Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 3 8 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 9 . o k t ó b e r 2 0 1 8 Stöndum með stelpunum! Tökum sameiginlega ábyrgð á þátttöku kvenna í skimun með kaupum á Bleiku slaufunni Að ríkisstjórnarfundi loknum settist sjávarútvegsráðherra niður með forsætisráðherra til að fara yfir mál tengd fiskeldi. Ljóst er að leyfi og rekstur fiskeldisfyrirtækja er hitamál og skiptar skoðanir eru til að mynda innan VG um hvernig skuli ganga fram í málinu. Umhverfisráðherra VG hefur áður lýst því yfir að hann vilji fara með mikilli gát í laxeldi. Fréttablaðið/Ernir alÞingi Kristján Þór Júlíusson sjáv- arútvegsráðherra mun í dag leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtæki í laxeldi á Vestfjörðum, Fjarðalax og Arctic Fish, geti haldið áfram starf- semi þrátt fyrir úrskurði og aftur- köllun starfsleyfa fyrirtækjanna. Í frumvarpi Kristjáns Þórs kemur fram að ráðherra sé heimilt, að undangenginni umsögn Matvæla- stofnunar, að veita fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðaleyfi til allt að tíu mánaða. „Frumvarpinu er ætlað að lagfæra með almennum hætti annmarka á lögum um fiskeldi til framtíðar. Sá annmarki birtist í því að samkvæmt gildandi lögum er eina úrræði Mat- vælastofnunar í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi fiskeldisstöðvar er fellt úr gildi að stöðva starfsemi hennar. Þannig hafa stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir mögulega óaft- urkræfa og óþarfa sóun verðmæta né heldur gæta meðalhófs,“ segir í til- kynningu frá sjávar útvegsráðherra. Drög að frumvarpinu voru samþykkt á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu í gær og kynnt hinum stjórnmálaflokkunum síðdegis í gær. Því er fyrirtækjunum, Arctic Fish og Fjarðalaxi, gefinn frestur til að fara yfir umhverfismat fyrirtækjanna til að tryggja að umsókn þeirra um aukið laxeldi á sunnanverðum Vest- fjörðum verði samkvæmt lögum og reglum. Samkvæmt heimildum blaðsins voru fulltrúar Arctic Fish kallaðir á fund viðskiptabanka síns þegar rekstrarleyfi þeirra var afturkallað og gerð grein fyrir að afturköllun á leyfinu gæti þýtt riftun á lánasamn- ingum við félagið. Fréttir síðustu daga um inngrip stjórnvalda hafi róað bankann. Hins vegar hafi litlu mátt muna um tíma. – sa / sjá síðu 4 Fyrirtækin fái tíu mánaða fresti Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um fiskeldi lagt fram í dag. Með því getur ráðherra veitt fyrirtækjum bráðabirgðaleyfi. Arctic Fish fundaði með banka sínum þegar starfsleyfið var afturkallað. bandarÍkin Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðar- ástandi lýst yfir. „Þessi stormur ógnar lífi okkar og verður gífurlega hættulegur,“ segir ríkisstjórinn Rick Scott. Kosningar eru fram undan í Flórída; um annað sæti ríkisins í öldungadeild þingsins og um ríkis- stjóra þann 6. nóvem- ber svo fátt eitt sé nefnt. Vegna storms- ins hafa frambjóð- endur flestir aflýst fyrirhuguðum kosn- ingafundum sínum. þea / sjá síðu 8 Neyðarástandi lýst yfir í Flórída Stjórnin samþykkti drög að frum- varpi sjávarútvegsráðherra í gær. rick Scott er ríkisstjóri í Flórída. 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 5 -B B A 0 2 1 0 5 -B A 6 4 2 1 0 5 -B 9 2 8 2 1 0 5 -B 7 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.