geðheilbrigðismálum. „Við þýddum skýrslu sérstaks skýrslugjafa mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um ástand geðheilbrigðismála. Ég held að það plagg eigi eftir að verða leiðarljós næstu árin. Við settum á fót Bata- skóla Íslands með hjálp Reykja- víkurborgar og fleiri aðila. En svo verð ég líka að nefna öll viðkynnin við þann fjölbreytilega hóp sem hefur glímt við geðræna erfiðleika. Batakvöldin okkar, þar sem fólk hefur sagt sögu sína, eru einnig eftirminnileg.“ besta hjálpin er oftast skilningur Hrannar Jónsson, formaður stjórnar Geðhjálpar, lætur af störfum næsta vor eftir fimm ára starf. Hann segir margt hafa áunnist á þessum tíma en mörg verkefni séu óleyst. „Geðheilbrigðismál eru pólitík en ekki eitthvað sem hægt er að útvista til sérfræð- inga,“ segir hrannar jónsson, formaður stjórnar Geðhjálpar. MYND/ANtoN brINk 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 5 -D 9 4 0 2 1 0 5 -D 8 0 4 2 1 0 5 -D 6 C 8 2 1 0 5 -D 5 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.