Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Side 20
Þ egar blaðamaður hittir Söndru Mjöll á kaffihúsi í miðborg Reykjavíkur hefur sólin loksins náð að brjótast fram eftir dágóða rigningartörn. Sandra segist hafa verið á þeytingi allan morguninn og pantar sér súpu, en blaðamaður lætur kaffibolla nægja. Það er nóg að gera hjá þessari ungu konu, sem verður þrítug á árinu, og hún talar hratt. Vön því að þurfa að hafa hraðar hendur og nýta tímann vel. Árið 2011 stofnaði Sandra fyrirtækið Plat- ome Líftækni ásamt dr. Ólafi E. Sigurjóns- syni, prófessor við HR og forstöðumanni grunnrannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbank- anum. Þau voru með þeim fyrstu í heiminum til að sýna fram á að hægt væri að breyta út- runnum blóðflögum í lausn sem nota má til að rækta og rannsaka stofnfrumur með góðum árangri. Fram að því hafði efnið sem notað var við ræktun stofnfruma verið unnið úr kálfa- fóstrum og ekki reynst nægilega vel. Platome hefur vakið athygli og notið vel- gengni. Fyrirtækið hreppti 2. sætið í Gullegg- inu árið 2016 og sigraði í Rising Star ári síðar, en það er keppni um vonarstjörnur tækni- fyrirtækja sem Deloitte á Íslandi stendur fyrir í samstarfi við Félag kvenna í atvinnulífinu, Samtök iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands. Nú stendur Sandra á tímamótum en hún hefur látið af störfum sem framkvæmda- stjóri Platome og mun á næstunni taka við starfi vörustjóra hjá lyfjafyrirtækinu Florealis sem framleiðir og selur viðurkennd lyf og lækningavörur sem byggjast á jurtum og náttúruefnum. Elti ástina til Reykjavíkur Sandra er fædd og uppalin á Akureyri en hef- ur verið búsett í Reykjavík síðastliðin ár. Hún ætlaði alltaf að læra bókmenntir og tónlist en þegar hún var fimmtán ára gripu örlögin í taumana. Hún hafði heyrt af nemanda í Menntaskólanum á Akureyri, Þór Friðriks- syni, sem var sagður afburða góður í stærð- fræði og eðlisfræði. „Ég var sjálf ekki góð í stærðfræði og fannst ótrúlegt að einhver gæti verið það. Ég vildi því hitta þennan mann. Mér fannst hann strax mjög heillandi og ákvað að ganga í augun á honum með því að skrá mig á náttúrufræðibraut í menntaskólanum.“ Eftir stúdentsprófið fór Þór suður til Reykjavíkur til að læra læknisfræði en Sandra var áfram fyrir norðan. „Ég tók þá afdrifaríku ákvörðun, eftir að hafa verið án hans í hálft ár, að hætta í skólanum og flytja suður líka. Ég fór að vinna á kaffihúsi í Reykjavík og var fljótlega tekin við sem verslunarstjóri yfir þremur útibúum og sá um allt starfs- mannahald, bókhald og skipulag. Þegar mér fannst þetta vera orðið svolítið erfitt skráði ég mig á IB-alþjóðabraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð, af því að hún tók bara tvö ár. Nám- ið var þannig uppbyggt að eftir árin tvö tók maður þrjú stór lokapróf í hverju fagi sem maður hafði valið sér og þetta var mjög krefj- andi.“ Þegar Sandra var að lesa fyrir lokaprófin greindist Þór með krabbamein og fór í aðgerð þar sem þurfti að fjarlægja nýra. Foreldrar hans bjuggu í Eyjum og fjölskylda Söndru var fyrir norðan, svo það kom að mestu leyti í hennar hlut að annast hann á spítalanum og eftir aðgerðina. „Ég var öllum stundum hjá honum uppi á spítala og lærði á nóttunni. Þetta var mikið álag. Mér fannst ég að lokum ekki geta meir og ætlaði að hætta við að taka loka- prófin en ég var hvött til að prófa alla vega, og ég endaði á að dúxa og klára á réttum tíma.“ Leiðin lá svo í Háskóla Íslands þaðan sem Sandra lauk BS prófi í lífeindafræði árið 2011 og doktorsprófi í líf- og læknavísindum árið 2017. Ekki hægt að láta eins og þetta sé ekkert mál Sandra hefur ekki aðeins sinnt starfi fram- kvæmdastjóra Platome, heldur einnig starfað sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands. Þá hefur hún getið sér gott orð sem fyrirlesari og ferðast víða um heim til að flytja erindi. Svo er hún líka eiginkona og móðir en þau Þór eiga dótturina Birtu, sem er þriggja og hálfs árs. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig gengur að samhæfa fjölskyldulífið og fram- ann? „Það mætti alveg ganga betur. Ég er viss um að ég tala fyrir nánast alla foreldra sem standa á svona framabraut, eru að byggja upp fyrirtæki, eru með nýsköpun í gangi, að þetta er stór ákvörðun. Það er ekki hægt að láta allt- af eins og þetta sé ekkert mál. Þetta er auðvit- að heljarinnar mál. Það er ekki þar með sagt að það sé ógerlegt en hver og einn þarf að gera upp við sig hversu miklu hann er tilbúinn til að fórna og hvar mörkin liggja.“ Sandra segir þau hjónin skipuleggja sig mjög vel. „Tími er kannski sterkasti gjaldmið- illinn sem við eigum. Birta er í leikskóla yfir daginn og þá nýtum við Þór þann tíma til að vinna. Svo sæki ég hana og reyni að vera með henni alveg þangað til hún fer að sofa. Þá held ég áfram að vinna. En maður þá kannski fórn- ar sínum áhugamálum á móti.“ Talandi um áhugamál, hefurðu einhvern tíma fyrir þau? „Góð kona sagði við mig: „Maður hefur aldr- ei tíma; maður tekur tíma.“ Ég reyni svolítið að lifa eftir því. Ég hef ofboðslega mörg áhugamál en ég næ nú kannski ekki að sinna þeim öllum. Mér finnst mjög gaman að fara út að hlaupa og hreyfa mig og reyni að gera eins mikið af því og ég get. Ég hef gengið mikið á fjöll og er einmitt að fara að ganga á Kerlingu í sumar með vinkonu minni. Svo hef ég rosalega gaman af að elda. Mitt helsta áhugamál er samt að lesa góðar bækur; þannig kúpla ég mig út. Mig langaði að verða rithöfundur og stefndi á það. Þegar ég var í sjöunda bekk í grunnskóla var ég búin að kynna mér hverjar lágmarkskröfurnar væru til að komast inn í bókmenntanám í Oxford í Bretlandi. Þá hafði ég náttúrlega engar áhyggjur af því að þurfa að borga skólagjöld,“ segir Sandra og skellir upp úr. Sandra Mjöll æfði sjálfsvarnaríþróttina Taekwondo í mörg ár og var í landsliðinu um árabil. „Ég fann mig aldrei í íþróttum þegar ég var yngri. Svo var ég alltaf látin passa litla bróður minn mikið á kvöldin og svona, þannig að ég hugsaði að ég þyrfti að finna einhverja afsökun til að komast að heiman. Og ég ákvað að skrá mig í Taekwondo.“ Sandra segir það hafa orðið fyrir valinu af því að hún þekkti engan sem var að æfa það. „Mér fannst ég því ekki þurfa að standa undir neinum væntingum. Þetta er einstaklings- íþrótt þannig að ég gat einbeitt mér bara að því sem ég var að gera. Svo finnast mér bardagaíþróttir mjög kúl og það togaði líka í mig. Ég borgaði æfingagjöldin með mínum eigin peningum og fékk mér galla. Þá gat ég náttúrlega ekki snúið aftur því ég var búin að eyða peningnum mínum í þetta. Svo byrjaði ég og fannst þetta ægilega gaman.“ Sandra var ekki búin að æfa íþróttina lengi þegar henni fannst kominn tími á að stefna lengra. „Ég hugsaði með mér að nú væri ég nýbyrjuð og með hvíta beltið en hvernig ætl- aði ég að fara að því að ná svarta beltinu? Svo ég ákvað að klippa ekki á mér hárið fyrr en ég væri búin að ná því. Þannig að ég safnaði hári frá árinu 2004 til ársins 2011 þegar markmiðinu var náð.“ Sandra segist hafa ver- ið þekkt fyrir rauðu, síðu fléttuna og brosir þegar blaðamaður spyr hvort andstæðing- arnir hafi ekki bara verið fegnir þegar fléttan fékk loks að fjúka. „Jú, hún var fyrir öllum þegar ég snerist í hringi. Allir sem voru með svarta beltið í félaginu komu með mér í klipp- inguna og fengu að klippa bút úr hárinu fyrir að hafa hjálpað mér að ná takmarkinu. En þetta var mjög táknrænt fyrir markmiða- setninguna mína; ég var búin að gefa sjálfri mér loforð og var alveg ákveðin í að standa við það.“ Mistekst þér aldrei að ná settum mark- miðum? „Ó, jú. Mér er alltaf að mistakast. En ég hef lært að elska mistökin. Því ef ég myndi aldrei þora að fara af stað, ef ég væri alltaf hrædd við að gera mistök, þá held ég að mér myndi aldrei verða neitt úr verki. Mistök eru ekki enda- punktur, heldur geta þau verið beygja á veg- inum. Þá hugsa ég bara að ég sé búin að læra eitthvað; og geri ekki þetta sama aftur. Ég ætla ekkert að gera endalaust það sama aftur og aftur og búast við að fá einhverja aðra niðurstöðu. Ég lít á þetta sem lærdóm. Maður á líka að þora að segja frá mistökunum sínum. Og þá þannig að það sé hægt að leiðrétta þau eða gera betur næst.“ Fékk bréf frá Hvíta húsinu Sem fyrirlesari hefur Sandra ferðast víða til að flytja erindi um vísindi, nýsköpun og valdefl- ingu kvenna. Hún segist deila sinni persónu- legu reynslu í fyrirlestrunum og segja bæði frá sigrum og ósigrum. En verður hún aldrei stressuð þegar hún er að fara að tala fyrir framan fullan sal af fólki? „Jú, jú, en ef ég er búin að koma mér út í eitthvað þá verð ég bara að gera það. Maður setur sig bara í gírinn og fer á svið. Ég var t.d. frekar stressuð áður en ég hélt lokakynn- inguna fyrir Platome á Startup Reykjavík árið 2016. En það var aðallega af því að ég hafði dottið kylliflöt á leiðinni upp á svið á aðal- æfingunni. Svo hafði orðið sjö bíla árekstur við Hamraborgina þegar ég var á leiðinni niður eftir svo ég mætti of seint með svitadropana lekandi niður bakið. En þetta var negla.“ Eldraun sem yrði endurtekin Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch er aðeins tæplega þrítug en hefur þrátt fyrir ungan aldur náð langt sem vísindamaður, fyrirlesari og framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækis á uppleið. Á síðastliðnu ári fékk hún bréf frá Hvíta húsinu þar sem henni var boðið að vera fyrirlesari á stórri ráðstefnu sem haldin var á Indlandi. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Sandra Mjöll hefur í mörg horn að líta sem móðir, eiginkona, vísindamaður og fyrirlesari. Hún reynir líka að sinna mörgum áhugamálum sínum en þar á meðal eru fjallgöngur og útivera. VIÐTAL 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.6. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.