Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 13
Rafræn fyrirtækjaskrá
Þjónustuver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
442 1000
rsk@rsk.is
Einfaldar stofnun einkahlutafélaga
Helstu kostir hennar eru:
❚ Algjörlega rafrænt ferli, enginn pappír.
❚ Skráning einkahlutafélags tekur 1 – 2 daga.
❚ Þú fyllir út tilkynningum.a. um nafn félagsins,
stofnendur, hlutafé, stjórn o.fl.
❚ Ríkisskattstjóri útbýr stofngögnin fyrir þig.
❚ Þú samþykkir gögnin og undirritar
með rafrænum skilríkjum.
❚ Krafa vegna skráningargjalds send í heimabanka.
❚ Hægt að tilkynna umbreytingar á
einkahlutafélögum.
Fljótlegt, þægilegt og öruggt
Nánari upplýsingar um rafræna fyrirtækjaskrá
eru á vef ríkisskattstjóra, rsk.is
Morgunblaðið/Valli
Rytmík Nemendur sýndu tilþrif og slógu taktinn við brautskráningarahöfn sem var í Veröld – húsi Vigdísar.
eins og tónlistin hefur líka verið köll-
uð. Alltof margir virðast líta svo á að
hún sé á einhvern hátt sjálfsprottin
og það þurfi ekkert að hafa neinar
áhyggjur af henni. Þetta er alrangt.
Við þurfum að rækta listina af um-
hyggju og nærgætni og umgangast
hana af virðingu,“ sagði Kjartan og
ennfremur: „Tónlistarlífið á Íslandi
er stór og verðmætur atvinnuvegur.
Tónlistin er hins vegar viðkvæmur
gróður og auðvelt að vinna á honum
þau spjöll sem erfitt gæti reynst að
græða.“
Í konservatoríi í París
Píanóstúdentinn Lilja Cardew,
nítján ára, hóf nám í tónlistarskóla
átta ára gömul. Strax eftir grunn-
skóla komst hún inn í konservatoríið
CRR de Paris og stundaði þar ein-
leikaranám, jafnhliða því að vera í
fjarnámi í ýmsum bóklegum greinum
við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Lilja sneri svo heim í fyrra þegar
starfsemi MÍT hófst og stúdents-
prófið tekur hún með 229 námsein-
ingum.
„Það er ómetanlegt að tónlistar-
námið skuli nú loksins vera metið í
framhalds- og háskólum. Núna stefni
ég á Listaháskóla Íslands og ætti að
geta verið komin með BA-gráðu eftir
eitt og hálft ár og þar hefur Parísar-
námið mikið að segja,“ segir Lilja
sem hefur leikið við fjölmörg opinber
tilefni. Þar má nefna ótal skóla-
tónleika, einleik í píanókonsert eftir
Haydn með Sinfóníuhjómsveit Ís-
lands fyrir nokkrum árum, hún er
undirleikari Skólakórs Kársness og
svo mætti lengi áfram telja. Tækifær-
in eru í tónlistinni.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
Grafarvogsdagurinn, hverfishátíð
Grafarvogsbúa í Reykjavík, er á
morgun, sunnudaginn 3. júní, nú í 21.
sinn. Helstu dagskrársvæðin að
þessu sinni verða í og við Egilshöll,
félagsmiðstöðina Borgir, á Korpúlfs-
stöðum og í Gylfaflötinni þar sem
verslunin Krumma og Landsnet
standa fyrir skemmtilegri dagskrá
milli klukkan 13 og 16. Þá er fólki
boðið í Grafarvogskirkju og sitthvað
verður til gamans gert í Gufunesbæ
og Grafarvogslaug.
Undirbúningur dagskrár er í hönd-
um Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar
Grafarvogs og Kjalarness, en verk-
efnið er samstarfsverkefni fjölda fé-
laga, fyrirtækja og einstaklinga.
Á mánudag verður svo fagnað 25
ára afmæli Rimaskóli, hvar eru alls
um 520 nemendur sem gera hann að
að einum af fjölmennari grunn-
skólum landsins.
Uppákoma í úthverfinu
Gleðidagur
í Grafarvogi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grafavogur Á fallegum sumardegi.
Hollráð í matjurtagarðinum er yfirskrift
dagskrár sem efnt verður til í nytja-
jurtagarðinum í Grasagarði Reykjavíkur
næstkomandi þriðjudag, 5. júní, milli kl.
17.00 og 18.30, á vegum Grasagarðs
Reykjavíkur og Garðyrkjufélags Íslands.
Þá mun Seljagarður – borgarbýli fræða
fólk um sáningu, útplöntun og umhirðu
krydd- og matjurta og fleira.
Garðyrkjufræðingar Grasagarðsins og
félagar í matjurtaklúbbi Garðyrkjufélags
Íslands sjá um fræðsluna og félagar í
Seljagarði kynna starfsemi sína. Fræðslan
fer fram í nytjajurtagarðinum sem er rétt
austan við aðalinngang Grasagarðsins.
Fræðslustund í Grasagarðinum í Laugardal
Kynna mat-
jurtaræktina
Gulrætur Græmetið er hollt og gott.