Fréttablaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 89
Bækur katrínarsaga HHHHH Höfundur: Halldóra K. Thoroddsen Útgefandi: Sæmundur Fjöldi síðna: 144 Íslenska hippatímabilið hefur yfir sér blæ sem er bæði rómantískur og eilítið ruglingslegur fyrir þau okkar sem ekki lifðu það en heyrðu sögurnar síðar. Íslenskir unglingar virðast hafa tekið þátt af einlægni og ákafa en heldur litlum forsendum, allavega til að byrja með og hugsjón- ir um að lifa í friðsælum heimi utan hinna köldu lögmála markaðarins áttu sér litla lífsvon hérlendis. Katrínarsaga fjallar um þessa íslensku hippa sem eiginlega höfðu litlar forsendur til að vera hippar en voru það samt, bjuggu í komm- únum, reyktu gras, fíluðu náttúruna og ætluðu að breyta heiminum. Við fylgjum söguhetjunni Katrínu frá u n g l i n g s - árum í fyrstu k o m m ú n - unni og svo þegar hún f e r m i l l i kommúna, hvernig til stendur að endurreisa h e i m i n n f r á L o ð - mundarfirði þangað til öllum verður of kalt af því að vinna í fiski og til Kaupmannahafnar þar sem hún býr í nokkrum kommúnum meðfram því að stunda háskóla- nám. Vinir og félagar tína smám saman tölunni, verða annaðhvort eiturlyfjum, brenndum hugsjónum eða kapítalismanum að bráð og hvernig hugmyndin um að breyta heiminum leysist upp í ráðleysi og raunveruleika. Katrín kemur heim, með ábyrgð og skuldbindingar og á ekki annarra kosta völ en að stinga sér í hið hversdagslega lífsgæða- kapphlaup og reyna að réttlæta fyrir sér hvað varð um hugsjónirnar sem hún finnur ekki aftur fyrr en of seint, komin á hinn enda ævinnar. Í formála gefur höfundur eða sögumaður í skyn að lengi hafi stað- ið til að segja þessa sögu og vinna úr minningum og atvikum í spegli tím- ans. Og lesandinn verður stundum áþreifanlega var við að annaðhvort er verið að vitna til atburða sem áttu sér stað og þykir óþarfi að skýra með beinum hætti eða að persónur eru svo vel dulbúnar að það virðist þurfa töluverða nánd við sögutím- ann til að þekkja þær og samhengið sem þær spretta úr. Það er þó margt sem speglar okkar samtíma í þess- ari sögu og sumt svíður, þá þegar var fólk meðvitað um umhverfið og þá hættu sem að því steðjaði, kvenrétt- indi voru ofarlega á baugi en for- sendurnar tvíræðar, til dæmis eru mjög áhugaverðar vangaveltur Katr- ínar um hvernig pillan varð til þess að konur öðluðust langþráð kyn- frelsi sem nær þó ekki lengra en að því marki að þær máttu ekki neita einhverjum sem langaði til að sofa hjá þeim, fyrst þær voru á pillunni höfðu þær enga afsökun. Kæruleys- islega er fjallað um hvernig Katrín og vinkona hennar fara í ferðalag og er „nauðgað sundur og saman“, orðalag sem býr til enn meiri fjar- lægð við lesandann. Og það er eigin- lega það sem helst er athugavert við Katrínarsögu. Hún er of stór fyrir svona litla bók, ekki næst að fara á dýpt, persónurnar eru of fjarlægar og frásögnin stiklar stundum á svo stóru að söguþráðurinn er ekki nógu sterkur til að reynast lesand- anum haldreipi. Brynhildur Björnsdóttir NIÐurSTAÐA: Vel skrifuð eins og höfundi er lagið en gæti verið bita- stæðari. Hippar í fjarska Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA NÝTT FYRIR BÖRNIN Bráðskemmtileg barnaljóðabók með frábærum myndskreytingum. Ný og spennandi saga með lit- myndum fyrir stráka og stelpur. Sigrún og Þórarinn Eldjárn verða heiðursgestir á barnabókahátíðinni Mýrinni í Norræna húsinu á sunnudag. Barnabækur þeirra systkinanna hafa notið gríðarlegra vinsælda og fengið margvíslegar viðurkenningar. Hljómur Eistlands nefnast hátíðar- tónleikar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur á morgun, sunnudag, í tilefni aldarafmælis lýð- veldis Eistlands. Stór hópur Eistlendinga hefur búið og starfað á Norðurlandi um árabil. Fjöldi þeirra starfar við tón- list og þar af spila margir með Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands og leggja sitt til þessara tónleika. Hinn virti hljómsveitarstjóri Erki Pehk frá Eistlandi mun stjórna sveit- inni þegar flutt verða meðal annars meistaraverkin Spiegel im Spiegel eftir Arvo Pärt, The Girl and the Dragon eftir Risto Laur og Kreegi Vihik fyrir kammerkór og strengja- sveit eftir Tõnu Kõrvits. Einleikarar verða Risto Laur á píanó og Indrek Leivategija á selló. „Við erum stolt af því að vinna með þessum hæfileikaríku vinum frá Eistlandi og það verður spenn- andi að heyra hvað þeir draga upp úr hattinum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menn- ingarfélags Akureyrar. Tónleikarnir hefjast í Hömrum í Hofi klukkan 16. – gun Spennandi að heyra hvað Eistar draga upp úr hattinum Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur af innlifun. MyNd/AuðuNN NíelSSoN m e N N I N g ∙ F r É T T A B L A Ð I Ð 49L A u g A r D A g u r 1 3 . o k T ó B e r 2 0 1 8 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -B 2 1 C 2 1 1 1 -B 0 E 0 2 1 1 1 -A F A 4 2 1 1 1 -A E 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.