Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 2
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Steingrímur Ari Arason, forstjóri
Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), hefur
ákveðið að sækja ekki um starf for-
stjóra SÍ á ný, en Svandís Svavars-
dóttir heilbrigð-
isráðherra ákvað í
vor að starf for-
stjóra yrði auglýst
laust til umsókn-
ar. Steingrímur
Ari gerði starfs-
mönnum SÍ grein
fyrir ákvörðun
sinni á fundi í
gærmorgun.
„Það liggur
fyrir hver vilji ráðherrans er. Ég hef
haft tvo mánuði til þess að hugleiða
mína stöðu og niðurstaðan er að það
er þá líka minn vilji að hætta sem for-
stjóri Sjúkratrygginga,“ sagði Stein-
grímur Ari í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Steingrímur Ari segir að skip-
unartími hans sem forstjóri SÍ renni
út í lok október í haust og það sé síðan
bara samkomulagsatriði hvort hann
hætti fyrr eða ekki.
Steingrímur Ari var spurður
hvort það hefði komið honum á óvart í
vor, þegar ljóst varð að heilbrigðis-
ráðherra ákvað að auglýsa starf hans:
„Í rauninni skiptir það ekki öllu máli.
Það sem skiptir máli er að vilji ráð-
herra er augljós. Það liggur fyrir að
hann vill skipta um forstjóra. Ég hef
kallað eftir ákveðnum svörum og ver-
ið í samskiptum við ráðuneytið og í
framhaldi þess er það mín niðurstaða
að ég vil hætta. Með því að tilkynna
þetta núna er ég auðvitað að auðvelda
mönnum að sækja um og vil nota
tækifærið til þess að hvetja alla góða
menn til að sækja um starfið og
tryggja að Sjúkratryggingarnar
blómstri og dafni,“ sagði Steingrímur
Ari.
Vilji ráð-
herra er
augljós
Steingrímur
Ari Arason
Forstjóri SÍ sækir
ekki um starfið á ný
Morgunblaðið/Hjörtur
SÍ Starf forstjóra verður auglýst.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Veiðigjöld rædd eftir helgi
Útlit fyrir að þingstörf standi lengur en áætlað var Frumvarp rætt á þriðjudag
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég myndi gera ráð fyrir því að það verði mælt
fyrir því í þinginu á þriðjudag,“ segir Birgir Ár-
mannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, þegar hann er spurður um stöðu tillögu
meirihluta atvinnuveganefndar um breytingu á
veiðigjöldum.
Deilt hefur verið um málið á Alþingi í vikunni og
ekki náðist samstaða um að veita því flýtimeðferð.
Því gildir hin almenna fimm daga regla, að þar
sem málið var lagt fram á miðvikudegi á að vera
hægt að setja það á dagskrá eftir helgi. Þar sem
ráðgert er að eldhúsdagsumræður fari fram á
mánudag býst Birgir við því að
það verði rætt á þriðjudag.
Það er semsagt útlit fyrir að
það teygist á þingstörfum? „Já,
það liggur í loftinu að það verði
einhverjir dagar. Það er ekki
þannig að þingforseti sé búinn
að taka ákvörðun um breytingu
á starfsáætlun en það leiðir af
eðli máls, þegar töf verður með
þessum hætti, að það geti bæst
einhverjir dagar við. Það gerist
oft að starfsáætlun tekur breytingum á síðustu
dögunum. Ég reikna með að Steingrímur [J. Sig-
fússon, forseti Alþingis] taki þetta upp í forsætis-
nefnd á mánudag.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir,
formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði í
samtali við mbl.is að tillaga meirihluta nefndarinn-
ar um veiðigjöld hefði ekki verið rædd á fundi
nefndarinnar í gær.
Eins og Morgunblaðið hefur greint frá er stefnt
að því að leggja fram frumvarp að nýjum lögum
um veiðigjöld við upphaf þings í haust, en áður-
nefndu frumvarpi sem lagt var fram á þingi í vik-
unni er ætlað að brúa bilið til áramóta. Að
óbreyttu er ekki heimild í gildandi lögum um veiði-
gjald til álagningar veiðigjalds á landaðan afla í
botnfiskstofnum eftir upphaf næsta fiskveiðiárs,
1. september, en lögin falla úr gildi um næstu ára-
mót.
Birgir
Ármannsson
Í Reykjavík mældist úrkoma alla daga
í maí og hefur ekki mælst eins mikil
úrkoma þar í maí frá upphafi mælinga.
Þetta kemur fram í tíðarfarslýsingu
maímánaðar á vef Veðurstofu Íslands.
Óvenju úrkomusamt var sérstak-
lega vestanlands, en nokkur mánaðar-
úrkomumet voru sett á nokkrum
stöðvum í maí. Alhvítt varð einn dag í
Reykjavík og víða sunnan- og vestan-
lands í byrjun maí. Einnig varð alhvítt
víða vestan- og norðvestanlands síðar í
mánuðinum, en autt var á Akureyri
allan mánuðinn.
Svalt var í veðri í maí um landið suð-
vestanvert en hlýtt á Norðaustur- og
Austurlandi. Meðalhitinn á Akureyri,
7,4 stig, var mun hærri en meðalhitinn
í Reykjavík, 5,7 stig, sem er óvenju-
legt, en meðalhitinn í Reykjavík var
talsvert undir meðallagi síðustu tíu
ára á meðan meðalhitinn á Akureyri
var yfir meðallagi.
Í Stykkishólmi var meðalhitinn 5,2
stig og 7,3 stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur
7,8 stig á Egilsstaðaflugvelli. Lægst-
ur var meðalhitinn -0,7 stig á Ás-
garðsfjalli í Kerlingarfjöllum.
Sólskinsstundir í Reykjavík mæld-
ust 41 stund undir meðallagi áranna
1961 til 1990. Vindhraði á landsvísu
var um einum metra á sekúndu yfir
meðallagi. Sunnanáttir voru ríkjandi
í mánuðinum og hvassast var dagana
6. og 20. maí. ernayr@mbl.is
Mesti rigningarmánuður í
sögu mælinga í Reykjavík
Meðalhiti á Akureyri var yfir meðalhita í Reykjavík í maí
Morgunblaðið/Eggert
Rigningarbælið Reykjavík Á
hlaupahjóli á Ingólfstorgi í bleytu.
Hér sést Katrín Jakobsdóttir hrinda af stað átak-
inu „Poki fyrir poka“ þegar hún kaupir fyrsta
taupokann af þeim 2.000 sem Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur hefur látið framleiða. Myndin sem
skreytir pokann er teiknuð af listakonunni
Hörpu Einarsdóttur. Á myndinni á pokanum má
sjá konu sem ver ungann sinn fyrir utanaðkom-
andi ágangi, meðal annars frá snáki.
Styrkurinn og staðfestan sem þarf til að halda
velli í lífsins ólgusjó var innblásturinn að mynd-
inni en einnig verða til sölu bollar með sömu
mynd.
Vörurnar verða til sölu víða um borgina en
átakið er haldið í tilefni af 90 ára afmæli Mæðra-
styrksnefndar. »14
Forsætisráðherra styrkti Mæðrastyrksnefnd
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Katrín Jakobsdóttir tók við fyrsta taupokanum í Melabúðinni í gær