Fréttablaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 30
Að hanna þessa búð var mjög skemmtilegt verkefni. En ég tók það fram strax við eigandann að ég væri ekki tilbúin til
að standa vaktina þar, ég færi yfir í
næsta verkefni,“ segir Gunnhildur
Helga Gunnarsdóttir, sem við Sig
tryggur Ari ljósmyndari hittum í
Nýlenduvöruverzlun Súgandafjarð
ar. Það er ný búð í nýju húsi þó hvort
tveggja gæti, í fljótu bragði, virst frá
fyrri hluta síðustu aldar. Vörurnar
í hillunum bera þó nútímanum
vitni og kjörbúðarfyrirkomulag er
á afgreiðslunni. „Ég vildi gera þetta í
gamla stílnum en samt með nútíma
þægindum,“ segir Gunnhildur sem
er kvikmyndagerðarmaður í grunn
inn og þegar hún fékk tómt hús til
að hanna kveðst hún hafa litið á það
sem nokkurs konar leikmynd.
„Ég ákvað að hafa opið rými og
afgreiðsluna flæðandi. Ekki eitthvað
– ég er hér og þú ert þarna – heldur
þannig að fólk geti farið út um allt,
skoðað og afgreitt sig svolítið sjálft.“
Úrvalið er eins og í almennri
nýlenduvöruverslun. „Við erum
með svolítið af vörum frá Frú Laugu
og erum í samstarfi við hana. Svo
erum við að sjálfsögðu með Fisher
man vörurnar, sem framleiddar eru
hér á Suðureyri, hann Elías Guð
mundsson, eigandi Fisherman, á
þessa búð,“ upplýsir Gunnhildur
og segir þetta einu matvöruverslun
ina í bænum. „Það er búið að taka
alla þjónustu frá Suðureyri eftir að
göngin komu og Ísafjarðarbær tók
við stjórninni. Flestir fara auðvitað í
matvörubúð á Ísafirði að kaupa inn
til heimilisins. En það er óþolandi ef
engin búð er í bænum til að fá það
allra nauðsynlegasta. Það tekur 20
mínútur að keyra til Ísafjarðar og
ef mann vantar einn mjólkurpott
þá verður hann ansi dýr ef hann
er sóttur þangað. Þessi verslun er
því til hagræðingar fyrir íbúana
hér,“ segir hún og tekur fram að hún
sé opin frá klukkan 15 til 19 í vetur.
Lifnar yfir Rómarstíg
Nýja búðin stendur við Rómar
stíg og breytingarnar við hann eru
stærri í sniðum. „Verslunarhúsið og
þau fjögur næstu eru öll glæný en
byggð í sama stíl og hús sem voru
hér um aldamótin 1900. Sum eru
með sléttu járni að utan og önnur
bárujárni, eins og gömlu húsin
voru sem til eru á myndum,“ upp
lýsir Gunnhildur og segir snyrtingar
og kannski þvottahús verða í húsi
sem stendur næst versluninni.
Svo sé eftir að ákveða hvað verði í
hinum húsunum. „Rómarstígurinn
var orðinn alveg líflaus, við hann
stóðu engar byggingar en nú er að
lifna yfir honum aftur. Ég er búin að
tala um það við forsvarsmenn Ísa
fjarðarbæjar að merkja götuna inn á
kortin, því hér eru engar merkingar
lengur síðan allt var rifið niður á
Rómarstígnum. Þetta er uppbygg
ing í smábæ, sjávarþorpi sem allir
halda að sé að deyja út en hér eru
skemmtilegir hlutir í gangi.“
Gunnhildur bendir á að þegar
fólk komi til Suðureyrar um miðjan
dag, eins og við núna, sé fáferðugt
um göturnar. „Það eru allir að vinna
og börnin og unglingarnir í skólan
um. Það er miklu meira að gera hér
og stærri fyrirtæki á staðnum en fólk
áttar sig á. Hér er smábátahöfn og
hér er Íslandssaga með fiskvinnslu
og Klofningur með fiskþurrkun,
nýtir alla afganga þegar búið er að
flaka fiskinn. Ekkert fer til spillis.
Síðan er náttúrlega Fisherman, allt
sem það fyrirtæki selur er framleitt
hér, fiskibollur, plokkfiskur, alls
konar fiskréttir og sósur sem sent
er víða um land, enda er hér full
búið matvælaeldhús og aðstaða til
að pakka fiski og tilbúnum réttum
fyrir stórar og smáar verslanir.“
Úr Vesturbænum til Vestfjarða
Hvað kom til að þú komst vestur.
Ertu héðan?
„Nei, ég er úr Vesturbænum í
Reykjavík. Kannski þess vegna
leitaði ég vestur!“ svarar Gunn
hildur hlæjandi. Viðurkennir að
það hafi verið nokkuð stórt skref.
„Það tók sinn tíma fyrir mig að ná
taktinum, að róa mig niður. Það er
allt svo miklu hraðara í Reykjavík.
Þar er allt á fullu. En ég kom hingað
bæði vegna þess að ég fékk það
skemmtilega verkefni að hanna
þessa búð, sem mér fannst vera svo
mikil áskorun – og ég segi ekki nei
við áskorun. Síðan á ég tvær litlar
stelpur, sex og fjögurra ára, og mig
langaði að eiga meiri tíma með
þeim en ég átti kost á í bænum. Ég
fékk að gera það hér í sumar. Það var
æðislegt. Hér gat ég bara farið í sund
eftir vinnu og slakað á. Það gerist
ekki í Reykjavík, þar er aldrei tími
fyrir neitt. Mér leið það vel hérna að
ég ákvað að prófa að vera hér einn
vetur. Stelpunum líkar vel. Þær eru
búnar að kynnast öllum krökk
unum, og það er sko hellingur því
hér býr margt ungt fólk með börn.
Það skemmtilega við krakkana hér
á Suðureyri er að þau eru alltaf úti
í leikjum. Ég sé þau leika eins og
ég lék mér, sem ég er hætt að sjá í
Reykjavík. Hér er gott fólk og okkur
líður vel. Mér finnst það áskorun að
vera einn vetur á Vestfjörðum og ég
bý mig undir að það fari allt á kaf
og ég verði að moka mig út. Finnst
það bara skemmtileg tilhugsun. Það
heitir að prófa eitthvað nýtt!“
Gunnhildur telur marga Reyk
víkinga hafa fordóma fyrir lands
byggðinni. En bara af vanþekkingu.
„Ég tel lífsgæðin hjá fólki sem býr úti
á landi svo miklu meiri en í Reykja
vík. Á höfuðborgarsvæðinu er
þróun í gangi sem er ekki fjölskyldu
væn, langur vinnutími og stíflaðar
samgönguæðarnar á álagstímum.
Fólk er þrælar húsnæðisverðs og
að berjast við að ná endum saman.
Allir pirraðir. Fólk verður að vinna
fulla vinnu, fara með börnin í leik
skólann, síðan eru það íþróttirnar
og tónlistarnámið. Allt þarf að vera
fínt heima, helst matarboð einu
sinni í viku – og ekki má gleyma
ræktinni. Svo náttúrlega að fara
með krakkana í eitthvað skemmti
legt um helgar, húsdýragarðinn,
Skautahöllina, Smáralindina, eitt
hvað, eitthvað. Þetta er súrrealískt.
Tómt rugl.“
Gunnhildi gekk vel að fá íbúð
á Suðureyri. „Vinafólk mitt býr
hérna og ég leigði efri hæðina hjá
því í sumar, nú er ég komin í aðeins
stærra húsnæði þannig að ég get
tekið á móti gestum. Mér finnst
það skipta máli, sérstaklega yfir
veturinn. Þá geta pabbi og mamma
komið í heimsókn og gist hjá mér.“
Byrjuð að handflaka
Í vetur ætlar Gunnhildur að kynna
sér hjallaþurrkun og læra að þurrka
og reykja bæði fisk og kjöt. „Ég
komst að því þegar ég kom vestur
að ég þekkti ekki mikið af matnum
sem er borðaður hér fyrir vestan og
það eru ýmsar hefðir hér sem mér
þykja mjög áhugaverðar. Ég er svo
heppin að hafa hitt mann sem kann
vel til verka og hefur tekið mig undir
sinn væng, hann er að kenna mér
að hjallaþurrka bæði fisk og kjöt.
Þar sem ég er mikill matgæðingur
er þetta alveg kjörið og þetta er því
miður deyjandi grein. Hver veit
hvað verður úr þessu skemmtilega
viðfangsefni en alla vega er ég byrj
uð á að læra að handflaka fisk og er
að pækla hann og hengja í hjall hér
fyrir vestan. Þetta er nýtt viðfangs
efni og það er alltaf gaman að læra
eitthvað nýtt.“
Það tók sinn tíma að ná taktinum
Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður tekur óhrædd við áskorunum eins og þeim að flytja úr
Vesturbænum í Reykjavík vestur á Suðureyri, hanna þar verslun og kaffihús og læra að þurrka og reykja fisk og kjöt.
Búðin er í einu nýju húsanna við Rómarstíg sem óðum tekur stakkaskiptum.
Gunnhildur Helga í Nýlenduvöruverslun Súgandafjarðar sem hún hannaði áður en hún hóf að læra að hjallaþurrka fisk. Þar er allt í gömlum stíl en með nútímaþægindum. FRéttaBLaðið/SiGtRyGGuR aRi
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
1
3
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
1
1
-C
F
B
C
2
1
1
1
-C
E
8
0
2
1
1
1
-C
D
4
4
2
1
1
1
-C
C
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
0
4
s
_
1
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K