Fréttablaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 18
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Þess vegna hefur bragg- inn snert streng í borgarbúum. Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is SKILTAGERÐ Ljósakassar Ljósaskil 3D stafir Hönnun Ráðgjöf Uppsetning DVD-spilarinn minn eyðilagðist í síðustu viku. Ég keypti hann fyrir tólf árum í verslun sem nú er farin á hausinn. Tímarnir breytast og mennirnir með. En ekki ég. Það sem gerðist næst hefði átt heima á forsíðu Fréttablaðsins: „Kona fór út í búð og keypti DVD- spilara.“ Hver kaupir nýjan DVD-spilara þegar sá gamli gefur upp öndina árið 2018? Ásetningur minn er ekki að snúa við þróun mannsins: Netflix, Blu-ray, DVD, vídeótækið, ekkert sjónvarp á fimmtudögum, iðnbyltingin, upplýsingin, landbún- aðarbyltingin og BAMM: ég er safnari og veiðimaður sprangandi um á sléttum Afríku á Evuklæðunum. Neyðin kennir hins vegar naktri konu að spinna. Netflix og YouTube Sama dag og DVD-spilarinn minn gaf upp öndina voru kynntar á Skólamálaþingi Kennarasambands Íslands fyrstu niðurstöður viðamikillar rannsóknar fræðimanna við Háskóla Íslands á stöðu og framtíð íslenskunnar á tímum stafrænna samskipta og snjalltækja. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að enska í mál um hverfi ís lenskra barna er meiri og á fleiri sviðum en nokkru sinni fyrr og stór hluti 3-5 ára barna horfir á enskt efni á Netflix eða YouTube tvisvar í viku. Endasleppur eltingaleikur Ég bý á Englandi og á tvö börn. Í einfeldni minni hélt ég að það yrði leikur einn að kenna þeim íslensku. Í reglu- bundinni heimsókn til Íslands nýverið runnu hins vegar á mig tvær grímur. Mig vantaði barnapíu svo ég kveikti á sjónvarpinu. Börnin vildu horfa á teiknimyndaseríuna Gló magnaða sem sýnd er talsett í Sjónvarpinu. Ég fann hana á RÚV-vefnum og hugsaði mér gott til glóðarinnar: Tvær flugur í einu höggi; næði og íslenskukennsla. „Meira, meira,“ var hrópað úr stofunni þegar þætt- inum lauk í miðjum æsispennandi eltingaleik og á loforðinu: „Framhald í næsta þætti.“ En þegar kveikt var á næsta þætti bólaði ekkert á eltingaleiknum. Í ljós kom að þættirnir höfðu ekki verið sýndir í réttri röð í Sjónvarpinu og ég fann hvergi réttan þátt. Allt ætlaði um koll að keyra. Hvað var til bragðs að taka? Ég teygði mig í spjaldtölvuna, fór á netið og fann þar þáttinn sem börnin horfðu á alsæl – á ensku. Mörgum þykir þetta atvik eflaust lítilvægt. Dæmið fangar hins vegar viðhorfið sem mun ganga af íslensk- unni dauðri. Dægurmenning barna Við getum gefið út gulli slegnar heiðursútgáfur af rit- verkum Halldórs Laxness. Við getum sett Íslendingasög- urnar á internetið og fagnað því með fréttatilkynningu og kampavínsmóttöku. Við getum hengt fálkaorður á rithöfunda. Við getum fellt öll börn landsins á íslensku- prófi fyrir að segja „mér hlakkar til“. En íslenskunni verður ekki bjargað úr fílabeinsturni. „Við þurfum að átta okkur á því hvað það er lítið af íslensku efni á netinu og kannski er það það sem háir okkur líka; okkur vantar bækur og þætti á íslensku,“ sagði Sig ríður Sigurjóns dótt ir, pró fess or í ís lenskri mál- fræði við Há skóla Íslands, í viðtali við Morgunblaðið en hún er ein þeirra sem fara fyrir fyrrnefndri rannsókn. Hve margir barnabókahöfundar fá listamannalaun? Hve stór hluti Kvikmyndasjóðs fer í barnaefni? Hvenær fá JóiPé og Króli Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar? Hve- nær fær Binni Glee fálkaorðu? Dægurmenning barna gegnir mikilvægu hlutverki við varðveislu íslenskunnar. En samt gefum við skít í hana. Börn mega horfa á teiknimyndaseríuna sína í belg og biðu. Við hæðumst að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum sem þó framleiða eitt af því litla efni á íslensku sem krakkar geta nálgast á YouTube, Instagram og Snapchat. Ég kaupi úr sér gengna DVD-diska á Íslandi og spila þá fyrir börnin mín í London. Slíkt jafnast þó á við að úrskurða hestvagn nógu gott farartæki til að ferðast með frá Breiðholti niður í miðbæ. Við komumst ekki langt inn í framtíðina á fararskjóta fortíðar. Viljum við að íslenskan fylgi okkur um ókomin ár verðum við að bjóða henni far. Óður til áhrifavalda Braggamálið er fyrirferðarmikið í umræð-unni. Fólki blöskrar að með skattfé sé farið af slíkri vanvirðingu.Málið er birtingarmynd stærri vanda. Allir vita að ástandsskoðun á ekki að kosta 30 milljónir og allir sjá fáránleikann í því að flytja inn plöntur sem eru á hverju strái hérlendis. Fólk sér að borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt með að standa í framkvæmdum af þessu tagi. Veitingamenn eiga einfaldlega að standsetja húsnæði sitt sjálfir. Þess vegna hefur bragginn snert streng í borgar- búum. Áætlanir borgarinnar virðast ítrekað að engu hafðar. Bragginn og Mathöllin við Hlemm eru nýleg dæmi. Í því fyrra nemur kostnaður hingað til tæp- lega hálfum milljarði króna. Verkinu er ekki lokið. Í báðum tilvikum er kostnaður um þreföld upphafleg áætlun. Dæmi um óráðsíu eru vafalaust fleiri. Von- andi kemur þetta allt upp á yfirborðið. Í Reykjavík er innheimt hæsta lögleyft útsvar. Engar gjaldskrárlækkanir hafa orðið hjá Orkuveitunni eftir fordæmalausar hækkanir sem kynntar voru sem tímabundnar neyðarráðstafanir á árunum eftir hrun. Nýleg fjárhagsspá Orkuveitunnar boðar að greiddur verði út arður til borgarinnar upp á 14 milljarða næstu árin. Borgaryfirvöld láta sér með öðrum orðum ekki nægja hið hefðbundna útsvar heldur seilast þau líka í vasa útsvarsgreiðenda gegnum heimilisreikningana. Einnig má halda því til haga að undanfarin ár hefur ríkt fordæmalaust góðæri á Íslandi. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar látið hjá líða að búa í haginn fyrir mögru árin. Skuldir borgarsjóðs jukust um 45% á síðasta kjörtímabili. Bragginn virðist ekki vera undantekning heldur hluti af stærri mynd – sem sýnir svart á hvítu að fjár- málastjórn hjá Reykjavíkurborg er stórlega ábótavant. Meirihlutinn reyndi lengst af að þegja Braggamálið í hel, þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hefðu leitað skýringa á óhóflegum kostnaði á mörgum stigum málsins, líkt og Örn Þórðarson borgarfulltrúi benti á í grein í blaðinu í vikunni. Í því ljósi eru stöðuuppfærslur borgarstjóra og kollega hans undanfarna daga, þar sem þau koma af fjöllum og boða að málið verði rannsakað, aumk- unarverðar. Ekki var heldur stórmannlegt að senda fulltrúa samstarfsflokksins í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Pínlegt var að sjá hana engjast á önglinum, enda varla nokkur maður sem telur flokk sem nýkom- inn er í meirihluta bera ábyrgð á málinu. Braggamálið er eldra en svo og vísbendingar um fjárhagslega óstjórn sömuleiðis. Í venjulegu fyrirtæki yrði það ekki liðið að ítrekað væri keyrt margfalt fram úr áætlunum. Ef viðkomandi fyrirtæki lifði slíkt af myndu stjórnendur fá að taka pokann sinn. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og sá sem ber endanlega ábyrgð á rekstr- inum. Hann hefur enga fjarvistarsönnun – getur ekki sagt: Ekki bendá mig. Ekki bendá mig 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -C 0 E C 2 1 1 1 -B F B 0 2 1 1 1 -B E 7 4 2 1 1 1 -B D 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.