Morgunblaðið - 12.07.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.07.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 ✝ Jónas Krist-jánsson fædd- ist í Reykjavík 5. febrúar 1940. Hann lést á Hjarta- deild Land- spítalans að morgni 29. júní. Foreldrar hans voru Kristján Jón- asson, f. 12.5. 1914, d. 27.7. 1947 og Anna Pétursdóttir, f. 11.6. 1914, d. 24.9. 1976. Syst- ir Jónasar er Anna Halla lög- fræðingur, f. 19.4. 1946. Henn- ar maður er Joseph Mancilla, f. 21.2. 1947. Jónas giftist þann 24.12. 1963 Kristínu Halldórsdóttur, ritstjóra og alþingiskonu, f. 20.10. 1939, d. 14.7. 2016. For- eldrar hennar voru Halldóra Sigurjónsdóttir, matreiðslu- kennari og skólastjóri Hús- Þeirra börn: a) Váli Amaru, f. 11.3. 2013, b) Brynhildur Yllari, f. 3.9. 2014. 4) Halldóra, flug- maður, f. 7.1. 1974, fyrrverandi maki Ómar Örn Sigurðsson, f. 11.6. 1965. Þeirra börn: a) Sindri Snær, f. 9.4. 1998, Breki Hrafn, f. 14.11. 2000. Jónas Kristjánsson var blaða- maður og fréttastjóri á Tím- anum 1961-1964. Fréttastjóri Vísis 1964-1966. Ritstjóri Vísis 1966-1975. Einn stofnenda og ritstjóri Dagblaðsins 1975-1981. Ritstjóri DV 1981-2001. Rit- stjóri Fréttablaðsins 2002. Út- gáfustjóri Eiðfaxa ehf. 2003- 2005. Leiðarahöfundur DV 2003-2005. Ritstjóri DV 2005- 2006. Stundakennari í blaða- mennsku við símennt Háskól- ans í Reykjavík 2006-2008. Jón- as var formaður Blaða- mannafélags Íslands og Íslandsnefndar International Press Institute. Jónas skrifaði fjölda bóka, einkum ferðabæk- ur og hestarit. Minningarathöfn fer fram í Gamla bíó í Reykjavík í dag, 12. júlí 2018, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar mæðraskólans á Laugum, f. 26.6. 1905, d. 10.4. 1994, og Halldór Víg- lundsson, smiður og vitavörður, f. 11.6. 1911, d. 15.4. 1977. Börn þeirra eru: 1) Kristján, jarð- fræðingur, f. 27.3. 1964, maki Katrín Harðardóttir, f. 24.1. 1963. Þeirra börn: a) Katla, f. 29.5. 1987, b) Kári, f. 10.10. 1996. 2) Pálmi, frétta- maður, f. 15.5. 1968, maki Sig- rún Thorlacius, f. 10.2. 1968. Þeirra börn: a) Hera, f. 14.3. 1989, b) Auður, f. 12.11. 1997, c) Kristín, f. 7.3. 2002, d) Ás- laug, f. 9.2. 2006. 3) Pétur, tölv- unarfræðingur, f. 24.12. 1970, fyrrverandi maki Miriam Mar- cela Jónasson, f. 17.2. 1982. Á þeim árum þegar ég var að alast upp, voru fjögur dagblöð í boði hér á landi. Morgunblaðið, Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóð- viljinn, auk Vísis sem var eftir- miðdagsblað. Öll voru þessi blöð háð stjórnmálum og stjórnmála- flokkum. Í lok áttunda áratugar var síðan gefið út nýtt blað, Dag- blaðið hét það og ekki tengt nein- um flokkum, heldur gefið út í nafni frjálsræðis og óháð pólitísk- um málflutningi, hvort heldur til vinstri eða hægri. Ritstjóri Dag- blaðsins var Jónas Kristjánsson og með honum valinkunnir blaða- menn. Þessi blöð tvö, Vísir og DV, voru eftirmiðdagsblöð. Komu út upp úr hádeginu og börðust um markaðinn. Fyrir forgöngu Sveins Eyj- ólfssonar og Harðar Einarsson- ar, náðist samkomulag um að slíðra vopnin og sameina þessi tvö blöð. Ráðnir voru Jónas Kristjánsson sem verið hafði rit- stjóri Dagblaðsins og undirritað- ur sem verið hafði ritstjóri Vísis um skamman tíma. Með útgáfu DV hófst samstarf okkar Jónasar sem entist næstu sextán árin. Blaðið naut vinsælda og slagaði upp í Morgunblaðið sem stærsta dagblaðið á þessum tíma. Við Jónas skiptum með okkur verkum en ég get glaður viðurkennt, að öll forysta og framfarir voru í höndum Jónasar. Hann var ritstjóri „par excell- ence“ í skipulagi og efnisvali, og bestur var hann í leiðaraskrifum sínum, óhræddur og djarfur. Hlífði engum, hvass og harður í horn að taka. Það var mikil og góð reynsla að starfa með honum og það var vinátta á milli okkar, sem ég naut og þakka fyrir. Jónas kom alltaf fram við mig og aðra af hrein- skilni, var heilsteyptur í skoðun- um og nýtti stöðu sína sem rit- stjóri, til að koma fram afstöðu, gagnrýni og athugasemdum, sem áttu erindi til samfélagsins. Þessu hélt hann raunar áfram á netinu og Fésbókinni eftir að hann lét af störfum og allt fram til síðustu stundar. Á sama tíma, þeim árum sem ég starfaði með Jónasi, var vin- átta með okkur, hann var öðling- ur heim að sækja, skemmtilegur í tveggja manna tali, glaðvær og góður í framkomu og samskipt- um. Jónas stækkaði sjóndeildar- hringinn, minnti á hinar hliðarn- ar, tjáði sig af eindrægni og sagði það sem honum fannst. Hvort sem það féll í kramið eða styggði og storkaði samferðamönnum hans. Áhrif skrifa Jónasar voru ótvíræð og beinskeytt. Jónas Kristjánsson er meðal þeirra manna og kvenna, sem höfðu áhrif, sem áttu erindi og hægt var að bera virðingu fyrir manndómi hans og sjónarmiðum. Jónas var klettur, Jónas var stað- fastur, Jónas var frábær hugsuð- ur. Ég sendi öllum afkomendum hans hjartans kveðjur. Þau mega öll vera stolt af Jónasi Kristjáns- syni. Ellert B. Schram. Íslensk tunga á undir högg að sækja. Enskan sækir á og und- anhaldið gagnvart henni er sam- ofið vaxandi rökleysu og mála- lengingavaðli. Stórt skarð er höggvið í raðir öflugustu varð- manna tungunnar með fráfalli Jónasar Kristjánssonar. Ég naut þeirra forréttinda að vera sam- starfsmaður hans þegar hann var ritstjóri Skólablaðs MR og hóf glæsiferil sinn sem yfirburða- maður í blaðamennsku. Þá bund- ust þau bönd milli okkar sem styrktust meðan báðir lifðu. Ef hægt er að tala um meistara meitlaðs máls var Jónas sá mað- ur. Um það báru fínyddaðir og skarpir bloggpistlar hans vott allt til enda. Ekki orði ofaukið þegar brugðið var stílvopni og brandi hins ritaða orðs af tærri bardagalist ástríðufulls hug- sjónamanns. Skýrt og skorinort. Stutt og hnitmiðað. Beinskeytt og tæpitungulaust, svo að sumum þótti kannski stundum nóg um hjá hinum gunnreifa snillingi. Smá dæmi um kröfur hans um hnyttni skal nefnt úr kennslu hans í háskólanum. Jónas tók bresku blöðin á beinið fyrir óþarfa málalengingar í fréttafyr- irsögnum um fæðingu í konungs- fjölskyldunni. „Allar of langar“, sagði Jónas. Líka stysta fyrir- sögnin: „It’s a boy.“ „Það er hægt að stytta hana um helming og stækka stafina tvöfalt í: “Oh, boy!““ Já, það var bara einn Jón- as Kristjánsson. Aðdáun, þökk og virðing fylla hugann. Samúðar- kveðjur til hans nánustu. Ómar Ragnarsson. Einn góðan veðurdaginn í MR sagði Jónas við mig: – Jæja, nú hef ég hitt einn, sem er klárari en ég – þetta var Þorsteinn Gylfa- son. Þetta er ekki rifjað upp til að mæra Þorstein sérstaklega, held- ur til að minnast þess, hvað sjálfsmat Jónasar var sterkt – en þó raunsætt, því að líklega stæðu fáir skólafélagar okkar honum á sporði um almenna þekkingu, skerpu og rökvísi. Jónas varð rit- stjóri Skólablaðsins og varð þá þegar ljóst, hvílíkur yfirburða- maður hann var um skipulagn- ingu og verkstjórn. Það átti eftir að sannast með eftirminnilegum hætti á víðari vettvangi eins og alþjóð veit. Jónas tók öll viðfangsefni með trompi. Ekki bara ritstjórn og pistlaskrif, heldur líka óskyld efni: heilsubótarhlaup (frum- kvöðull), megrunarkúr doktors Roberts Atkins, Go-spilið kín- verska, hótel- og veitingahúsa- greiningu, vekurð gæðinga, þjóð- leiðir og ferðalög, fræðagrunn blaðamennsku og alþjóðastjórn- mál. Reyndar varð eldlegur áhugi hans á eðalvínum ekki til mikillar þurftar á tímabili, en það var fyrir löngu. Drifkraftur Jón- asar í leik og starfi var óbilandi réttlætiskennd og sannleiksást, þótt vígamóðurinn, ákafinn og sannfæringarþörfin hafi stund- um leitt ritstjórann út á ystu nöf í málflutningnum. Eftir stendur, að Jónas var ásamt einum eða tveimur öðrum öflugasti blaða- maður og ritstjóri landsins síðari hluta tuttugustu aldar. Vinátta okkar hófst ofan í veituskurði sunnan við mötu- neytið á Írafossi sumarið 1956 og hélst óslitin síðan. Við vorum 16 ára, en fundum sameiginlegt um- ræðuefni í bókum George Orwell, 1984 og Félaga Napóleon. Seinna átti Jónas eftir að halda seminör yfir okkur félögum sínum, þar sem hann bar saman framtíðar- sýn Orwells og svo Aldous Hux- leys í bókunum Brave New World og Brave New World Re- visited. Margir aðrir spámenn og hugsjónir fönguðu huga hans á næstu áratugum. Það hljómar e.t.v. undarlega í dag, en á ung- um aldri batt Jónas til dæmis miklar vonir við skógrækt og norræna samvinnu og hann var svag fyrir Framsóknarflokknum. Þetta breyttist. Á helsta mekt- artíma ritstjóraferilsins var hann máttugur hrópandi réttlætis, upplýsingar, jafnræðis og ráð- vendni. Hann rakst hvergi í flokki. Vinátta okkar Jónasar tók vit- anlega strax til eiginkvenna okk- ar. Það var jafnræði með þeim Kristínu. Hún var fluggáfuð og átti mikinn þátt í árangri Kvennalistans. Sjúkleiki Kristín- ar lagði þungar byrðar á Jónas og hann var varla samur maður eftir fráfall hennar og raunar eig- in veikindi. Þó hafði hann áform um að dvelja næsta vetur í Spán- arblíðu, er örlögin gripu í taum- ana. Hvorugur okkar Jónasar hefur víst talist mikill trúmaður á kirkjulega vísu. Ég dvel þó enn við þá hugljómun, að við eigum eftir að sitja saman í handan- heimum yfir glasi af Chateau Latour (1996) að fenginni sér- stakri heimild frá SÁÁ. Þórður Harðarson. Sérstakt að finna allt í einu fyrir því að það sem var er ekki lengur. Jónas er ekki lengur við. Magnað, annað hefur í raun ekki breyst. Hugmyndir mínar um Jónas lifa áfram, jafnskýrar og hann var. Segja má að Jónas hafi verið minn fyrsti leiðbeinandi. Kynnt- ist honum fyrst sem hálfgerður lærlingur á ritstjórn Dagblaðs- ins. Síðustu tengsl okkar vörðuðu Rósu samstarfskonu mína en Jónas sagði hana vera síðasta nemanda sinn í fjölmiðlun. Jónas mun örugglega lifa með henni þótt tími hafi ekki unnist til að út- skrifast. Við erum bæði heppin að hafa kynnst Jónasi. Hann verður við á meðan við munum eftir því sem hann kenndi. Staðfesta Jónasar birtist í framgöngu hans og fasi eins og oft er hjá einstökum einstakling- um. Jónas bar þess vitni að glæsi- leikann er að finna í því einstaka. Hreinskilni hans kom mér fyrir sjónir sem heilindi enda stóðust loforðin. Jónas á eftir að lifa lengi í huga margra. Votta aðstand- endum samúð mína. Guðjón Heiðar Pálsson. Árið 1983 var gefin út frábær bók eftir Jónas sem hét Heims- borgin London. Þarna voru gagnlegar upplýs- ingar fyrir ferðamenn, m.a. var þar talað um allskyns veitingahús og hótel sem Jónas hafði prufað og mælti með, ekki veitti af þar sem það var ekkert öruggt með gæði veitingastaða í London á þessum tíma en London var þarna rétt að byrja að hasla sér völl á vettvangi veitingahúsa. Við vorum oft búnir að prufa áður ýmsa staði sem voru æði misjafnir. Þar sem Jónas var viður- kenndur mathúsagagnrýnandi sem hafði bæði vit og skoðun á þessum hlutum þá tókum við Úlf- ar Eysteinsson þessa bók með okkur í vikuferð með konunum okkar til London í ágúst 1983. Þarna var t.d. kafli sem hét „Umhverfis jörðina á 30 veitinga- húsum“. Við fórum víða og vorum alltaf ánægðir, svo kom að amer- ískum veitingahúsum og þá sagði Jónas: „Ef þið farið upp á hornið á Old Park Lane og Piccadilly þá komið þið að Hard Rock Cafe og ef ykkur langar í góðan hamborg- ara með frönskum kartöflum, mjólkurhristing og gráðaosta- sósu þá er þetta staðurinn til að fara á.“ Við komum þangað um tvö- leytið í eftirmiðdaginn og það var löng biðröð fyrir utan. Ég var á þessum tíma nýbúinn að selja yf- ir milljón hamborgara og hélt að ég vissi allt um hamborgara svo ég ætlaði nú ekki að fara að standa í biðröð um miðjan dag en lét þó tilleiðast, biðin tók u.þ.b. 45 mínútur en þegar við vorum komin inn þá stóð ég agndofa úti á miðju gólfi og dáðist að öllu sem ég sá. Þetta var málið, þetta ætl- aði ég sko að gera á Íslandi. Þetta var eins og ævintýri fyrir mig ís- lenskan sveitamanninn. Það tók mig rúmt ár að ná í samning við Hard Rock Cafe sem var undir- ritaður 3. september 1984. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim eftir það, var að fara heim til Jónasar út á Seltjarnarnes og þakka honum fyrir að hafa kynnt mér þennan dásamlega stað. Síðan þá hefur leið okkar legið saman öðru hvoru og alltaf farið vel á með okkur enda er ég hon- um ævinlega þakklátur. Ég hef lesið jonas.is árum saman og á eftir að sakna hans og hinnar skemmtilegu lýsingar á samfélagi okkar og stjórnmálum. Ég votta fjölskyldu og nánustu vinum samúð mína. Hvíl í friði, Jónas minn góur. Tómas A. Tómasson. Jónas Kristjánsson var einn hinna fáu útvöldu, sem settu sterkan svip á samtíð sína. Hann var óumdeilanlega frumkvöðull í íslenskri fjölmiðlun og vissulega umdeildur sem slíkur. Samstarf hans og Sveins Eyjólfssonar á Dagblaðinu vakti storma og stríð. Eftir á að hyggja táknaði það kaflaskipti í sögu íslenskrar fjöl- miðlunar. Stríðið sem geisaði á bak við tjöldin um yfirráð yfir DV er lær- dómsríkur kafli í fjölmiðlasög- unni. Sú saga snýst um það, hvernig áhrifarík öfl í viðskipta- lífinu – í nánum tengslum við ráð- andi flokk fjármagnseigenda – svífast einskis til að kaupa sér völd og áhrif og tryggja eigin hagsmuni. Jónas – með Svein að bakhjarli – bauð þessum öflum birginn. Frjáls fjölmiðlun er súrefnis- gjafi lýðræðisins. Það fyrsta sem spilltir valdhafar í þjónustu auð- ræðis gera, er að þagga niður í gagnrýnisröddum – mýla fjöl- miðlana. Þetta er að gerast bæði í Bandaríkjum Trumps og Rúss- landi Putins, í Austur-Evrópu og Tyrklandi. Þessarar tilhneiging- ar gætir um allan heim – líka hér á landi. Lýðræðið er á undan- haldi. Andstaða þess – auðræðið – er í sókn. Jónas Kristjánsson var lýsandi dæmi um öflugan þjóðfélags- gagnrýnanda í krafti frjálsrar fjölmiðlunar. Hann var frum- kvöðull og brautryðjandi. Það var hart að honum sótt, en hann lét aldrei beygja sig til hlýðni. Hann er og verður lýsandi fyrirmynd nýrrar kynslóðar fjölmiðlafólks, sem á að standa vaktina um virkni lýðræðisins á komandi ár- um. Munu arftakar hans hafa til að bera sama kjark og úthald og Jónas Kristjánsson sýndi alla tíð í lífi sínu og starfi? Við eigum honum skuld að gjalda. Það verð- ur ekki heiglum hent að halda uppi merki hans. Ég kveð hann með virðingu og votta aðstandendum hans samúð mína. Jón Baldvin Hannibalsson. Það vakna margar minningar um Jónas Kristjánsson við fráfall hans. Þegar við Sigurður Hreiðar nágranni minn hittum þennan gamla samstarfsmann síðast á förnum vegi fyrir allnokkru var hann fullur bjartsýni á framtíð- ina þótt hann væri þá að slást við alvarlegan krankleika – núna er staðreyndin önnur, því Jónas sem sjaldan var til í að láta í minni pokann, hefur gengið sín síðustu spor. En sporin mín með Jónasi voru mörg og áttum við í mjög nánu og góðu samstarfi í þrjá áratugi. Kynni okkar byrjuðu þegar hann var ráðinn til Vísis en þá voru Landmælingarnar, minn vinnustaður, á hæðinni fyrir ofan ritstjórnarskrifstofur Vísis að Laugavegi 178 og áttum við því samleið þar frá 1964 til 1968. Næst lágu leiðir okkar saman þegar Jónas hélt námskeið í blaðamennsku í Menntaskólan- um við Hamrahlíð 1969, en þar náði hann að kenna okkur sem sátum það námskeið grundvall- aratriði í blaðamennsku sem hafa fylgt mér æ síðan. Á þessum tíma starfaði ég á fréttastofu Sjón- varpsins, en starfið þar hafði kveikt þann neista blaðamennsku sem varð til þess að ég sótti þetta námskeið Jónasar. Samstarf okkar Jónasar hófst hins vegar fyrir alvöru sumarið 1971. Dag einn snemma sumars hringdi Jónas og bauð mér í mat. Erindið var að fá mig til liðs við hann og Svein R. Eyjólfsson að undirbúa byltingu í prentvinnslu Vísis (og annarra dagblaða) með því að hætta blýprentun blað- anna og færa vinnsluna yfir í off- setprentun. Þetta samstarf hófst 1. ágúst 1971 og stóð í tæpa þrjá áratugi. Fyrst á Vísi, síðan stofn- uðum við saman Dagblaðið og loks voru blöðin sameinuð 1981. Jónas var fastur fyrir í sínum skoðunum, en ég er örugglega með þá sérstöðu að aldrei lenti okkur saman á þessu langa sam- starfstíma, þrátt fyrir að við vær- um ekki alltaf sammála, en sama er ekki hægt að segja um marga aðra af samstarfsmönnum okkar. Ég mat það mikils hve Jónas treysti mér varðandi útlit og framsetningu þeirra blaða sem við stóðum saman að. Þessi sam- vinna okkar varð til þess að breyta miklu um það hvernig ís- lensku dagblöðin þróuðust. Merkilegasti kaflinn í þessu var stofnun Blaðaprents og sú tækni- bylting sem þá varð til í útgáfu dagblaða á Íslandi. Ég þakka Jónasi af alhug góða uppfræðslu í blaðamennsku, góða sýn á íslenskt mál og texta og samstarfið á þessum árum um leið og ég sendi aðstandendum hans hugheilar samúðarkveðjur. Jóhannes Reykdal. Ég var svo heppin að ná að kynnast Jónasi, einungis nokkr- um mánuðum áður en hann lést. Sér í lagi fékk ég þann mikla heiður að vera síðasti nemandinn hans í fjölmiðlun. Að fá einkakennslu hjá Jónasi Kristjánssyni er mér ómetanlegt. Það var ekki annað hægt en að spjalla við hann um lífið og til- veruna, enda alveg sama um hvað var rætt, Jónas var með svörin við flestöllu. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Jónasi og votta aðstandendum hans samúð mína. Rósa Haraldsdóttir. Jónas Kristjánsson, ritstjóri minn, er allur. Hann var ritstjóri DV þegar ég skrifaði þar Kjallaragreinar; sem og í fyrirrennara þess; á ár- unum 1981-1996. Munu það hafa orðið tæpar hundrað skoðana- greinar alls (launaðar). Ég fylgdist oft með leiðara- skrifum hans; og var þá meðvit- aður um að hann var menntaður í sagnfræði (og félagsfræði); en ég í mannfræði. Við töluðumst við nokkrum sinnum, m.a. hjá Grikklandsvina- félaginu Hellas kringum 1995; og deildum áhuga á bæði Grikklandi og ritstörfum. Mér þóttu bæði hann og kona hans vera hrífandi persónur til- sýndar í fjölmiðlum þess tíma; og óskaði þeim þá alls hins besta. Ég vil minnast hans; og þessa fyrsta stóra rithöfundarskeiðs míns, með því að vitna í nýlegt ljóð eftir mig, sem heitir Dóms- málaráðuneytið, og minnir mig ögn á andann í sumum leiðara- greina hans; en ljóð þetta hefst þannig: Þjóðfélagið er einsog ratleikur; Það þarf að stjórna hlaupi rottunnar og músarinnar með réttum umferðarljósum svo allir komist heim til sín á réttum tíma. Og svo þeir fari ekki heim til annarra á röngum tíma! (Þá væri allt komið í hönk, og dómararnir fengju ei launin sín.) Tryggvi V Líndal. Jónas Kristjánsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.