Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Laugardagur 2. júní kl. 14 opnun tveggja ljósmyndasýninga:
Augnhljóð og Annarskonar fjölskyldumyndir
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– ný sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal
Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg
David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sunnudagur 3. júní: Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga 10-17
ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018
ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR – 16.2. - 24.6.2018
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign
7.4.2017 - 31.12.2019
BÓKFELL 22.5 - 31.12 2018
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 7.10.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
15.5. - 15.9.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Trúlega eru ekki margir í hverfum
með póstnúmerunum 112, 172, 202,
400, 600 – svo nokkur séu nefnd af
handahófi – sem eru svo stoltir af
hverfinu sínu eða sveitarfélagi að þeir
láta húðflúra á sig póstnúmer þess. En
hver veit? Húðflúrið blasir vitaskuld
ekki alltaf við og fólk er ekkert endi-
lega að sýna það hverjum sem er.
Fyrir íbúum í póstnúmeri 111, nánar
til tekið í Efra-Breiðholti, er Spessi
ljósmyndari hins vegar ekki hver sem
er. Ekki lengur. Enda hefur hann ann-
að slagið verið nánast inni á gafli hjá
mörgum þeirra í hartnær tvö ár og
veit því að þarna upp frá eru a.m.k.
nokkrir karlar sem hafa látið húðflúra
á sig 111, eða gert það sjálfir heima
hjá sér með nál og bleki.
Þeir og grannar þeirra eru í aðal-
hlutverki á ljósmyndasýningu Spessa,
111 – Portrett af Breiðholti, sem verð-
ur opnuð kl. 14 á morgun, sunnudag, í
galleríinu Rýmd, Völvufelli 13, en sýn-
ingin er partur af Listahátíð í Reykja-
vík. „Ég er sérstaklega ánægður með
að sýningin er haldin í hjarta Breið-
holts á þeim slóðum sem myndirnar
voru teknar,“ segir Spessi, sem með
30 stórum portrettum á sýningunni
segir örsögur kynslóða í hverfi sem
um margt er óvenjulegt í henni
Reykjavík.
Breiðholt alls staðar
„Svona hverfi eins og Breiðholt eru
til um allan heim og hafa verið byggð
fyrir þá efnaminni. Hugmyndin að
ljósmyndaröðinni kviknaði þegar ég
var að skoða og taka myndir í einu
slíku úthverfi Ríga í Lettlandi. Þar
sem mér fannst ég ekki ná almenni-
legu sambandi við fólkið – kannski af
því að ég var útlendingur og talaði
ekki mál heimamanna, ákvað ég að líta
mér nær og snúa mér að Breiðholtinu.
Mig langaði að kynnast fólkinu og lífi
þess, taka ljósmyndir af því í sínu um-
hverfi og gefa út í ljósmyndabók. Ég
hafði áður tekið myndir af húsum í
Breiðholti að utan sem innan og gefið
út í bókinni Location. Mér fannst kom-
inn tími fyrir fólkið,“ segir Spessi. Á
föstudaginn fagnaði hann svo útgáfu
ljósmyndabókar með sama nafni og
sýningin, en fleiri Breiðhyltingum.
Og Efri-Breiðhyltingar eru víðar til
prýði. Fimmtán ljósmyndanna hefur
verið komið fyrir á jafnmörgum
strætóskýlum á leið 3 milli Efra-
Breiðholts og miðborgarinnar.
Spessi kveðst vera mjög áhuga-
samur um jaðarmenningu ýmiss kon-
ar og fólk sem lifi á jaðrinum. Eins og
speglast raunar í mörgum ljósmynd-
anna á sýningunni. „Þær eru til jafns
af innfæddum sem og innflytjendum
og flóttamönnum, sem eiga það helst
sameiginlegt að hafa ekki úr miklu að
moða, en hafa þó þak yfir höfuðið.
Venjulegt fólk í vissum skilningi, en
samt að mörgu leyti óvenjulegt. Það
fylgir ekki meginstraumum og er
hvorki í drottningarviðtölum í dag-
blöðunum né áberandi í fjölmiðlum.
Efri-Breiðhyltingar eru í hásæti á ljós-
myndunum hjá mér – þeir eru mínar
stjörnur.“
Spila „In the Ghetto“
Sjálfur á Spessi engar rætur í
Breiðholti. Hann heitir Sigurþór Hall-
björnsson fullu nafni, er af fremur fá-
tækri verkamannastétt kominn þar
sem hann ólst upp á Ísafirði. Hann
segist alltaf hafa haft miklar taugar til
verkamanna og fátæks fólks eins og
búi að stórum hluta í Breiðholti.
Spurður hvort Breiðhyltingum sé
kannski almennt í nöp við að hverfið
þeirra sé kennt við fátækt og jað-
armenningu kveður hann svo ekki
endilega vera. „Ég skynjaði afar sér-
stakt andrúmsloft í Breiðholtinu.
Þarna eru engir fordómar í garð út-
lendinga, flestir eru þvert á móti mjög
stoltir af fjölmenningarsamfélaginu
sínu. Ég veit ekki hvort það er merki
um kaldhæðni en Fótboltafélagið
Leiknir er hjarta hverfisins og áhang-
endur þess kalla völlinn sinn Ghetto
Ground og spila lag Elvis Presleys, In
the Ghetto, þegar liðið kemur inn á
völlinn,“ segir Spessi og bæði vitnar í
og tekur undir orð Jóhanns Páls
Valdimarssonar hjá Forlaginu sem
sagði þegar hann sá myndirnar:
„Þetta er Nýja Ísland“.
„Ég upplifi Efra-Breiðholtið sem
stórmerkilegan og sérstakan fjöl-
menningarlegan stað, þar sem um-
burðarlyndið ræður ríkjum þrátt fyrir
alla kaótíkina. Svolítið eins og hverfi í
New York eða öðrum stórborgum
með blöndu af alls konar fólki.“
Gagnkvæmt traust mikilvægt
Ljósmyndirnar eru teknar með
fullu samþykki fyrirsætnanna. Að
sögn Spessa var þó ekki alltaf auðvelt
að ná til fólks og fá leyfi fyrir mynda-
töku til opinberrar birtingar. „Aðal-
atriðið var að gagnkvæmt traust skap-
aðist og síðan leiddi eitt af öðru. Fyrst
kynntist ég ungum strák, Luis, sem
kom mér í kynni við vini sína og
Dodda, þjálfara hjá Leikni, en hann er
mikil fyrirmynd og potturinn og pann-
an í fótboltafélaginu. Aðalkallinn í
Efra-Breiðholti, ef svo má segja.
Einnig kom ég inn á heimili stráks frá
Kólumbíu, sem var altalandi á ís-
lensku, en átti foreldra sem varla gátu
sagt stakt orð. Vegna mikils áhuga í
hverfinu eru margar fótboltamyndir,
en líka auðvitað fullt af öðrum, sem
varpa ljósi á lífið í Efra-Breiðholti,“
segir Spessi og viðurkennir svona rétt
í lokin að honum finnist „kúl“ hversu
margir hafa látið húðflúra á sig 111.
Hann er þó ekki alveg á því að kenna
sig með sama hætti við sitt hverfi, 108,
enda ekki alveg eins „kúl“ að hans
mati.
Stjörnurnar hans Spessa
Efri-Breiðhyltingar eru í aðalhlutverkum á ljósmyndasýningunni 111 sem opnuð verður í dag
Morgunblaðið/Eggert
Ljósmynd/Spessi
Leið 3 Myndir Spessa af Efri-Breiðhyltingum prýða strætóskýli á leið 3.
Portrett af Breiðholti Spessi í Gall-
eríi Rýmd í hjarta Breiðholtsins.
Húðflúr Sumir eru stoltir af hverfinu sínu og láta flúra á sig póstnúmerið.