Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.6. 2018
Piera Aiello var heima á
Sikiley í vikunni að ræða við
fólk sem lifir í stöðugum ótta
við hefndaraðgerðir mafí-
unnar. Einn þeirra er bak-
arinn Alessandro Marsicano
frá Palermo, sem vitnaði
gegn henni. „Ég flutti til
Lundúna og opnaði bakarí í
nágrenni Soho. En foringj-
arnir fundu mig þar og
börðu mig til óbóta
úti á götu eitt
kvöldið. Eftir að ég
kynntist Pieru er
ég vongóður um
bjartari framtíð
fyrir fjölskyldu
mína,“ sagði
hann við The
Guardian.
Líf hennar breyttist í sviphend-ingu þegar tveir skuggalegirnáungar gengu að kvöldlagi
inn á flatbökustað þeirra hjóna,
horfðu í augun á bónda hennar og
skutu hann að því búnu til bana.
Honum blæddi út í örmum hennar.
Voðaverkið átti sér stað í bænum
Partanna á vestanverðri Sikiley árið
1991. Fjórtán ára gömul hafði Pieta
Aiello verið þvinguð til að ganga að
eiga son mafíuforingjans Vito Atria,
Nicolò, og nú, áratug síðar, var hann
allur. Engum blandaðist hugur um
það hver bæri ábyrgð á víginu –
mafían. Alveg eins og þegar faðir
hans var ráðinn af dögum sex árum
áður. Nicolò hafði rætt um hefndir
og hinir vildu verða fyrri til.
Ákvað að bera vitni
Þrátt fyrir úrtölur og ástlaust hjóna-
band ákvað Aiello að standa í lapp-
irnar og bera vitni gegn ódæðis-
mönnunum. Það leiddi til handtöku
og sakfellingar nokkurra alræmdra
mafíósa á staðnum. Aðrir gengu þó
áfram lausir og þar sem hún var orð-
in uppljóstrari var líf Aiello í bráðri
hættu. Henni var nauðugur einn
kostur: Að fara í vitnavernd tveimur
árum eftir morðið á eiginmanni
hennar, skipta um nafn og flytja bú-
ferlum frá Sikiley.
Í aldarfjórðung var Aiello í „fang-
elsi“ eins og hún orðar það í samtali
við breska dagblaðið The Guardian.
Vissulega náði mafían ekki í skottið á
henni en lífið var dýru verði keypt;
Aiello gat ekki um frjálst höfuð
strokið og var sífellt á varðbergi. Það
er að segja þangað til fyrr á þessu
ári að hún ákvað að „taka aftur
stjórnina á eigin lífi“ og bjóða sig
fram til ítalska þingsins fyrir hönd
Fimmstjörnuhreyfingarinnar rót-
tæku.
Sætti framboðið miklum tíðindum;
ekki bara í ljósi sögunnar heldur líka
fyrir þær sakir að Aiello, sem verður
51 árs í næsta mánuði, fór bókstaf-
lega huldu höfði í kosningabarátt-
unni. Allar ljósmyndir sem birtust af
henni í blöðum og í auglýsingum
voru skuggamyndir, þar sem andlit-
ið mátti ekki þekkjast, og í sjón-
varpsviðtölum sneri hún baki í
myndavélina eða myndavélinni var
hreinlega beint að gólfinu meðan
hún hafði orðið. Stöku sinnum kom
hún fram með slæðu fyrir andlitinu.
Varð Aiello fyrir vikið þekkt sem
„andlitslausi frambjóðandinn“.
Ekki háði það þó Aiello, sem náði
kjöri í kjördæmi sínu á Sikiley.
Eftir að hafa setið á þingi í Róm í
þrjá mánuði hefur Aiello komist að
þeirri niðurstöðu að það sé of flókið
mál að dulbúast lengur og felldi hún
því „grímuna“ í vikunni. Og brosti
framan í heiminn þegar fyrstu opin-
beru ljósmyndirnar voru teknar af
henni í 25 ár. „Eftir öll þessi ár á bak
við tjöldin get ég nú loksins horfst í
augu við heiminn án þess að óttast
að einhver sjái mig,“ sagði hún við
The Guardian. „Þetta er eins og að
lifna við; á þessu tiltekna augnabliki
líður mér eins og ég sé algjörlega
frjáls.“
Ekki svo að skilja að hvers-
dagslegt líf taki nú við hjá
Aiello. Mafían gleymir
engu, frekar en fíllinn,
og þingkonan mun hér
eftir sem hingað til njóta
ítrustu verndar og ör-
yggisgæslu. Hafi mafían
haft horn í síðu Aiello áð-
ur minnkar það ekki nú
þegar hún hefur tekið upp
markvissa baráttu gegn
starfsemi hennar á þjóðþinginu. Síst
virðist vera að draga úr skipulagðri
glæpastarfsemi á Ítalíu og víðar og
hefur Aiello skorið upp herör gegn
mafíunni á breiðum grundvelli.
Verður hún ráðherra?
Í kosningabaráttunni og eftir að hún
tók sæti á þinginu hefur Aiello líka
verið óþreytandi að vekja athygli á
stöðu fólks í hennar eigin sporum.
„Ég á mér markmið; að vekja athygli
þingheims á þeim dramatísku að-
stæðum sem fólk sem ákveður að
vitna gegn mafíunni neyðist til að
búa við,“ segir hún.
Fjölmörg mafíuvitni hafa fagnað
kjöri Aiello og jafnvel léð máls á því
að hún verði aðstoðarinnanríkis-
ráðherra í næstu samsteypustjórn
landsins.
„Ég ákvað að bjóða mig fram til
þess að þeir sem rísa upp gegn mafí-
unni gleymist ekki,“ sagði Aiello við
The Guardian. „Ég gerðist fram-
bjóðandi vegna þess að ég, Piera
Aiello, vildi endurheimta andlit mitt.
Og mér tókst það.“
Ekkjan sem
endurheimti
andlitið
Ekkjan sem hlaut frægð sem „andlitslausi fram-
bjóðandinn“ í þingkosningunum á Ítalíu fyrr á
árinu felldi „grímuna“ í vikunni enda staðráðin í
að láta mafíuna ekki stjórna lífi sínu lengur.
Svona kom
Aiello gjarn-
an fram áður.
Barinn
til óbóta
Ljósmynd/The Guardian
Eftir aldarfjórðungs hlé getur ítalski þingmaðurinn Piera Aiello loksins brosað óttalaus framan í heiminn.
’
Hefnd er réttur sem bragðast best
borinn fram kaldur.
Don Vito Corleone mafíuforingi.
ERLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
JAPAN
TÓKÍÓ Lögræðisaldurinn verður lækkaður
úr 20 í 18 frá og með árinu 2022. Breytingin,
sem er sú fyrsta sinnar tegundar í landinu í
meira en 140 ár, gerir 18 ára unglingum meðal
annars kleift að ganga í heilagt hjónaband án
samþykkis foreldra sinna, auk þess sem þeir
geta sótt um bankalán og kreditkort. Eftir sem
áður mega Japanir þó ekki neyta áfengis eða
reykja fyrr en þeir ná 20 ára aldri, að ekki sé
talað um að stunda veðmál.
ÍSRAEL
TEL AVIV Ungfrú Írak
2017, Sarah Idan, kom
í heimsókn til landsins
í vikunni og hitti þar
aftur vinkonu sína, Adar
Gandelsman, ungfrú Ísrael
2017. Sjálfa sem Idan
tók af þeim stöllum í Ungfrú heimur-keppninni í fyrra féll
í grýttan jarðveg í heimalandinu og varð til þess að hún
þurfti að fl ýja land ásamt fjölskyldu sinni eftir að þeim
barst hver lífl átshótunin af annarri.
BANDARÍKIN
ST PAUL Þvottabjörn nokkur, sem
er réttnefndur ofurhugi, gerði sér lítið
fyrir og klifraði upp 25 hæða byggingu í
borginni á dögunum. Honum var bjargað
án skrámu af þaki byggingarinnar og
sleppt aftur út í náttúruna. Fjöldi fólks
fylgdist með ævintýrinu, bæði á staðnum
og á netinu en myndir af dýrinu að klifra upp veggina fóru eins og eldur í sinu
um heimsbyggðina. Þvottabjörninn gaf enga skýringu á athæfi sínu.
TÉTSNÍA
GROSNÍ Mohamed Salah,
stjörnuleikmaður Egyptalands á
HM, hefur fengið skömm í hatt-
inn frá mannréttindasamtökum
fyrir að hafa setið fyrir á ljós-
mynd með hinum umdeilda leið-
toga Tétsníu, Ramzan Kadyrov,
á æfi ngu liðsins í vikunni. Kadyrov er grunaður um mannréttinda-
brot, ekki síst gagnvart samkynhneigðu fólki, og hefur Salah meðal
annars verið sakaður um að taka þátt í pólitískum áróðri.