Morgunblaðið - 12.07.2018, Page 22

Morgunblaðið - 12.07.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 ✝ Hannes Snæ-björn Sigur- jónsson fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1954. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. júní 2018. Foreldrar hans eru Svava Sigur- jónsdóttir hús- móðir, f. 1933 og Sigurjón Sigurðsson rafvirki, f. 1931. Systir hans er Sigrún Sig- urjónsdóttir, f. 1957. Fyrri barnsmóðir Hannesar er Rósa Hilmarsdóttir, f. 1959. Sonur þeirra er Trausti, f. 1983. Eiginkona Trausta er tæknifræði og flutti 1979 til Danmerkur og lauk því námi við Háskólann í Óðinsvéum. Hann snéri aftur til Íslands árið 1982 og eftir að hafa starfað hjá Hitaveitunni og sem sjálf- stæður rafmagnstæknifræð- ingur gerðist hann kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Þar kenndi hann við góðan orðstír svo lengi sem heilsan leyfði. Íþróttir og útivist voru hon- um ávallt hugleikin og þá sér- staklega skautaíþróttin. Hann stundaði íshokkí frá unga aldri og spilaði með úrvalsliði Reykjavíkur, ásamt föður sín- um, aðeins 14 ára gamall. Hann var virkur meðlimur í Skauta- félagi Reykjavíkur og gegndi formennsku um tíma, þjálfaði yngri flokka í íshokkí og kenndi yngstu krökkunum í skautaskólanum. Útför Hannesar fer fram frá Neskirkju í dag, 12. júlí 2018, klukkan 13. Guðrún Fönn Tóm- asdóttir, f. 1982. Börn þeirra eru Tómas Jökull, Ar- on Frosti og Dagný Hanna. Seinni barnsmóðir Hann- esar er Guðrún Ragna Guðjóns- dóttir, f. 1965. Son- ur þeirra er Sig- urjón Davíð, f. 1998. Hannes ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur og gekk í Ísaks-, Mela- og Hagaskóla áður en leiðin lá í Iðnskólann þar sem hann lærði rafvirkjun. Síðar hóf hann nám í Tækniskólanum þar sem hann nam rafmagns- Við vorum þrír vinirnir; Hann- es, undirritaður og Þorgeir. Ferð- uðumst saman gegnum barns- og unglingsárin. Gerðum allt sem börn og unglingar gera, upplifðum gleði og sorgir saman. Við sótt- umst eftir því að vera heima hjá Hannesi. Ástæðan var einföld, mamma Hannesar, Svava, var heima og þar var alltaf hægt að fá gott að borða. Hjá okkur hinum var brauðið alltaf frá í gær og við höfðum undantekningarlaust gleymt að setja það í plastpokann um morguninn. Við vorum í E- bekk hjá Magneu Hjálmarsdótt- ur. Þá var kennt sex daga vikunn- ar, til hádegis á laugardögum. Á föstudögum sátum við vinirnir og lærðum ljóð sem við áttum að fara með utanbókar, samtímis sem Magnea grúfði sig yfir skólabæk- urnar okkar til að vera viss um að allt hefði verið gert. Við vorum 26 í bekknum og laugardaga mátti heyra saumnál detta milli ljóða- lestursins og ískaldra athuga- semdanna sem Magnea lét dynja á þeim sem ekki fylgdust að. Fyrir henni var það mikilvægt að allir fylgdust að. Það var í lagi að fara fram úr ef sá aðstoðaði aðra. Ég held að það hafi kennt okkur mik- ilvægi þess að hjálpa öðrum. Utan skólalóðarinnar biðu okk- ar ævintýri æskunnar og við héld- um ótrauðir út í hinn framandi heim þroska byggðan á sigrum og ósigrum. Sigurjón, faðir Hannes- ar, var mikill áhugamaður um ís- hokkí og áður en ég vissi af var Hannes búinn að hnýta á mig skauta eldri bróður míns ásamt eldgömlum legghlífum og ég varð markvörður í barna og unglinga- deild Skautafélags Reykjavíkur. Í þau sjö sumur sem ég var í sveit brást aldrei að félagarnir komu heim til mín sama dag og ég sneri aftur og þá tóku við unaðs- legir haustdagar þar sem við lág- um í leyni í rifsberjavænum görð- um á Ægisíðunni og á Högunum, slógumst við aðra stráka frá Sel- tjarnarnesi eða Austurbænum, við urðum ástfangnir af skólasystrum okkar án þess að þær hefðu hug- mynd um. Fimmtán ára skildi leiðir okkar félaganna, eins og gengur. Þessi ár kenndu mér margt gott og mik- ið af því á ég Hannesi og fjöl- skyldu að þakka. Ég hitti Hannes einu sinni eftir grunnskóla. Hann var þá í Iðn- skólanum og átti bíl, sem á þeim tímum þótti sérstakt. Ég sá mynd frá endurfundum 54 árgangsins í Melaskóla og hann var sá eini sem ég þekkti strax, hnarreistur og spengilegur. Svo bárust fréttirnar að Hann- es væri með ólæknandi krabba- mein. Hannes sem í mínum huga var samnefnari hreysti og heil- brigðs lífernis! Ég talaði við hann í síma, skömmu fyrir andlátið og spurði fyrirvaralaust: „Ertu að deyja vinur?“ Hann svaraði að bragði: „Á það ekki fyr- ir okkur öllum að liggja Gunnar?“ Þú hægir á ferðinni og hugsar þig um tvisvar ef ekki þrisvar um lífshorf, stefnu og framtíð. Kunn- ingjahópur minn er stór en vin- irnir, þessir sem lífið skilur að um tíma, þeir eru fáir. Nú hef ég misst einn. Hannes er allur en minning hans lifir. Foreldrum Hannesar, Sigrúnu, Trausta og Sigurjóni sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Kári Magnússon. Ég kynntist Hannesi þegar ég fór að kenna hjá Tækniskólanum haustið 2009, þá var Hannes í árs námsleyfi og var að bæta við sig lýsingarfræði. Þótt hann væri í leyfi frá kennslu kom hann samt oft við og fylgdist með sínum nem- endum í tækniteiknun – og okkur kennurum til að kanna hvort við gerðum þetta ekki nægjanlega vel. Hannes hafði metnað í starfi sínu sem kennari og fyrir hönd skólans. Þegar Hannes kom svo aftur til starfa eftir námsleyfið myndaðist vinskapur okkar á milli sem hefur haldið alla tíð síðan. Hannes hafði sterkar skoðanir á náminu sem hann kenndi og hvernig best væri að kenna það og höfum við átt ófáar umræður um það síðustu níu árin. Varðandi kennslu og viðhorf til hennar leit ég upp til Hannesar. Ég nefndi það oft við hann sem og aðra að ef ég myndi kenna eitthvað áfram þá þyrfti ég alltaf að hugsa til Hann- esar því þótt hann hafi kennt í öll þessi ár brann hann enn fyrir fag- inu og nemendum sínum. Það skipti ekki máli þótt hann hefði kennt sama áfangann í tugi ára – alltaf mætti hann nemendum á þeirra forsendum. Það nám sem Hannes kenndi hefur þróast mikið síðustu árin. Það þýddi stöðuga endurmennt- un. Hannes var fljótur að tileinka sér þær breytingar hvort sem það voru eðlisbreytingar eins og að fara frá teikniborði yfir í tölvu eða þróun á tölvuforritunum við árleg- ar uppfærslur. Hann var alltaf já- kvæður gagnvart nýjungum, fannst þær spennandi þó það hefði áhrif á hans vinnu og kennslu- hætti. Það má segja að Hannes hafi verið frumkvöðull í kennsluað- ferðum. Á undan öðrum tileinkaði hann sér að útbúa myndbönd og nota þau við kennslu. Hann þróaði það í fjarnámi en nýtti það einnig í dagskólanum og hentar það sér- staklega vel til kennslu í þeim greinum sem hann kenndi og hef- ur sú aðferð einkennt kennslu í tækniteiknun æ síðan. Hannes var mikil prinsippmað- ur og var með alla kjarasamninga á hreinu. Hann lét stjórnendur iðulega heyra það þegar túlkunum bar ekki saman og fylgdi því fast eftir. En hann var ávallt málefna- legur og færði rök fyrir sínu án há- vaða og láta. Þannig var Hannes. Eftir að Hannes veiktist var hann nokkuð frá kennslu. Þrátt fyrir það kom hann ávallt reglu- lega í heimsókn, heilsaði upp á nemendur sína og afleysinga- kennara. Alltaf kom hann við hjá mér og við áttum þá langt og gott spjall, meðal annars um skólamál, nemendur, áfanga, ný forrit og skólann. Þegar við áttum erfið samtöl um veikindin gátum við alltaf endað þau á þessum sameig- inlegu málum sem tengdu okkur saman. Ég heimsótti Hannes síðast í júní þar sem hann dvaldi í hvíld- arinnlögn á dvalarheimilinu Grund. Þrátt fyrir að veikindin væru búin að taka sinn toll af þess- um hrausta manni þá var Hannes æðrulaus og tók veikindum sínum af yfirvegun. Ég er þakklátur fyr- ir þessa síðustu stund okkar sam- an, við töluðum um skólann, nem- endur, námið og fjölskylduna. Þannig vil ég minnast samstarfs- félaga míns, vinar og fyrirmyndar í kennarastarfi. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldu Hannesar. Hvíl í friði. Samkennari og skólastjóri Byggingatækniskólans, Gunnar Kjartansson. Við kveðjum Hannes Snæbjörn Sigurjónsson kennara við Tækni- skólann sem lést föstudaginn 29. júní eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hannes starfaði sem kennari við Byggingatækniskóla Tækni- skólans frá stofnun hans 2008 og þar áður hjá fyrirrennara Tækni- skólans, Iðnskólanum í Reykjavík, í áratugi. Hann var mikill fagmað- ur sem gerði ríkar kröfur til sjálfs síns og samstarfsfólks og fylgdi þeirri þróun sem varð í hans fagi vel eftir. Hannes var góður félagi og farsæll kennari sem naut virð- ingar jafnt meðal samstarfs- manna sinna og nemenda og verð- ur hans sárt saknað. Við þökkum Hannesi áralangt farsælt samstarf og vel unnin störf í þágu skólans og vottum að- standendum Hannesar okkar dýpstu samúð. F.h. Tækniskólans, Hildur Ingvarsdóttir skóla- meistari og Jón B. Stefánsson fyrrverandi skólameistari. Kveðja frá fyrrverandi samstarfsmönnum við Iðnskólann í Reykjavík Fyrstu kynni iðnskólakennara af Hannesi Sigurjónssyni voru haustið 1972 þegar hann hóf raf- iðnanám við skólann. Átján ára glaðbeittur og hress strákur. Fljótlega kom í ljós að þarna fór bráðgreindur, áhugasamur og duglegur nemandi sem spurði oft spurninga sem erfitt var að svara. Á næstu árum fór hann upp þá- verandi bekkjakerfi með ágætum árangri og lauk burtfararprófi frá skólanum vorið 1975. Hann var á námssamning hjá ÍSAL, fyrirtæki sem undirbjó sína iðnnema sér- staklega vel undir störf í rafiðnaði. Það voru svo ánægjulegir end- urfundir þegar Hannes leitaði eft- ir kennslustarfi við skólann rúm- um áratug eftir að hann hafði lokið þaðan námi. Tímann hafði hann notað vel. Aflað sér víðtækrar þekkingar og reynslu á rafiðna- sviðinu og lokið prófi í rafmagns- tæknifræði í Danmörku. Starfað að loknu námi hjá Hitaveitunni og síðar Rafteikningu. Hann var því kærkomin viðbót í kennaraliðið. Kennslugreinar hans voru innan rafiðnabrautar en fljótlega fóru aðrar brautir að sækjast eftir þekkingu hans og færni. Lengi kenndi hann raflagnateikningar í Teiknaraskólanum og var um tíma deildarstjóri þar. Þegar tölvur tóku við af teikni- borðum komu afburðahæfileikar Hannesar vel í ljós og þar vann hann þrekvirki. Útbjó verkefni í flóknum tölvuforritum og tók upp vídeóstuttmyndir sem nemendur gátu skoðað aftur og aftur þar til fullur skilningur var fenginn. Þeg- ar skólinn steig fyrstu skrefin í fjarnámi voru þessi gögn og að- ferðafræði lykilatriði að góðum ár- angri. Hannes var óspar á tíma sinn til að leiðbeina og aðstoða aðra kennara sem voru að feta í fótspor hans. Aðalkennslugreinar hans urðu svo á sviði tölvuteikni- forrita svo sem AutoCad og ann- Hannes Snæbjörn Sigurjónsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Merkigerði 21, Akranesi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 3. júlí. Útför fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 13. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness. Magnús E. Theódórsson Katrín Jóna Theódórsdóttir Hrönn Theódórsdóttir Matthías Harðarson Guðjón Theódórsson Ellen Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR ÞÓRÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. júlí klukkan 13. Steinn Jónsson Jónína B. Jónasdóttir Jónína G. Jónsdóttir Guðmundur Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Sirrý í Gíslholti, Vestmannaeyjum, lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum laugardaginn 30. júní. Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 14. júlí klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Hraunbúða, r.nr. 582-26-200200 og kt. 420317-0770. Tryggvi Á. Sigurðsson Ólafur K. Tryggvason Björg Pétursdóttir Hallgrímur Tryggvason Ásdís Sævaldsdóttir Klara Tryggvadóttir Kristný S. Tryggvadóttir Gretar Þór Sævaldsson barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGMUNDUR GUÐMUNDSSON, flugumferðarstjóri, lést sunnudaginn 8. júlí á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 17. júlí klukkan 13. Bergþóra Sigmundsdóttir Gunnar V. Johnsen Egill Þ. Sigmundsson Petra L. Einarsdóttir Björg Sigmundsdóttir Már Guðmundsson og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, HAUKUR BERGSTEINSSON, Bræðratungu 4, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 16. júlí klukkan 13. Ragna Guðvarðardóttir Agnes Hauksdóttir Þórir Borg María Sigmundsdóttir Magnús Sigurðsson Sara, Haukur, Sólveig, Árni, Kjartan Ástkær móðir okkar, amma og langamma, HANNA FRÍÐA KRAGH, Lindargötu 57, Reykjavík, lést föstudaginn 22. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Garðar Júlíus Hansen Guðmundur Agnar Erlendsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1A, áður 82, Kópavogi, lést laugardaginn 7. júlí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 16. júlí klukkan 13. Sverrir Guðmundsson Guðlaug Sverrisdóttir Aðalsteinn Sverrisson Rannveig Ragnarsdóttir Guðmundur Sverrisson Björk Berglind Arnljótsdóttir og ömmubörn Elsku mamma mín, tengdamamma og amma, ELÍN HALLDÓRA ÍSLEIFSDÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 7. júlí. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 16. júlí klukkan 13. Gunnhildur H. Georgsdóttir Kristján Óli Sverrisson Elín Björk Hallsteinsdóttir Dagur Sverrir Kristjánsson María Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.