Morgunblaðið - 12.07.2018, Page 23

Morgunblaðið - 12.07.2018, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 arra sérhæfðra forrita. Jafnhliða störfum sínum hjá skólanum vann hann sjálfstætt við hönnun mann- virkjaraflagna. Hannes var í samskiptum sín- um við stjórnendur skólans, sam- kennara og nemendur hreinn og beinn. Sagði sína skoðun tæpi- tungulaust. Fastur fyrir, en já- kvæður og setti jafnan fram góð rök. En hann tók líka gildum gagnrökum vel. Þannig var hann mikilvægur í umbóta- og gæða- starfi skólans. Hann var líka virk- ur þegar kom að því að semja fyrir kennara um launagreiðslur fyrir fjarnámskennsluna sem þurfti að þróa frá grunni þegar því kennslu- formi óx fiskur um hrygg. Hannes var góður liðsmaður í íþróttalífi starfsmanna ekki síst í blaki, enda skautakappi og íshokkíspilari frá blautu barns- beini. Hann var einnig liðtækur í knattspyrnu, hafði spilað með KR upp yngri flokkana. Félagsstörf- um innan íþróttahreyfingarinnar sinnti hann líka og var um tíma formaður hins gamalgróna Skautafélags Reykjavíkur. Síðustu árin glímdi Hannes við alvarleg veikindi. Hann mætti þeim veikindum af miklu æðru- leysi og kjarki. Stóð af sér margan brotsjóinn en síðasta holskeflan var of kröftug og hann lést 22. júní síðastliðinn. Við samstarfsmenn hans frá Iðnskólaárunum þökkum fyrir samfylgdina og sendum fjöl- skyldu Hannesar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Góður drengur er genginn en minningin lifir. Frímann Ingi Helgason. Á fyrstu árum skólagöngu myndast tengsl milli skólasystk- ina. Kynni okkar Hannesar hófust í Melaskóla, þar sem við vorum í bekk hjá Magneu Hjálmarsdótt- ur. Magnea bjó okkur undir fram- tíðina, hjá henni var agi og hún hélt okkur við efnið. Eftir að Hannes veiktist töluðum við oft saman og voru þau samtöl ekki ósvipuð þeim sem við áttum þegar við gengum heim úr Melaskóla forðum daga, fram hjá kirkjunni niður Fornhagann, oft stoppuðum við lengi fyrir utan heimili Hann- esar áður en ég hélt áfram göngu minni áfram heim á leið. Eins og eðlilegt er með skólasystkini úr grunnskóla skilur leiðir, þegar skóla lýkur. Leiðir liggja í ýmsar áttir og fjarlægðin á milli manna verður til þess að samverustundir verða stopular, tengsl rofna. Þó að tími sé langur á milli endurfunda eru fundirnir gjöfulir þegar kynni endurnýjast. Þannig er það líka með nemendur 6E í Melaskóla. Sum okkar hafa haldið vinskap síðan þá en aðrir hafa hist sjaldn- ar. Í 50 ára útskriftarafmæli okkar skólasystkinanna endurnýjuðust kynni okkar margra. Þá kom í ljós að við Hannes höfðum ekki lokið spjalli okkar á Fornhaganum forðum daga, við höfðum endalaus umræðuefni þessar síðustu sam- verustundir en nú var það fullorð- ið fólk sem talaði, hokið af reynslu. Hannes háði sína baráttu án þess að brotna, brosandi fram á síðustu stundu. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt við hana að una, við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú hann geymi vel sálina þína. (Bryndís Jónsdóttir) Ég votta fjölskyldu Hannesar mína innilegustu samúð. Guðrún Þóra Hjaltadóttir. Mann setur hljóðan! Fregnin um að Bragi frændi minn á Þverá væri látinn kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, slysin gera ekki boð á undan sér. Við Bragi vorum tvímenningar og ég man fyrst eftir honum að hann kom í heimsókn í Hafragil, ríðandi á Blakk sínum og mér fannst hann bera hratt yfir þegar hann reið út með Hálsinum. Hann var aufúsugestur, glettinn og skemmtilegur. Bragi var sex árum eldri en ég og ári eldri en Hinni bróðir minn, sem lést átján ára. Þeir voru félagar og lá leiðin yfir Þverárfjallið, sem þá var moldarvegur, er þeir hittust stöku sinnum. Öðru sinni minnist ég þess að hann kom á Blakk í Hafragil en þá voru þar fyrir gestir, m.a. Kristín móðursystir mín og fleira fólk. Þetta var um Jónsmessuleytið og var ákveðið að hópur fólks gengi að kvöldi til upp í Tindastól að Óskatjörn en samkvæmt þjóðtrú áttu óska- steinar að fljóta upp úr henni á Jónsmessunótt. Bragi slóst í hóp- inn og var sá eini sem var ríð- andi. Eitthvað var Kristín þung á sér í bröttustu brekkunum og var þá Bragi fljótur að skjóta undir hana hestinum. Öll náðum við að Óskatjörn en á niðurleið skildi hann við okkur og var horfinn úr augsýn í sviphendingu. Bragi var alinn upp á Þverá, hjá afa sínum og ömmu í föður- ætt, eftir að faðir hans lést fyrir aldur fram en ég heiti einmitt eftir honum. Hann hélt tryggð við dalinn og tók við jörðinni eftir afa sinn og ömmu og bjó þar síð- an. Bragi kom upp heimarafstöð og byggði upp alla jörðina. Þetta framkvæmdi hann að mestu leyti sjálfur enda eldskarpur atorku- maður og hraustmenni og lék allt í höndunum á honum. Það er ekki hægt að segja að samskipti okkar Braga hafi verið mikil gegnum árin en mér fannst þó til staðar sterk taug og vænt- umþykja. Þegar ég kom aftur í Hafragil 2004 var hann hættur hefðbundnum búskap og stund- aði verktöku. Ég leitaði þá til hans með gröfuvinnu og fleira og var það allt auðsótt og vel af hendi leyst. Þegar ekið er um Þverárfjall liggur vegurinn rétt ofan við bæ- inn Þverá og á leið þar um var manni ávallt hugsað til Braga, hvort hann væri heima og hvað að gera. Það verður óneitanlega tómlegra eftirleiðis að aka Norð- urárdalinn. Fyrir kom að maður lagði lykkju á leið sína og kæmi við eða færi gagngert í heimsókn, þótt allt of sjaldan væri. Það er eins og maður sé alltaf að flýta sér á þessari leið. Við konan mín og systir hennar gengum eitt sinn vestur Ambáttardal og síðan Hvammshlíðardal og enduðum á Þverá, í kaffi. Að skilnaði smellti ég mynd af Braga glaðbeittum í dyrunum með þær systur bros- andi sína til hvorrar handar. Og fannst mér myndin hafa heppn- ast prýðisvel. Svo illa vildi þó til við yfirlestur í tölvu að allar myndir úr þessari ferð glötuðust á óútskýranlegan hátt. Og þessu tengt höfðum við hjónin rætt um að við þyrftum að endurtaka þessa ferð, en af því verður víst ekki úr því sem komið er. En ég efast ekki um að mynd af góðum dreng geymist skýr í minning- unni. Ég kveð þig með þessum fátæklegu orðum, frændi minn Bragi Húnfjörð Kárason ✝ Bragi HúnfjörðKárason fædd- ist 13. febrúar 1949. Hann lést 25. júní 2018. Útförin fór fram frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, 9. júlí 2018 klukkan 13. góður, og votta aldraðri móður og öðrum aðstandend- um mína dýpstu samúð. Kári Sveinsson. Bragi frændi minn og vinur ólst upp hjá ömmu okk- ar og afa á Þverá í Norðurárdal, byggði sitt bú og bjó þar til dauðadags. Hann var ekki nema þriggja ára þegar faðir hans lést og í kjölfarið höguðu örlögin því þannig að litla systir hans og móðir fluttust burt og Bragi varð eftir hjá föðurömmu sinni og afa. Vafalaust hefur aðskilnaður litlu fjölskyldunnar verið þeim öllum þungbær, en það varð til þess að Bragi varð sjálfkrafa ást- kær meðlimur í fjölskyldum föð- ursystkina sinna. Þar átti hann sérstakan sess í þeim öllum og ekki síst í fjölskyldu Einars og Immu á Blönduósi og þeirra barna. Var hann að mörgu leyti eins og einn af þeirra sonum. Frá því ég man eftir mér, og fyrir þann tíma líka, var árlega farið á Þverá og hjálpað til við heyskapinn. Það var alltaf til- hlökkunarefni að nálgast bæinn, eina bæinn sem nú er eftir í byggð í dalnum. Þar voru amma og afi, Lalli og Bragi. Þá Lalli og Bragi. Loks Bragi einn. Sjálf- stæður Íslendingur. Þegar ég óx úr grasi og eign- aðist mína eigin fjölskyldu héld- ust tengslin og alltaf komið við á Þverá ýmist á suðurleið eða norðurleið. Börnin hændust að Braga frá unga aldri og til þessa dags. Hann var alltaf áhugasam- ur um það sem þau voru að fást við hverju sinni, skóla, íþróttir, vinnu og áhugamál. Alltaf glaður að sjá þau og tók á móti okkur öllum með vinsemd og gagn- kvæmri væntumþykju. Þau eiga líka margar skemmtilegar minn- ingar um ævintýri á Þverá, skemmtilegar samræður og ferð inn að Gálgagili með allan skar- ann. Bragi var fjölskyldurækinn og góður við fólkið sitt. Í mörg ár sendi hann Heiðu og Katli, for- eldrum mínum heitnum, rjúpur til jólanna og þau færðu honum heilu kassana af heimabakstri og öðru sem gat komið honum vel. Voru miklir kærleikar þeirra á milli. Braga var ýmislegt til lista lagt og lék margt í höndunum á honum, sérstaklega vélar og varahlutir. Til sveita læra menn að bjarga sér, hvort sem það er við að virkja bæjarlækinn, byggja hlöður eða skemmur eða sitt eigið einbýlishús. Hann raf- væddi húsið sitt og útihúsin með rafmagni frá virkjun sem hann byggði sjálfur. Safnaði vatni fyrir ofan bæinn og veitti með rörum niður að stöðvarhúsinu sem stóð við ána fyrir neðan. Bragi var víðlesinn og fylgdist vel með alls konar nýjungum. Hann tölvuvæddist fljótlega eftir að einkatölvur komu á markað- inn og notaði tölvuna m.a. til að halda utan um ræktun búfénað- arins. Hann hafði gaman af að spjalla við manninn minn um ný- sköpun á hinum ýmsu sviðum, var hugmyndaríkur og snjall. Hann var einnig góð skytta og ófáir eru þeir veiðifélagar hans sem gist hafa Þverá og notið vin- áttu og samvista við hann. Það er sárt að kveðja vin sinn og frænda og á sama tíma er svo mikið að þakka fyrir. Í okkar legg eru það þrjár kynslóðir sem hafa verið svo gæfusamar að hafa átt einstakt samband við góðan mann. Ungur eignaðist Bragi fallega dóttur. Við sendum henni, systk- inum og móður Braga ásamt allri fjölskyldunni og vinum hans okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Bergþóra K. Ketilsdóttir og fjölskylda. Mín fyrsta minning af frænda er þegar græni Deutz-inn kom í hlað á Þverá en þá var mikil há- tíð, ég man að amma Rakel lyfti upp höndunum þegar Bragi keyrði með ámoksturstækin und- ir heysátu og lyfti henni upp í einni svipan og keyrði með hana heim að gömlu torfhúsum. Þetta hafði verið tveggja til þriggja tíma verk fyrir tvo með heykvísl hér áður. Sem gutti var ég í sveit hjá þeim frændum mínum Lalla og Braga og man svo vel þegar búið vara að brasa í heyskap fram eft- ir degi, þá var farið inní gömlu baðstofuna á Þverá og þeir frændur reyktu pípu svo ekki sá út úr augum. Drukkið var svart kaffi með miklum sykri og borð- uð listafín skúffukaka sem Bragi gjarnan sló í. Það var horft út um gluggann og talað um hana Móru sem fékk að vera heima í túni þetta sumarið vegna þess að hún hafði borið hálfandvana lambi um vorið, það var farið að spjara sig „býsna“ (Bragi notaði þetta orð mikið) vel og farið að braggast. Hrossin höfðu fært sig úr Leitinu og komin inn í Hvammshlíðardal. Sennilega myndu þau fara yfir ána og upp á Urðir, þeim fannst víst grasið gott þar síðla sumars. Oft var ég sendur að stugga við fé sem kom inn á túnið og ekki var velkomið. Sennilega það sama og Bragi var að sýsla við þegar óhappið átti sér stað. Bragi var einstaklega bóngóð- ur maður og þá var nánast alveg sama hvað hann var beðinn um, hann var alltaf tilbúin til hjálpar enda frændi algjör snillingur í höndunum og þá var sama hvort um væri að ræða járn og stál- smíði eða unnið í tré. Pabbi heitinn átti forláta haglabyssu sem hann hélt mikið upp á og var alltaf með honum í för þegar hann hélt til veiða, hvort heldur sem var í mink, tófu eða rjúpnaveiði. Eitt sinn lenti „byssan mín“ (eins og pabbi kall- aði hana) í smá slysi og skeftið á henni brotnaði, pabba til mikillar sorgar. Bragi bað hann að láta sig hafa hólkinn og vildi gera til- raun til að laga hana. Eftir þó nokkra leit og fyrirgrennslan var frændi kominn með góðan drumb úr hnotu. Þessa spýtu fór hann síðan að tálga, saga og slípa þar til hún leit út alveg eins og fyrra skeftið svo ekki var hægt að sjá einn einasta mun á byssunni fyrir og eftir slysið, ef eitthvað var þá var betra að hitta með henni. Bragi var hæglátur og hygg- inn maður, flanaði ekki að neinu, var alltaf búinn að hugsa næsta leik og pældi hlutina alltaf í þaula, sérstaklega þegar hann var að smíða eitthvað eða gera við, en viðgerðir á vélum og tækj- um var leikur í hans höndum. Fyrir kom ef ekki fengust vara- hlutir í vélarnar þá smíðaði Bragi þá bara sjálfur. Bragi hafði einstaklega þægi- lega nærveru, hann var vinaleg- ur, rólegur, ræðinn, góður sögu- maður og alltaf stutt í hláturinn. Mikið lifandis „býsn“ á ég eftir að sakna stundanna með honum frænda mínum, sem var einstak- ur vinur og persóna. Einstakur maður, einstakur! Bragi gat kannski ekki gert allt en hann gat hvað sem var. Kári Húnfjörð Einarsson. Í dag kveðjum við vin okkar Braga á Þverá. Það var mikil gæfa fyrir okkur félagana að fá að kynnast Braga. Benni, sem ættaður er frá Balaskarði og er góður vinur Braga, bauð okkur með sér til rjúpna og fengum við inni hjá Braga og gengum við frá Þverá í um 35 ár samfellt. Fyrstu árin dvöldum við í gamla bænum hjá þeim frændum Braga og Lalla og svo síðar í húsinu sem Bragi reisti á jörðinni. Bragi kenndi okkur að um- gangast byssur, bráðina og land- ið, sem gerði okkur að betri veiði- mönnum og einnig að betri mönnum. Okkur var uppálagt frá fyrstu tíð að hirða upp tóm skot- hylki og koma með til baka. Oft voru skothylkin talin og rjúpur- nar og okkur aðeins strítt fyrir skotfæraeyðslu, þannig var Bragi. Það var alltaf gott að koma til hans, móttökurnar voru alltaf frábærar, faðmlag, bros og hlátur og sama gilti þegar kvatt var eftir nokkurra daga dvöl hjá þessum öðlingi sem Bragi var. Síðustu 10 til 15 árin fóru rjúpnatúrarnir að snúast meira um mat og matreiðslu, frekar en langar göngur í fjöllunum. Var mikið lagt uppúr góðum mat því Bragi kunni að meta villibráð og sagði hann oft við okkur: “Maður fer að verða matvandur á þessu, jólin koma svo snemma hjá mér eða í október.“ Oft var glatt á hjalla á Þverá, gítarinn tekinn upp og sungið fram eftir kvöldi enda hafði Bragi mikið gaman að söng og vísum enda hagmæltur sjálfur. Nú hefur myndast stór og mikil gjá í lífi okkar félagana því söknuðurinn og sorgin er mikil og ekki síst fyrir nánustu ætt- ingja, vini og samfélagið fyrir norðan því missirinn er mikill. Við vottum fjölskyldu Braga og vinum okkar dýpstu samúð við fráfall Braga á Þverá. Ein- stakur maður og einstakur vinur. Elsku Bragi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem þú hefur gefið okkur félögunum gegnum árin. Ó Húnavatnssýsla, hve hefð þín er mikil. Í hrifningu minni ég yrki um þig ljóð að öllu því fegursta lánar þú lykil, lof sé þér ástkæra fóstra mín góð. Í þínu skjóli þinn ávöxtur grær, illgresi þroskast því aldrei hér nær. (Rósi) Þínir vinir að sunnan, Benedikt, Lárus, Valur og Jón. Þær eru margar myndirnar sem fljúga í gegnum hugann þeg- ar Bragi Húnfjörð Kárason er annars vegar en sú fyrsta og kannski sú sterkasta var að sjá hann koma ríðandi á Blakk á hröðu brokki til móts við okkur krakkana standandi í heimreið- inni á Illugastöðum í Laxárdal í Skagafirði þar sem ég var í sveit. Ég var ellefu ára og hann sautján, glæsilegur fulltrúi ís- lenskrar sveitamenningar í sinni hreinustu mynd. Kynni okkar áttu eftir að verða nánari þegar ég fór í sveit tveimur árum síðar á Þverá í Norðurárdal í Húnavatnssýslu þar sem Bragi bjó ásamt föður- bróður sínum Þorláki eða Lalla eins og hann var kallaður. Þar bjuggu þeir frændur innst í daln- um sem á þessum tíma var frem- ur afskekkt þó svo að Þverár- fjallsheiðin hafi verið fær yfir há sumarið. Ekki fór mikið fyrir lífsþæg- indum á Þverá á þessum tíma, hvorki rafmagn né heitt vatn og húsakynnin ekki upp á marga fiska enda Bragi staðráðinn í því að færa hlutina til betri vegar. Það gerði hann svo sannarlega og sýndi í verki hverskonar ofur- hugi hann var. Rafmagnið kom með því að virkja heimalækinn, ný fjárhús voru byggð og síðan íbúðarhús sem tók við af því gamla sem þá var að hruni kom- ið. Þá var orðið lífvænlegt á Þverá og útvörðurinn innst í dalnum búinn að tryggja byggð- inni mikilvæga kjölfestu. Það voru mikil forréttindi að kynnast Braga á hans mótunar- árum og fá að vera hluti af sam- félagi og menningu sem nú er á hverfanda hveli. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum í Will- y’s-jeppanum þar sem krufðar voru til mergjar heimsins ráðgát- ur, allt frá tilvist almættisins til framræstingar á mýrum. Úr minningabankanum skjót- ast fram myndir úr veiðiferð út á Skaga í roki og rigningu, hey- skap í þrjá sólarhringa án svefns til að bjarga heyi í galta undan rigningu, grenjaferðir og smala- mennska yfir endalaus fúafen með Bleik í taumi, vélsleðaferð um hávetur frá Blönduós að Þverá sem tók heilan sólarhring og barningurinn um helgar yfir Þverárfjallið yfir á Sauðárkrók veturinn sem fjárhúsin voru byggð. Allt eru þetta ljúfar minn- ingar sem fyrir mér eru ljóslif- andi hluti af heimi sem nú er að mestu horfinn. En Bragi var ekki bara ofur- hugi og andans maður, hann var einnig mikill íþróttamaður sem bjó yfir miklum líkamlegum styrk og snerpu, sennilega meðal efnilegustu íþróttamanna á sín- um tíma þó svo að hans aðstæður byðu ekki upp á mikinn frama í þeim efnum. Bragi var einstaklega nær- gætinn og tillitssamur ég sá hann sjaldan skipta skapi þrátt fyrir að undir niðri leyndist nokkur skapmaður. Gagnvart mér var hann fyrirmynd um hvernig á að byggja upp traust milli fólks og að ósérhlífni, dugnaður og heið- arleiki eru lykillinn að farsælu samfélagi. Eftir því sem árin liðu varð sambandið stopulla en það var sama hversu langt var á frá síð- asta samtali, alltaf var Bragi með á nótunum og áhugasamur um mínar aðstæður og mitt fólk fremur en að eyða orðum að sín- um málum. Með Braga er horfinn á braut einstakur maður sem markaði djúp spor í sína samtíð. Megi hann hvíla í friði og minning hans lifa um ókomin ár. Björn Rúnar Guðmundsson. Bragi á Þverá (í Norðurárdal í Austur-Húnavatnssýslu) var vel á sig kominn, samanrekinn, sterkur og hagur á tré, járn, vél- ar og flest annað. Hann var dag- farsprúður og enginn hávaða- maður, ráðagóður og góð skytta. Veiddi bæði rjúpu og ref. Hann var átrúnaðargoð okkar sem vor- um að byrja að veiða rjúpu á seinni hluta síðustu aldar. Hann var ljúfur og gerði ekki grín að mér þótt ég kæmi rjúpulaus eða bara með „hálfa“ heim eftir heil- an dag á fjalli. Gaf ráð af áratuga reynslu sinni og þekkingu á veið- um og hvatti okkur til dáða. Ég kynntist Braga í gegnum vin minn Andrés I. Guðmunds- son sem er ættaður frá Bala- skarði, þar sem hann var í sveit á sumrin og hefur farið í göngur æ síðan þegar hvítna tekur á tind- um og rjúpan safnast í hlíðarnar. Benni, yngri bróðir Andrésar var um tíma á unglingsárum hjá Braga á Þverá og lærði þá meðal margs annars að ganga til rjúpnaveiða. Á Balaskarði var lít- ill veiðiskapur stundaður, en að lokum fór svo að veiðibakterían frá Þverá barst líka í þann eldri og hann hóf að draga vini sína norður á Balaskarð á haustin líkt og sá yngri hafði áður gert á Þverá. Við veiðifélagarnir nutum gestrisni á Balaskarði, hjá ömmu, móðursystrum og frænku Andrésar. Þar var kvennaríki, en á Þverá bjó Bragi með föður- bróður sínum í karlaríki. Í lok veiðidags var gjarnan hringst á og staðan metin en í seinni tíð skroppið upp að Þverá og glaðst saman við sögur og söng. En – „nú er hún Snorrabúð stekkur“. Bragi dáinn og Signý (Ninný) á Balaskarði einnig. Við höfum misst mætan vin og þeir sem fara Þverárfjallsleið í óveðri í framtíðinni hafa misst hjálparhellu þegar á bjátar. Braga verður sárt saknað af okk- ur öllum en við þökkum fyrir góð og skemmtileg kynni. Sigurður Reynir Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.