Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018
Þeir eldri muna vel árin þegarfriðarhreyfingar létu ófrið-
lega. Þær minna dálítið á þrótt-
miklar hreyfingar framfarasinna
og feminista að tengjast hvorki
vinstri- eða kommúnistahreyfing-
unum. Sú tilviljun að barátta
þeirra og klisjur voru og eru
stundum óþægilega líkar er alfar-
ið sök heimsvaldasinna og haturs-
manna fólksins sem þrýstir með
öfgum sínum ópólitísku fólki út á
þann kant.
Borgarstjórnsíðasta
kjörtímabils gaf
einum félaga sín-
um það í kveðju-
gjöf að borgar-
stjórn skyldi
framvegis troða ill-
sakir við Ísrael og
lofsyngja Hamas. Þetta sýndi
auðvitað ekki gyðingahatur held-
ur stjórnlausa ást á borgar-
fulltrúanum sem fór.
Jón Gnarr, sem var borgar-stjóri og sat sem áheyrnar-
fulltúi í borgarráði og sagði aldr-
ei orð þar svo nokkur muni,
ákvað að banna bandarískum
herskipum landfestar í Reykja-
vík. Þetta var skiljanlegt því
Dagur B. hafði ekki útskýrt fyrir
Gnarr að sá væri hvorki forsætis-
eða utanríkisráðherra né færi
með samstarf Íslands við Nató.
Gnarr hafði þá ekki uppgötvaðvottorð frá embættismönnum
eins og Dagur um það að öll erfið
mál heyrðu undir einhvern annan
en hann.
Nú eru brátt liðnir tæpir tveirmánuðir frá kosningum og
ekkert gerst nema samhljóða
samþykkt um það í hvaða röð
kynin 16, kennd við Obama, eigi
að fara á kló í ráðhúsinu. Kosn-
ingar borga sig.
Dagur B.
Eggertsson
Klósettleg
kosningaúrslit
STAKSTEINAR
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í
fyrradag karlmann í fimm mánaða
fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sam-
bandi og brot á barnaverndarlögum
með því að hafa veist að sambýlis-
konu sinni og barnsmóður með
hnefahöggum á meðan hún sat undir
stýri bíls aðfaranótt 1. janúar í ár.
Börn þeirra voru í bílnum.
Maðurinn var einnig dæmdur fyr-
ir að hafa ráðist aftur á konuna síðar
sömu nótt á heimili þeirra á meðan
þau voru bæði með börn í fanginu.
Tvö önnur börn konunnar urðu vitni
að árásinni. Við árásirnar fékk kon-
an margvíslega áverka.
Þá var maðurinn einnig kærður
fyrir brot á umferðarlögum með því
að hafa, eftir fyrri árásina, ekið und-
ir áhrifum áfengis og fíkniefna án
þess að hafa ökuréttindi. Var hann
sýknaður af þeim hluta ákæru vegna
skorts á sönnunargögnum, en konan
breytti fyrri framburði sínum og
sagið hann ekki hafa ekið.
Maðurinn á talsverðan sakarferil
að baki, einkum tengdan fíkniefnum.
Það var metið honum til refsiþyng-
ingar að börn skyldu hafa orðið vitni
að ofbeldinu.
Ofbeldi
með börn í
fanginu
Dæmdur fyrir árás
á sambýliskonu sínaHraðþrif
á meðan þú bíður
Hraðþrif opin virka daga frá 8-18,
um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir.
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is
Verð frá 4.300,-
(fólksbíll)
Bíllinn er þrifinn létt
að innan á u.þ.b.
10 mínútum.
Veður víða um heim 11.7., kl. 18.00
Reykjavík 10 súld
Bolungarvík 10 alskýjað
Akureyri 15 skýjað
Nuuk 9 þoka
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 27 heiðskírt
Kaupmannahöfn 21 rigning
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 22 léttskýjað
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 18 rigning
London 22 skýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 18 rigning
Berlín 20 skúrir
Vín 18 skúrir
Moskva 22 skúrir
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 33 léttskýjað
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 28 heiðskírt
Róm 28 léttskýjað
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 25 alskýjað
Montreal 21 léttskýjað
New York 28 heiðskírt
Chicago 27 léttskýjað
Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
12. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:33 23:34
ÍSAFJÖRÐUR 2:54 24:24
SIGLUFJÖRÐUR 2:35 24:09
DJÚPIVOGUR 2:53 23:14
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við erum með þrjá mjög góða lýsendur og
ákváðum að skipta síðustu þremur leikjum HM á
milli þeirra,“ segir Hilmar Björnsson, yfirmaður
íþróttadeildar RÚV, um ástæðu þess að Guð-
mundur Benediktsson lýsir ekki úrslitaleik heims-
meistaramótsins. Í stað Guðmundar mun Haukur
Harðarson lýsa úrslitaleiknum ásamt Bjarna Guð-
jónssyni en það er sama teymi og lýsti leikjum Ís-
lands í undankeppni HM. Miklar umræður hafa
skapast á samfélagsmiðlum vegna ákvörðunar
RÚV og hefur fólk þar hvatt til þess að Guðmund-
ur lýsi leiknum.
Spurður um hvort Guðmundur hafi ekki verið
augljósur kostur þegar velja átti lýsanda á úrslita-
leikinn kveður Hilmar nei við. „Hann kom inn í
teymið fyrir mótið og er hluti af góðu teymi. Guð-
mundur lýsti öllum leikjum Íslands í mótinu og
hefur þess utan lýst leikjum margra annarra liða.
Þrátt fyrir að úrslitaleikurinn sé stærstur þá er
undanúrslitaleikur Englands sem Guðmundur
lýsti mjög stór. Auðvitað verður þetta alltaf mats-
atriði en við fórum vel yfir þetta og töldum að
þessi niðurröðun væri heppilegust,“ segir Hilmar.
Almenn ánægja með Guðmund
Á meðan HM hefur staðið hefur Guðmundur
lýst fjölda leikja á RÚV. Hilmar segir að það sé
eðlilegt að aðrir fái tækifæri til að lýsa stórum
leikjum á mótinu. Spurður um hvort óánægju hafi
gætt hjá öðrum starfsmönnum íþróttadeildar
vegna lánssamnings Guðmundar við RÚV segir
Hilmar svo ekki vera. „Auðvitað vilja menn ná sem
lengst sjálfir en þrátt fyrir það varð ég ekki var við
óánægju hjá öðrum fréttamönnum á deildinni. Það
bárust engar formlegar kvartanir og stemningin í
mótinu hefur verið mjög góð. Guðmundur kom
sem góð viðbót inn í flott teymi og hefur staðið sig
vel,“ segir Hilmar.
Skipta leikjunum milli lýsenda
RÚV vill að Haukur
lýsi úrslitaleik HM