Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn
fastus.is
RESORB OG RESORB SPORT
BÆTA UPP VÖKVA- OG
SALTTAP Í LÍKAMANUM
HENTAR VEL FYRIR VÖKVATAP
SEM ORSAKAST AF:
• Veikindum s.s. niðurgangs,
uppkasta og sótthita
• Mikilli svitamyndun t.d.
– á sólarströndinni
– við vinnu í miklum hita
– íþróttaiðkun
HENTAR MJÖG VEL TIL AÐ
BÆTA UPP VÖKVATAP EFTIR:
• Hlaup
• Hjólreiðar
• Fjallgöngu
• Skíðamennsku
• Og aðra íþróttaiðkun
Minnkar líkur á vöðvakrömpum og þreytu,
eykur endurheimt eftir mikil átök
Ólafur Jóhann Ólafsson er einn af okkar töframönnum. Nýjastaskáldsaga hans Sakramentið segir m.a. af konu sem stendurframmi fyrir þeirri vægðarlausu tilfinningu að líf hennar hafiverið á misskilningi byggt. Ég skal ekki upplýsa neitt meira
um efni bókarinnar, en bið ykkur, góðir lesendur, að staldra við margan
snilldarsprettinn í stíl og framsetningu. Aðeins eitt dæmi (bls. 265):
„Sumarnóttin. Birtan virðist hvorki koma úr austri né vestri heldur
leggst hún yfir landið eins og voð, hlý en af öðrum toga en sólarljósið,
hvorki skær né dauf, næstum áþreifanleg. Fjarlægðir hverfa og allt fær
annarlegan blæ, meira að
segja hendurnar á mér þar
sem ég sit við gluggann í
flugrútunni. Það er eins og
ég sé að horfa á þær ofan í
vatni.“
Og svo langar mig að vísa á
bls. 300, um svartþröstinn í
náttleysunni og öldur gleymskunnar. Þarna eru töfrandi leiftur sem ég
bið ykkur að verða vitni að.
Og í framhaldi af þessu: „Óbrigðul smekkvísi dregur skarpa línu milli
þess, sem má segjast, og hins sem á að vera ósagt.“ Eiríkur Jónsson
(1920-2009) rétti mér eitt sinn seðil með þessum orðum Einars Bene-
diktssonar sem sá síðarnefndi hafði skrifað í Skírni árið 1922 (bls. 127).
Eiríkur Jónsson var stærðfræðikennari við Menntaskólann á Laugar-
vatni og síðar lektor við Kennaraháskólann. Í frístundum var hann bók-
menntamaður, hafði legið yfir bókum og tímaritum allt frá bernskuár-
unum á Prestbakka og virtist muna allt sem hann hafði lesið. Hann
skrifaði stórmerkt rit um Íslandsklukku Halldórs Laxness (Rætur Ís-
landsklukkunnar 1981) og sýndi þar hvernig Laxness hafði notfært sér
eldri texta og sett í nýtt samhengi. Margir móðguðust fyrir Kiljans hönd
en ekki þó hann sjálfur. Það var sárt að Eiríkur skyldi ekki fá verk sitt
metið til doktorsgráðu, en það er önnur saga. Eiríkur vann einnig þrek-
virki, ásamt þeim Ásgeiri S. Björnssyni lektor og Einari Arnalds sagn-
fræðingi, með skrá í tveimur bindum yfir mannanöfn, staðanöfn og
atriðisorð í Íslenskum annálum; þetta er lykill að sögu Íslands á tíma-
bilinu 1400 til 1800.
Og nú að málfræði: Halldór Briem var undanfari Björns Guðfinns-
sonar að því leyti að málfræðikennslubók hans var margútgefin og lesin í
öllum skólum. Halldór Briem skipti atviksorðum í níu flokka. Fimmta
flokkinn kallaði hann „orsakaratviksorð“ (bls. 76 í 6. útg. 1932). Á efri ár-
um sínum mundi Eiríkur Briem, forstjóri Landsvirkjunar, enn atviks-
orðarununa í þeim flokki og orti um hana þessa vísu:
Atviks- í flokki orðin sér
einni í runu skemmta mér:
þess vegna, hvers vegna, hví
hrynjandin líklega veldur því.
Svona fylgir málfræðin okkur alla ævi og getur orðið kveikja að indæl-
um skáldskap.
Nú eru atviksorð flokkuð á annan veg. En það skiptir ekki máli, held-
ur hitt – að málfræðingar reyna að koma böndum á viðfangsefni sitt á
hverjum tíma.
Töframenn
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Kjarval Sumarnótt á Þingvöllum, 1931.
Nú, þegar upp er staðið frá sveitarstjórnarkosn-ingum, beinist athyglin að landsstjórninni áný.Þau umskipti, sem urðu í fylgi Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík í kosningunum, eru mikilvæg fyrir
flokkinn, þótt fylgið í höfuðborginni sé auðvitað langt frá
því, sem það var fyrr á tíð. Í flestum stærstu sveitar-
félögum landsins fór það hins vegar minnkandi.
En það er umhugsunarefni fyrir flokkinn hve mikil
áherzla er lögð á að halda honum utan meirihluta í borgar-
stjórn. Að einhverju leyti er það ímyndarvandi frá því á
árum áður en þýðingarmikið að Sjálfstæðisflokkurinn
horfist í augu við hann.
Kannski á hinn nýi borgarstjórnarflokkur eftir að láta
til sín taka í þeim efnum en augljóst er að þar er komið til
sögunnar nýtt afl í innanflokksmálum sjálfstæðismanna.
Vinstri-grænir ganga mjög laskaðir frá þessum kosn-
ingum. Fylgistap þeirra er verulegt og þeir munu hafa
veika stöðu í hugsanlegum nýjum vinstri meirihluta í
borgarstjórninni. Þessar ófarir munu leiða til margvís-
legra sviptinga innan dyra hjá VG á næstu mánuðum, sem
munu snúast um ríkisstjórnarsam-
starfið.
Miðflokkurinn hefur fest sig í
sessi og ekki hægt að útiloka að
þar sé að verða til flokkur af þeirri
gerð, sem í nálægum löndum hefur
ýmist höggvið skarð í þá hægri-
flokka, sem fyrir eru, eða jafnvel ýtt þeim til hliðar, eins
og m.a. hefur gerzt í Danmörku. En jafnframt er athyglis-
vert að flokkar, sem hafa orðið til enn lengra til hægri,
hafa engum árangri náð.
Viðreisn hefur sömuleiðis fest sig í sessi með því að fá
fulltrúa kjörna í borgarstjórn en það er einhver falskur
tónn í þeirri ákvörðun flokksins að ganga til samstarfs við
flokka á vinstri kanti, sem misstu meirihluta sinn í kosn-
ingunum, þegar horft er til málflutnings frambjóðenda
Viðreisnar í kosningabaráttunni. Ágreiningur um aðild að
ESB kemur ekki við sögu í borgarstjórn.
Flokkur fólksins hefur líka náð betri fótfestu í pólitík-
inni en það er ljóst þegar hér er komið sögu í lífi hans, að
flokkurinn þarf að skerpa á og skilgreina betur hlutverk
sitt og erindi eins og það horfir við forystu flokksins.
En alveg eins og Inga Sæland sló í gegn í sjónvarps-
kappræðum fyrir síðustu þingkosningar var það Sanna
Magdalena Mörtudóttir, sem sló í gegn í síðustu sjón-
varpskappræðum að þessu sinni og kom Sósíalistaflokkn-
um á blað. Hún hefur síðan hnykkt á þeirri frammistöðu
með einstæðri grein um húsþræla, sem áhugamenn um
stjórnmál ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
En hvað nú?
Augljóst er að sú gerjun sem er á ferðinni í verkalýðs-
hreyfingunni og eins konar uppreisnarástand þar svo og
staðan á vinnumarkaðnum verða mál málanna á næstu
mánuðum með „hvarf síldarinnar“, þ.e. neikvæða þróun í
ferðaþjónustu, í bakgrunni.
Í fyrradag er frá því skýrt á mbl.is, netútgáfu Morgun-
blaðsins, að ríkisstjórnin muni leggja til við Alþingi að
kjararáð verði lagt niður og annað fyrirkomulag að nor-
rænum sið tekið upp við ákvarðanir launakjara þing-
manna, ráðherra og æðstu embættismanna.
Vonandi er þessi frétt ekki vísbending um að ríkis-
stjórnin telji að þar með gleymist ákvarðanir kjararáðs
síðustu misserin. Haldi hún það er hún heillum horfin.
Staðan á vinnumarkaðnum er einfaldlega sú, að aðrir
launþegar kyngja ekki þeirri röksemd, að launahækkanir
sem kjararáð hefur ákvarðað fámennum hópum í sam-
félaginu svo og launahækkanir æðstu stjórnenda stærstu
fyrirtækja landsins, sem nú eru að verulegu leyti í eigu líf-
eyrissjóða, skipti engu máli fyrir efnahagslífið en að fái
aðrir launþegar sambærilegar hækkanir verði efnahags-
lífið sett á hvolf.
Þessi staða er sett fram með
mjög skilmerkilegum hætti í álykt-
un aðalfundar verkalýðsfélagins
Framsýnar á Húsavík, sem birt
var fyrir nokkrum dögum í heild á
mbl.is. Sú ályktun sýnir vígstöð-
una á vinnumarkaðnum í hnotskurn. Þegar hún er lesin
verður ljóst að bæði ríkisstjórn og Samtök atvinnulífsins
eru í vonlausri stöðu reyni þessir aðilar að notast við þær
röksemdir, sem þeir hafa haldið fram síðustu mánuði.
Þær neikvæðu fréttir, sem berast af þróun ferðamanna-
straums til landsins, eiga eftir að flækja þessa stöðu á
vinnumarkaðnum mjög. Ferðaþjónustufyrirtækin munu
ekki standa undir miklum kauphækkunum og gífurleg
fjárfesting í hótelbyggingum víða um land getur verið í
mikilli hættu með öllu sem því fylgir.
En fleira er fram undan.
Það fer lítið fyrir umræðum um orkupakkann, sem Al-
þingi er ætlað að samþykkja vegna aðildar okkar að EES.
Það er þeim mun undarlegra þar sem ekki fer á milli mála
að hann opnar fyrir þann möguleika að yfirráð yfir einni af
þremur helztu auðlindum okkar, þ.e. orku fallvatnanna,
geti færzt til Brussel í ekki fjarlægri framtíð.
Nú mætti ætla að þingmönnum á Alþingi Íslendinga
detti ekki í hug að samþykkja þann „pakka“. En afsal yfir-
ráða yfir auðlindum hefur ekki þvælst fyrir þeim, sem
vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu, og grein eftir
nýkjörinn varaformann Sjálfstæðisflokksins hér í
Morgunblaðinu fyrir skömmu um þessi mál veldur
áhyggjum.
Það er verðugra verkefni fyrir núverandi ríkisstjórn að
draga til baka með formlegum hætti aðildarumsókn Ís-
lands að Evrópusambandinu, sem enn liggur í skúffu í
Brussel, þrátt fyrir tilraunir til að telja fólki trú um annað
– en að leika sér að þeim eldi, sem orkupakkinn er.
Leikur að eldi – á mörgum
vígstöðvum
Ályktun Framsýnar á Húsa-
vík sýnir stöðuna á vinnu-
markaði í hnotskurn
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Ísland er fámennt, hrjóstrugt lítiðland á hjara veraldar. Líklega
var fyrsta byggðin hér eins konar
flóttamannabúðir, eftir að Haraldur
hárfagri og aðrir ráðamenn hröktu
sjóræningja út af Norðursjó. Engu
að síður hafa Íslendingar í sinni ell-
efu hundruð ára sögu lagt sinn skerf
til heimsmenningarinnar og hann
jafnvel fimmfaldan, eins og ég benti
á í fyrirlestri í Kaupmannahöfn á
dögunum.
Eitt er Þjóðveldið frá 930 til 1262.
Íslendingar lutu lögum, en bjuggu
ekki við ríkisvald, svo að réttar-
varsla var í höndum einstaklinga.
Mörg verkefni, sem nú eru ætluð
ríkinu, voru þá leyst hugvits-
samlega.
Annað er Íslendinga sögur. Bók-
menntagildi þeirra hefur líklega ver-
ið ofmetið, en þær eru engu að síður
stórkostlegar heimildir um leit þjóð-
ar að jafnvægi, úrlausn átaka í rík-
isvaldslausu landi.
Hið þriðja er fundur Ameríku,
þótt Óskar Wilde hafi raunar sagt,
að Íslendingar hafi verið svo skyn-
samir að týna henni aftur.
Hið fjórða er kvótakerfið í sjávar-
útvegi, en það er í senn arðbært og
sjálfbært. Aðrar þjóðir búa margar
við offjárfestingu í sjávarútvegi og
ofveiði. Þar eru fiskveiðar reknar
með tapi og njóta opinberra styrkja.
Nú er verið að taka upp kvótakerfi
eins og hið íslenska um heim allan.
Hin fimmta er að gera innstæður
að forgangskröfum í bú banka, eins
og hér var gert með neyðarlögunum
6. október 2008. Með slíkri reglu
minnka stórlega líkur á áhlaupum á
banka og upphlaupum á götum úti,
svo að ríkisábyrgð á innstæðum í því
skyni að róa sparifjáreigendur verð-
ur óþörf. Evrópusambandið tók
regluna upp árið 2014, sex árum á
eftir Íslandi.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Skerfur Íslendinga