Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
)553 1620
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Veisluþjónusta
Lauga-ás
Afmæli
Árshátíð
Gifting
Ferming
Hvataferðir
Kvikmyndir
Íþróttafélög
Við tökum að okkur að skipuleggja
smáar sem stórar veislur.
Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta
gæðaflokki og getur komið hvert sem
er á landinu og sett upp gæða veislu.
Er veisla framundan hjá þér?
Hafðu samband við okkur og við
gerum þér tilboð.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Mundu að þú ert ekki ein/n í heim-
inum. Góðir vinir umkringja þig og ég tala
nú ekki um fjölskylduna sem alltaf er til
staðar.
20. apríl - 20. maí
Naut Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú
eyðir peningum í dag. Gylliboðunum rignir
yfir þig en þú verður að spyrja þig hvort þú
hafir þörf fyrir hitt og þetta sem í boði er.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er eins og þú ráðir ekki lengur
ferðinni. Spyrntu við fótum og segðu stopp.
Þú ert eigin herra í þínu lífi. Börnin þurfa at-
hygli.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Reyndu að hafa alla þræði í hendi
þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir
sem þig dreymir um. Þig þyrstir í ævintýri
og gott ef þau eru ekki handan við hornið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það vefst eitthvað fyrir þér að taka
ákvörðun um framhaldið í erfiðu máli. Vinir
þínir koma þér á óvart og þú verður þeim
ævinlega þakklát/ur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að leggja sérstaklega hart
að þér til þess að hreyfa við þeim málum
sem þú berð fyrir brjósti. Vertu óhræddur
við að kanna nýjar leiðir og taka einhverja
áhættu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert óvenju frjó/r í hugsun í dag.
Hrapaðu ekki að ákvörðunum. Þú missir
andlitið þegar þú færð fréttir af frændfólki
þínu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vinir og vandamenn eiga eftir
að koma þér verulega á óvart. Þú lokar aug-
unum fyrir vandamálinu sem vindur bara
upp á sig ef þú grípur ekki í taumana nú
þegar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gefðu þér tíma til þess að út-
skýra hlutina svo ekkert fari milli mála. Ryk
er þér þyrnir í augum þannig að þú þarft að
bretta upp ermarnar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að hafa hemil á eyðsl-
unni. Taktu þér það bessaleyfi að gera ekki
neitt í nokkra klukkutíma. Þú átt það skilið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Leiðir þínar og heldur óvenju-
legrar manneskju gætu legið saman í dag.
Leggðu áherslu á að þér líði sem best og
þeim sem í kringum þig eru.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Skilaboð virðast týnast núna, hvort
sem þau eru í símanum eða krotuð á miða.
Reiði gegnir engu öðru hlutverki en að gera
fólki lífið leitt, þótt þú haldir annað.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Í fjárhúskrónni finna má.
Fjalla milli liggja sá.
Úr þeim slettir illyrmið.
Opnar síður höfum við.
Helgi Seljan svarar:
Ég klaufir finn í hverri fjárhúskró
í fjalli skarð við stundum nefnum klauf.
Menn sletta bara úr klaufum býsna nóg,
við buxnaklaufir dugar ekkert gauf.
Helgi R. Einarsson á þessa lausn:
Kind og fjöllum finnst hún á,
við fagnað úr þeim sletta má
og á pilsum eins og rauf.
ég ætla’ að giska hér á klauf.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Í krónni finna klaufir má.
Klaufir milli fjalla sá.
Úr klaufum slettir karlfólið.
Klaufum buxna lokum við.
Þá er limra:
Tveir lagsmenn úr skorpnu skaufunum
skvettu’ út úr buxnaklaufunum,
þeir migu’ upp í vindinn
og mændu á tindinn
með skrínukost nógan í skaufunum.
Síðan kemur ný gáta eftir Guð-
mund:
Nú er úti regn og rok,
rís ég mínu bóli frá,
vísnagátu í vikulok
venju samkvæmt yrkja má:
Hryggur þrátt ver hana skaða.
Hún vínanda færir þér.
Gera þeir, sem heyi hlaða.
Hálfgerð rola þetta er.
Gísli Jónsson orti:
Já, víst eru limrurnar liðugar
en löngum þær bestu ósiðugar.
Þau orð sem þar henta
má bara alls ekki prenta
og aðrar bara ekki neitt sniðugar.
Hér er limra eftir Jóhann S.
Hannesson:
Það er ekki andskotalaust
hvað undarlegt fólk er í haust;
jafnvel biskupinn kvað
sjást með klámmyndablað
og kyrjaði popplög við raust.
Hér er vel kveðið en höfundinn
þekki ég ekki:
Lifnar hagur, hækkar brá,
ýrnar bragagjörðin;
ó, hve fagurt er að sjá
ofan í Skagafjörðinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Nú fer að sjást
í klaufirnar
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„GETURÐU BORIÐ KENNSL Á MANNINN SEM
SLÓ ÞIG Í HNÉÐ?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... stórmál!
VISSUÐ ÞIÐ AÐ
HUNDAR ERU SKYLDIR
ÚLFUM?
MJÖG, MJÖG
VANDRÆÐALEGUM
ÚLFUM
SONUR, ÞEGAR ÉG
VAR Á ÞÍNUM ALDRI
DREYMDI MIG UM AÐ
VERA GRÍNISTI!
ÉG GÆTI
ALDREI VERIÐ
GRÍNISTI! MIG
DREYMIR UM AÐ
VERA SKÁLD!
SKO TIL, ÞÚ GÆTIR VEL
VERIÐ GRÍNISTI!
Það að brenna út er raunverulegáhætta fyrir fólk í ýmsum störf-
um. Það er mikilvægt að átta sig á
einkennunum til að geta brugðist við
í tíma. Á meðal einkenna er að líða
illa andlega, vera óglatt, eiga erfitt
með svefn og fá oft kvef. Önnur ein-
kenni eru að finnast maður ekki
metinn að verðleikum og vera út
undan hjá vinnufélögum.
x x x
Það eru einmitt starfsmennirnirsem leggja hart að sér í vinnunni
sem eiga enn frekar á hættu að
brenna út. Það sem eykur hættuna
er að fá ósanngjörn tímatakmörk
fyrir verkefni, aukna ábyrgð án þess
að vera launað fyrir og ófyrirsjáan-
leg dagskrá, svo eitthvað sé nefnt.
x x x
Margir eru þreyttir og stressaðirog líta á það sem eðlilegan hlut
að hafa of mikið að gera. Samkvæmt
bandarískri könnun finnst 50% fólks
það vera útkeyrt vegna vinnu miðað
við 18% fyrir tveimur áratugum. Ein
ástæða þessa getur verið að það
virðist vera í tísku að hafa brjálað að
gera.
x x x
Dæmigert samtal tveggja kunn-ingja sem hafa ekki hist lengi
gæti verið einhvern veginn svona:
Spurning: „Hvað er að frétta?“ Svar:
„Ekkert sérstakt nema bara brjálað
að gera.“ Og þá er alveg öruggt að
hinn myndi kinka kolli og segjast
skilja það.
x x x
Hættum endilega að lofa stressiðog verum meira í núinu. Það er
alvarlegt mál að brenna út og fólk
getur þurft langan tíma til að jafna
sig. Það er hægt að vera góður
starfsmaður án þess að ganga af sér
dauðum. Fólk ætti að muna að eiga
sér skemmtileg áhugamál sem veita
tækifæri til afstressunar. Vinnu-
staðir þurfa líka að hafa hagsmuni
starfsfólks að leiðarljósi, það marg-
borgar sig til lengri tíma. Eitt af því
sem getur gagnast starfsfólki er að
fá að vinna heima við og við. Það get-
ur hvatt til aukinnar sköpunargleði
að fá að vinna í rólegu umhverfi.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Sérhver ritning er innblásin af Guði
og nytsöm til fræðslu, umvöndunar,
leiðréttingar og menntunar í réttlæti.
(Síðara Tímóteusarbréf 3.16)