Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 holar@holabok.is — www.holabok.is TVÆR GÓÐAR FYRIR SJÓMENN - OG LANDKRABBA LÍKA Laggó! Gamansögur af íslenskum sjómönnum, tenntum og tannlausum, sem sumir hverjir hafa „vaðið fyrir ofan sig“. Bráðskemmtileg bók um aflaskipið Víking AK-100 þar sem hálfrar aldar saga þess er sögð með orðum skipverjanna sjálfra. Guðrún Erlingsdóttir Höskuldur Daði Magnússon Viðræðum um myndun nýrra meiri- hluta að loknum kosningum er ým- ist lokið eða þær standa enn yfir. Búið er að mynda meirihluta í sex af tólf stærstu sveitarfélögum lands- ins. Viðræður eru í gangi í fimm af þessum sveitarfélögum og mál- efnasamningur bíður samþykkis í einu þeirra. Meirihlutaviðræður Samfylk- ingar, Viðreisnar, Pírata og vinstri grænna í Reykjavík hafa gengið vel, að sögn Þórdísar Lóu Þórhalls- dóttur, oddvita Viðreisnar. „Við er- um í málefnavinnunni og ekki komin á þann stað að ræða stóla og hlut- verk,“ sagði Þórdís í gær. Hún sagði að skilyrði um að Dagur viki sem borgarstjóri væri í umræðunni ann- ars staðar en í meirihlutaviðræð- unum. Stefnt er að því að sam- þykkja meirihlutasamstarf fyrir fund borgarstjórnar 19. júní. Óeining meðal bæjarfulltrúa Í Kópavogi, næst stærsta sveitar- félagi landsins, eru engar formlegar viðræður hafnar. „Að sjálfsögðu bindur stjórn fulltrúaráðsins vonir við það að mál fari að skýrast og það verði boðað til fundar með oddvita einhvers annars flokks. Að sjálf- sögðu viljum við að málin í Kópavogi leysist hið allra fyrsta,“ segir Ragn- heiður Dagsdóttir, formaður stjórn- ar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Óeining er komin upp meðal bæjarfulltrúa flokksins. Þrír þeirra, Margrét Friðriksdóttir, Karen El- ísabet Halldórsdóttir og Guð- mundur Gísli Geirdal, lýstu því yfir á fundi á sunnudag að þau vildu ekki ganga til samstarfs við BF-Viðreisn. Þetta mun hafa komið oddvitanum og bæjarstjóranum, Ármanni Kr. Ólafssyni, í opna skjöldu enda hafði verið stefnt að áframhaldandi sam- starfi með Theódóru Þorsteins- dóttur, sem leiddi listann, héldu flokkarnir meirihluta sínum sem þeir og gerðu. Alla vikuna hefur ver- ið reynt að bera klæði á vopnin en ekki hefur fundist lausn á málinu. Að sögn Ragnheiðar hefur stjórn fulltrúaráðsins fundað í tvígang í vikunni, síðast í gærkvöldi. „Við höf- um rætt stöðuna og hver séu skyn- samleg næstu skref en höfum ekki tekið ákvörðun um formlega álykt- un. Staðan verður tekin aftur í dag og á sunnudaginn. Við vegum og metum hvern klukkutíma.“ Íris fyrsta konan Í Garðabæ hélt meirihluti sjálf- stæðismanna velli og Gunnar Ein- arsson verður áfram bæjarstjóri. Sama er að segja um Seltjarnarnes þar sem Ásgerður Halldórsdóttir heldur áfram sem bæjarstjóri Í Mosfellsbæ er viðræðum um meirihlutasamstarf Sjálfstæðis- flokks og Vinstri grænna lokið og bíður samþykkis flokkanna. Har- aldur Sverrisson verður áfram bæjarstjóri. Íris Róbertsdóttir er fyrsti kjörni kvenkyns bæjar- fulltrúinn sem tekur við starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Hún situr í umboði nýs meirihluta Eyjalistans og Fyrir Heimaey. Rósa stýrir Hafnarfirði Í Hafnarfirði verður Rósa Guð- bjartsdóttir, oddviti sjálfstæðis- manna, bæjarstjóri í meirihluta Framsóknarflokks og óháðra. Unnið er að málefnasamningi milli Bæjarlistans, Framsóknar og Samfylkingarinnar á Akureyri þar sem ákveðið hefur verið að auglýsa eftir bæjarstjóra. Í Reykjanesbæ standa yfir við- ræður milli Beinnar leiðar, Fram- sóknar og Samfylkingar og óháðra. Að sögn Guðbrands Einarssonar, oddvita Beinnar leiðar, ganga við- ræður vel og stefnt er að því að klára viðræður um eða eftir helgi. Tilvonandi meirihluti vill sjá Kjart- an Má Kjartansson áfram í stóli bæjarstjóra. Haraldur Sverrisson verður áfram bæjarstjóri í Mosfellsbæ ef samkomulag sem gert hefur verið milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna verður samþykkt í flokk- unum. Áfram Árborg, Framsókn og óháðir, Miðflokkur og Samfylking samþykktu meirihlutasamstarf í Ár- borg í gær og munu auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Á Akranesi eru Samfylking, Framsókn og frjálsir langt komnir með gerð málefnasamnings sem lagður verður fyrir á félagsfundum framboðanna um eða eftir helgi. Flokkarnir eru sammála um að Sævar Freyr Þráinsson, haldi áfram sem bæjarstjóri á Akranesi. Gott skrið í Fjarðabyggð Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir eru á góðu skriði í meiri- hlutaviðræðum í Fjarðabyggð. Að sögn Eydísar Ásbjörnsdóttur, odd- vita Fjarðalistans, eru flokkarnir ekki komnir svo langt í viðræðunum að ræða um bæjarstjóraefni. Reyna að lægja öldur í Kópavogi  Meirihlutar komnir í sex af tólf stærstu sveitarfélögunum  Íris fyrst kvenna bæjarstjóri í Eyjum  Óeining meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi  Auglýst eftir bæjarstjóra á Akureyri og í Árborg Meirihlutamyndanir og viðræður í stærstu sveitarfélögunum Reykjavík Píratar, Samfylk- ing, Viðreisn og Vinstri græn eru í viðræðum Borgarstjóri: engin ákvörðun tekin Kópavogur Engar fréttir af viðræðum Hafnarfjörður Meirihluti: Framsókn og óháðir og Sjálfstæðisflokkur Bæjarstjóri: Rósa Guðbjartsdóttir Akureyri Meirihluti: Bæjarlist- inn, Framsókn og Samfylking Auglýst eftir bæjarstjóra Reykjanesbær Bein leið, Framsókn og Samfylking og óháðir í viðræðum Bæjarstjóraefni: Kjartan Már Kjartansson Garðabær Meirihluti: Sjálfstæðisflokkur í hreinum meirihluta Bæjarstjóri: Gunnar Einarsson Mofellsbær Meirihluti: Sjálfstæðismenn og Vinstri græn (bíður sam- þykki flokkanna) Bæjarstjóri: Haraldur Sverrisson Árborg Meirihluti: Áfram Árborg, Framsókn og óháðir, Miðflokkur og Samfylking Auglýst eftir bæjarstjóra Akranes Framsókn og frjálsir og Sam- fylking eru í viðræðum Bæjarstjóraefni: Sævar Freyr Þráinsson Fjarðabyggð Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir eru í viðræðum Bæjarstjóri: ekki búið að taka ákvörðun Seltjarnarnes Meirihluti: Hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokks Bæjarstjóri: Ásgerður Halldórsdóttir Vestmannaeyjar Meirihluti: Eyjalistinn og Fyrir Heimaey Bæjarstjóri: Íris Róbertsdóttir Morgunblaðið/Eggert Vinna Vel gekk í viðræðum Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík sem fóru fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í gær. „Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar í heiminum,“ segir Heim- ir Fannar Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Íslenska ríkið og Microsoft gerðu í gær með sér heildarsamning um kaup á hugbúnaði. Íslenskunni verður gert hátt undir höfði í kjöl- far þessa; hægt verður að þýða texta á íslensku yfir á sextíu önnur tungumál og stefnt er að því að láta hugbúnaðinn skilja íslensku. Micro- soft mun auk þess forgangsraða ís- lenskri talvél framar. „Með þessum samningi fær ríkið aðgang að samskonar hugbúnaði fyrir allar sínar stofnanir, 164 tals- ins. Þetta teljum við mikið fram- faraskref, til að mynda hvað varðar samvinnu og samskipti milli stofn- ana,“ segir Heimir Fannar í samtali við Morgunblaðið. Samningurinn felur í sér aðgengi ríkisstofnana að nýjustu útgáfu Office 365 hugbún- aðarpakkans, sem inniheldur meðal annars Word, Excel, hópvinnukerfi og póstkerfi. Í júní verða liðin 20 ár síðan þá- verandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, ritaði Microsoft bréf og hóf þá vegferð að fá Micro- soft Office og Windows þýtt yfir á íslensku. „Síðan höfum við náð sí- fellt lengra og lengra við að tryggja íslenskunni sess í hinum stafræna heimi. Það skiptir okkur miklu máli að geta boðið upp á Windows 10 stýrikerfið og allan lykilhugbúnað okkar á íslensku,“ segir Heimir Fannar. Nýjasta viðbótin, að hægt sé að þýða texta á íslensku yfir á 60 tungumál í Word, felur í sér gríðar- lega hagræðingu og tækifæri að mati Heimis. „Þarna geturðu tekið heilt skjal, til dæmis samninga, og þýtt yfir á fjölda tungumála. Þessi þjónusta mun svo alltaf batna eftir því sem við notum hana meira, enda er gervigreind að baki.“ Samningurinn er til þriggja ára og hleypur á hundruðum milljóna króna. „Þetta skapar ríkinu hag- ræðingu upp á að minnsta kosti 200 milljónir króna á ári. Þarna er gerður samningur um allar stofn- anir í stað 164 mögulegra samninga og í ljósi stærðarinnar fær ríkið mjög hagstæðan samning. Hann er á pari við þá sem miklu stærri ríki eru að gera.“ hdm@mbl.is Tryggir íslenskunni sess  Ríkið og Microsoft gera heildarsamning um hugbúnað Ljósmynd/Hörður Sveinsson Undirritun Bjarni Benediktsson og Heimir Fannar Gunnlaugsson. Þorsteinn Halldórsson, sem dæmd- ur var í sjö ára fangelsi fyrir nauðg- un og önnur brot í síðasta mánuði í Héraðsdómi Reykjaness, er grun- aður um kynferðisbrot í öðru máli sem verið hefur til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfesti Theodór Kristjáns- son, yfirlögregluþjónn hjá kyn- ferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is. Hann segir rannsóknina langt komna. Þorsteinn var dæmdur fyr- ir að tæla unglingsdreng ítrekað með fíkniefnum, lyfjum og gjöfum. Hann á að hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart drengnum vegna ald- urs og þroskamunar. Grunaður um fleiri kynferðisbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.