Morgunblaðið - 02.06.2018, Side 37

Morgunblaðið - 02.06.2018, Side 37
hann strax. Þú varst svo ánægð að heyra í mér á aðfangadag síð- astliðinn þegar ég hringdi og sagði þér að við hefðum gift okk- ur deginum áður á afmælisdeg- inum mínum án nokkurs fyrir- vara. Alltaf hringdir þú í mig á afmælisdaginn minn og passaðir upp á að ég fengi sérstaka af- mæliskveðju í miðju jólaamstr- inu þó svo að ég væri orðin full- orðin. Mér þótti einstaklega vænt um það og þú vissir það. Þú varst líka svo spennt að vita að ég væri að verða amma og Róbert minn að verða pabbi. Ég mun segja Krumma litla sögur af þér. Það er margt annað sem kemur upp í hugann sem ég er búin að segja þér í bænum mínum og ég veit að þú ert búin að heyra í mér, elsku frænka. Þú varst einstök kona, ákveð- in, heiðarleg, staðföst, hreinskil- in og einstaklega kærleiksrík, hjartahlý og trúuð. Þér tókst að láta öllum líða eins og þeir væru einstakir. Þú varst mér svo mik- ið, uppáhaldsfrænka, amma fyrir öll börn sem komu til þín og góð vinkona. Það á eftir að vera erfitt að geta ekki tekið upp símann og hringt í þig. Ég veit að Biggi og Hella tóku vel á móti þér og það er ábyggilega mikið talað og hlegið. Ég elska þig og sakna þín, elsku Sonja mín. Elsku Þórður, Gulli, Ágústa og börn. Hjartanlegar samúðar- kveðjur. Sonja, Svavar og börn. Það hefur reynst mér mjög erfitt að sætta mig við að aldrei aftur geti ég dinglað á Böðvars- götunni og Sonja frænka, eða Sonja í Borgarnesi eins og ég kallaði þig alltaf, taki á móti mér með knúsi. En ég næ að brosa í gegnum tárin þegar þær rifjast upp fyrir mér, allar skemmtilegu og dýr- mætu minningarnar sem ég á um ykkur Þórð úr öllum heimsókn- unum í Borgarnesið með mömmu og pabba. Þá fékk ég meðal annars að leika mér með kartöfluhausaleirinn, púsla (en ég deili einmitt þeirri dellu með þér), leigja mér mynd á vídeó- leigunni, leika mér í garðinum ykkar og fara með pabba og Þórði að viðra hundana í fjör- unni. Ég man líka eftir því þegar ég fékk að taka tvær vinkonur mínar með í nokkurra daga berjaferð í Borgarnesið. Ég man að í berjamónum var ég svo hissa að þú varst alltaf aðeins í burtu frá okkur hinum en komst svo að því að þú varst að tryggja þér aðalbláberin því þú vildir þau eingöngu. Þú varst alltaf svo dugleg að vinna í garðinum ykk- ar og þú áttir garðhatt sem í hverri heimsókn var alltaf minna og minna eftir af þar til að lokum að höfuðið stóð upp úr hattinum og þú skelltir honum alltaf á þig, settir út mjöðmina og sagðir: „Er ég ekki fín?“ – og svo hlógum við öll. Þú hafðir alltaf sterkar skoð- anir á hlutunum og hafðir ákveðnar reglur og lærði ég margt í þessum heimsóknum eins og að fara vel með leikföng og hluti og grípa ekki fram í. Það var þó eitt sem aldrei náði í gegn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þínar en það var að kenna mér að hella upp á kaffi. Ég stóð þrjósk á mínu að ég þyrfti þess ekki þar sem ég ætlaði mér aldrei að drekka kaffi og að gestir gætu bara drukkið eitthvað annað í heimsókn hjá mér. Þú spurðir mig svo alltaf reglulega þegar ég heyrði í þér í síma hvort ég væri búin að læra að hella upp á og svo hlóstu, enda varstu mikill húmor- isti. Þú varst dugleg að hrósa mér bæði þegar við hittumst og í síma og talaðir alltaf svo fallega um börnin mín þrjú og veit ég að þú náðir til hjartans í Ísaki mínum sjö ára því þegar ég sagði honum að þú værir farin til Guðs þá sagði hann leiður: „Hún var krúttleg,“ en það segir hann að- eins um þá sem honum þykir vænt um. Samband ykkar mömmu, litlu systur þinnar, var alveg einstakt og veit ég að missir mömmu er mikill. Þið töluðuð saman í síma nánast daglega og man ég að þegar ég var lítil og var að kalla á mömmu og fékk ekki svar þá sagði pabbi: „Hún er að tala við Borgarnes,“ og þá vissi ég að það væri góður klukkutími þangað til ég gæti talað við mömmu. Það er erfitt að kveðja þig, svona stórkostlegan karakter og yndislega manneskju, en ég hugga mig við það að þér líði bet- ur núna og þú dansir um í draumalandinu með foreldrum þínum og systkinum. Ég geymi allar dýrmætu minningarnar mínar um þig í hjartanu eins og gull, þar til við hittumst næst og búum til fleiri. Elsku Þórður, Gulli og fjöl- skylda, mamma og aðrir að- standendur, ég sendi ykkur mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Megi minningin um dásamlega konu lifa. Henrietta Þóra Magnúsdóttir. Sonja var yndisleg, kona Þórðar frænda míns. Á mínu æskuheimili voru Þórður og Sonja yfirleitt nefnd í sömu and- ránni. Þau ákváðu snemma að ganga saman æviveginn. Glæsi- legt par. Sonja var hluti af dásamlegri, fallegri og kraftmik- illi fjölskyldu þeirra Þóru og Lauga Gosa á Siglufirði, eins og Guðlaugur Gottskálksson var kallaður. Hún og Þórður fóru saman suður að mennta sig og settust þar að, fyrst í Reykjavík og síðar í Borgarnesi þar sem þau bjuggu mestalla ævina og urðu miklir Borgnesingar. Sonja var atvinnurekandi og rak þar bókhaldsskrifstofu nánast alla tíð. Ávallt var kært með foreldr- um mínum og Þórði frænda og Sonju. Sá vinskapur náði líka til okkar systkinanna á Laugarveg- inum. Ég minnist ferðar, sem fjölskyldan fór til Reykjavíkur, sennilega upp úr 1960 og innlits til Sonju og Þórðar þar sem þau bjuggu þá í einu háhýsanna í Sól- heimum. Mér fannst það svaka- lega flott og búseta í svo nýstár- legu húsi lýsandi fyrir fram- sækni þeirra hjóna. Löngu seinna leit ég stundum inn hjá þeim í Borgarnesi og tal- aði líka oftlega við Sonju í síma. Það var afskaplega gaman að eiga orðastað við hana enda fylgdist Sonja vel með alla tíð og hafði komið víða við ef svo má segja. Sonja var líka rökviss, heiðarleg og veitti mér oft skemmtilega sýn á menn og mál- efni. Húmorinn hennar var him- neskur að mér fannst. Þegar þau hjón eignuðust einkasoninn Guð- laug Þór naut hún þess mjög. Sonja var ávallt til taks fyrir stráksa og færði bókhaldsþjón- ustuna á Böðvarsgötuna til að auðvelda það. Hún var vakin og sofin yfir velferð fjölskyldu sinn- ar og gladdist mjög yfir vel- gengni Gulla og barnabörnin áttu sannarlega stóran stað í hjarta hennar. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt Sonju. Þegar ég leit inn hjá þeim hjónum síðastliðið haust gerði ég mér ekki grein fyrir að ég myndi ekki hitta Sonju aftur. Ég samhryggist Þórði frænda mínum, Guðlaugi Þór og fjölskyldunni allri. Þau hafa svo sannarlega misst mikið. Blessuð sé minning Sonju Guð- laugsdóttur. Árdís Þórðardóttir.  Fleiri minningargreinar um Sonju Guðlaugsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, KRISTÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Árbakka. Hafið hjartans þakkir fyrir, blessuð sé minning hennar. Þór Kröyer Martína Sigursteinsdóttir Benedikt Kröyer Kristín Sölvadóttir Þorsteinn Kröyer Ólafía Halldórsdóttir Iðunn Kröyer Eymundur Hannesson og fjölskyldur Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU AÐALHEIÐAR HANNESDÓTTUR frá Núpsstað, til heimilis að Árskógum 6, Reykjavík, sem lést mánudaginn 7. maí. Hjartans þakkir til starfsfólks heimahlynningar og líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir alúð og hlýju. Snorri Þór, Hannes, Ágúst, Hörður Ingþór, Pálmi og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU JÓNSDÓTTUR. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu í Kópavogi fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Ásta Garðarsdóttir Sturla Þórðarson Helga Garðarsdóttir Sigurjón Sindrason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, fósturpabbi, tengdapabbi, afi og frændi, BJÖRGÚLFUR ANDRÉSSON, Unnarbraut 26, Seltjarnarnesi, sem lést sunnudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 5. júní klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Hafdís Jónsdóttir Gyða Margrét Pétursdóttir Matthías Hemstock Ýmir, Elvin og Bragi Anna Björg Sigurðardóttir Víglundur Ákason Ragnhildur Hrund Sigurðard. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓNA JÓNSDÓTTIR, sérkennari á Akranesi, Nýhöfn 4, Garðabæ, lést mánudaginn 28. maí. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 6. júní klukkan 13. Ingjaldur Bogason Ingibjörg St. Ingjaldsdóttir Guðmundur R. Guðmundsson Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir Einar Geir Hreinsson Guðríður Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Elskuleg dóttir okkar og systir, EYDÍS JÓHANNSDÓTTIR, andaðist á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 15. maí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hugheilar þakkir til þeirra sem önnuðust hana á Kópavogsbraut 5c. Þuríður Ragnarsdóttir Jóhann Arnfinnsson Ragnar Brjánn Jóhannsson Baldur Jóhannsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, FILIPPÍA GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR, lést mánudaginn 28. maí á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 4. júní klukkan 10.30. Elín Dögg Gunnarsdóttir Valmar V. Väljaots Kristdór Þór Gunnarsson Ásgerður Halldórsdóttir Kristín Lind, Bóel Birna, Karen Tara Sóley Sara og Gunnar Aron Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGMUNDA HÁKONARDÓTTIR Sísí Árskógum 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 8. júní klukkan 13. Inga Jónsdóttir Guðrún Valtýsdóttir Þórir Karl Jónasson Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir minn, frændi, mágur og vinur, ÞÓRÐUR Á. HELGASON, Háengi 4, Selfossi, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 28. maí. Útför hans fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 5. júní klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Ingimundur K. Helgason Hugheilar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls okkar ástkæra BRAGA ÞÓRS STEFÁNSSONAR læknis. Svala Karlsdóttir Davíð Þór Bragason Connie Lee Ásta Bragadóttir Eva Bragadóttir Kristján Karl Bragason Hafdís Vigfúsdóttir Stefán Bragason og barnabörn Ástkær faðir okkar, afi og langafi, ARNFINNUR SCHEVING ARNFINNSSON, Eyrarflöt 4, Akranesi, lést sunnudaginn 27. maí á dvalarheimilinu Höfða. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 8. júní klukkan 13. Margrét Arnfinnsdóttir Þórdís Ásgerður Arnfinnsd. Gylfi Jónsson Maren Lind Másdóttir Gunnar Harðarson Helena Másdóttir Ársæll Ottó Björnsson og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.