Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 50

Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er orðaður við kvik- myndina The Good Spy á kvik- myndavefnum Empire. Í frétt á vefnum segir að Baltasar íhugi að taka að sér leikstjórn myndarinnar og að ástralski leikarinn Hugh Jackman verði mögulega í aðal- hlutverki. Handrit myndarinnar er sannsögulegt og segir af yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, í Mið-Austurlöndum, Robert Ames, sem lést í sprengjuárás við sendiráð Bandaríkjanna í Beirút í Líbanon árið 1983. Handrit mynd- arinnar er byggt á bók Kai Bird. AFP Sú næsta? Verður næsta mynd Baltas- ars The Good Spy með Hugh Jackman? Leikstýrir Baltasar Hugh Jackman? Ég elska þig nefnist verk samið af dansaranum Önnu Richards og söngkonunum Hörpu Barkardóttur og Fanneyju Kristjáns Snjólaugar- dóttur sem flutt verður í dag kl. 17 í nýju gjörningarými, Hlöðunni sköpunarhúsi, á Svalbarðsströnd, rétt utan við Akureyri hjá Leifs- húsum á móti Hotel Natur. Aðgang- ur er ókeypis þar sem verkið er styrkt af Sóknaráætlun Norður- lands og Akureyrarstofu. Listakonurnar þrjár námu í vet- ur sögu gyðjumenningar og fem- ínískrar trúarheimspeki hjá Val- gerði Bjarnadóttur og byggist námið á „sögulegum og forn- leifafræðilegum fróðleik sem og sjamanistískum draumferðum og ritúölum til að upplifa og finna gyðjukraftinn á eigin skinni,“ eins og því er lýst í tilkynningu. Listakonurnar hafa nú samið verk sem er í senn helgiathöfn, gjörningur, dans- og söngverk og er það óður til kvenkraftsins í heiminum og um leið speglun á heiminn okkar. Ég elska þig er óður til kvenkraftsins Kvenkraftur Dans- arinn Anna Richards. Danski popp- og sálarkórinn Pop’n Soul heldur tónleika í dag kl. 17 í Lindakirkju í Kópavogi. Danska kórinn skipa 65 söngvarar og mun Kór Lindakirkju taka með þeim lagið, auk þess að syngja nokkur lög einn. Á efnisskránni eru popp- og gospellög. Aðgangur er ókeypis. Lindasókn var stofnuð árið 2002 og kórinn hóf starfsemi sína fljót- lega eftir það. Óskar Einarsson tók við stjórn kórsins í ársbyrjun 2010 og stýrir honum enn. Líflegur Kór Lindakirkju í Kórum Íslands. Danskur kór syng- ur í Lindakirkju Sýningin Pepper- mint verður opn- uð í dag kl. 12 í galleríinu Kling & Bang í Mars- hall-húsinu og er hún á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Á vef hátíðar- innar segir að sýningin sé ólíkindatól og í raun eins konar þríhöfða þurs, þar sem þrír listamenn taki yfir sali Kling & Bang og framkvæmi glænýja gjörn- inga. Listamennirnir eru Ásta Fanney Sigurðardóttir, Hannes Lárusson og Florence Lam og eiga þau sam- eiginlegt að hafa einbeitt sér að gjörningalist í listsköpun sinni en þau fást við listformið á afar ólíkan hátt. Ásta Fanney Sigurðardóttir fremur gjörning í dag kl. 17, Hann- es Lárusson 9. júní kl. 16 og Lam 16. júní kl. 16. Þríhöfða þurs í Kling & Bang Hannes Lárusson Íslensk tónlist verður leikin á ís- lensk hljóðfæri á tónleikum Strok- kvartettsins Sigga í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld kl. 20. Tón- leikarnir eru á dagskrá Listahátíð- ar í Reykjavík og á þeim mun kvartettinn leika á hljóðfæri sem smíðuð voru af fiðlusmiðnum Jóni Marinó Jónssyni. „Sellóið var smíð- að fyrst en fyrirmynd þess er Stradivariselló frá árinu 1710. Fiðlurnar og víólan, sem fylgdu í kjölfarið, eru eftir eigin teikn- ingum Jóns Marinós,“ segir á Face- book-síðu viðburðarins. Á efnisskránni verða fjögur ís- lensk verk, samin sérstaklega fyrir Sigga en einnig verður fluttur fyrsti strokkvartett Jóns Leifs, Mors et Vita, ópus 21 frá árinu 1939. Þá verður frumfluttur kvart- ett Mamiko Dísar Ragnarsdóttur, Blómin fríð, „Án titils (Norðurland og Tröllaskagi)“ frá árinu 2011 og Seremónía Hauks Tómassonar frá 2013 í nýjum búningi; verk Halldórs Smárasonar, draw+play (2017) og tilraunaverk Unu Sveinbjarnar- dóttur, Þykkt (2014), sem er í fjórum köflum og hver þeirra hverfist um eitt hljóðfæri kvart- ettsins. Strokkvartett Siggi og Jón Marinó. Íslensk verk leikin á íslensk hljóðfæri Svanurinn 12 Afvegaleidd níu ára stúlka er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast. Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 18.00 Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 22.00 Mýrin 12 Metacritic 75/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 20.00 Call Me By Your Name 12 Metacritic 93/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 22.00 In the Fade 12 Veröld Kötju hrynur þegar eiginmaður hennar og sonur láta lífið í sprengjuárás. Sorgarferlið tekur við. Eftir nokkurn tíma fer hún að hyggja á hefndir. Metacritic 64/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 18.00 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 20.00 On Body and Soul 12 Metacritic 77/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 22.00 The Big Sick Bíó Paradís 17.45 Doktor Proktor og tímabaðkarið Bíó Paradís 16.00 Avengers: Infinity War 12 Avengers og bandamenn þeirra verða að vera klárir í að fórna öllu til að sigra hinn öfluga Thanos, áður en eyði- leggingarmáttur hans legg- ur alheiminn í rúst. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 68/100 IMDb 8,8/10 Sambíóin Álfabakka 14.20, 17.30, 20.40 Sambíóin Egilshöll 17.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 19.10, 22.20 Sambíóin Akureyri 21.30 Midnight Sun Myndin fjallar um 17 ára gamla stelpu, Katie. Hún er með sjaldgæfan sjúkdóm sem gerir hana ofur- viðkvæma fyrir sólarljósi. Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 15.20, 17.30, 19.40, 21.50 Sambíóin Akureyri 19.30 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.00 I Feel Pretty 12 Höfuðmeiðsl valda því að kona fær ótrúlega mikið sjálfstraust og telur að hún sé ótrúlega glæsileg. Metacritic 47/100 IMDb 4,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00 7 Days in Entebbe 12 Metacritic 49/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Kringlunni 16.50 Vargur 16 Bræðurnir Erik og Atli eiga við fjárhagsvanda að stríða. Þeir grípa til þess ráðs að smygla dópi. Erik skipulegg- ur verkefnið og allt virðist ætla að ganga upp, en óvænt atvik setur strik í reikninginn. Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,6/10 Smárabíó 20.00, 22.10 Háskólabíó 18.20 Bíó Paradís 20.00 Overboard Sagan segir frá óþolandi snekkjueiganda, sem kemur illa fram við starfsstúlku sína. Hún lætur ekki bjóða sér hvað sem er og hefnir sín. Snekkjueigandinn endar í sjónum og skolast upp á land minnislaus. Metacritic 42/100 IMDb 5,4/10 Laugarásbíó 22.25 Háskólabíó 15.40, 21.10 Bókmennta- og kartöflubökufélagið Rithöfundur myndar óvænt tengsl við íbúa á eynni Guernsey, skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar hún skrifar bók um reynslu þeirra í stríðinu. Háskólabíó 15.20, 18.10, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.30 Rampage 12 Metacritic 45/100 IMDb 6,4/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Draumur IMDb 6,8/10 Myndin skoðar ósagða sögu Mjallhvítar, Öskubusku og Þyrnirósar, sem komast að því að þær eru allar trúlof- aðar sama draumaprins- inum. Laugarásbíó 13.50, 14.00, 15.50, 16.00 Smárabíó 13.00, 15.10, 17.20 Háskólabíó 15.40, 18.00 Borgarbíó Akureyri 15.30 Pétur Kanína Smárabíó 13.00, 14.50 Önd önd gæs Einhleyp gæs verður að hjálpa tveimur andarungum sem hafa villst. Íslensk tal- setning. Sambíóin Keflavík 14.30 Lói – þú flýgur aldrei einn Morgunblaðið bbbbn Smárabíó 12.50 Víti í Vestmanna- eyjum Myndin fjallar um strákana í fótboltaliðinu Fálkum sem fara á knattspyrnumót í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið bbbbn Sambíóin Álfabakka 14.20, 15.20, 17.40 Sambíóin Egilshöll 14.00 Sambíóin Kringlunni 14.30 Sambíóin Akureyri 17.10 Krummi Klóki Laugarásbíó 13.50 Borgarbíó Akureyri 15.30 Bíó Paradís 16.00 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 62/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00, 19.50, 22.30 Sambíóin Álfabakka 14.00, 15.00, 16.50, 18.00, 19.40, 21.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 14.00, 15.00, 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.50 Sambíóin Kringlunni 13.50, 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Akureyri 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 14.30, 16.40, 19.30, 22.20 Smárabíó 13.00, 13.10, 16.10, 16.20, 19.10, 19.30, 22.00 Solo: A Star Wars Story 12 Kona fer í stríð Kona, kórstjóri á fimmtugsaldri, ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Morgunblaðið bbbbb Laugarásbíó 15.30, 17.40, 17.50, 20.00 Smárabíó 15.20, 17.40, 19.50, 22.30 Háskólabíó 15.50, 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.30, 20.00, 22.00 Deadpool 2 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 68/100 IMDb 8,6/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.25 Sambíóin Egilshöll 14.30, 17.20, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 17.10, 19.50, 22.10, 22.30 Háskólabíó 20.40 Borgarbíó Akureyri 19.30, 22.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.