Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Page 28
FERÐALÖG Eyrnatappar geta komið sér vel á ferðalaginu. Þeirdraga úr hávaða, t.d. í geltandi hundum eða vinnu- vélum sem eru ræstar á ókristilegum tíma. Tappa í eyrun 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.6. 2018 Þegar blaðamaður nær tali afþeim Eddu og Jóni er langtliðið á eftirmiðdaginn heima á Íslandi en klukkan aðeins átta að morgni hjá þeim hjónum. Þau eru þá stödd í strandbænum Lincoln City á vesturströnd Bandaríkjanna og segja að tímamismunurinn, sjö klukkutímar, sé dálítið erfiður. En það er ekki að heyra á þeim að þau séu þreytt, þrátt fyrir tímamismun og þá staðreynd að þau séu búin að vera að hjóla nokkur hundruð kíló- metra síðastliðna daga. Leiðin liggur á reiðhjólum frá Portland til San Francisco, reyndar með smá við- komu í Rússlandi og á Íslandi. Hálfs árs skipulagning Ferðalagið hófst með flugi frá Ís- landi til Portland. „Það var auðvitað frábært að geta flogið beint, sér- staklega af því að við tókum okkar eigin hjól með,“ segir Edda. „Frá flugvellinum tókum við bíl með dótið okkar yfir til Hilsboro, sem er út- hverfi í Portland, og gistum þar í eina nótt. Þaðan hjóluðum við til Vernonia Springs þar sem við gist- um aðra nótt.“ Jón segir að þessi fyrsta dagleið hafi verið mjög skemmtileg og gott að byrja á henni, „því hún lá eftir gamalli járnbrautarleið sem búið er að malbika sem hjóla- og göngustíg. Við hjóluðum því í sveit með engri bílaumferð eða neitt.“ Frá Vernonia hjóluðu þau yfir til Astoria og gistu þar í tvær nætur. Leið þeirra lá svo yfir til Cannon Beach, þar sem þau gistu eina nótt, og þaðan yfir til Tillamok. Þau ákváðu að taka rútu þaðan yfir til næsta áfangastaðar, Lincoln City, þar sem það rigndi svo gríðarlega að þeim fannst ekki óhætt að hjóla við þær aðstæður. Edda og Jón segjast hafa byrjað að skipuleggja ferðina fyrir u.þ.b. hálfu ári. Þau hafi undirbúið sig vel, t.d. með því að fara á hjólanámskeið innanhúss í vetur. Edda segir þau tvisvar áður hafa farið utan í hjólaferð. „Við höfum þó ekki áður hjólað svona langt eins og við erum að gera núna. Í fyrstu ferð- inni hjóluðum við frá Ítalíu til Króat- íu og svo hjóluðum við innan Króat- íu. Það voru hins vegar skipulagðar ferðir þar sem við vorum búin að kaupa allan pakkann og allt var skipulagt fyrir okkur. Núna erum við að skipuleggja þetta allt sjálf.“ „Já já, allt sett upp í Excel,“ segir Jón, „allt frá því hvað við ætlum að hjóla langt á hverjum degi upp í það hvar við gistum.“ Excel-skjalið ekki heilagt Jón segir misjafnt hvað þau Edda hjóli langt í einu. Stundum fari þau um fimmtíu kílómetra en aðra daga í kringum hundrað. „Það verður að taka með í reikn- inginn hvort það er mikil hækkun á leiðinni. Það er auðvelt að hjóla langt á jafnsléttu en að sama skapi fer maður styttri vegalengd þegar hækkunin er mikil. Þetta er mikið fjallasvæði og mikið um brekkur. Hækkunin frá Portland til San Francisco er samtals um fimmtán þúsund metrar.“ Edda og Jón eru sammála um að það megi alveg breyta Excel- skjalinu, eins og þau gerðu þegar þau tóku rútuna frá Tillamok til Lin- coln City vegna rigningarinnar óg- urlegu. Enda engin ástæða til að taka óþarfa áhættu. Þetta eigi fyrst og fremst að vera skemmtilegt. „Við ákváðum strax í byrjun að þetta ætti að vera gaman og svo bara gerum við það sem þarf til að svo megi vera,“ segir Jón. Hvers vegna ákváðuð þið að hjóla þessa leið, þ.e. frá Portland til San Francisco? „Við keyrðum þessa leið, svokall- aða 101 highway, fyrir fimm árum, og töluðum um að það væri gaman að hjóla þetta einhvern tíma því okk- ur fannst umhverfið svo rosalega fal- legt,“ segir Edda. Helsta muninn á því að hjóla þessa leið eða keyra segja þau vera þann að maður upplifi náttúruna og fegurðina í henni á allt annan hátt en þegar þotið er áfram í bíl. „Svo sér maður kannski ekki þessa litlu staði þegar maður keyrir, Þegar ekki var hægt að hjóla vegna úrhellis tóku hjónin rútu milli staða. Draumur sem rættist Hjónin Edda Holmberg og Jón Birgir Gunnarsson hafa ferðast víða um Bandaríkin en sjá þau nú í nýju ljósi þar sem þau hjóla frá Portland til San Franc- isco, samtals um fjórtán hundruð kílómetra leið. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Jón og Edda segja upplifunina í hjólaferðinni allt aðra en hingað til í ferðum sínum til Bandaríkjanna. Jón og Edda eru dugleg að stoppa og njóta umhverfisins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.