Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.6. 2018
HEILSA
Kristín segist hafa byrjað að æfa cross-fit fyrir tíu árum. „Ég hafði aldrei æftneinar íþróttir en ég hafði farið í
þessa hefðbundnu leikfimitíma, þ.e. eróbikk,
pallatíma og spinning, frá því ég var sautján,
átján ára.“ Kristín æfði í Sporthúsinu með
hópi af fólki sem var að búa sig undir keppni
á Þrekmótaröðinni á Akureyri, sem er haldin
tvisvar á ári. Þar á meðal var Leifur Geir
Hafsteinsson, sem átti síðar eftir að opna
fyrstu crossfit-stöðina á Íslandi.
„Á þrekmótinu var strákur sem var alltaf
að gera einhverjar mjög furðulegar og
skrýtnar æfingar. Þá var hann sem sagt bú-
inn að uppgötva crossfit og var að gera slíkar
æfingar. Leifur ákvað að kynna sér þetta líka
og í framhaldinu opna slíka stöð inni í Sport-
húsinu, undir nafninu Crossfit Sport.“
Kristín segist sjálf hafa verið á leið í boot
camp þegar Leifur opnaði nýju stöðina og bað
Kristínu, ásamt æfingahópnum, að prófa
hana. „Og þá varð bara ekki aftur snúið. Mér
fannst þetta svo skemmtilegt. Og þarna er ég
enn.“
Kom sjálfri sér á óvart
Í maí sl. keppti Kristín á European Masters
Throwdown, crossfit-móti sem er ætlað 35 ára
og eldri. Mótið var haldið í Búdapest í Ung-
verjalandi og náði Kristín gullverðlaunum í
flokki 45 ára og eldri. Hún segir þetta hafa
verið frábæra upplifun en það hafi verið erfitt
að stíga út úr þægindarammanum. „Nokkrir
æfingafélagar mínir sáu þetta auglýst og
hvöttu mig til að vera með. Ég ákvað að slá
til; var alveg til í að taka þátt en átti ekki von
á því að komast í gegnum niðurskurðinn. Það
var gert á netinu, þar sem maður þurfti að
gera fjórar æfingar; taka þær upp á mynd-
band og senda til keppnishaldara. Tuttugu
efstu í hverjum aldursflokki var svo boðið að
koma út og keppa. Við vorum fimm frá Cross-
fit Sport sem skráðum okkur og komumst all-
ar í gegnum niðurskurðinn.“
Ásamt Kristínu kepptu þær Árdís Grétars-
dóttir, Erla Guðmundsdóttir, Hrund Scheving
og Ingunn Lúðvíksdóttir á mótinu. Auk þess
voru nokkrir keppendur frá Crossfit Reykja-
vík; þeirra á meðal Evert Víglundsson, sem
varð í öðru sæti í flokki 45 ára og eldri. „Við
fórum sem sagt fimm konur frá Crossfit
Sport og enduðum allar á verðlaunapalli; náð-
um allar fyrsta eða öðru sæti, sem var auðvit-
að alveg meiriháttar gaman. Sérstaklega af
því að maður gerði sér engar væntingar.
Eiginlega vorum við bara búnar að gera ráð
fyrir því að slaka á uppi í stúku á sunnudeg-
inum og horfa á hina keppa í úrslitunum.
Þannig að maður kom sjálfum sér virkilega á
óvart,“ segir Kristín og hlær.
Kristín hafði keppt á nokkrum mótum hér
heima en mótið í Búdapest var fyrsta mótið
hennar erlendis. Hún segir þetta hafa verið
frábæra upplifun en jafnfram tekið á taug-
arnar. „Þetta var auðvitað erfitt og krefjandi
og tók rosalega á andlega. Bara það að bíða
eftir því að komast inn á brautina tók á taug-
arnar. En svo eftir á var þetta náttúrlega
bara alveg hrikalega gaman og aldrei að vita
nema maður prófi þetta aftur.“
Kristín segir ferðina hafa heppnast vel að
öllu leyti. „Við ákváðum að gera bara al-
mennilega stelpuferð úr þessu þannig að þeg-
ar við vorum búnar að keppa skoðuðum við
okkur aðeins um í borginni og kíktum í búðir
og svona. Við tókum mánudaginn í að vera
bara túristar en keppnin sjálf var yfir
helgina, á laugardegi og sunnudegi. Þetta var
alveg ótrúlega vel heppnuð og skemmtileg
ferð.“
Bætir við æfingum á sumrin
Að mati Kristínar ættu allir að geta æft
crossfit. „Það er alveg hægt að útfæra hverja
æfingu að þörfum hvers og eins. Þannig að ef
eitthvað er að há manni er ekkert mál að að-
laga æfinguna að því. Svo mætir maður yfir-
leitt alltaf í sömu tímana þannig að maður er
alltaf með sama hópnum. Og það er svo
skemmtilegt.“ Kristín segir að sér finnist
félagsskapurinn einmitt eitt það skemmtileg-
asta við crossfit. „Að mæta á æfingar er bara
hluti af lífsstílnum hjá mér; rétt eins og að
sofa og borða. Æfingafélagarnir eru frábærir
og svo eru þjálfararnir æðislegir; þetta vinnur
allt saman.“
Alls æfir Kristín fimm til sex sinnum í viku.
Á sumrin æfir hún þó aðeins meira, þar sem
hún hleypur líka og hjólar.
Þarftu ekki að passa vel upp á mataræðið
þegar þú æfir svona mikið?
„Það eiginlega kemur bara af sjálfu sér;
maður fer bara ósjálfrátt að borða hollt og
lifa heilsusamlegra líferni. Dags daglega
reyni ég að fylgjast með því sem ég læt ofan í
mig. En maður verður líka að lifa og leyfa sér
aðeins. Allt er gott í hófi.“
„Bara það að bíða eftir
því að komast inn á
brautina tók á taug-
arnar. En svo eftir á var
þetta náttúrlega bara
alveg hrikalega gaman.“
Allt er gott í hófi
Kristín Dóra Kristjánsdóttir hafði bara farið í hefðbundna
leikfimitíma þegar hún ákvað að prófa crossfit. Í maí sl.
bar hún sigur úr býtum í flokki 45 ára og eldri á European
Masters Throwdown sem haldið var í Ungverjalandi.
Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is
Kristín Dóra fagnar gullinu ásamt Árdísi,
æfingafélaga sínum, sem varð í öðru sæti.
Að sitja tímunum saman
við skrifborðið getur leitt til
slæmrar líkamsstöðu og
verkja í baki og aukið lík-
urnar á hjarta- og æða-
sjúkdómum. Fyrir utan það
hvað maður getur orðið
slappur og sljór af að sitja
nær hreyfingarlaus og stara
á tölvuskjáinn allan daginn.
Á vefsíðunni www.health-
day.com er bent á mögu-
leika til að sporna við nei-
kvæðum fylgifiskum þess að
sitja of lengi. M.a. er mælt
með því að standa upp í
nokkrar mínútur á klukku-
tíma fresti til að vekja þá
vöðva líkamans sem ekki er
verið að nota.
Þá er talað um að sitja á
stórum æfingabolta í u.þ.b.
hálftíma á dag til að þjálfa
kvið og bak og taka stutt hlé
til að gera æfingar á borð
við hnébeygjur og arm-
beygjur upp við vegg og
ganga á staðnum.
Það er líka góð hugmynd
að nota hádegishléið til að
fara út í göngutúr og fá
þannig hreyfingu og ferskt
loft í lungun.
Svo er tilvalið að ganga
eða hjóla í og úr vinnu.
Að síðustu er svo mælt
með að stunda jóga og gæta
að önduninni, sem getur
hjálpað til við að draga úr
streitu.
Vektu vöðvana í vinnunni
HREYFING
Að stunda jóga og gæta að
önduninni getur hjálpað til við
að draga úr streitu.
Getty Images
D-vítamín sinnir mikilvægu
hlutverki fyrir fosfats- og
kalsíumbúskap beina og
tanna og eykur auk þess
upptöku kalsíums úr þörm-
unum.
Samkvæmt upplýsingum
á vefsíðunni doktor.is geta
fullorðnir sem þjást af D-
vítamínskorti fengið sjúk-
dóminn beinmeyru sem
getur valdið beinþynningu,
tannskemmdum, vöðva-
rýrnun og brotum á kalk-
snauðum, stökkum bein-
um.
Líkaminn getur framleitt
D-vítamín fyrir tilstilli sólar-
ljóss en í rigningartíð eru
litlar líkur á að hann nái því.
Það er því mikilvægt að fá
D-vítamín annars staðar frá
en sé þess gætt að borða
venjulegan mat er engin
þörf á að taka það inn.
Vítamínið má finna í
mjólk, eggjum, lýsi og feit-
um fiski eins og t.d. laxi.
Þá segir einnig á doktor.is
að lítið sé af D-vítamíni í
fitusnauðum mjólkurvörum
eins og t.d. undanrennu. Því
sé vítamíninu víða bætt í
fitusnauðar mjólkurvörur.
Sé D-vítamín tekið inn
verður að gera það með
fituríkum máltíðum svo lík-
aminn geti tekið það upp
þar sem vítamínið er fitu-
leysanlegt.
Það er ekkert D í rigningu
VÍTAMÍN
Líkaminn getur framleitt D-víta-
mín fyrir tilstilli sólarljóss.
Morgunblaðið/Þorkell
Of heitt vatn þurrkar húðina og það getur leitt til hraðari öldrunar.
Gættu þess að sturtan eða baðvatnið sé mátulega heitt. Eftir þvott er
gott að bera á sig húðnæringu eða setja smá ólífuolíu út í baðið.
Passaðu hitann