Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Page 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Page 31
allir aðrir hvort gildandi stjórnarskrá sé vanvirt eða ekki. Loksins strekkingur Der Spiegel segir í vikunni að Merkel kanslari Þýska- lands hafi nú vindinn í fangið. Það er ekki ofsagt hjá vikuritinu. Þetta tímarit hefur jafnan haft horn í síðu Kristilegra demókrata. Þannig lagði það Helmut Kohl kanslara í einelti, sem leiddi til þess að kanslarinn virti ritið ekki viðlits árum saman. Sagði hann vinum sín- um, bæði í gamni og alvöru, að sá tími hefði verið einn sá notalegasti á sinni starfsævi. Stjórnmálamenn, og þá einkum þeir sem lengi eru áhrifamestir í sínu landi, eiga að fagna vindi í fangið. Lognið er ljúft. En standi það lengi á himni stjórn- mála, þá vantar eitthvað. Það gustar frekar um menn sem láta til sín taka en um hina sem svigna við golu- þyt. „Ég elska þig stormur“ sagði okkar besti maður. En Merkel kanslari elskar ekki storm. Lognmollan er hennar veður. Í slíku veðri er hún stórmenni. Í ríki dverganna er meðalmaðurinn risi, rétt eins og sá ein- eygði ræður för í landi blindra. Snilld Merkel hefur einkum falist í að slá á deilur með því að drepa þeim á dreif eða, þegar mikið þarf að hafa við, að leggja fram lausnir sem eru fremur moð en meining og því ákjósanleg útgönguleið fyrir meðal- menni að fela sig og afstöðuleysi sitt. Tekur í Það hefur verið lítið um raunveruleg átakamál í Þýskalandi. Allir á einu máli um málefni ESB, svo minnir helst á einsflokksríki. Þegar flokkur kom fram og með í fyrstu um 4% fylgi og vildi spyrja spurninga voru allir aðrir flokkar sammála um að þar færi flokk- ur öfga sem ekki mætti tala við! Það er ekkert skrítið við það að 4% þjóðar skuli hafa aðrar skoðanir á ESB- málum en hinar „réttu“. Sýndi ekki skoðanakönnun nýlega að enn tryðu fleiri en 4% þjóðar því að jörðin væri flöt? Það hlýtur þó að vera vafasamara en að ESB, sem haldið hefur niðri kaupmætti og uppi næstum 50 pró- senta atvinnuleysi ungs fólks um langa hríð, flokkist ekki endilega sem 11. boðorð Móses og því leyfilegt að ræða það án þess að vera bannfærður og úthýst. Svo rík samkennd um þennan rétttrúnað er furðu- leg. Ef eitthvert ríki ætti að forðast rétttrúnað um- fram önnur, hvaða ríki gæti það verið? Sami grautur en í tveimur skálum Margur kjósandi átti orðið erfitt með að sjá hver væri munurinn á sjónarmiðum Merkel og sósíaldemókrata. Farið var með sömu rulluna í öllum málum, frá ESB- málum til ríkisfjármála, innflytjendamálum til um- hverfismála og meira og minna allra hinna málaflokk- anna. Það má vera að kratar hafi hvíslað á einum kosn- ingafundi að til álita kæmi að hækka laun einhverra um eina evru á öld, en gæta þó varúðar í hvívetna. Merkel myndi ekki hafa andmælt þessari bylting- arkennu hugmynd en óánægjuvipran verið túlkuð svo að hún hefði alltaf talið að taka bæri þrjár aldir í þetta stóra stökk. En kratar voru þá búnir að segja þetta og þurftu ekki að gera það aftur og því eitthvað fyrir kjósendur til að vera mátulega svefnlitlir yfir. Eftir að kratarnir hrundu í síðustu kosningum og jafnvel meira en Merkel komst rannsóknarstofnun þeirra að því að vandræði krata væru að Merkel hefði fært sig svo langt til vinstri að enginn sæi mun á þess- um flokkum lengur. Og loks var kjósendum frúarinnar einnig nóg boðið sem og systurflokki hennar í Bæjara- landi, CSU. En þar verða fylkiskosningar í haust. Staðan Nú er svo komið að nýja aflið, AfD, sem allir aðrir flokkar létu eins og væri óværa sem mannskemmandi væri að bjóða góðan daginn, er tekið að ógna stöðu CSU á heimaslóð. Slíkt hefði áður verið óhugsandi. Nú er Horst Seehofer, leiðtogi CSU í Bæjaralandi, orðinn innanríkisráðherra Þýskalands og vill aukna hörku í málefnum innflytjenda. Er hann þar á líku róli og hinn ungi kanslari Austurríkis og nýja ríkisstjórnin í Róm, Búdapest, Prag og hvert sem litið er. Frú Merkel setti undir sig höfuðið og reyndi að verja flótamannastefnuna sem við hana er kennd og hefur sett allt á annan endann í ESB. Ætlaði hún sér að vinna þennan slag á stífni og þrjósku og nokkrum aðvörunarviprum í andliti sem hafa dugað henni til þessa. En þessir þættir eru ekki lengur taldir merki um stjórnvisku heldur fremur um úr sér gengin smáfýlu- köst. Hættan Það fer ekki fram hjá neinum að ný stjórnarkreppa í Þýskalandi er ekki fráleitasta spáin. Jafnvel kratarnir eru farnir að óttast að stefna Merkel geti gert út af við þá. Nýlegar kannanir sýndu krata með 17 prósenta fylgi og AfD með 16, og er sá munur vel innan skekkjumarka. Enn eitt morð hælisleitenda frá Írak á unglings- stúlku ýtti undir öldu óróleika, sem og nýlegur eitur- efnafundur á heimili flóttamanns frá Túnis. Svikkur. En of seint? Nú herma fréttir að loks sé kominn svikkur á Merkel kanslara. Hún útiloki ekki lengur að gera þurfi rót- tækar breytingar á stefnunni í innflytjendamálum. Á mannamáli þýðir það að éta ofan í sig sína frægustu ákvörðun eða missa ríkisstjórnina ella fyrir borð og lenda í kosningum með „ófyrirsjáanlegum“ afleið- ingum. Það er þó ekki allt ófyrirsjáanlegt í þeim efn- um. Fyrirsjáanlegt er að stjórnarflokkarnir koma þá til með að bíða afhroð og að dagar Merkel sem flokks- leiðtoga eru taldir. Merkel hefur tapað trausti og upp hefur blossað hatrammur klofningur á milli CDU og systurflokksins CSU. Systurflokkurinn lýtur nú for- ystu Seehofers innanríkisráðherra, leiðtoga Bæjara- lands, sem vill kúvenda stefnu Merkel. Stefnu sem mótuð var í taugaveiklunarkenndu fljótræði og án skoðunar á hugsanlegum afleiðingum. Merkel bað í vikulokin innanríkisráðherra sinn um 14 daga frest til að geta átt samráðsfund við forystu- menn annarra ESB-landa um hugsanlegar breyt- ingar. Seehofer hafnaði þeirri beiðni! Slík svör hefur kanslarinn ekki fengið áður frá því að hún klifraði upp í kanslarastólinn. Þetta segir margt um laskaða pólitíska stöðu þess sem sagður var eiga lokaorðið um flest sem gerðist í Evrópu. Sumarið hafið og dagur að kveldi kominn þar og hér Þótt Dagur slái því ekki föstu, sem þegar er orðið, þá breytir það ekki því, að gærDagur „stjórnar“ nú borg- inni í krafti þeirra sem minnst þekkja til og eru stoltir af því. Þeir tala allir eins og enginn sé morgunDag- urinn og það er óneitanlega dálítið til í því. Uppnámið í Evrópusambandinu er rétt að byrja og breytir engu um það, hvort pólitískir blindingjar slá því föstu, eins og vant er, að ástandið þar hafi sjaldan verið betra. Fjárhagur borgarinnar er í rúst og er mikil ráðgáta hvernig í ósköpunum var hægt að koma honum þang- að svona hratt. Fjölskyldubíllinn er ofsóttur af þeim sem síst skyldu. Í kosningum var foreldrum lofað að börnum yrði sópað inn á leikskóla í haust, þótt borg- arstjórinn viðreisti hafi breitt yfir að það vanti 200 leikskólakennara í borginni. Það breytir engu hvort óábyrgur stjórnandi borgar slái hinu eða þessu föstu og ekki öðru, ef dæmin sanna að lítt er að marka það sem hann segir. Hann á sögu, því miður. Hún segir allt. Því má slá föstu. Morgunblaðið/Árni Sæberg 17.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.