Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 13
Rafræn fyrirtækjaskrá Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 442 1000 rsk@rsk.is Einfaldar stofnun einkahlutafélaga Helstu kostir hennar eru: ❚ Algjörlega rafrænt ferli, enginn pappír. ❚ Skráning einkahlutafélags tekur 1 – 2 daga. ❚ Þú fyllir út tilkynningum.a. um nafn félagsins, stofnendur, hlutafé, stjórn o.fl. ❚ Ríkisskattstjóri útbýr stofngögnin fyrir þig. ❚ Þú samþykkir gögnin og undirritar með rafrænum skilríkjum. ❚ Krafa vegna skráningargjalds send í heimabanka. ❚ Hægt að tilkynna umbreytingar á einkahlutafélögum. Fljótlegt, þægilegt og öruggt Nánari upplýsingar um rafræna fyrirtækjaskrá eru á vef ríkisskattstjóra, rsk.is Morgunblaðið/Valli Rytmík Nemendur sýndu tilþrif og slógu taktinn við brautskráningarahöfn sem var í Veröld – húsi Vigdísar. eins og tónlistin hefur líka verið köll- uð. Alltof margir virðast líta svo á að hún sé á einhvern hátt sjálfsprottin og það þurfi ekkert að hafa neinar áhyggjur af henni. Þetta er alrangt. Við þurfum að rækta listina af um- hyggju og nærgætni og umgangast hana af virðingu,“ sagði Kjartan og ennfremur: „Tónlistarlífið á Íslandi er stór og verðmætur atvinnuvegur. Tónlistin er hins vegar viðkvæmur gróður og auðvelt að vinna á honum þau spjöll sem erfitt gæti reynst að græða.“ Í konservatoríi í París Píanóstúdentinn Lilja Cardew, nítján ára, hóf nám í tónlistarskóla átta ára gömul. Strax eftir grunn- skóla komst hún inn í konservatoríið CRR de Paris og stundaði þar ein- leikaranám, jafnhliða því að vera í fjarnámi í ýmsum bóklegum greinum við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Lilja sneri svo heim í fyrra þegar starfsemi MÍT hófst og stúdents- prófið tekur hún með 229 námsein- ingum. „Það er ómetanlegt að tónlistar- námið skuli nú loksins vera metið í framhalds- og háskólum. Núna stefni ég á Listaháskóla Íslands og ætti að geta verið komin með BA-gráðu eftir eitt og hálft ár og þar hefur Parísar- námið mikið að segja,“ segir Lilja sem hefur leikið við fjölmörg opinber tilefni. Þar má nefna ótal skóla- tónleika, einleik í píanókonsert eftir Haydn með Sinfóníuhjómsveit Ís- lands fyrir nokkrum árum, hún er undirleikari Skólakórs Kársness og svo mætti lengi áfram telja. Tækifær- in eru í tónlistinni. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 Grafarvogsdagurinn, hverfishátíð Grafarvogsbúa í Reykjavík, er á morgun, sunnudaginn 3. júní, nú í 21. sinn. Helstu dagskrársvæðin að þessu sinni verða í og við Egilshöll, félagsmiðstöðina Borgir, á Korpúlfs- stöðum og í Gylfaflötinni þar sem verslunin Krumma og Landsnet standa fyrir skemmtilegri dagskrá milli klukkan 13 og 16. Þá er fólki boðið í Grafarvogskirkju og sitthvað verður til gamans gert í Gufunesbæ og Grafarvogslaug. Undirbúningur dagskrár er í hönd- um Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, en verk- efnið er samstarfsverkefni fjölda fé- laga, fyrirtækja og einstaklinga. Á mánudag verður svo fagnað 25 ára afmæli Rimaskóli, hvar eru alls um 520 nemendur sem gera hann að að einum af fjölmennari grunn- skólum landsins. Uppákoma í úthverfinu Gleðidagur í Grafarvogi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grafavogur Á fallegum sumardegi. Hollráð í matjurtagarðinum er yfirskrift dagskrár sem efnt verður til í nytja- jurtagarðinum í Grasagarði Reykjavíkur næstkomandi þriðjudag, 5. júní, milli kl. 17.00 og 18.30, á vegum Grasagarðs Reykjavíkur og Garðyrkjufélags Íslands. Þá mun Seljagarður – borgarbýli fræða fólk um sáningu, útplöntun og umhirðu krydd- og matjurta og fleira. Garðyrkjufræðingar Grasagarðsins og félagar í matjurtaklúbbi Garðyrkjufélags Íslands sjá um fræðsluna og félagar í Seljagarði kynna starfsemi sína. Fræðslan fer fram í nytjajurtagarðinum sem er rétt austan við aðalinngang Grasagarðsins. Fræðslustund í Grasagarðinum í Laugardal Kynna mat- jurtaræktina Gulrætur Græmetið er hollt og gott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.