Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 27
Geðhjálp 7 Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hérlendis eða um fjórtán þúsund talsins. Geðhjálp stendur að sjálfshjálpar- hópi fyrir Pólverja af fyrstu kynslóð og einstaklingsviðtölum með styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Katarzyna Kudrzcka sálfræðingur leiðir starf hópsins. „Sjálfshjálpar- hópurinn hóf göngu sína fyrir rúm- lega ári og hittist tvisvar í mánuði á fimmtudögum kl. 18.30. Fundirnir fara fram á pólsku og eru auglýstir á icelandnews.is/, gedhjalp.is og á Facebook-síðunum polacy na islandi og depresja i fibromalgia na islandi. Við viljum auðvitað ná til sem flestra landa okkar,“ segir Katarzyna. Fyrir hverja er sjálfshjálpar- hópurinn? „Hann er hugsaður fyrir fólk sem þjáist af þunglyndi og/eða kvíða eða hefur strítt við mikla erfiðleika eða mótlæti í lífinu. Hann er einnig hugsaður fyrir þá sem vilja ein- faldlega hitta annað fólk og tala. Í hópnum fær fólk stuðning hvert frá öðru, getur opnað sig og rætt um það sem því liggur á hjarta hverju sinni. Oft er hjálplegt að tala við aðra sem standa í svipuðum sporum og maður sjálfur,“ segir Katarzyna og bætir við að eftir formlega fundi sé nokkuð um að fólk hittist og spjalli saman. Ekki hentar öllum að vera í hópi og því stendur fólki einnig til boða að koma í einstaklingsviðtöl hjá Katarzynu. „Einstaklingsviðtölin eru hugsuð fyrir þá sem telja sig þurfa sérstaka sálfræðiaðstoð eða eiga erfitt með að tjá sig í hópi,“ segir hún. En hvað brennur helst á fólki? „Það er þunglynt, því líður illa, er oft mjög einmana og hefur mikla þörf fyrir að hitta fólk sem skilur það og hvernig því líður,“ segir Katar- zyna. Fylgir því andlegt álag að setjast að í nýju landi? „Já, að sjálfsögðu fylgir því oft mikið álag að flytja til nýs lands. Það getur tekið mikla orku frá fólki að læra inn á nýja menningu sem getur verið frábrugðin þeirri sem það þekkir frá heimalandinu. Það getur verið strembið að læra nýjar reglur, nýtt tungumál og kynnast nýju fólki. Sumir sem hingað koma eru einnig neyddir til að segja skilið við fjöl- skyldur sínar vegna efnahagslegra ástæðna,“ segir Katarzyna. Þann 3. nóvember næstkomandi verður opinn viðburður í sendi- ráði Póllands á Íslandi og hvetur Katarzyna pólskumælandi fólk til að mæta á hann. „Þar verður fjallað um ýmislegt sem fylgir því að flytja til nýs lands. Ég mun segja aðeins frá sjálfshjálparhópnum og út á hvað hann gengur. Svo ætlar Lukasz Piotr Filipowicz geðlæknir að fjalla um andlegt álag samhliða því að flytja til nýs lands og Joanna Marcinkowska, sérfræðingur í málefnum innflytj- enda hjá Reykjavíkurborg, mun m.a. fjalla um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa. Áður en dagskráin hefst mun sendiherra Pólverja á Íslandi flytja stutt ávarp. Við viljum að málþingið verði frekar óformlegt, bjóðum upp á veitingar og jafnvel tónlist. Málþingið fer allt fram á pólsku og allir eru velkomnir,“ segir Katarzyna. Upplýsingar um fundina er hægt að nálgast á icelandnews.is/, gedhjalp. is og á Facebook-síðunum polacy na islandi og depresja i fibromalgia na islandi. Fundirnir og einstaklings- hóparnir fara fram á pólsku. Sjálfshjálparhópur fyrir pólverja á Íslandi Katarzyna segir sjálfshjálparhópinn hugsaðan fyrir þá sem þjást af þunglyndi og/eða kvíða eða hafa strítt við erfiðleika og mótlæti í lífinu. MYND/STeFáN Katarzyna Kudrzcka sál- fræðingur leiðir sjálfshjálparhóp og býður upp á einstaklingsviðtöl fyrir fólk af fyrstu kynslóð Pólverja á Íslandi. Hvort tveggja fer fram í húsakynnum Geðhjálpar í Borgartúni og er endurgjaldslaust. Svipmyndir úr starfi Geðhjálpar peysupartý Útmeð’a var haldið í listasafni Reykjavíkur. partýið var vel sótt og þau elín ebba ásmundsdóttir og einar Þór jónsson létu sig ekki vanta. Útmeð’a peysuverkefni Geðhjálpar og hjálparsíma Rauða krossins fékk tals- verða athygli í fjölmiðlum. Bætur Viktors Weisshappel vöktu sérstaka athygli. hrannar jónsson, formaður Geðhjálpar, og Vigdís jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Virk, fyrir málþing Geðhjálpar og Virk, Þegar kona brotnar. Dainius puras, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna í geðheil- brigðismálum hélt áhugavert erindi á málþinginu Vatnaskil. Ríflega 400 manns sóttu barnageð- heilbrigðisráðstefnu Geðhjálpar. Þorsteinn Guðmundsson fundar- stjóri og Óttarr proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, í góðum gír á ráðstefnunni Börnin okkar. Þ R I ðj U DAG U R 9 . o K tó B e r 2 0 1 8 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 5 -D 9 4 0 2 1 0 5 -D 8 0 4 2 1 0 5 -D 6 C 8 2 1 0 5 -D 5 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.