Fréttablaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 10
Vestfirðir Óánægju gætir á Vest-
fjörðum með áætlun Landsnets um
að taka í notkun jarðstreng í gegnum
Dýrafjarðargöng fimm árum eftir að
hann hefur verið lagður í jörð. Gísli
Eiríksson verkfræðingur vekur máls
á þessu í pistli sínum á vef Bæjarins
besta og skorar á Landsnet að hefj-
ast þegar handa þannig að tenging
verði virk árið 2020. Landsnet segir
nokkrar ástæður liggja að baki því
að jarðstrengurinn verði ekki tekinn
strax í notkun.
„Það er með ólíkindum að streng-
urinn verði ekki tekinn í notkun
um leið og hann er tilbúinn til
notkunar. Á meðan þurfum við að
búa við ótryggt ástand þegar kemur
að afhendingaröryggi raforku. Við
erum undrandi á þessum áformum
og skorum á Landsnet að breyta
afstöðu sinni,“ segir Hafdís Gunn-
arsdóttir, formaður Fjórðungssam-
bands Vestfjarða.
Dýrafjarðargöng munu liggja á
milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar
og koma í stað núverandi vegar yfir
Hrafnseyrarheiði og rjúfa þann-
ig vetrareinangrun norðanverðs
Arnarfjarðar. Vest fjarða vegur mun
styttast um 27,4 kílómetra. Sam-
hliða á að leggja jarðstreng í gegnum
göngin til að auka afhendingarör-
yggi í fjórðungnum. Raforkuöryggi
á svæðinu er það minnsta á Íslandi.
Framkvæmdum lýkur 2020. Streng-
urinn verður ekki tekinn í notkun
fyrr en fimm árum síðar.
Jarðstrengur í Dýrafjarðargöngum
leysir af veðurfarslega erfiðan kafla
flutningslínu Breiðadalslínu 1 um
Flatafjall. Athugasemd barst frá Vest-
fjörðum vegna málsins: „Óskað er að
þessu verkefni verði hraðað þannig
að úrbætur í flutningskerfi nýtist
strax og þær liggja fyrir.“
Landsnet segir hins vegar að þeir
ætli ekki í málið fyrr en að afskriftar-
tíma Breiðadalslínu 1 lýkur 2025.
„Breiðadalslína 1 er frá árinu 1975
og er því 42 ára gömul, en hlutar
hennar yngri. Afskriftartími loft-
lína er 50 ár. Það eru nokkrar megin-
ástæður fyrir því að ekki stendur til
að taka jarðstrenginn í notkun um
leið og jarðgöngin á milli Dýrafjarð-
ar og Arnarfjarðar verða tilbúin,“
segir í svari Landsnets. „Sú fyrsta
snýr að ástæðu þess að ráðist var í
verkefnið á þessum tímapunkti. Hún
er eingöngu sú að nýta þann glugga
sem opnaðist við framkvæmd Vega-
gerðarinnar við jarðgöngin, en verk-
efnið hefði annars ekki verið á áætl-
un Landsnets á þessum tímapunkti.“
sveinn@frettabladid.is
Ósátt við að jarðstrengur verði ónýttur
Vestfirðingar furða sig á því að þurfa að bíða fimm ár til að geta tekið tilbúinn jarðstreng í Dýrafjarðargöngum í notkun. Fréttablaðið/Pjetur
Jarðstrengur Landsnets
um Dýrafjarðargöng
verður ekki tekinn í
notkun fyrr en fimm
árum eftir að hann er
tilbúinn til notkunar.
Vestfirðingar afar ósáttir
við tilhögunina. Afhend-
ingaröryggi rafmagms er
verst á Vestfjörðum.
Það er með ólíkind-
um að strengurinn
verði ekki tekinn í notkun
um leið og hann er
tilbúinn.
Hafdís Gunnars-
dóttir, formaður
Fjórðungssam-
bands Vestfjarða
Verð aðra leið frá 36.600 kr.
Verð frá 56.200 Vildarpunktum
1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
1
3
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
1
1
-E
D
5
C
2
1
1
1
-E
C
2
0
2
1
1
1
-E
A
E
4
2
1
1
1
-E
9
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
0
4
s
_
1
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K