Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrsti hluti nýs miðbæjar suður af Smáralind er að taka á sig mynd. Framkvæmdir við 210 íbúðir eru hafnar og er stefnt að því að hefja sölu á fyrstu byggingunni í ágúst. Áformað er að afhenda fyrstu íbúð- irnar síðla árs. Þá er hönnun 270 íbúða langt komin og hefst smíði þeirra síðar á árinu. Fasteignaþróunarfélagið Klasi stýrir verkefninu fyrir hönd 201 Smára. Þrjár arkitektastofur, Arkís, T.ark og Tendra, hanna byggingar. Ingvi Jónasson, framkvæmda- stjóri Klasa, segir nýja bæjarhlut- ann, 201 Smára, hannaðan frá grunni inn í gróið hverfi. Um 84 þús- und fermetrar af íbúðum og atvinnu- húsnæði muni rísa í 201 Smára. Margvísleg þjónusta er í boði á svæðinu. Ásamt Smáralind eru þjónustukjarnar á Smáratorgi og í Smárahverfi og Lindunum steinsnar frá. Þá er stutt í íþróttasvæði Breiðabliks og skóla. Rúmar á annað þúsund íbúa Alls verða 675 íbúðir í hverfinu, sem gæti fullbyggt rúmað á annað þúsund íbúa. Við Smáralind verður byggt nýtt miðbæjartorg, Sunnu- torg, sem verður eitt af einkennum Kópavogs. Það verður til dæmis stærra en Ingólfstorg í Reykjavík. Hluti fyrstu íbúðanna sem fara í sölu í ágúst verður í nýju fjölbýlis- húsi, Sunnusmára 24-28, en þar verða 57 íbúðir, 57-120 fermetrar en stærri íbúðir á efstu hæð. Bílastæði í kjallara fylgja. Ingvi segir Klasa leggja áherslu á góða blöndun íbúða í hverfinu. Þar verða allt frá 50 fermetra íbúðum upp í fimm herbergja íbúðir. Hann segir íbúðirnar hannaðar með hag- kvæmni og sveigjanleika í huga. M.a. verði auðvelt að bæta við her- bergjum, og síðar fjarlægja þau, eftir þörfum hvers tíma í hluta íbúða. Þá sé grunnflötur íbúða nýttur vel. Þjónustan ofarlega á blaði „Við létum gera viðamikla könnun þar sem almenningur gat sagt skoð- un sína á því hvað skipti mestu máli varðandi umhverfið, húsin og síðan íbúðirnar sjálfar. Tæplega 2.000 manns tóku þátt í könnuninni. Þar kom ýmislegt á óvart. Varðandi hverfið töldu flestir nálægð við þjón- ustu og græn svæði skipta mestu máli. Kaffihús, veitingastaðir og ná- lægð við almenningssamgöngur voru einnig ofarlega í huga fólks. Þátttakendur vildu einnig huga að bílastæðum, að þau skorti ekki, og að vistvænni hönnun bygginga.“ Ingvi segir flesta þátttakendur hafa viljað opið rými en ekki lokað eldhús eða sjónvarpsherbergi. „Það styður þá kenningu okkar að fjöl- skyldan vill vera saman í sameigin- legu rými en ekki dreifð um íbúðina. Spurt var hvaða rými mætti helst stækka eða minnka ef stærð íbúða yrði breytt. Niðurstaðan var að flest- ir völdu að hafa rúmgott opið rými fremur en að stækka til dæmis svefnherbergi. Ef íbúð yrði til dæm- is fimm fermetrum stærri ættu þeir fermetrar að fara í alrými frekar en að stækka svefnherbergi,“ segir Ingvi og bætir við að boðnar verði ýmsar nýjungar í hverfinu. 201 Smári hafi samið við ZipCar um rekstur deilibíla og verið sé að skoða lausnir er varða snjalla póstkassa fyrir stærri póstsendingar. Taka mið af umhverfinu Arnar Þór Jónsson arkitekt er einn eigenda Arkís arkitekta, sem hanna fyrstu fjölbýlishúsin. Arnar Þór segir að við litaval klæðninga sé tekið mið af litum í um- hverfinu til að nýju húsin falli sem best að svæðinu. Klæðningar í Sunnusmára 24-28 verði úr áli og trefjaplötum frá Cembrit sem tryggi áratuga endingu. Þá sé hljóðein- angrun hámörkuð við val á gluggum og loftræsting sé í takt við ströng- ustu kröfur. Við hönnun sé útsýni hámarkað og tekið mið af sólar- gangi. Nýjar miðbæjaríbúðir í sölu í sumar  Fyrstu íbúðirnar í 201 Smára í Kópavogi fara í sölu í ágúst  Byggðir verða 84 þúsund fermetrar  Framkvæmdastjóri Klasa segir nýjar leiðir farnar í hönnun  Auðvelt sé að fjölga herbergjum Ljósmynd/Klasi/Birt með leyfi Nýr miðbær Uppsteypu á fjölbýlishúsinu Sunnusmára 24-28 lýkur á næstu vikum. Teikning/Arkís Vesturhliðin Ofanjarðar eru bílastæði fyrir íbúa og gesti og leiksvæði fyrir börn. Í kjallaranum eru bílastæði og geymslur. Teikning/Arkís Horft til austurs Hér má sjá drög að því hvernig hverfið kann að líta út fullbyggt. Með uppbyggingunni verður til nýr miðbær í Kópavogi. Teikning/Arkís Brotið upp Norðurhlið Sunnusmára 24-28 er brotin upp á jarðhæð. Með uppbrotinu skapast rými fyrir íbúa og gönguleið opnast inn á baklóð. Teikning/Arkís Drög Norðar á reitnum verður til ný gata, Silfursmári, með verslunum. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 Arnar Þór Jónsson arkitekt segir öll bíla- stæði í kjallara Sunnusmára 24-28 verða með raftengi fyrir rafbíla. Það eina sem íbúar þurfi að gera sé að setja upp hleðslustöð. Á bílastæðum ofanjarðar verði líka boðið upp á rafhleðslu bifreiða. Þá verði boðið upp á deilibíla sem íbúar geti skipst á að nota eftir þörfum. Henta rafbílum RAFTENGINGAR VERÐA VIÐ ÖLL STÆÐI Í KJALLARA Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 4.300,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum. Opinn fyrirlestur og pallborð í boði Eflingar-stéttarfélags mánudaginn 4. júní kl. 16.30 á Grand Hóteli. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði flytur erindi og að því búnu verður boðið til pallborðsumræðna. Í pallborði sitja: • Guðmundur Jónsson, sagnfræðingur • Margrét Valdimarsdóttir, félags- og afbrotafræðingur • Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans Fundarstjóri er Þórhildur Ólafsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Stóra myndin þar sem Efling býður til umræðna um vinnumarkaðstengd málefni sem kunna að skipta sköpum á komandi kjarasamningavetri. Þjóðarsáttin og þróun ójöfnuðar á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.