Morgunblaðið - 12.07.2018, Side 19

Morgunblaðið - 12.07.2018, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Hítardalur Kýrnar úðuðu í sig fersku og hæfilega röku grængresi. Í næsta nágrenni urðu miklar hamfarir þegar mikið framhlaup varð úr Fagraskógarfjalli í dalnum þeirra á laugardaginn var. Eggert Í Gylfaginningu Snorra Sturlusonar kemur fram að betra sé að spyrja „eitt sinn ófróðlega“ en að ganga þess lengur dulinn sem skylt er að vita. Þetta datt mér í hug þegar ég heyrði þingmann segja í útvarpi að þingmenn megi spyrja eins og fimm ára börn í von um að fá útskýringar á grunnhugtökum. Auðvitað er enginn alvitur. Sjálfur spyr ég stundum málflytjendur um at- riði sem ég tel að kunni að hafa úr- slitaáhrif. Fram hjá því verður þó ekki litið að ofangreint hollráð Snorra byggist á því að menn búi yfir vissri grundvallarþekkingu og íþyngi öðrum ekki með spurningum nema nauðsyn krefji. Útgangspunktur Snorra var sá að vit væri nauðsynleg forsenda þess að geta orðið nýtur maður. Þetta hef- ur reynsla kynslóðanna sýnt og ég veit ekki til þess að nokkuð hafi breyst í þeim efnum, en getur verið að viðmiðin hafi lækkað? Er búið að „leikskólavæða“ opinbera umræðu á Íslandi, þar sem tilfinningar hafa leyst rökhugsun af hólmi og reynslu- leysi þykir jafnvel æskilegra en reynsla? Ekki þarf að fjölyrða um þær hörmungar sem steðja að ef barnaskapur fær að ráða för. Full- orðið fólk veit betur en börn af því það hefur lært af reynslunni. Reynsl- an hefur verið hinn mikli lærimeistari mannkyns frá því sögur hófust. Sá sem virðir lögmál mannlegrar reynslu er líklegri til far- sældar en sá sem brýtur gegn þeim. Meðan ekkert hefur breyst í þeim efnum er varla nokkuð sem rétt- lætir að einfeldningsháttur ráði för í skólum, á vinnu- stöðum og í landsmálum. Þó má hafa vissar áhyggj- ur af þróun mála þegar lit- ið er til þess hvernig stjórnmálaumræða er iðk- uð hér á landi, þar sem mörgum virð- ist tamara að tala um sjálfa sig frem- ur en málefni, þegar auðveldara er að leika hlutverk óvita en fulltíða manns, ef fremur er til vinsælda fallið að vera fákunnandi en fróður. Víðtækt framsal lagasetningarvalds er vafalaust ein helsta ástæða þess að sumir þingmenn kjósa fremur að sýn- ast en að vera. Tilvistarkreppan sem af þessu leiðir birtist m.a. í því að við- komandi stjórnmálamenn verja meiri orku í að bregðast við því sem þegar hefur gerst en að marka stefnu til framtíðar. Til að ná árangri í stjórn- málum þurfa menn að vera tilbúnir að vinna nákvæmnisvinnu, lúslesa laga- frumvörp og hugsa sjálfstætt. Má ekki gera þá kröfu til þingmanna eins og annarra launþega að þeir skili þeirri vinnu sem þeir hafa skuldbund- ið sig til að sinna og lesi sér til eftir þörfum? Stjórnmál eiga að tryggja stöðugleika, samræðu, samvinnu og málamiðlun. Þau eru ekki vettvangur fyrir þá sem eru ófærir um að beita vitsmunum. Þau eiga ekki að einkenn- ast af tilfinningaróti, harmakveinum, uppþotum, þöggunartilburðum eða röngum sakargiftum. Í stað þess að vanda til lagasetn- ingar, stunda málefnalega rökræðu og vinna þá „leiðinlegu“ vinnu sem slíkt útheimtir kann að vera freistandi að setja upp leikþætti og útmála and- stæðingana sem skrímsli sem ekki sé hægt að vinna með. Þar sem slík láta- læti skila sjaldnast áþreifanlegum ár- angri í formi laga kjósa hagsmuna- aðilar að endingu að setja kröfur sínar fram fyrir dómi í nafni nánar skil- greindra hópa. Dómstólarnir verða fyrir vikið þátttakendur í stjórnmálum og fá það hlutverk að marka stefnu. Það er ekki hlutverk sem dómarar hafa kosið sér og heldur ekki það hlutverk sem þeim er ætlað að gegna samkvæmt stjórnskipun okkar. Til að leiðrétta þessa slagsíðu þurfa þing- menn að hætta að tala eins og þeir séu fimm ára og einbeita sér að því að vinna þá vinnu sem þeim er ætlað að inna af hendi í stað þess að íþyngja öðrum með spurningum um það sem skylt er að vita. Eftir Arnar Þór Jónsson »Er búið að „leikskóla- væða“ opinbera um- ræðu á Íslandi, þar sem til- finningar hafa leyst rökhugsun af hólmi? Arnar Þór Jónsson Höfundur er héraðsdómari. Alþingi er ekki leikskóli Í ódauðlegu meistaraverki Hall- dórs Laxness, Íslandsklukkunni, er að finna eftirfarandi orðaskipti milli Íslendingsins Arnæusar og Þjóð- verjans Von Úffelen; hefur Dana- konungur boðið hinum síðarnefnda og löndum hans Ísland til kaups. „Arnæus: Hefur minn herra nokkru sinni siglt undir Ísland? Von Úffelen: Nei, eða hverju sætir það? Arnæus: Minn herra hefur ekki séð Ísland rísa úr hafi eftir langa og erfiða siglingu. Von Úffelen: Ég skil ekki gjörla. Arnæus: Þar rísa hreggbarin fjöll úr úfnum sjó og jökultindar slungnir stormskýjum. Von Úffelen: Nema hvað. Arnæus: Ég hef staðið til hlés í kuggi í sporum þeirra veðurbitnu sjóræningja af Norvegi, sem lengi létu undan drífast fyrir veðrum í hafi; uns allt í einu upprís þessi mynd. Von Úffelen: Af sjálfu leiðir. Arnæus: Það er ekki til ægilegri sýn en Ísland sem það rís úr hafi. Von Úffelen: Ekki veit ég það. Arnæus: Við þá sýn eina skilst sú dul að hér voru skrifaðar mestar bækur í samanlagðri kristni. Von Úffelen: Þó svo væri. Arnæus: Ég veit þér skiljið nú að það er ekki hægt að kaupa Ísland.“ Þetta samtal leitar á hugann, þegar fréttir berast af því, að ís- lenskir bændur séu teknir að selja bújarðir sínar útlendingum. Nú þurfum við að flýta okkur að setja lög, er stöðvi þessi við- skipti. Eftir Gunnar Björnsson Höfundur er pastor emeritus. Á að selja Ísland? »Nú þurfum við að flýta okkur að setja lög, er stöðvi þessi viðskipti. Gunnar Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.