Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Qupperneq 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.6. 2018 Þrátt fyrir að listmeðferð hafi verið notuðhérlendis í yfir 40 ár og fagfélag listmeð-ferðarfræðinga sé að verða 20 ára eru tiltölulega fáir sem sinna starfinu og alltaf eru biðlistar. Íris Ingvarsdóttir listmeðferðarfræðingur hefur einkum sinnt börnum og ungmennum sem orðið hafa fyrir áföllum þar sem hið talaða orð dugar ekki til að vinna úr erfiðum upplifunum. Hún hefur bæði starfað innan barna- og ung- lingageðdeildar Landspít- ala, innan skólakerfisins og með eigin stofu. Þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt að myndmál hjálpi bæði ungu fólki en einnig fullorðnum til að vinna úr tilfinningum sínum og listmeðferðarfræðingar hafi unnið innan heil- brigðiskerfisins í fjöldamörg ár hefur starfs- heitið listmeðferðarfræðingar ekki hlotið lög- gildingu hérlendis, eins og til dæmis í Bretlandi. Íris segir það meðal þess sem skýri skort á ný- liðun í starfinu og það séu hagsmunir allra og ekki síst ungs fólk að meðferðaraðilar séu með rétta menntun og þjálfun. „Fólk veit oft ekki hvað listmeðferð er fyrr en það þarf að nýta þjónustuna sjálft. Margir tengja það við að við séum að teikna, jú, enda þekkt að sálfræðingar nýti sér það í meðferðum barna. Listmeðferð hentar þó líka fullorðnum og meðferðarúrræðið er til dæmis á spítölum, skólum og stofnunum eins og Ljósinu, Stíga- mótum og Foreldrahúsi. Erlendis er það nýtt í fangelsum og á hamfarasvæðum svo dæmi séu nefnd,“ segir Íris. Menntun listmeðferðarfræðinga liggur í myndlist og sálfræði og í meðferðinni er fjöl- breyttur efniviður notaður, svo sem málning, leir, teikning og gifs. Myndlistarefniviðurinn höfðar til skynfæranna, snertingar og sjónar og út frá þeim er hægt að vinna mjög djúpstætt með sálarlífið. Listmeðferðarfræðingar eru ekki margir hérlendis en stéttin er þó öflug og önn- um kafin. Einn af frumkvöðlum hennar, Sigríð- ur Björnsdóttir, kom til dæmis á stofn norrænni ráðstefnu um listmeðferð árið 1975 og hefur sterkt samstarf Norðurlandaríkjanna haldist, en ráðstefnan verður haldin hérlendis í október. „Þeir sem orðið hafa fyrir áfalli geta átt erfitt með að færa það í orð. Ung börn hafa stundum ekki einu sinni orð yfir það en áhrifin liggja í taugakerfinu. Þegar barn fer að handleika myndlistarefnivið vekur það upp skilningarvitin og myndtjáning tekur við. Það ferli sem fer af stað og þau myndtákn sem koma fram er það sem við vinnum úr. sumir eiga erfitt með að setja í orð hvernig þeim líður og geta verið sterkari í myndrænni hugsun og tjáningu. Við teljum því mikilvægt að fólk hafi aðgang að fjöl- breyttum meðferðarleiðum. Myndverkið virkar eins og spegill og getur síðan orðið brú yfir í orðin en um leið og við erum farin að nota orðin erum við komin í vitsmunalega nálgun. Það er þetta ferli sem við erum að vinna með.“ Oft er talað um að börn búi yfir eðlislægri sköpunargleði en ýmislegt getur hamlað henni, svo sem kvíði og taugaþroskafrávik. Listmeð- ferð hjálpar til dæmis börnum á ADHD- og ein- hverfurófi til að tjá sig. „Teikniþroski fylgir vitsmunaþroska og getur því gefið miklar upplýsingar um hvar börn eru stödd í þroska en við álag og áfall getur orðið afturför í þroska. Börn með þroskaskerðingar staðna í þroska og breytingar verða á teikn- ingum við heilasjúkdóma. Teikningar luma á ýmsum upplýsingum. Fólk sem á við geðræn vandamál að stríða og þarf lyf til að halda stöð- ugleika, en hefur ekki tekið lyfin sín, sýnir oft fyrstu vísbendingar um það í teikningum sem það vinnur inni á til dæmis geðdeildum, það birtist í óreiðukenndum teikningum.“ Bera vitni í dómsmálum Íris fær margar tilvísanir frá barnavernd og barnageðlæknum og einnig leitar fólk til hennar að eigin frumkvæði. „Hingað koma börn og ungmenni sem hafa upplifað álag, áföll eða eru með taugaþroska- frávik. Listmeðferðarfræðingar hjálpa þeim að tjá sig og það felur í sér ákveðið útrásarferli en við úrvinnslu hjálpum við þeim að átta sig á til- finningum sínum, setja á þær nafn og finna þeim viðeigandi farveg. Með þeim skilgreinum við hverju þau geta borið ábyrgð á og hverju ekki og hverju full- orðna fólkið þarf að taka ábyrgð á. Það getur verið unnið í samvinnu við foreldra, hvað það er sem foreldrar þurfa að fókusera á og aðrir fag- aðilar sem koma að barninu. Við hjálpum þeim að gera sér grein fyrir því hvar öryggisnet þeirra er og hvar þau geta leitað hjálpar, því að stundum lokast börn bara inni í sínum eigin hugarheimi.“ Fer meðferðin alltaf yfir í orð úr mynd- sköpun? „Hluti af henni fer yfir í orð en maður veit það til dæmis í áfallasögu að það þarf ekkert endi- lega að orða alla hluti. Fólk sem hefur orðið fyrir áföllum eða getur átt erfitt með að setja óbærilegar tilfinningar í orð. Það felst í mennt- un og þjálfun listmeðferðarfræðinga að átta sig á þessu ferli og gefa þann tíma sem þarf til að leyfa því að koma fram sem þarf á myndrænan hátt þar til viðkomandi er tilbúinn að fara að setja það meira í orð.“ Listmeðferðarfræðingar hafa verið í um 20 ára baráttu fyrir löggildingu starfsheitisins í samstarfi við músíkmeðferðarfræðinga og vilja með því fá viðurkenningu og starfsleyfi sem heilbrigðisstarfsmenn. Starfið er ábyrgðarstarf og hafa listmeðferðarfræðingar til að mynda verið kallaðir til vitnisburðar í dómsmálum. „Þetta er viðkvæmur hópur sem við vinnum með, sem þarf að vanda sig sérstaklega með. Við teljum því mjög mikilvægt að þeir sem sinna listmeðferð hafi til þess viðurkennda menntun og þjálfun enda er eftirspurn eftir þjónustunni. Í dag getur hver sem er opnað stofu og við höfum dæmi um að ófaglært fólk auglýsi námskeið í listmeðferð. Okkur finnst fullkomlega óábyrgt af stjórnvöldum að horfa framhjá þessu. Löggilding starfsheitis þýðir að fólk eigi að geta treyst því að það sé að leita til fagfólks og einnig að annað fagfólk viti fyrir hvað listmeðferð stendur. Við byrjuðum á þessu löggildingarferli í kringum 2000 og þá fengum við mjög jákvæða umsögn frá embætti Landlæknis, sem á að gefa umsögn um allar löggildingarumsóknir. Lög um heilbrigðisstarfsmenn voru síðan í endurskoðun í um 10 ár en 2013 sendum við aftur inn umsókn. Velferðarráðuneytið hefur hreinlega ýtt þess- um umsóknum út af borðinu og við teljum okk- ur ekki fá rök fyrir því af hverju og við höfum ekki fengið að nýta andmælarétt. Við leituðum því til Umboðsmanns Alþingis, sem gerði vel- ferðarráðuneytinu ljóst að því bæri að fara efn- islega yfir umsókn okkar, sem fór þá aftur til umsagnar Landlæknis.“ Í þeirri umsögn kom fram að listmeðferðar- fræðingar væru að veita góða þjónustu, það væri eftirspurn eftir henni og fagfélag list- meðferðarfræðinga hefði góðar siðareglur sem ættu að geta haldið utan um starfsemi þeirra. „Þá taldi Embætti landlæknis að störf okkar væru þess eðlis að þau gætu ekki stofnað sjúk- lingum okkar í hættu og því væri ekki þörf á löggildingu. Vísað var til rannsókna því til stuðnings sem eiga við störf lækna og hjúkrun- arfræðinga á skurðdeildum. Ekki var vísað til neinna á geðdeildum. Við teljum þetta því alls ekki fullnægjandi rök.“ Öryggismál Fyrir nokkrum mánuðum kom út skýrsla frá Embætti landlæknis um stöðugreiningu og framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna á Íslandi. Hún birtist í kjölfar úttekt- ar Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 um skipulag geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga. „Í þeirri úttekt kom fram að það vantaði alla yfirsýn yfir þessi mál og vissulega ber að fagna þessari skýrslu. Nú á að setja fókusinn á að efla heilsugæsluna, fá fleiri sálfræðinga og setja fók- us á forvarnir og ýmislegt fleira. Við viljum benda á að það eru fleiri sem sinna geðheil- brigðisþjónustu en sálfræðingar, samanber okkar stétt. Við höfum unnið mikilvæga vinnu innan þessa kerfis í mörg ár en erum í raun ósýnileg því að við erum ekki með löggildingu. Í þessari skýrslu núna kemur fram að skipu- leggja eigi úrræði í samræmi við þarfir barna frekar en að börn þurfi að passa inn í þau úr- ræði sem fyrir eru og við bendum á að list- meðferð, sem hefur sýnt sig að hentar börnum mjög vel, er slíkt úrræði. Listmeðferðarfræð- ingar sem eru sjálfstætt starfandi eru ekki hluti af neinu skráningarkerfi, þrátt fyrir að barna- geðlæknar vísi til okkar. Skráningarkerfi er hluti af öryggismenningu og eitt af því sem vinna á að samkvæmt skýrslunni.“ Íris segir margar brotalamir fylgja því að list- meðferðarfræðingar hafi ekki löggildingu. Fólk veigri sér við að skrá sig í langt nám erlendis ef það fær ekki starfsleyfi og nýliðun sé því lítil. Þá sé meðferðin ekki niðurgreidd hjá ýmsum stétt- arfélögum vegna þessa og því er mismunun á aðgengi í þjónustuna. „Þetta er kaótískt kerfi og við finnum á skjól- stæðingum okkar að það vantar brýr á milli meðferðarúrræða og samskipta, yfirsýnin er því lítil. Nýjar ransóknir sýna að áföll á barnsaldri geta haft langtímaáhrif á bæði geðheilsu og lík- amlega heilsu. En börn þurfa þá líka að hafa að- gang að meðferð sem hentar þeim.“ Getty Images/iStockphoto Það sem er óbærilegt að færa í orð Hérlendis sækir fólk, einkum börn og ungmenni, sem orðið hefur fyrir áföllum meðferð í gegnum myndlist, sem hefur reynst afar vel. Starfsstéttin er fámenn en þéttbókuð en Íris Ingvarsdóttir segir hana orðna langeygða eftir að fá viðurkenningu stjórnvalda á starfsheitinu. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Íris Ingvarsdóttir Upplifun stúlku á líðan sinni eftir áfall af völdum alvarlegs ofbeldis. Á þessum tíma vildi hún ekki tala um það sem gerist og var því vísað í listmeðferð. Upplifun hennar var að vera dauð inni í sér eins og tréð er dautt. Í dag „er tréð lifandi“ og stúlkan náð að halda áfram með líf sitt á farsælan hátt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.