Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Qupperneq 34
LESBÓK Rúna K. Tetzschner túlkar umbreytingarorku náttúrunnar í verkumsínum á sýningu í Fjöruhúsinu á Hellnum. Myndirnar eru á mörkum fantasíu og fela í sér jákvæð skilaboð til íhugunar. Jákvæð skilaboð í Fjöruhúsinu 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.6. 2018 N áttúran hefur frá upphafi ljósmyndunar á Íslandi – og efalítið víðast hvar annars staðar, verið inn- blástur og jafnframt áberandi vinsælasta mynd- efni ljósmyndara. Og annarra listamanna ef út í það væri farið. Svo er enn og ekki að ósekju. „Undanfarið hefur þróunin þó verið sú að mörg okkar horfa gagnrýnni augum en áður á náttúruna. “ segir Pétur Thomsen, ljósmyndari og sýningarstjóri ljósmyndasýningarinnar Minjar frá mannöld, sem opnuð verður í Verksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð klukkan 14 sunnudaginn 17. júní. Sjálfur er hann einn af fimm, sem eiga verk á sýningunni. Hin eru Ívar Brynjólfsson, Svavar Jónatansson, Þorsteinn Cameron og franskur ljósmynd- ari, kona að nafni Pharoah Marsan. Augljóslega beinist gagnrýni ljósmynd- aranna ekki að náttúrunni sem slíkri. Hún er blásaklaus, en líður fyrir ágang, tillits- leysi og ýmiskonar rask af mannavöldum. Fyrir tilverknað mannsins hefur íslensk náttúra tekið töluverðum breytingum í ár- anna rás eins og speglast í ljósmyndum Ís- lendinganna á sýningunni. Marsan myndaði hins vegar á sínum heimaslóðum og víða um heim – enda virðist alls staðar af nógu að taka fyrir sýningu þar sem leiðarstefið er áhrif mannsins á umhverfið og náttúruna. Listrænar raunsæismyndir „Við erum ekki að búa til neinar sólarlags- eða póstkortamynd- ir,“ áréttar Pétur. „Ég myndi frekar kalla ljósmyndirnar á sýn- ingunni listrænar raunsæismyndir, sem hafa dýpri merkingu en ljósmyndir þar sem fegurð landsins er í öndvegi,“ heldur hann áfram og víkur nánar að þemanu; mannöldinni. „Hugtakið er að vísu ekki ennþá orðið opinbert yfir tímabilið, sem mannkynið er óðum að sigla inn í. Menn greinir reyndar á, sumir segja mannöldina hafa hafist fyrir mörg þúsund árum þegar maðurinn fór að rækta land, aðrir nefna iðnbyltinguna á 18. öld eða tímamótin þegar farið var að gera kjarnorku- tilraunir.“ Annars segir Pétur að aðalatriðið sé vitaskuld ekki að tíma- setja upphafið, heldur hvernig eigi að bregðast við alls konar að- steðjandi vá af mannavöldum, gríðarlegan bruna jarðefnaelds- neytis og fleiri þátta sem valda hlýnun jarðar og breytingum á lífríkinu. „Áhrif mannsins á jörðina, lofthjúpinn og höfin eru óafturkræf, þótt aðeins nokkrir áratugir séu síðan umræður um hættuna hófust af alvöru.“ List í gamalli síldarverksmiðju Pétur og kollegar eru himinlifandi yfir að sýna verk sín í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri, sem nú heitir Verksmiðjan og hampaði Eyrarrósinni 2016 sem framúrskarandi menningar- verkefni. „Gústaf Geir Bollason, rekstrarstjóri sýningarrým- isins, kom að máli við mig í fyrra á samsýningu, sem ég tók þátt í, og þá kviknaði hugmyndin um að sýna ljósmyndaverk, sem fjöll- uðu um þetta nýja jarðsögulega tímaskeið; mannöldina.“ Viðfangsefnið er Pétri sérstaklega hugleikið. Áhrif íhlutunar mannsins á náttúruna, tilraunir til að beisla hana og hvernig náttúran bregst við hefur verið rauði þráðurinn í verkum hans síðastliðin fimmtán ár. Á sýningunni teflir hann fram kafla úr viðamikilli myndröð, Landnám, sem hann hefur verið með í vinnslu í tvö ár og enn vantar nokkra kafla í. „Eftir spjallið við Gústaf Geir var mér hugsað til nokkurra ljósmyndara, sem ég vissi að voru að fást við svipað þema í verkum sínum, og smalaði saman völdum hópi. Við hófum undirbúning í haust og á miðviku- daginn vorum við öll komin með verkin okkar í Verksmiðjuna.“ Ekki út í bláinn Spurður um hlutverk sýningarstjórans segist hann vera verk- stjóri, sem skoði verkin með listamönnunum og velji þeim stað í samráði við þá, auk þess að hafa utanumhaldið með höndum. Hann hefur ekki á takteinum fjölda sýningargripa, „alveg slatti,“ segir hann og að allir nema Svavar sýni tvær myndraðir. „Lang- flestar myndirnar hafa ekki komið fyrir sjónir almennings áður, en þær sem áður hafa verið sýndar smellpassa í þema sýning- arinnar.“ Pétur kveðst lengi hafa fylgst með kollegum sínum sem eiga verk á sýningunni „Valið er fjarri því að vera út í bláinn,“ segir hann og lýsir viðfangsefnum hvers um sig í stórum dráttum: „Ív- ar fjallar annars vegar um manngerða strúktúra í snjólausri náttúrunni í myndröðinni Bláfjöll og hins vegar „fabrikeraðan“ snjó í götunni heima hjá sér. Svavar, sem lengi hefur verið við- loðandi eitt og annað varðandi umhverfisvernd og jökla, sýnir Aðkomu, portrettverk af fólki sem tengist virkjunarfram- kvæmdum með einum eða öðrum hætti. Þorsteini kynntist ég þegar ég var að undirbúa sýninguna, en verkefni hans hverfist um jökla og jöklarannsóknir. Marsan kom síðust inn í myndina, ef svo má segja, en myndir hennar eru af yfirgefnu, menguðu en þó opnu námusvæði í Frakklandi og myndir héðan og þaðan af stöðum sem spor mannsins hafa sett mark sitt á.“ Ljósmyndasýningin Mannöld og minjar er haldin í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands og stendur til 22. júlí. Unnið að uppsetningu ljósmyndasýningarinnar í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Mannöld og meiningar í myndum Aðgerðir mannsins um aldir hafa breytt heiminum svo mikið að farið er að tala um nýtt jarðsögulegt tímabil. Pétur Thomsen er sýningarstjóri og einn fimm ljósmyndara sem spegla sporin á sýningunni Minjar af mannöld í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is ’Ég myndi frekar kalla ljósmyndirnar á sýningunni listrænar raunsæismyndir, sem hafa dýpri merkingu en ljósmyndir þar sem fegurð landsins er í öndvegi.“ Ívars Brynjólfssonar fjallar meðal annars um mann- gerða strúktúra í náttúrunni í myndröðinni Bláfjöll. Myndröð eftir Þorstein Cameron hverfist um jökla og jöklarannsóknir. Pharoah Marsan tók myndir víða um heim þar sem maðurinn hefur sett ófögur spor á umhverfið. Svavar Jónatansson tók portrett af Óm- ari Ragnarssyni og fleirum fyrir Aðkomu. Pétur Thomsen

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.