Morgunblaðið - 02.06.2018, Side 14
VIÐTAL
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Í gær hófst átakið Poki fyrir poka
þegar Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra keypti skreyttan taupoka
af Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
en átakið er haldið í tilefni af 90 ára
afmæli nefndarinnar.
„Við erum með taupoka og kaffi-
bolla til sölu sem við erum búin að
láta framleiða fyrir okkur,“ segir
Anna Pétursdóttir, formaður
Mæðrastyrksnefndar, í samtali við
Morgunblaðið. Pokana og kaffiboll-
ana fékk Mæðrastyrksnefnd gefins,
en þá prýðir mynd eftir Hörpu
Einarsdóttur. Anna segir myndina
tákna styrkinn og staðfestuna sem
þarf til að halda velli í lífsins ólgu-
sjó en Harpa gaf Mæðrastyrks-
nefnd myndina til að nota fyrir
átakið.
„Vonandi náum við að selja allt
og safna fimm milljónum,“ segir
Anna en framleiddir hafa verið
2.000 pokar og 1.000 bollar. Salan
fer fram á vefsíðu Mæðrastyrks-
nefndar og Instagram, en einnig er
hægt að kaupa poka í Melabúðinni,
Hagkaupum í Kringlunni og Smára-
lind og á fleiri stöðum.
Slysið sem varð
kveikjan að nefndinni
„Við erum að halda upp á þetta
nú í kringum sjómannadaginn
vegna slyssins sem varð kveikjan að
stofnuninni,“ segir Anna, en form-
legur afmælisdagur nefndarinnar
var 20. apríl síðastliðinn. Slysið sem
um ræðir átti sér stað 27. febrúar
1928 þegar togarinn Jón forseti
strandaði úti af Stafnesi og með
honum drukknuðu fimmtán skip-
verjar.
Í kjölfarið komu 22 konur saman
í þeim tilgangi að verða ekkjum og
föðurlausum börnum til hjálpar.
Fyrsti fundur var haldinn á Kirkju-
torgi 4 í Reykjavík og þar með var
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
stofnuð.
„Eitt fyrsta verkefni nefndar-
innar var að vinna að því að allar
einstæðar mæður, ekkjur, ógiftar
og fráskildar, fengju rétt til að fá
greidd meðlög með börnum sínum.
Jafnframt var unnið að því að þær
fengju mæðralaun sem nægðu til að
tryggja afkomu heimilanna,“ segir
Anna.
Hún segir að starf nefndarinnar
hafi eðlilega breyst í áranna rás og
bendir á að mikil fjölgun hafi átt sér
stað í gegnum tíðina. Þó hefur fjöldi
heimsókna verið nokkuð jafn og
stöðugur allra síðustu ár, þá sér-
staklega eftir sprengingu í heim-
sóknum eftir efnahagshrunið 2008.
„Það er ennþá sæmilegur fjöldi
sem leitar til Mæðrastyrksnefndar
þrátt fyrir góðærið,“ segir Anna en
Mæðrastyrksnefnd úthlutar um 300
matarpokum í hverri viku.
Þeim sem sækja aðstoð nefndar-
innar hefur þó fækkað umtalsvert
síðan fjöldinn náði hámarki á ár-
unum eftir hrun en um 700 manns á
viku þáðu stuðning nefndarinnar á
árunum 2008-2011.
„Það er afskaplega ánægjulegt að
fjöldinn sé á niðurleið,“ segir Anna,
en í fyrra þurftu í fyrsta skipti í
mörg ár færri en þúsund manns að
sækja aðstoð nefndarinnar um jólin.
Til samanburðar þáðu yfir 3.000
manns „jólaúthlutun“ á eftirhruns-
árunum.
Karlmenn hafa bæst við
„Það eru ekki lengur einungis
einstæðar mæður sem sækja styrk
hjá okkur. Við hafa bæst karlmenn,
bæði einstæðir og með forsjá barna,
en einnig er áberandi hve öryrkjum
og eldri borgurum hefur fjölgað.“
Anna segir að þrátt fyrir þá
ánægjulegu þróun að þeim sem
þurfa aðstoð hafi fækkað telji hún
að hlutverk Mæðrastyrksnefnd
verði áfram mikilvægt.
„Sumir koma hérna bara tíma-
bundið og svo sjáum við þá ekki
meira,“ segir Anna en bætir við:
„En ég held því miður að það
verði alltaf einhverjir sem þurfa að-
stoð.“
Mæðrastyrksnefnd í 90 ár
90 ár eru liðin frá því að togarinn Jón forseti sökk Mæðrastyrksnefnd úthlutar 300 pokum á viku
Einstæðir feður eru í hópi þeirra sem sækja sér aðstoð Fimm milljónir eiga að safnast í átakinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Formaður Anna segir að hún telji að hlutverk Mæðrastyrksnefndar verði áfram mikilvægt þrátt fyrir góðæri.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018