Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 31
Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. Tíminn er kominn! Ný námskeið að hefjast Innritun hafin! 15. október: TT1 (25+) og TT3 (16-25) Krefjandi aðhaldsnámskeið sem virka! 6 vikna matarlisti, ummálsmæling, vigtun og vikulegir póstar. Skemmtileg og áreiðanleg leið til að koma sér í form. 29. október: Fitform (60+ og 70+) Sérvalin og fjölbreytileg þjálfun sem tekur eðlilegt mið af þörfum hvors aldurshóps fyrir sig. Mótun BM Kerfisbundnar styrktar- og liðleikaæfingar í litlum sal. Æfingakerfið 1-2-3 – opnir tímar Snilldarlausn fyrir þær sem þurfa að nýta tímann sinn vel! Sjá nánar á jsb.is Innritun í síma 581 3730 E F LIR / H N O T S K Ó G U R Hin árlega samkeppni Tóbakslaus bekkur hefst nú í tuttugasta sinn hér á landi. Öllum sjöundu, áttundu og níundu bekkjum í grunnskólum landsins stendur til boða að taka þátt ef enginn nemandi í viðkomandi bekk notar tóbak. Á keppnistíma- bilinu verða dregnir út nokkrir heppnir tóbakslausir bekkir og allir í bekknum fá senda gjöf. Í vor geta samtals tíu bekkir unnið til verðlauna með því að senda inn lokaverkefni. Þeir bekkir sem velja að senda inn lokaverk- efni geta unnið fé til að ráðstafa eins og bekkurinn kýs að gera. Upphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráðan nemanda í bekknum. Skráning er þegar hafin og þarf að skrá bekki í síðasta lagi 16. nóvember 2018 á vefsíðunni Tóbakslaus bekkur en þar er einnig hægt að finna allar upplýsingar um samkeppnina.  Tóbakslaus í tuttugu ár Gott er að gleyma sér yfir góðri bók. Þegar skammdegið og vetrar-kuldinn krafsar í er notalegt að kúra inni með góða bók. Lestur er líka svo heilsusamlegur. l Hann losar um streitu. Rann- sókn frá Sussex-háskóla sýnir að streituhormón hafa lækkað um 68 prósent eftir aðeins sex mínútna lestur og er ástæðan sú að með því að sökkva sér ofan í bók fær maður flúið raunveru- leikann um stund. l Hann lengir lífið. Sýnt hefur verið fram á að lestrarhestar sem að- hyllast bóklestur lifa 20 prósent lengur en lesendur dagblaða og tímarita. l Hann er hressandi. Sjálfshjálpar- bækur og skáldsögur geta dregið úr einkennum ýmiss konar krank- leika, allt frá svefnleysi til kvíða- röskunar og streitu. l Hann bætir minnið. Því oftar sem lesið er því hægar á lífsleiðinni brestur minnið. l Hann eflir heilabúið. Með lestri eykst heilastarfsemin og heilinn fær örvandi þjálfun, rétt eins og skokk bætir hjarta- og æðakerfið. Lesið til heilsubótar Það krefst meiri orku að sippa en að hlaupa, svo það brennir meiri fitu. NORDICPHOTOS/GETTY Vísindamaðurinn og læknir-inn Dr. Michael Joyner, sem hefur gert ítarlegar rannsóknir á áhrifum líkams- ræktar, segir að tvær æfingar geti séð manni fyrir allri nauðsynlegri hreyfingu og um leið lengt lífið. Þær eru burpee og að sippa með þyngd. Dr. Joyner segir að margar rannsóknir sýni að einföld próf á líkamlegri frammistöðu hafi mikið forspárgildi fyrir langlífi. Þar sem mjög einfaldar æfingar geti gefið góða vísbendingu um langlífi fólks, þýði það væntanlega líka að mjög einfaldar æfingar geti lengt ævina, segir hann. Sipp krefst 24% meiri krafts en að hlaupa á sama hraða, sam- kvæmt háskólanum í Jena í Þýska- landi, þannig að það er gagnlegra til að brenna fitu og með þyngd styrkir sippið líka handleggina. Burpee er æfing sem reynir á allan líkamann, eykur sprengikraft í neðri hluta líkamans og er góð fyrir hjartað. Dr. Joyner tekur fram að öll lík- amsrækt geti lengt lífið og að það sé best að fá fjölbreytta hreyfingu, en segir að þessar tvær æfingar séu sérlega góðar af því að þær auka hreysti og heilsu æðakerfisins ásamt því að bæta sprengikraft, þol og styrk. Þess vegna séu þær svo heppilegar til að fá ofureinfalda alhliða líkamsrækt. Tvær æfingar sem halda þér í formi FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 9 . o k tó b e R 2 0 1 8 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 5 -F 1 F 0 2 1 0 5 -F 0 B 4 2 1 0 5 -E F 7 8 2 1 0 5 -E E 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.