Morgunblaðið - 02.06.2018, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
✝ ÞormóðurSturluson
fæddist á Fljóts-
hólum í Gaulverja-
bæjarhreppi í Flóa
27. desember 1935.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Fossheimum á Sel-
fossi 16. maí 2018.
Foreldrar hans
voru Sturla Jóns-
son, bóndi á Fljóts-
hólum, f. 26.6. 1888, d. 14.2.
1953, og k.h. Sigríður Einars-
dóttir, f. 9.1. 1892, d. 7.5. 1966.
Þormóður átti sjö systkini, þau
eru: Einar, f. 10.6. 1917, d. 15.7.
2003; Jóhanna, f. 10.10. 1918, d.
11.3. 1994; Steinunn, f. 22.11.
1920, d. 11.8. 1987; Gestur, f.
14.7. 1922, d. 1.11. 1995; Jón, f.
28.7. 1925, d. 2.9. 2008; Kristín,
f. 6.10. 1928, d. 2.10. 1999, og
Guðrún Jóna, f. 23.3. 1932, d.
28.12. 2006.
Hinn 25. desember 1965
kvæntist Þormóður Guðrúnu
Jóhannesdóttur íþróttakennara,
f. 2.5. 1942. Foreldrar Guðrún-
ar eru Jóhannes Ásbjörnsson, f.
26.10. 1911, d. 30.8. 2005, og
2009, c) Þorbjörn, f. 7.9. 2011,
og d) Kolbeinn, f. 12.10. 2015.
Þormóður ólst upp á Fljóts-
hólum, gekk í Barnaskóla Gaul-
verjabæjarhrepps og var einn
vetur í Íþróttaskóla Sigurðar
Greipssonar í Haukadal. Hann
var nokkrar vertíðir í Vest-
mannaeyjum, þar á meðal í
áhöfn Halkíon 6, sem bjargaði
áhöfnum af tveimur bátum og
varð aflahæstur á vetrarvertíð í
Vestmannaeyjum 1962. Þor-
móður og Guðrún tóku við
búinu á Fljótshólum af Sigríði
móður Þormóðs 1965 og bjuggu
í félagsbúi með Jóni bróður
hans og konu Þóru til ársins
1980. Þormóður og Guðrún
héldu áfram búskap með kýr
og grænmetisrækt þar til
Sturla sonur þeirra og kona
hans Mareike tóku við árið
2007.
Þormóður söng í kirkjukór
Gaulverjabæjarkirkju frá unga
aldri. Hann söng einnig í
Bændakvartettinum undir
stjórn Pálmars Þ. Eyjólfssonar í
20 ár. Þormóður var formaður
Búnaðarfélags Gaulverjabæjar-
hrepps um árabil. Heilsa Þor-
móðs fór að gefa sig árið 2003
og síðasta eina og hálfa árið
dvaldi hann á Hjúkrunarheim-
ilinu Fossheimum á Selfossi.
Útför Þormóðs fer fram frá
Gaulverjabæjarkirkju í dag, 2.
júní 2018, klukkan 14.
k.h. Guðný Jóna
Þorbjörnsdóttir, f.
12.9. 1915, Stöð,
Stöðvarfirði. Þor-
móður og Guðrún
eiga fjögur börn.
Þau eru: 1) Sigríð-
ur Þormóðsdóttir,
f. 21.9. 1966, gift
Tom Songe-Møller,
f. 2.11. 1955, barn
a) Kristín Marit, f.
9.4. 2007. 2) Jó-
hannes, f. 10.12. 1967. Börn
með fyrrverandi eiginkonu,
Sólveigu Rósu Ólafsdóttur, f.
27.2. 1966, a) Ólafur, f. 16.8.
1998, og b) Guðrún, f. 12.12.
2000. 3) Pálmi, f. 10.1. 1970.
Dóttir með fyrrverandi sam-
býliskonu, Þorbjörgu Valgeirs-
dóttur, f. 12.6. 1971, a) Erna
Hödd, f. 19.7. 1991. Börn með
fyrrverandi eiginkonu, Mette
Kjærsgaard, f. 14.2. 1978, b)
Soffia Louise, f. 2.12. 1997, c)
Ásbjörn, f. 13.9. 2000, d) Jó-
hanna Sól, f. 19.7. 2006. 4)
Sturla, f. 18.5. 1978, kvæntur
K. Mareike Schacht, f. 26.9.
1983. Börn þeirra a) Þórunn, f.
11.12. 2006, b) Freyr, f. 12.9.
Blessað veri grasið
sem grær kringum húsin
bóndans og les mér
ljóð hans,
þrá og sigur
hins þögula manns.
Blessað veri grasið
sem grær yfir leiðin,
felur hina dánu
friði og von.
Blessað veri grasið
sem blíðkar reiði sandsins,
grasið
sem græðir jarðar mein.
Blessað veri grasið,
blessað vor landsins.
(Snorri Hjartarson)
Einhver fögur þversögn felst í
því að svo árvökull og eljusamur
bóndi skuli leggja saman hendur
nú þegar landið er rétt vaknað
aftur til lífsins.
Það er sönnun á einurð og sölu-
mannshæfileikum afa míns þegar
honum tókst að pranga svo
pasturslitlum kaupamanni upp á
ókunnugt fólk. Í kynnisferð bönk-
uðum við upp á og fyrir svörum
varð sonur bóndans sem þá stóð
vart út úr hnefa. Hann kvað föður
sinn vera í skítavinnu. Var hér af
munni barns komin almenn
starfslýsing? Við afi fundum Þor-
móð í vorverkum úti á akri og ég
man enn hvað ég reyndi að þenja
út brjóstkassann þegar ég var
kynntur fyrir honum. Það reynd-
ist mér mikið gæfuspor að kom-
ast í kaupavinnu hjá Þormóði og
Guðrúnu og á glaðværa torfu
þriggja heimila. Varanlegt systk-
ina- og vinaþel vakir enn tæpri
hálfri öld síðar. Það var bara ný-
lega sem ég áttaði mig á því að ég
hef aldrei verið formlega af-
munstraður úr þessari kaupa-
mennsku. Tók í arf þráhyggju
Flóamannsins, afa míns, og
skrepp iðulega austur yfir fjall.
Klökkna enn af hjónabandssæl-
unni með síðdegiskaffinu. Þor-
móður var ákaflega iðjusamur og
natinn við öll þau fjölbreytilegu
verkefni sem bóndi þarf að geta
umsvifalaust leyst. Júgurbólga
eða viðgerð á þvottavél heimilis-
ins og vinnuvélum dúkkaði þar
upp á lista. Árstíðabundin bústörf
í taktföstu hringferli náttúrunnar
rofin af fréttum og hádegislúr.
Það vakti einlæga aðdáun mína
hvernig hann flutti láréttan
punkt á milli staða í fjósinu við
uppsetningu fyrsta rör-mjalta-
kerfisins. Fjósgólfið óreglulegt
og ómögulegt vitni. Hann brúkaði
til verksins gagnsæja og vatns-
fyllta slöngu og lét vatnsborðið
ráða för. Aðferð sem virtist koma
beint úr áhaldakistu Arkímedes-
ar.
Jafnlyndi hans var einstakt og
mildi í öllu viðmóti sem hentaði
sérstaklega óhörðnuðum ung-
lingum. Kenndi, treysti og val-
defldi. Stór hjörð slíkra hafa farið
um heimili þeirra hjóna og torf-
una í gegnum tíðina. Sú elskuríka
festa sem þar ríkti og einhugur
hefur orðið mér sem öðrum
drjúgt veganesti. Kom okkur öll-
um til nokkurs þroska.
Töfrum slungnir eru kyrrir
sumarmorgnarnir í Flóanum með
víða sýn til allra átta og vell spó-
ans í fjarska. Þá er ekki síðri til-
finningin þegar staðið er við ósa
Þjórsár þar sem hún ryðst út í
hafið í eilífu stríði sínu við sand og
ólgandi brim. Grimmdarfrost að
vetri og stjörnubjartar nætur
þegar mýrar, engi og jafnvel áin
frusu eru ekki síður stundir sem
festust í minni.
Þessar minningar eru þó ein-
ungis umgjörð um uppbyggilegt
og fagurt
mannlíf á íslensku sveitaheim-
ili. Góður drengur hefur nú kvatt
og blessuð sé minning hans og
blessað sé allt sem honum var
kærast.
Eiríkur Jónsson.
Þormóður mágur minn var
bóndi og starfaði hann alla tíð við
búskap á Fljótshólum. Átti bú-
skapurinn og bújörðin hug hans
allan. Félagsbú var á Fljótshólum
og var hann 17 ára er faðir hans
féll frá og rak hann þá búið með
móður sinni og bróður. Ágæt
samvinna var á milli þeirra og
bróður hans við búreksturinn.
Hann skrapp á vertíð til Vest-
mannaeyja þegar um hægðist í
búrekstrinum árið 1963 og kynnt-
ist þar Guðrúnu systur minni,
sem þar starfaði sem íþrótta-
kennari. Tveimur árum seinna
gengu þau í hjónaband og eign-
uðust hlut móður hans í búinu og
fimmtán árum síðar einnig hlut
bróðurins sem lét þá af búskap.
Eftir það ráku þau hjónin búið
saman og juku verulega garð-
ræktina, en sendnir garðarnir
voru ákjósanlegir fyrir gulrótar-
rækt. Þau vélvæddu ræktunina
og byggðu stóra kæligeymslu
þannig að hægt var að sinna
markaðnum mestallt árið. Á
tímabili keyrði Þormóður jafn-
framt út grænmetið á höfuðborg-
arsvæðið, m.a. í Fjarðarkaup, og
kom þá oft við hjá Nönnu svil-
konu sinni sem passaði upp á að
hafa eitthvað gott að borða handa
þreyttum bóndanum sem þá í
leiðinni náði oft að fleygja sér
eins og siður var í sveitinni. Þor-
móður skildi jafnframt eftir gul-
rætur og rófur sem fjölskyldan
naut góðs af. Fyrir allt það góð-
gæti er nú þakkað.
Þormóður var gleðimaður og
naut þess að vera í hópi góðra
vina og taka lagið. Hann hafði fal-
lega tenórrödd eins og hann átti
kyn til og söng hann í kirkjukór
Gaulverjabæjarkirkju til fjölda
ára. Hann var mjög verklaginn og
minnist ég helgarferðar til Stöðv-
arfjarðar þegar við ættingjar af
mölinni fórum með honum í byrj-
un aldarinnar til að girða af 30
hektara skógræktarlands. Horn-
staurarnir sem hann setti niður af
mikilli fagmennsku standa réttir
enn í dag sem staðfesting á vinnu-
brögðum hans.
Þegar foreldrar okkar brugðu
búi á Stöðvarfirði og fluttu suður
var ekkert sjálfsagðara hjá Þor-
móði en að þau dveldu vetrar-
langt hjá honum og Guðrúnu
meðan þau biðu eftir að íbúð
þeirra í Reykjavík yrði tilbúin.
Þormóður reyndist þeim alla tíð
einstaklega vel og nutu þau þess
að dvelja þennan tíma, sem ann-
an, að Fljótshólum við gleði og
störf, en mikið var víst spilað
þennan veturinn í sveitinni.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Þormóði vináttu og tryggð sem
hann ávallt sýndi mér og minni
fjölskyldu og votta Guðrúnu og
fjölskyldunni samúð mína.
Bjarnar Ingimarsson.
Þormóður, föðurbróðir minn,
hefur kvatt jarðvistina. Horfinn
er úr heimi mikill öðlingur. Við
fráfall frænda míns hrannast upp
margar góðar minningar frá
æsku minni á Fljótshólum. Doddi
eins og hann var ávallt kallaður
var yngstur Fljótshólasystkin-
anna, átta barna, Sigríðar ömmu
og Sturlu afa og kveður hann nú
síðastur þeirra. Doddi ól allan
sinn aldur á Fljótshólum, fæddist
þar og ólst þar upp í stórum
systkinahópi á mannmörgu heim-
ili. Tók þar síðar við búinu og bjó
þar stórbúi alla sína starfsævi
Doddi var mikill geðprýðis-
maður og laðaði hann að sér fólk,
jafnt börn og fullorðna. Greiðvik-
inn var hann og gott til hans að
leita ef á þurfti. Hann var mikill
hagleiksmaður, kom það sér oft
vel fyrir bóndann.
Doddi var einn af föstu punkt-
unum þegar ég var að alast upp á
Fljótshólum og á ég margar góð-
ar minningar um frænda minn,
Fyrir mér var hann alltaf eins og
hann væri annar pabbi minn. Því
var það eitt sinn þegar ég var lítil
stelpa, að ég herti upp hugann og
fór á hans fund og bar upp erindið
og spurði hann hvort hann gæti
ekki bara líka verið pabbi minn,
ég vissi jú að sum börn áttu tvo
pabba og því skyldi það ekki líka
geta verið svo með mig. Doddi
brosti í kampinn en spurningu
minni var víst aldrei svarað.
Alltaf þegar ég hef verið á ferð
á Suðurlandi hef ég reynt að
koma við á Fljótshólum og ætíð
fengið höfðinglegar móttökur hjá
þeim hjónum Dodda og Guðrúnu.
Svo á haustin fer ég þangað í
„gulrótaleiðangur“ en á Fljóts-
hólum hafa verið ræktaðar um
margra áratuga skeið heimsins
bestu gulrætur.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höfundur ókunnur)
Á kveðjustund sendi ég Guð-
rúnu, börnum og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Minningin lifir, elsku frændi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt og
vertu Guði falinn um alla eilífð.
Marín Jónsdóttir.
Þormóður föðurbróðir minn
eða Doddi eins og hann var kall-
aður var yngstur átta systkina en
Einar pabbi minn var elstur.
Sturla og Sigríður, foreldrar
Dodda, höfðu keypt Fljótshóla í
Gaulverjabæjarhreppi árið 1916.
Eftir að Sturla lést tók Doddi
ungur að árum við búinu með
móður sinni og Jóni bróður sínum
en stuttu áður höfðu þeir byggt
veglegt tvíbýlishús. Amma, Gest-
ur, sem var lamaður frá fæðingu,
og Doddi bjuggu austurí og Jón
með fjölskyldu sína vesturí eins
og sagt var í þá daga. Síðar hætti
Jón búskap og við því búi tók son-
ur Dodda og Guðrúnar. Sturla,
yngsti sonur þeirra, býr þar nú
með fjölskyldu sinni blómlegu
búi.
Við systurnar vorum svo lán-
samar að eiga sérstaklega
skemmtileg og góð föðursystkini,
sem skipuðu stóran sess í uppeldi
okkar og eigum við þeim mikið að
þakka og Dodda ekki síst. Við
systurnar dvöldum frá því við
munum eftir okkur í sveitinni hjá
ömmu og Dodda, sumur, jól og
páska. Við fórum á annan í jólum
með rútunni á Selfoss og gistum
hjá Jóhönnu föðursystur okkar.
Þaðan fórum við morguninn eftir
með mjólkurbílnum. Fljótshólar
og heimili Dodda og ömmu voru
okkar annað heimili. Þar voru
okkar föstu rætur í tilverunni.
Heimilið á Fljótshólum var og er
heimili þar sem ættingjar og vinir
sækjast eftir að vera á og er svo
enn. Sturla og Mareike, sem nú
eru tekin við búi, sýna og sanna
að sama gestrisni ræður þar ríkj-
um. Við systurnar höfðum ungar
áhyggjur af því að Doddi ætti erf-
itt með að ná sér í eiginkonu þar
sem hann var svo bundinn við bú-
skapinn. En svo heppilega vildi
til, að eitt sinn er hann fór á vetr-
arvertíð til Vestmannaeyja hitti
hann þar dásamlega konu, Guð-
rúnu Jóhannesdóttur íþrótta-
kennara, sem hann síðar giftist
og betri konu gat hann ekki eign-
ast og börnin urðu fjögur. Fyrstu
árin eftir að við systur giftumst
og eignuðumst börn var það fast-
ur liður að dvelja hjá Dodda og
Guðrúnu með börnin og reyna að
hjálpa til við bústörfin. Alltaf var
okkur jafn vel tekið. Síðar gerð-
ust börn okkar kaupamenn og
kaupakonur hjá þeim Dodda og
Guðrúnu, sumar eftir sumar. Á
því tímabili hófust ættarmót niðja
ömmu og afa og voru þau haldin á
Fljótshólum. Skemman var tekin
í gegn og gerð að samkomusal og
afkomendur skemmtu sér á öllum
aldri. Doddi var þúsundþjala-
smiður og virtist geta gert við
allt. Sívinnandi með bros á vör og
aldrei man ég eftir að hann segði
styggðaryrði við nokkurn mann.
Hann var með sama lundarfar og
amma. Hafði yndi af fólki og naut
þess að hafa það í kringum sig og
eins var með Guðrúnu og voru
þau mjög samhent hjón og með
eindæmum gestrisin.
Doddi frændi þurfti að axla þá
þungu byrði að fá parkinsson-
sveikina og við þá veiki mátti
hann og fjölskylda hans glíma í
nokkur ár. Guðrún sýndi Dodda
mikinn kærleika og ástúð og
endalausa þolinmæði í veikindum
hans og mun það seint full-
þakkað.
Með ást og virðingu kveð ég
föðurbróður minn í dag. Betri
manni hef ég ekki kynnst.
Anna Sigríður.
Við bræður kveðjum nú einn
uppáhaldsfrænda okkar og afa-
bróður, Þormóð Sturluson, eða
Dodda eins og við höfum alltaf
kallað hann. Þær eru orðnar æði
margar góðu stundirnar sem við
höfum varið hjá Dodda og Guð-
rúnu á Fljótshólum. Sem börn
vorum við í lengri og skemmri
tíma hjá þeim á sumrin í mjög
góðu yfirlæti og þegar við urðum
eldri tóku við reglubundnar
heimsóknir í sveitina með okkar
eigin börn. Þessi góðu tengsl má
fyrst og fremst þakka nánum
tengslum Dodda og Guðrúnar við
móður okkar, Dúfu Sylvíu Ein-
arsdóttur, og móðurafa, Einar
Sturluson. Mamma var ellefu ár-
um yngri en Doddi og dvaldi mik-
ið á Fljótshólum í æsku. Það má
kannski segja að hann hafi verið
meira eins og annar stóri bróðir
hennar en föðurbróðir.
Doddi var einstaklega vel
gerður maður, hæglátur en jafn-
framt líkamlega og andlega
sterkur, skapgóður og vinnusam-
ur, og því mjög góð fyrirmynd
fyrir okkur á unglingsárunum.
Hann treysti okkur mjög ungum
fyrir skepnum, tækjum og tólum
og kenndi okkur að vinna og bera
virðingu fyrir umhverfi og nátt-
úru. Hann treysti táningi fyrir 40
kúa fjósi þegar fjölskyldan fór
austur á Stöð í vikufrí og var það
sennilega einhver besti skóli sem
hægt er að hugsa sér. Ef óvart
var bakkað á fjósvegginn eða
drifskaft brotnaði þá voru málin
rædd af yfirvegun og lærdómur
dreginn af óvarlegri meðferð, en
engin styggðaryrði féllu.
Doddi fylgdist sértaklega vel
með bílamálum okkar bræðra,
eins og afa okkar, og vildi alltaf
fara prufutúr ef við komum á nýj-
um bíl. Rætt var um hestöfl og
fjöðrun yfir kaffibolla og dýrindis
veitingum í borðstofunni á Fljóts-
hólum, og kostir og gallar yfir-
farnir í bak og fyrir. Eftir hverja
heimsókn okkar á Fljótshóla stóð
Doddi alltaf í dyragættinni og
veifaði okkur er við ókum í burtu,
og nú hefur hann kvatt okkur í
síðasta sinn. Hans er sárt saknað
og mun hann lengi lifa í minningu
okkar og barna okkar. Við vottum
aðstandendum hans okkar
dýpstu samúð.
Ragnar, Örn og fjölskyldur.
Þormóður Sturluson var fædd-
ur og uppalinn á Fljótshólum í
Flóa og bjó þar alla ævi. Hann tók
ungur við búi foreldra sinna en
auk hefðbundins búskapar var
garðrækt stór hluti af búskapn-
um á Fljótshólum. Móðir hans,
Sigríður Einarsdóttir frá Hæli,
var ein af þeim fyrstu á Íslandi til
að rækta og selja gulrætur í at-
vinnuskyni en faðir hans, Sturla,
kom norðan úr Bárðardal. Hann
var ætíð kallaður Doddi innan
fjölskyldunnar og lifði hann tím-
ana tvenna í búskap. Í upphafi
drógu hestar sláttuvél, snúnings-
vél og múgavélina. Svo kom
blessaður traktorinn og breytti
miklu. Það var heldur ekkert raf-
magn á bænum framan af búskap
Dodda. Vélvæðingin hóf innreið
sína í tíð hans og efldi búskapinn
en í dag er kúabú á Fljótshólum
auk mikillar ræktunar á gulrót-
um og rófum. Sama fjölskyldan
hefur stundað búskap á Fljóts-
hólum frá 1916 og er hann nú í
traustum höndum sonar hans og
tengdadóttur.
Faðir minn, Einar, var elstur
Fljótshólasystkinanna og við
systurnar dvöldum langdvölum á
Fljótshólum frá barnsaldri. Alltaf
var farið af stað austur að vori og
í öllum fríum og var þar okkar
annað heimili. Það sem dró okkur
að Fljótshólum voru mannkostir
ömmu okkar og föðursystkina og
þá einkum Dodda sem var okkur
sem besti bróðir. Gestur bróðir
hans kenndi okkur vel að allt er
ekki sjálfsagt í lífinu en hann var
fatlaður. Hann var einstakur
maður sem tók örlögum sínum
með jafnaðargeði. Amma og
Doddi gerðu allt sem þau gátu
fyrir hann. Hann átti ekki einu
sinni hjólastól. Hann sat allan
daginn á hörðum borðstofustól en
Doddi var óþreytandi að aðstoða
hann á allan máta og bera hann út
í sólskinið þegar vel viðraði.
Söngur og tónlist voru í háveg-
um höfð á Fljótshólum og átti það
vel við Dodda en hann söng í
kirkjukór Gaulverjabæjarkirkju i
rúm 50 ár og einnig söng hann í
Bændakvartettinum.
Hann var giftur Guðrúnu Jó-
hannesdóttur, íþróttakennara frá
Stöð í Stöðvarfirði. Þau kynntust
í Vestmannaeyjum þar sem hann
var á vertíð og Guðrún að kenna
íþróttir.
Það var mjög eftirsótt af börn-
um og unglingum að fá að vera í
sveit á Fljótshólum og þau sem
það hnoss hlutu hafa bundist
tryggðaböndum við Dodda og
hans fjölskyldu. Synir okkar
kynntust sveitastörfum þar og
fengu gott veganesti í framtíðina
og verður það seint fullþakkað.
Það var í rauninni alltaf sótt í fé-
lagsskap við þau hjónin og á þess-
um tímamótum er ljúft að minn-
ast margra ánægjustunda sem
við hjónin áttum með þeim. Eink-
um er minnst ferðalaga til út-
landa en fyrst var haldið til Kaup-
mannahafnar og síðan alla leið til
Ítalíu árið 1974. Seinna fórum við
saman í ótal leikhúsferðir og var
þá margt skrafað og spekúlerað.
Doddi var gæddur einstakri
ljúfmennsku og jafnaðargeði
enda laðaðist fólk og börn að hon-
um. Styggðaryrði voru ekki til í
hans orðabók og hann fylgdist af
áhuga með öllu sem gerðist í
landsmálum og hafði á því
ákveðnar skoðanir auk áhuga
hans á velferð heimabyggðar.
Við kveðjum heiðursmann og
vin með söknuði og vottum að-
standendum hans okkar dýpstu
samúð.
Dúfa Sylvía og Guðmundur.
Hvernig kveður maður ein-
hvern sem maður hefur þekkt
alla ævi? Einhvern sem hefur ein-
hvern veginn alltaf verið til?
Minningar streyma fram sem
þó er erfitt að koma í orð en þegar
ég minnist Dodda frænda finn ég
fyrir hlýjunni sem streymdi frá
honum og rónni sem fylgdi hon-
um. Þegar ég var barn sótti ég í
þessa föðurlegu hlýju föðurbróð-
ur míns og mín fyrstu ferðalög
upp á eigin spýtur voru að skot-
tast austurí, fyrst til Dodda og
ömmu og síðar til Dodda og Guð-
rúnar – nokkrar tröppur niður og
nokkrar tröppur upp … og svo
var ég komin þangað sem förinni
var heitið.
Árin liðu, ég óx úr grasi og
hleypti heimdraganum en þó að
ferðalögin yrðu lengri og sam-
verustundum okkar fækkaði var
alltaf gott að koma að Fljótshól-
um og njóta stunda í eldhús-
króknum eða við stofuborðið í
góðu spjalli með kaffibolla og
heimabakkelsi. Þar sem hlýja,
Þormóður
Sturluson