Fréttablaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 4
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 RAM 3500 - HÖRKUTÓL SEM ENDIST ramisland.is TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM 3500 SLT, LARAMIE EÐA LIMITED. RAM 3500 VERÐ FRÁ KR. 5.960.000 ÁN VSK. KR. 7.390.400 MEÐ VSK. RAM 3500 LIMITED 40” BREYTTUR ERUM Á LANDBÚNAÐARSÝNINGUNNI Í LAUGARDALSHÖLL UM HELGINA KJARAMÁL „Kjarasamningar eru auðvitað á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda en við höfum sagt að við séum reiðubúin til þess að liðka fyrir þeim. Þarna eru á ferð- inni kröfur frá einu félagi og fleiri eiga eftir að koma með sínar kröfur þannig að heildarmyndin liggur ekki fyrir,“ segir Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra um kröfugerð Starfs- greinasambandsins (SGS) gagnvart stjórnvöldum vegna komandi kjara- viðræðna. Katrín segir að margar af áhersl- unum sem fram komi hjá SGS rími við það sem stjórnvöld hafi verið að gera. „Þarna er töluverð áhersla lögð á skatt- og bótakerfið og þær áherslur ríma að einhverju leyti við aðgerðir okkar sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Þar er hægt að nefna hækkun barnabóta fyrir þá tekjulægstu og hækkun persónu- afsláttar umfram neysluvísitölu.“ Þá hafi stjórnvöld boðað heildar- endurskoðun á skatt- og bótakerfinu og samspili þeirra. „Svo leggur Starfsgreinasamband- ið áherslu á lagalegt umhverfi vinnu- markaðarins. Það er sömuleiðis eitt- hvað sem við höfum þegar gripið til aðgerða vegna. Félagsmálaráðherra hefur tekið þessi mál upp á sína arma og farið í samráð við aðila vinnu- markaðar um hvað þurfi að gera.“ Katrín segir að húsnæðismálin hafi verið lykilþáttur við gerð síðustu samninga og stjórnvöld séu áfram opin fyrir því samtali. „Ég get líka nefnt kostnaðarþátttöku almenn- ings í heilbrigðiskerfinu. Það rímar við það sem við erum að gera og sést meðal annars í fjármálaáætlun.“ Eins og fram hefur komið eru helstu kröfur SGS gagnvart atvinnu- rekendum hækkun lægstu launa í 425 þúsund á mánuði við lok samn- ingsins og að almennar hækkanir verði krónutöluhækkanir. Ágúst Torfi Hauksson, fram- kvæmdastjóri kjötvinnslufyrir- tækisins Norðlenska á Akureyri, segir ekki raunhæft að fyrirtæki geti staðið undir mikilli viðbótaraukn- ingu á kaupmætti launafólks. Gerist það verði afleiðingarnar fyrir sam- félagið ekki endilega góðar. Störf gæti tapast þar sem of dýrt verði að framleiða vörur hér. „Launakostnaður er mjög hár í okkar geira og launahlutfallið hjá fyrirtæki eins og okkar sem á í samkeppni við erlenda vöru hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár. Nú er svo komið, og ég held það eigi við um mörg fyrirtæki, að sam- keppnishæfnin hefur skerst mjög mikið og aukinn launakostnaður er stór þáttur í því sem hefur rýrt hana.“ Hann segist að sama skapi vilja launþegum allt það besta en hlutirn- ir þurfi að ganga upp. „Fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum. Kaupmáttaraukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“ sighvatur@frettabladid.is Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagn- vart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. SGS leggur áherslu á hækkun lægstu launa og setur fram kröfur um aðgerðir stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuvega- nefndar Alþingis sagði í vikunni að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála bæri ekki ábyrgð á afleiðingum úrskurða sinna því hún væri ekki lýðræðislega kosin. Þetta sagði hún í tilefni þess að Alþingi samþykkti lög sem heimila sjávarútvegsráðherra að veita fiskeldisfyrirtækjum starfs- leyfi til bráðabirgða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er kominn í veikindaleyfi eftir að alvarleg sýking sem hann fékk í kviðarholið síðasta haust tók sig upp að nýju. Dagur greindist í sumar með svokallaða fylgi- gigt, sem skerðir hreyfigetu og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. „Ég tók þá ákvörðun að ég þyrfti að jafna mig og fékk staðgengla til þess að sinna mínum skyldum á meðan,“ segir borgarstjórinn sem vonast til að til að vera orðinn betri eftir helgi. Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt valdi hin umdeildu strá við braggann í Nauthólsvík ásamt garðyrkjumanni. „Í stað þess að setja þarna gróður, runna eða þess háttar lang- aði okkur að hafa stemningu sem er meira í ætt við strönd,“ útskýrði Dagný í Frétta- blaðinu. „Ég sá aldrei á neinum tímapunkti verðin. En ég er ekki viss um að þetta sé dýrara en ef þú hefðir bara plantað venjulegum gróðri.“ Þrjú í fréttum Fiskeldi, gigt og strá í mótvindi TöLuR viKunnAR 07.10.2018 - 13.10.2018 956.619 krónur fóru í að kaupa 40 til 50 hönnunarljósa- krónur og lampa af íslensku fyrirtæki í Danmörku fyrir braggann í Nauthólsvík. 425 þúsund króna lágmarkslaun eftir þrjú ár er krafa Starfs- greinasam- bands Íslands í komandi kjara- viðræðum. 32stunda vinnuvika er markmið sem Starfsgreinasam- band Íslands vill að verði markvisst stefnt að á næstu þremur árum. 55% allra erlendra ferðamanna á Íslandi taka bílaleigubíla. 21% allra fæðinga í heim- inum árið 2015 var með keisaraskurði miðað við 12 prósent árið 2000. Þetta sýnir könnun sem gerð var í 169 löndum. Þarna eru á ferðinni kröfur frá einu félagi og fleiri eiga eftir að koma með sínar kröfur þannig að heildarmyndin liggur ekki fyrir. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra 1 3 . o K T ó b e R 2 0 1 8 L A u G A R D A G u R4 f R é T T i R ∙ f R é T T A b L A ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -C A C C 2 1 1 1 -C 9 9 0 2 1 1 1 -C 8 5 4 2 1 1 1 -C 7 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.