Fréttablaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 36
Ofnbakað rósakálið er dásamlegt
meðlæti og inniheldur m.a. beikon,
parmesanost og mozzarella ost.
Flestir þekkja einkenni háls-bólgu en henni fylgja særindi í hálsi, kyngingarerfiðleikar,
hiti og roði í hálsi,“ segir Þórhildur
Edda Ólafsdóttir, sölufulltrúi hjá
Artasan. „Strefen munnúði er nýtt
lyf gegn særindum í hálsi sem fæst
án lyfseðils í næsta apóteki. Strefen
munnúði inniheldur flurbiprofen
sem hefur öfluga verkjastillandi,
hitalækkandi og bólgueyðandi
verkun,“ bætir hún við.
Strefen er notað til að draga
tímabundið úr einkennum
óþæginda í hálsi eins og
eymslum, verk og bólgu í
hálsi ásamt erfiðleikum við
að kyngja hjá fullorðnum
18 ára og eldri.
Þrír úðar eru 1 skammt-
ur, úðið þrisvar sinnum
aftast í hálsinn á 3-6
klst. fresti eftir þörfum,
hámark 5 skammtar á 24
klst. tímabili. Forðist að
anda inn á meðan úðað
er.
Strefen munnúði byrjar
að verka eftir tvær mín-
útur, eftir aðeins fimm
mínútur hafa kyngingar-
erfiðleikar marktækt minnkað og
minnkunin varir í allt að 6 klst.
Sýnt hefur verið fram á að stakur
skammtur af Strefen munnúða
sem er gefinn staðbundið í hálsi
dragi úr eymslum í hálsi þar á
meðal bólgu og þrota í sárum
hálsi.
Strefen tilheyrir flokki bólgu-
eyðandi lyfja, það má ekki nota
Strefen samhliða öðrum bólgu-
eyðandi lyfjum.
Ert þú með hálsbólgu?
Hálsbólga er mjög algeng og leggst á alla aldurshópa. Hálsbólga getur verið vegna veiru-
eða bakteríusýkingar einnig getum við fengið hálsbólgu í tengslum við flensu.
Þórhildur Edda Ólafsdóttir,
sölufulltrúi hjá Artasan.
Nýtt
Fæst í
næsta
apóteki
l Munnúði gegn særindum í hálsi
l Bólgueyðandi og verkjastillandi
l Verkar eftir 2 mínútur og varir í
allt að 6 klukkustundir
l Fyrir 18 ára og eldri
l Mintu- og kirsuberjabragð
Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í
hálsinn á 3‑6 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.v
Strefen munnúði
byrjar að verka eftir 2
mínútur.
Matarmikil
kjúklingasúpa með
grænkáli og baunum
3 msk. olía
2 bollar smátt skorinn laukur
1 bolli smátt skorið sellerí
2-3 bollar smátt skorið blöðrukál
(annars hvítkál)
4 hvítlauksgeirar, maukaðir með
hvítlaukspressu
8 bollar kjúklingasoð
3-4 bollar eldaður kjúklingur
2 dósir hvítar baunir (cannellini),
hreinsið vel undir köldu vatni
1 msk. þurrkuð steinselja
1 tsk. þurrkað óreganó
1 tsk. salt
1 tsk. svartur pipar
4 grænkálsblöð. Skerið stilka af og
saxið í litla bita
1 bolli kúrbítur, saxaður í litla
munnbita
1 msk. sítrónusafi (má sleppa en
frískar upp á bragðið)
Setjið olíu í stóran pott og bætið
út í lauknum og selleríinu. Steikið
létt í nokkrar mínútur eða þar til
orðið mjúkt. Hrærið reglulega.
Bætið blöðrukálinu út í og steikið í
um 3 mín. eða þar til það er mjúkt.
Bætið hvítlauknum út í og hrærið
rólega í 1-2 mín. Næst er kjúklinga-
soði, kjúklingi, baunum, steinselju,
óreganó, salti og pipar bætt út í og
látið sjóða í um 5 mín. Að lokum er
grænkálinu, kúrbítnum og sítrónu-
safanum bætt út í og látið sjóða í 2
mín. Smakkið til með salti, pipar
og meira af þurrkuðu kryddjurt-
unum. Súpan geymist í ísskáp
í 5-7 daga og hægt er að frysta
afganginn. Gott brauð og smjör fer
vel með súpunni.
Einfaldar súrar gúrkur
Það er afar einfalt að sýra græn-
meti, t.d. gúrkur. Súrar gúrkur
fara vel með mörgum mat, t.d.
rúgbrauði og kæfu, grilluðum og
steiktum pylsum, með hamborgar-
anum og í alls kyns salöt og með-
læti, t.d. kartöflusalat og remúlaði.
Hér er einföld uppskrift af súrum
gúrkum sem er góð fyrir byrjendur.
Dugar fyrir þrjár meðalstórar
krukkur
3 gúrkur
1 lítill laukur
1 bolli hvítvínsedik
1 bolli borðedik
1 bolli sykur
3 msk. gróft salt
1 tsk. fennelfræ
1 tsk. piparkorn
2 tsk. sinnepsfræ
1 tsk. kóríanderfræ
Takið fram þrár meðalstórar
krukkur og sjóðið í nokkrar mín-
útur (lokin líka). Setjið til hliðar
á hreint viskustykki. Gúrkurnar
eru sneiddar þunnt, laukurinn er
saxaður smátt og þessu blandað
saman. Setjið í pott borðedik og
hvítvínsedik, sykur, saltið, sinn-
eps-, kóríander- og fennelfræin og
piparkornin. Látið suðuna koma
upp. Skiptið gúrku- og laukblönd-
unni í krukkurnar og hellið edik-
blöndunni yfir þannig að vökvinn
nái yfir gúrkurnar. Lokið og setjið í
ísskáp. Geymist í nokkrar vikur.
Ofnbakað rósakál
Fátt er vanmetnara í þessu lífi en
blessað rósakálið. Allt of margir
eiga misgóðar minningar um
mauksoðið rósakál úr barnæsku
en það er hægt að elda á svo marga
spennandi vegu, ekki síst sem
spennandi meðlæti með ýmsu
kjöti og fiski. Hér kemur sælkera-
bomba
Fyrir 6-8 manns sem meðlæti.
300 g beikon, skorið í bita
2 msk. smjör
1 kg rósakál. Takið ystu blöðin,
skerið af stilkinum og skerið í
tvennt)
Salt og pipar
5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
400 ml rjómi
1½ tsk. maizenamjöl
⅓ bolli rifinn mozzarella ostur
¼ bolli parmesanostur
Hitið ofninn í 190 gráður. Steikið
beikon þar til það er stökkt. Setjið
á eldhúspappír. Hellið mestu
fitunni af pönnunni (skiljið þó smá
eftir). Bræðið smjörið á pönnunni,
bætið rósakálinu út í og kryddið
með salti og pipar. Hrærið reglu-
lega í um 6 mín. Bætið hvítlauk
í og hrærið áfram í um mínútu.
Næst fer rjóminn í, lækkið aðeins
hitann og látið sjóða létt í 3-4
mín. Ef sósan er of þunn má bæta
maizenamjöli út í. Bætið beikoni í
og blandið öllu vel saman. Hellið
í eldfast mót og setjið mozzarella
og parmesanostinn yfir allt saman.
Bakið í ofni í um 15 mín. eða þar
til osturinn er fallega brúnn. Það
er gott að strá smá svörtum pipar
og ferskri steinselju yfir þegar
rétturinn er borinn fram.
Skemmtilegar og bragðgóðar tilraunir
Margir eru vanafastir þegar kemur að því að nýta grænmeti til matargerðar. Það er þó lítið mál að
elda grænmeti á ólíka vegu, hvort sem það er í aðalhlutverki eða sem eitt hráefna í góðum rétti.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
1
3
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
1
2
-1
9
C
C
2
1
1
2
-1
8
9
0
2
1
1
2
-1
7
5
4
2
1
1
2
-1
6
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
0
4
s
_
1
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K