Morgunblaðið - 12.07.2018, Síða 17
Tölur fyrir síðasta ár
Helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna
Heimild: Hagstofa Bandaríkjanna
Kanada
Mexíkó
Kína
Japan
Bretland
Þýskaland
S-Kórea
Holland
Hong Kong
Brasilía
Frakkland
Belgía
Singapúr
Taívan
Indland
Önnur
Kína
Mexíkó
Kanada
Japan
Þýskaland
S-Kórea
Bretland
Ítalía
Frakkland
Írland
Indland
Víetnam
Taívan
Malasía
Sviss
Önnur lönd
BA
N
D
A
RÍ
KI
N
Innflutningur
Útfl
utn
ingu
r2.343ma. $
1.547
ma. $
Alls:
Stjórn Donalds Trumps Banda-
ríkjaforseta hefur hótað nýjum
10% tollum á innfluttan varning
frá Kína að andvirði alls 200 millj-
arða dollara og stjórnvöld í Kína
segjast ætla að svara þeim í sömu
mynt.
Áður hafði ríkisstjórn Trumps
sett 25% tolla á kínverskan varn-
ing að andvirði alls 34 milljarða
dollara, meðal annars bíla, harð-
diskadrif, vélar og raftæki. Þar að
auki hafði hún boðað tolla sem eiga
að taka gildi síðar í mánuðinum og
ná til varnings að andvirði 16 millj-
arða dollara.
Stjórn Trumps sagði þegar hún
hóf tollastríðið að markmiðið væri
að vernda bandarísk störf vegna
ósanngjarnra viðskiptahátta Kín-
verja síðustu áratugi. Stjórnvöld í
Kína svöruðu fyrstu verndartollum
Trumps með því að leggja jafnháa
tolla á bandarískar vörur að and-
virði 34 milljarða dollara. Stjórn
Trumps segir að refsitollar Kín-
verja hafi enga stoð í þjóðarétti og
hótar nú að svara þeim með nýjum
tollum á vörur að andvirði 200
milljarða dollara. Fyrirtæki fá
tækifæri til að gera athugasemdir
við tollana og náist ekki sam-
komulag við kínversk stjórnvöld í
deilunni eiga þeir að taka gildi eft-
ir tvo mánuði.
Tollarnir eiga meðal annars að
ná til innflutnings frá Kína á tún-
fiski, laxi og öðrum fiski, hjólbörð-
um, handtöskum, húsgögnum,
fatnaði, raftækjum og fleiri vörum.
Stefnt er að því að tollarnir nái til
alls 40% af innfluttum varningi frá
Kína, eða sama hlutfalls og refsi-
tollar Kínverja á bandarískar inn-
flutningsvörur ná til.
Andstæðingar verndartolla-
stefnu Trumps óttast að tolla-
stríðið komi niður á neytendum,
minnki kaupmátt þeirra, skaði
bandarísk útflutningsfyrirtæki og
dragi úr hagvexti í Bandaríkjunum
og víðar í heiminum.
Glannaleg hótun
Formaður fjármálanefndar öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings,
repúblikaninn Orrin Hatch, kveðst
vera andvígur verndartollunum
sem stjórn Trumps hótaði. Hann
kvaðst telja hótunina „glannalega“
þótt hann styddi það markmið að
knýja Kínverja til að breyta við-
skiptaháttum sínum.
Samtök bandarískra framleiðslu-
fyrirtækja hafa einnig gagnrýnt
verndartolla Trumps og telja þá
stefna ávinningnum af skattalækk-
unum og umbótum á reglugerðum
í hættu.
Hótar fleiri verndartollum
Óttast er að tollar Trumps dragi úr hagvexti í heiminum
og komi niður á neytendum og útflutningsfyrirtækjum
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018
ar en 2030. Þeir gætu aukið þau strax
á morgun án nokkurra vandamála.“
Stefni að 2% markmiðinu
Trump hefur lengi gagnrýnt
Þýskaland og fleiri NATO-ríki fyrir
að leggja ekki nógu mikið af mörkum
til varnarmála, eins og forverar hans í
forsetaembættinu, þ. á m. Barack
Obama. Varnarmálaráðherrar
aðildarríkjanna samþykktu á fundi
árið 2006 að stefna að því markmiði að
verja að minnsta kosti 2% af vergri
landsframleiðslu til varnarmála. Fjár-
hagskreppan árið 2008 varð hins veg-
ar til þess að mörg aðildarríkjanna
minnkuðu þessi útgjöld. NATO-ríkin
samþykktu síðan á leiðtogafundi í
Wales árið 2014 að stefna að því að ná
2%-markmiðinu innan áratugar.
Stjórnarerindrekar NATO-ríkjanna
segja að yfirlýsingar Trumps um að
þau hafi svikið loforð um að auka
framlögin í a.m.k. 2% landsfram-
leiðslu séu ekki réttar vegna þess að
þau hafa aðeins lofað að stefna að
þessu markmiði innan tíu ára. Þeir
eru hins vegar sammála honum um að
löndin þurfi að auka framlög sín til
varnarmála. Nái öll löndin 2%-mark-
miðinu myndu fjárframlögin til
varnarmála aukast um 110 milljarða
dollara.
Trump tengdi einnig kröfuna um
aukin framlög til varnarmála við við-
skiptadeilur Bandaríkjanna við ESB-
lönd og fleiri ríki. Hann hefur lýst
þeim sem sníkjudýrum sem hafi not-
fært sér örlæti Bandaríkjanna til að
tryggja varnir þeirra en lagt tolla,
m.a. á bíla og landbúnaðarvörur, til að
hindra innflutning frá Bandaríkjun-
um.
Lifir NATO Trump af?
Fréttaskýrendur segja að þrátt
fyrir harða gagnrýni Trumps á sam-
starfsríkin í NATO hafi hann aukið
skuldbindingar Bandaríkjanna í varn-
ar- og öryggismálum í Evrópu. Hátt
settir embættismenn í stjórn Trumps,
þ. á m. James Mattis varnar-
málaráðherra, séu einnig eindregnir
stuðningsmenn áframhaldandi sam-
starfs í öryggismálum innan NATO.
Jonathan Marcus, fréttaskýrandi
BBC, telur þó að togstreitan milli
Trumps og samstarfsríkjanna í
NATO sé orðin svo mikil að hún geti
stefnt framtíð bandalagsins í hættu.
Ráðamenn í Evrópulöndum óttist að
ef Trump verði endurkjörinn geti það
veikt NATO og stórskaðað varnar-
samstarfið milli Bandaríkjanna og
Evrópulanda.
„Hann hefur vissulega veikt banda-
lagið,“ hefur fréttavefur CNN eftir
Max Boot, sagnfræðingi og sérfræð-
ingi í þjóðaröryggismálum. „Spurn-
ingin er hvort bandalagið lifir forseta-
tíð hans af. Það ræðst meðal annars af
því hversu lengi hann verður í emb-
ættinu.“
Evrópsku ráðamennirnir hafa ekki
aðeins áhyggjur af NATO, heldur
einnig Alþjóðaviðskiptastofnuninni og
fleiri stofnunum sem hafa verið undir-
stöður samstarfs vestrænna ríkja í ör-
yggismálum og utanríkisviðskiptum
síðustu sjötíu árin, að sögn fréttaskýr-
anda The Wall Street Journal, Simon
Nixon. Hann segir þá velta því fyrir
sér hvort Trump vilji knýja fram um-
bætur á þessum stofnunum eða eyði-
leggja þær. Ráðamennirnir í Evrópu
geti ekki gert það upp við sig hvort
árásir Trumps á fjölþjóðlegt samstarf
vestrænna ríkja stafi af hugmynda-
fræði, hentistefnu eða vanþekkingu.
Nixon telur að stjórnvöld í flestum
ríkjanna vonist til þess að togstreitan
milli Bandaríkjanna og Evrópulanda
sé aðeins tímabundin og eftirmaður
Trumps telji það þjóna hagsmunum
Bandaríkjanna að halda í þær stofn-
anir sem hafa stuðlað að friði og hag-
sæld á Vesturlöndum frá lokum síðari
heimsstyrjaldar. Fjölþjóðlega sam-
starfinu stafi þó einnig hætta af vax-
andi þjóðernishyggju í Evrópulönd-
unum þótt ráðamennirnir reyni að
verja það.
Nýlegir bílar, yfirfarnir og með eins árs viðbótarábyrgð frá seljanda
AIL 4x4
m. - Sjálfskiptur
1.390 þ.kr.2.700 þ.kr..190 þ.kr.
issan XTR
017 - Ek. 53 þ. k
Subaru FORESTER
2017 - Ek. 81 þ. km. - Sjálfskiptur
Renault MEGANE Station
2013 - Ek. 168 þ. km. - Sjálfskiptur
Renault Clio
2017 - Ek. 71 þ. km. - Beinskiptur
1.940 þ.kr.
VW POLO
2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur
. . .
uzuki GRAND VITARA
2 - Ek. 188 þ. km. - Beinskiptur
. .
4x4
Beinskiptur
ki JIMNY
Ek. 57 þ. km. -
.
uzu
014 -
.
CEED Station
Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur
. .
S
201
.
Kia
2017 -
.
VW POLO
2017 - Ek. 48 þ. km. - Beinskiptur
Renault MEGANE Station
2012 - Ek. 192 þ. km. - Sjálfskiptur
Kia SOUL
2017 - Ek. 32 þ. km. - Sjálfskiptur
Kia SPORTAGE EX 4x4
2017 - Ek. 93 þ. km. - Sjálfskiptur
1.650 þ.kr. 890 þ.kr.2.850 þ.kr. 3.490 þ.kr.
Atvinna