Morgunblaðið - 12.07.2018, Side 6

Morgunblaðið - 12.07.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Filippseyingar eru langflestir þeirra sem sóttu um dvalarleyfi á Íslandi á öðrum ársfjórðungi 2018. Alls sóttu 357 Filippseyingar um dvalarleyfi hér á landi á tímabilinu. Bandaríkja- menn koma þar á eftir en alls sóttu 275 Bandaríkjamenn um dvalarleyfi á sama tímabili. Útlendingastofnun tók alls við 1.824 umsóknum á tímabilinu og þar af voru gefin út 1.141 dvalarleyfi og var 129 umsækjendum synjað. Þór- hildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir að Fil- ippseyingar hafi lengi verið stór hluti þeirri sem sækja um dvalarleyfi hér á landi en hins vegar hafi um- sóknum fjölgað á síðustu misserum. Langflest útgefin leyfi Útlendinga- stofnunar á fyrsta og öðrum árs- fjórðungi ársins 2018 voru aðstand- endaleyfi, eða um 890 í heildina. Þar á eftir koma atvinnuleyfi en alls hafa 523 fengið atvinnuleyfi það sem af er ári. Þórhildur segir þjóðernin dreif- ast ágætlega á tegundir leyfa fyrir utan þá sem sem sækja um náms- mannaleyfi, en þar eru Bandaríkja- menn fjölmennastir. Umsóknum fjölgað á árinu Fjölgun umsækjenda á árinu hef- ur leitt til þess að Útlendingastofnun ákvað í júní að lengja viðmið um af- greiðslutíma fyrir umsókn um fyrsta leyfi úr 90 dögum í 180 daga. Jafn- framt hefur verið ákveðið að lengja viðmið um afgreiðslutíma umsókna um íslenskan ríkisborgararétt úr sex til átta mánuðum í tólf mánuði. Sam- anlagður fjöldi umsókna um fyrstu dvalarleyfi og endurnýjanir jókst um 25% árið 2016 og önnur 25% árið 2017. Í tölum þýðir þetta fjölgun úr 3.735 í 5.850 umsóknir milli áranna 2015 og 2017. Voru 85% allra um- sókna árið 2017 afgreiddar innan 90 daga en það sem af er árinu 2018 hef- ur hlutfallið farið niður í 70%. Fleiri Írakar sækja um vernd Umsóknum Albana um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fækkað og á árinu hafa flestir þeirra, sem um slíka vernd hafa sótt, verið frá Írak. Alls hafa 68 Írakar sótt um vernd á árinu, þar af 25 í júní. Flestar umsóknir frá Filippseyjum  Umsóknum um dvalarleyfi á Íslandi hefur fjölgað mikið á árinu Fjöldi umsókna um dvalarleyfi og vernd árið 2018 Afgreiddar umsóknir um dvalarleyfi eftir tegundum Umsækjendur um dvalarleyfi á 2. ársfj. Eftir ríkisfangi, fimm stærstu hóparnir Umsóknir um vernd árið 2018 eftir mánuðum og ríkisfangi, sjö stærstu hóparnir Útgefin Synjað Heimild Útlendingastofnun Upprunaland Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Alls Írak 9 7 16 2 9 25 68 Albanía 7 6 1 3 18 12 47 Pakistan 9 3 0 2 6 6 26 Georgía 6 3 1 2 0 10 22 Palestína 2 6 7 3 1 2 21 Afganistan 2 1 1 5 5 0 14 Sýrland 2 1 0 5 1 2 11 Filippseyjar Bandaríkin Víetnam Kína Taíland Önnur lönd Aðstandendaleyfi Námsmannaleyfi Atvinnuleyfi Önnur leyfi 405 485 363 137 88 73 234 289 284 230 1. ársfj. 2. ársfj. 1. ársfj. 2. ársfj.1. ársfj. 2. ársfj. 1. ársfj. 2. ársfj. 25 25 10 6 37 25 357 275 948 Alls 1.824 Öll ríkisföng samtals: 322 87 85 72 Fjöldi umsókna, öll ríkisföng jan. feb. mars apríl maí júní 90 60 30 53 87 Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Skógarkerfill finnst víðs vegar um land og breiðist hratt út á frjósömum svæðum, m.a. í lúpínubreiðum. Að sama skapi er jurtin ágeng eins og lúpínan og erfitt er að ná tökum á út- breiðslu jurtarinnar ef ekki er brugðist strax við. Þau Brynhildur Bjarnadóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, og Bjarni E. Guðleifsson, fyrrv. pró- fessor við Landbúnaðarháskóla Ís- lands, skýra frá tilraunum sem voru gerðar í Eyjafirði á árunum 2011- 2014 til að hefta útbreiðslu hins ágenga skógarkerfils. Er grein þeirra birt í nýjasta hefti ritsins Náttúrufræðingurinn. Blandaðar aðferðir hjálpa Niðurstaða greinarinnar er sú að dýrt og erfitt sé að uppræta skógar- kerfil „en mögulega megi hafa áhrif á útbreiðsluna með því að beita blönduðum aðferðum: Beit, slætti og sáningu,“ segir í samantekt greinar- innar. Þá á að forðast að nota plöntu- eitur, en plöntueitrið glýfosfat var notað í herferð gegn skógarkerfli í Eyjafirði á árunum 2011-2014. Í samantekt greinarinnar segir að „endurtekin eitrun 3-4 ár í röð virtist skila þeim árangri að skógarkerfill- inn hopaði, a.m.k. tímabundið“. Til- rauninni með plöntueitrið til þess að hefta útbreiðslu skógarkerfilsins var hins vegar hætt vegna þess m.a. að aukin útbreiðsla krabbameins hefur verið tengd við notkun plöntueiturs- ins glýfosfats. Bjarni Diðrik Sigurðs- son, einn höfunda greinarinnar, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að greinin sýni skýrt fram á að engin töfralausn sé til þess að sporna gegn útbreiðslu skógarkerfilsins. „Út- breiðslan verður hins vegar ekki á svæði þar sem er stöðug beit. Þannig að tvennt þarf að fara saman, annars vegar frjósamt land og hins vegar nokkuð ónýtt land, þ.e.a.s land sem er er ekki notað til beitar,“ segir Bjarni. „Það er kostnaðarsamt og erfitt að ætla að fara í baráttu gegn skógar- kerflinum þegar hann hefur náð út- breiðslu. Þetta er líka spurning á hvaða forsendum menn vilja bregð- ast við. Það þarf að vera á hreinu að skaðinn sem á að koma í veg fyrir sé meiri en neikvæð áhrif sem fylgja slíku átaki, t.d. mikil og margra ára eiturherferð,“ segir Bjarni, spurður um baráttuna gegn skógarkerfli. Átak gegn skógarkerfli hefur ver- ið gert eins og áður segir í Eyjafirði og einnig á Snæfellsnesi. Aðspurður segist Bjarni ekki vita til þess að slíkt átak hafi farið af stað á Suður- landi. „Kerfillinn er þó að breiðast út á Suðurlandi en ekki á slíkum svæð- um að ákveðið hafi verið að gera eitt- hvað til að sporna gegn útbreiðslu skógarkerfilsins,“ segir Bjarni. Erfitt að eiga við skógarkerfilinn  Engar einfaldar töfralausnir til staðar til þess að hefta eða ráða niðurlögum skógarkerfilsins, segir prófessor  Plöntueitrun skilaði tímabundinni hopun kerfilsins, en var hætt af heilsufarsástæðum Skógarkerfill » Elstu heimildir um skóg- arkerfil hér á landi eru frá Ak- ureyri árið 1927. » Jurtin er stórvaxin og getur við góðar aðstæður náð meira en 150 sm hæð. » Aðrar jurtategundir eiga erf- itt uppdráttar á svæðum þar sem skógarkerfillinn hefur náð öflugri fótfestu. Morgunblaðið/Sverrir Ágengur Mikið er af skógarkerfli í Eyjafirði og á höfuðborgarsvæðinu, þessi mynd er af hlíðum Esjunnar. Kerfill- inn er einnig orðinn útbreiddur á Suðurlandi og Vestfjörðum. Þá skýtur honum reglulega upp á nýjum svæðum. Landsréttur staðfesti í gær gæslu- varðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 5. júlí um áframhald- andi gæsluvarðhald yfir manni á fimmtugsaldri sem sakaður er um að hafa beitt börn grófu kynferðisof- beldi er hann starfaði sem stuðn- ingsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Maðurinn hefur nú setið í gæslu- varðhaldi frá því 19. janúar sl. Í úr- skurði Landsréttar kemur fram að gæsluvarðhaldið skuli vara þar til dómur gengur í málinu en þó ekki lengur en til 2. ágúst nk. Þá kemur fram í forsendum Landsréttar að maðurinn sé vistaður í gæsluvarð- haldi á grundvelli almannahags- muna og kemur fram í greinargerð ákæruvaldsins að maðurinn sé, að mati ríkissaksóknara, undir sterkum grun um ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot. Við þingfestingu málsins 29. júní sl. neitaði maðurinn sök en hann er ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum. Dómsuppkvaðningar er að vænta á næstu vikum. Hálfs árs gæslu- varðhald staðfest  Stuðningsfulltrúinn áfram í haldi Morgunblaðið/Hanna Gæsluvarðhald Landsréttur stað- festi úrskurð héraðsdóms.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.