Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ® DÍSEL 2.2 185 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTUR. AUKAHLUTAPAKKI: MÁLMLITUR, 18” ÁLFELGUR, 30” DEKK, 8,4” SKJÁR, LEÐURSÆTI, RAFDRIFIN FRAMSÆTI MEÐ MJÓBAKSSTUÐNINGI, BAKKMYNDAVÉL, LEIÐSÖGUKERFI OG PREMIUM HLJÓÐKERFI, LYKILLAUST AÐGENGI, FJARSTART OG RAFMAGNS AFTURHLERI. JEEP 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. VERÐ 7.550.000 KR. - AÐEINS 2 BÍLAR EFTIR. TILBOÐSVERÐ 6.990.000 KR. ® JEEP CHEROKEE LONGITUDE LUXURY® jeep.is Fiskeldi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun í dag leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtæki í laxeldi á Vestfjörðum, Fjarðalax og Arctic Fish, geti haldið áfram starfsemi þrátt fyrir úrskurði og afturköllun starfsleyfa fyrirtækj- anna. Í frumvarpi Kristjáns Þórs kemur fram að ráðherra sé heimilt, að undangenginni umsögn Matvæla- stofnunar, að veita fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðaleyfi, til allt að tíu mánaða. „Þetta eru mál sem snerta sjávar- útvegsráðherra. Það sem snýr að mér hefur með starfsleyfi að gera á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þar er alveg ljóst að fyrirtækin geta sótt um undan- þágu frá starfsleyfinu og það var ekki rætt á ríkisstjórnarfundi.“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra þegar hann gekk af ríkisstjórnarfundi í gær. Hann sagði enn fremur að hann hefði ekki fengið inn á sitt borð umsókn fyrir- tækjanna um undanþágu en ef til þess kæmi myndi hann taka málið til meðferðar. Fundur var haldinn í gær með Matvælastofnun, Umhverfis- stofnun, Skipulagsstofnun og laxeldisfyrirtækjunum tveimur. Sigrún Ágústsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði frið- lýsinga og starfsleyfa, segir að á fundinum hafi verið rædd tillaga um hvernig væri hægt að bæta úr þeim annmarka sem fjallað er um í úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Ný Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrir- tækja. Forsvarsmenn Arctic Fish greindu þingmönnum frá því að afturköllun starfs- og rekstrarleyfis hafi valdið titringi í viðskiptabanka þeirra. Þingmaður VG vill heyra í umhverfissinnum og laxveiðirétthöfum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs ráðherra mun freista þess að höggva á þann hnút sem kominn er á málefni laxeldisfyrirtækja. Fréttablaðið/Ernir Vill laxveiðirétthafa á fund Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þing- maður VG, segist ekki hafa séð frumvarp sjávarútvegsráðherra. „En ég óskaði eftir því á sunnu- dag að umhverfisverndarsinnar og laxveiðirétthafar komi á fund umhverfis- og samgöngunefndar í vikunni, enda nauðsynlegt að við fáum að heyra þeirra sjónarmið í nefndinni,“ segir Rósa. Aðspurð segir Rósa að enn sem komið er hafi engar undirtektir verið við þá beiðni, hvorki frá stjórnarliðum né stjórnarandstöðu. leyfi fyrirtækjanna tveggja eru fall- in úr gildi en eldri leyfi þeirra fyrir minna umfangi eru enn í gildi sam- kvæmt okkar skilningi. Það sé því enn hægt að nýta þau leyfi að okkar mati,“ segir Sigrún. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru fulltrúar Arctic Fish kallaðir á fund viðskiptabanka síns þegar rekstrarleyfi þeirra hafði verið afturkallað og gerð grein fyrir því að afturköllun á rekstrarleyfi gæti þýtt riftun á lánasamningum við félagið. Hins vegar hafi fréttir síðustu daga um inngrip stjórnvalda róað við- skiptabankann. Litlu hafi þó mátt muna á tímabili. Halla Signý Kristjánsdóttir, annar varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, segir að gjaldþrot fyrirtækjanna hafi komið til tals. „Þetta er dagaspursmál því þeir sjá stefnuleysið í málaflokknum og vandræðaganginn og hafa kallað fyrirtækin að borðinu og viljað fá svör,“ segir Halla Signý. „Fyrirtækin hafa sagt atvinnuveganefnd þetta og ég sem þingmaður kjördæmisins hef verið fyrir vestan og hef verið að heyra þetta.“ sveinn@frettabladid.is dÓMsMÁl Héraðssaksóknari hefur ákært mann og konu fyrir gróf kyn- ferðisbrot gagnvart börnum þeirra. Rannsókn málsins hófst í sumar og hefur maðurinn setið í gæsluvarð- haldi síðan þá. Konan sat í gæslu- varðhaldi um tveggja vikna skeið en hefur síðan verið í farbanni allt þar til hún var úrskurðuð í gæsluvarð- hald á ný í síðustu viku. Þetta kemur fram í tveimur úrskurðum Landsréttar sem birtir voru í gær. Í úrskurðunum kemur fram að parið sé ákært fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, og hafa tekið athæfið upp á myndband. Þá eru þau ákærð fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa fram- leitt klámefni. Systir stúlkunnar, sem er barn þeirra beggja, fylgdist með athæfinu og eru þau ákærð fyrir blygðunarsemisbrot vegna þess. Stúlkurnar eru báðar yngri en fimmtán ára. Konan játaði sök að hluta í sumar og var sleppt í kjölfar þess. Í þeim yfirheyrslum sagði hún að hún hefði verið mjög ölvuð þegar nauðgunin á að hafa átt sér stað og þá gerði hún mjög lítið úr hlut sínum. Þegar myndbandsupptökur af atvikinu voru rannsakaðar, en þær fundust á myndavél sem falin var í fataskáp á heimili fólksins, kom í ljós að þáttur konunnar var mun meiri en hún hafði gefið til kynna og tók hún að mati ákæruvaldsins virkan þátt í hinu meinta broti. Maðurinn er að auki ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft í vörslu sinni myndlykla, tölvur og geisladiska sem innihéldu yfir 800 ljósmyndir og 29 hreyfimyndir af barnaklámi. Þá er hann ákærður fyrir brot gegn vopnalögum og fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ítrekað rassskellt dóttur sína og annað barn. Gæsluvarðhald parsins er á grundvelli almannahagsmuna og rennur út 31. október. – jóe Ákærð fyrir að nauðga dóttur sinni og láta systur hennar horfa á Mál parsins var höfðað fyrir Héraðs- dómi reykjaness. Fréttablaðið/GVa Neil Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Arctic Fish, er mágur Gunnars Atla Gunnarssonar, aðstoðar- manns Kristján Þórs sjávar- útvegsráðherra. lögregluMÁl Lögreglan stöðvaði ökumann um helgina sem mældist á 167 kílómetra hraða á Reykjanes- braut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum til bráða- birgða og gert að greiða 240 þúsund króna sekt. Ökumaðurinn bar því við að hafa verið að flýta sér að ná flugi. – smj Fokdýr flugferð sveitarstjÓrnir Sveitarstjórn Langanesbyggðar segist harma ákvörðun VÍS um að loka starfs- stöðvum á landsbyggðinni. „Þrátt fyrir þá mikilvægu breyt- ingu sem í ljósleiðaravæðingu lands- byggðarinnar felst þá virðist hjá stjórnendum sumra stórfyrirtækja þess misskilnings gæta að best sé að safna sem flestu starfsfólki undir eitt þak og þá helst á dýrasta stað, í höfuðborg landsins, frekar en að gera fólki alls staðar að af landinu kleift að sinna viðkomandi störfum,“ segir sveitarstjórnin. Þau skoða möguleika á að segja upp samningi við VÍS. – gar Langanesbyggð ósátt við VÍS Elías Pétursson, sveitarstjóri langanes- byggðar. 9 . o k t Ó b e r 2 0 1 8 Þ r i Ð j u d a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a Ð i Ð 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 5 -D 4 5 0 2 1 0 5 -D 3 1 4 2 1 0 5 -D 1 D 8 2 1 0 5 -D 0 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.