Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 30
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Í þennan fyrsta rétt er notað lambakjöt. Í rauninni er hægt að nota alls kyns parta, hvort sem kjötið er á beini eða ekki. Bara úrbeina það og skera í bita. Taco súpan verður örugglega vinsæl þar sem flestir eru hrifnir af mexík­ óskum mat. Síðan er uppskrift að mjög hollum og góðum pönnu­ kökum ef fólk vill hafa eitthvað létt í matinn. Einfaldur lambaréttur með spínati 2 laukar 6 hvítlauksrif 1 tsk. engifer, þurrt ½ tsk. chili-duft 1 msk. broddkúmen (cumin) 1 msk. kóríander, þurrt 1 kg lambakjöt, skorið niður 1 dós tómatar í bitum Salt Olía til steikingar 200 g ferskt spínat Skerið niður lauk og hvítlauk. Steikið lauk í olíunni og bætið svo hvítlauk saman við. Gætið að því að brenna ekki. Bætið öllu kryddi á pönnuna og síðan kjötbitunum. Blandið öllu vel saman. Lækkið hitann og bætið tómötum saman við. Notið dósina og hálffyllið hana af vatni og bætið saman við. Látið þetta malla í 10 mínútur og bragð­ bætið með salti. Þá er spínatið sett saman við. Í þennan rétt má bæta við græn­ meti eftir smekk, gulrótum, tómötum eða hverju því sem til er í ísskápnum. Berið réttinn fram með hrísgrjón­ um og mango chutney. Taco súpa Taco réttir eru alltaf vinsælir hjá öllum í fjölskyldunni. Þetta er góð og matarmikil súpa sem auðvelt er að útbúa. Út í súpuna er gott að setja sýrðan rjóma, guacamole og tortilla­nasl, límónusafa og jafnvel chili­sósu eða allt eftir smekk hvers og eins. Uppskriftin miðast við fjóra til sex. 400 g nautahakk 1 laukur, smátt skorinn 3 hvítlauksrif, smátt skorin 1 tsk. broddkúmen (cumin) 1 tsk. kóríanderduft ¼ tsk. chili-duft 1 dós tómatar 1 lítri kjúklingasoð 1 dós svartar baunir 1 dós maísbaunir 1-2 msk. tómatmauk Smávegis ólífuolía til steikingar Salt og pipar Byrjið á því að steikja kjöthakkið upp úr olíu í góðum potti. Setjið síðan laukinn saman við og steikið áfram þar til hann verður mjúkur en þá er hvítlauknum bætt út í. Bætið kryddum saman við og bragðbætið með salti og pipar. Bætið þá tómötum út í ásamt soðinu og látið suðuna koma upp. Takið vökvann af baununum og maísnum og setjið út í súpuna. Þá er tómatmaukið sett saman við og súpan látin malla í dálitla stund. Út í súpuna er gott að setja lárperu­ bita, sýrðan rjóma, guacamole og tortilla­nasl, límónusafa og jafnvel chili­sósu eða allt eftir smekk hvers og eins. Hollar pönnukökur Stundum vill maður bara hafa eitt­ hvað létt og gott í matinn. Hvað með að hafa skyr og þessar hollu pönnu­ kökur sem líta út eins og amerískar, sem sagt þykkari en íslenskar? Pönnukökurnar eru bornar fram með grískri jógúrt og berjum. 7 egg 3 dl hafragrjón 3 dl kotasæla 2 vel þroskaðir bananar 25 g smjör til að steikja upp úr 125 g bláber, jarðarber eða önnur ber 2 dl grísk jógúrt Hrærið saman eggjum, haframjöli, kotasælu og banönum í mat­ vinnsluvél þar til blandan verður jöfn og kekkjalaus. Setjið smávegis smjör á pönnuna og bakið eins og amerískar pönnu­ kökur. Berið fram með grískri jógúrt og berjum eða öðru því sem þið viljið. Það má alveg vera smjör og ostur ef einhver vill það frekar. Hugmyndir að einföldum og hollum kvöldmat Bragðmikill lambapottréttur er góður á dimmu haustkvöldi. Hægt er að bæta út í hann grænmeti að vild. Taco-súpa með lárperum og fleira góðgæti verður örugglega vinsæl. Pönnukökur má vel borða í kvöld- mat ef mann langar í eitthvað létt. Oft kemur það fyrir að fólk veit ekkert hvað eigi að kaupa matinn hversdags. Hér eru þrjár hug- myndir að ein- földum hvers- dagsmat sem hentar öllum. Maturinn þarf ekki endilega að vera flókinn. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nánari upplýsingar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5429 / jonivar@ rettabladid.is FYRIRtÆKJAGJAFIR Veglegt sérblað Fréttablaðsins um jólagjafir fyrirtækja til starfsmanna viðskiptavina kemur út 12. október. T yggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 5 -F 1 F 0 2 1 0 5 -F 0 B 4 2 1 0 5 -E F 7 8 2 1 0 5 -E E 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.