Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 12
KA - Grótta 21-22 KA: Dagur Gautason 5, Sigþór Gunnar Jónsson 4, Allan Norðberg 4, Áki Egilsnes 4, Sigþór Árni Heimisson 2. Grótta: Bjartur Guðmundsson 4, Sveinn Jose Rivera 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Alexander Jón Másson 3, Magnús Öder Einarsson 3. Efri Valur 7 FH 7 Afturelding 5 Selfoss 5 Haukar 5 KA 4 Neðri Grótta 3 ÍBV 3 Fram 3 Akureyri 2 ÍR 2 Stjarnan 0 Nýjast Olís-deild karla Framkvæmdir hafnar í Kópavogi Breyttir tímar Hafist var handa við að grafa upp hluta Kópavogsvallar í gær í aðdraganda þess að framkvæmdir eru að hefjast við að leggja gervi- gras á völlinn fyrir næsta tímabil. Bæði Breiðablik og Víkingur Reykjavík stefna á að vera komin á gervigras á næsta ári sem þýðir að sex lið í Pepsi-deild karla og fimm lið í Pepsi-deild kvenna, eða annað hvert lið í efstu deild, munu leika á gervigrasi á næsta tímabili. FréttAblAðið/StEFáN Golf Axel Bóasson, atvinnukylf- ingur úr GK, mun í dag hefja leik á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evr- ópumótaröðina á næsta ári. Kylf- ingar þurfa að komast í gegnum þrjú stig til að komast inn á Evrópumóta- röðina. Haraldur Franklín Magnús, GR, hefur þegar tryggt sér þátttöku- rétt á öðru stigi og mun Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, einnig taka þátt á öðru stigi. Er þetta í fimmta sinn sem Axel reynir við úrtökumótið fyrir Evr- ópumótaröðina sem er næst sterk- asta mótaröð heims. Keppti hann í Áskorendamótaröðinni, næststerk- ustu mótaröð Evrópu, á nýafstöðnu tímabili en náði aldrei flugi þar. – kpt Axel hefur leik í Portúgal í dag Axel slær með járni á EM atvinnu- kylfinga í sumar. NOrdicphOtOS/GEtty frjálsar íþróttir Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk loksins svör við bakmeiðslunum sem hafa verið að plaga hana undanfarna mánuði. Neðst í mjóbakinu er sprunga vegna álags og hefur hún því æft og keppt að undanförnu með brot í bakinu. „Ég fór nýlega í skoðun þar sem kom í ljós að ég hef fengið álags- brot í bakið, líklegast síðasta sumar. Þetta er í þeim hluta hryggjarins að ég finn aðeins fyrir þessu þegar ég kasta spjótinu en ekki við styrkt- aræfingar,“ sagði Ásdís og hélt áfram: „Verkurinn hvarf eftir tímabilið í fyrra þegar ég hætti að kasta og tók sig upp á ný í vor en ég reyndi að halda honum niðri í ár með sjúkra- þjálfun. Hvenær nákvæmlega þetta álagsbrot tók sig upp þori ég ekki að segja  en þetta er  gamalt brot, það sást við skoðunina að þetta er allavega sex mánaða gamalt. Það er líklegt að þetta hafi gerst í fyrra og að það hafi opnast á ný í ár þegar álagið jókst og fékk ekki að gróa.“ Óvíst er hvenær hún getur kastað spjóti á ný en hún þarf að fara var- færnislega í það. „Það er erfitt að segja með álags- brot, þau taka oft lengri tíma en beinbrot  að gróa og það fer eftir álagi á svæðið. Ég fékk sprautu til að minnka bólguna til að flýta fyrir endurhæfingunni og þarf ekki að fara í aðgerð og núna er bara verið að bíða eftir endurhæfingu. Ég geri ráð fyrir að fara aftur í sömu skoðun áður en ég kasta spjóti á ný til að vera örugg um að beinið sé búið að gróa. Ég vill ekki taka kastæfingu og lenda í því að brotið opnist á ný.“ Hún segir það vissan létti að þetta sé loksins komið á hreint eftir margra mánaða óvissu. „Það var mjög góð tilfinning og mikill léttir að heyra loksins hvað var að og hvernig hægt væri að tak- ast á við það. Ég tók þessi meiðsli ekkert alvarlega í byrjun, hélt að þetta myndi fara innan skamms og reyndi að halda þessu niðri. Það gekk vel að æfa í vetur og ég kast- aði mjög vel þegar ég hóf það í vor en þegar þetta tók sig aftur upp þá lá þetta afar þungt á mér. Ég fann alltaf fyrir óþægindum og yfirleitt nístandi sársauka þegar ég kastaði og það tók á andlega. Ég vissi ekki hvort ég yrði með tárin í augunum þegar ég kæmi heim af æfingu,“ segir Ásdís sem sagði að það hefði komið sá tími að hún óttaðist um ferilinn. „Það kom tímapunktur, í sumar gat ég kastað en fann alltaf fyrir óþægindum, og maður hugsaði hvað yrði um ferilinn. Þegar ég hugsa til baka er það klikkun að hafa verið að halda áfram með brot í baki. Við reyndum hvað sem hægt var en okkur tókst aldrei að finna út hvað þetta var og það reyndi á, það var ekki hægt að sjá neina lausn þegar við þekktum ekki vandamál- ið. Það hefðu eflaust margir tekið þessum fregnum illa en ég var bara fegin.“ Hún rétt missti af úrslitunum á EM í Berlín þar sem hún lenti í 13. sæti og átti flott köst þrátt fyrir meiðslin. „Það er ótrúlegt að hugsa til baka að hafa náð 13. sæti á EM  með brot í baki en á sama tíma ótrú- lega svekkjandi. Á fyrstu æfingum sumarsins var ég að kasta það vel að ég hefði komist á verðlaunapall í Berlín. Ég þurfti líka að horfa á eftir sæti í úrslitunum í lokakast- inu þegar æfingafélagi minn gerði út um vonir mínar í annað sinn, það var ótrúlega svekkjandi,“ sagði Ásdís. kristinnpall@frettabladid.is Mikill léttir að fá loksins svör þótt að það sé brot í bakinu Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk að vita það á dögunum að hún væri með álagsbrot í neðsta hryggj- arliðnum og hafi verið með það á Evrópumótinu í sumar. Ásdís segist vera fegin að loksins sé búið að greina vandamálið sem hefur verið að plaga hana undanfarið ár og að hún núna unnið í endurhæfingunni. ásdís undirbýr hér kast á EM í berlín í sumar þar sem hún kastaði með brot í baki 58,64 metra en Íslandsmet hennar er 63,43 metrar. NOrdicphOtOS/GEtty 9 . o k t ó b e r 2 0 1 8 þ r i Ð j U D a G U r12 s p o r t ∙ f r É t t a b l a Ð i Ð sport fótbolti Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri tryggði sér í gær sigur í riðli sínum í undankeppni EM 2019 með því að vinna öruggan 5-1 sigur á Belgíu í Armeníu. Ísland var, líkt og Belgía, búið að tryggja sæti sitt í milliriðlum fyrir leik dagsins með sigrum á Armeníu og Wales á síðustu dögum. Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Vals, skoraði tvö marka íslenska liðsins, Alexandra Jóhannsdóttir, sem leikur með Blikum og Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir skoruðu sitt markið hvor. Leikmaður Belga varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Belgum tókst að klóra í bakkann á 94. mínútu leiksins en lengra komust þær ekki. Dregið verður í milliriðlana þann 23. nóvember næstkomandi og fara leikirnir fram í apríl og júní næst- komandi. Verða fjögur lið í hverj- um riðli og kemst aðeins eitt lið úr hverjum riðli  inn í lokakeppnina sjálfa sem fram fer í Skotlandi á næsta ári. – hó Unnu stórsigur gegn Belgíu 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 5 -B B A 0 2 1 0 5 -B A 6 4 2 1 0 5 -B 9 2 8 2 1 0 5 -B 7 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.