Morgunblaðið - 12.07.2018, Page 25

Morgunblaðið - 12.07.2018, Page 25
síður stoltur af fjölskyldunni, eiginkonu, börnum og barna- börnum. Af lífi þeirra og afrek- um fréttum við reglulega. Fyrir nokkrum dögum yfirgaf Jón Mar sitt fasta sæti á kenn- arastofunni, kvaddi samstarfs- fólkið, skilaði lyklunum og hugð- ist njóta lífsins sem fram undan væri. Raunin varð önnur. Stórt skarð er höggvið í hóp okkar sem höfum starfað við Fellaskóla og það verður vandfyllt. Hann var gleðigjafi í bestu mynd þess orðs. Við þökkum honum ára- tuga samstarf og vináttu. Við sendum fjölskyldunni og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Mars. Margrét Jónsdóttir, Kristín Böðvarsdóttir, Ólöf Ingimundardóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Valgerður Eiríksdóttir. Í dag kveðjum við kæran vin. Jón vinur okkar hefur kvatt þennan heim mjög sviplega. Hann sem var vel á sig kominn, hraustur og hress fram til síð- asta dags. Fregnin af andláti Jóns var óvænt og þungbær fyrir okkur öll í golfhópnum. Öll syrgjum við ótímabært fráfall góðs vinar. Efst í huga okkar nú er þakklæti fyrir sanna vináttu, gleðilegar samverustundir og ljúfar minningar. Jón var mörgum kostum gæddur og af honum geislaði gleði og orka. Hann var einstak- lega góður maður, hjálpsamur, duglegur, söngelskur, skemmti- legur og töff. Alltaf töff. Jón var mikill fjölskyldumað- ur og á samhenta og góða fjöl- skyldu. Hann var stoltur af sínu fólki. Það var alltaf notalegt og skemmtilegt að heimsækja þau hjónin enda höfðingjar heim að sækja. Jóna var kletturinn hans Jóns. Þau voru dugleg að ferðast saman og njóta lífsins og sögðu oft „Lífið er núna“ og „Við vitum ekki hvað gerist næst“. Það eru svo sannarlega orð að sönnu. Jón var forfallinn golfari og reyndi að komast út á golfvöll eins oft og tækifæri gafst. Þetta áhugamál áttum við sameigin- legt og um árabil höfum við notið þess að hittast og spila golf sam- an. Þegar golfhópurinn ræddi um nafn fyrir hópinn sagði Jón án þess að hugsa: „HGH: Hópur glaðlyndra hjóna“ og þar með þurfti ekki að ræða það frekar. Frábært nafn sem lýsir Jóni vel og er sannarlega bæði í anda hans og hópsins. Golfhópurinn hefur farið í ótalmargar ógleymanlegar golf- ferðir bæði innanlands og utan. Á hverju ári höfum við haldið árshátíð, borðað góðan mat, sungið og dansað. Þar var Jón alltaf hrókur alls fagnaðar, söng hæst og dansaði mest. Jón setti svo sannarlega svip sinn á vina- hópinn okkar. Enn og aftur erum við minnt á hverfulleika tilverunnar því það hefur verið skammt stórra högga á milli í golfhópnum okkar og það minnir okkur á að hver stund skiptir máli. Lífið er núna. En nú skilja leiðir um stund. Fyrir allar ljúfu minningarnar þökkum við og kveðjum Jón með djúpum söknuði og þakkæti fyrir vináttu um áraraðir. Elsku Jóna okkar og fjöl- skylda. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns. Golfhópurinn: Anna, Bjarni, Dóra, Emil, Gunnar, Guðríður (Gurrý), Halla, Ingibjörg, Kjartan, Októ, Sólveig, Svanhvít, Sæmundur, Tryggvi. Hann Jón granni vinur minn er fallinn frá eftir stutt veikindi, þessi frétt kom okkur öllum mjög á óvart og tók fljótt af eins og þruma úr heiðskíru lofti og höggið var mjög þungt. Okkar leiðir lágu saman þegar Jón og Jóna fluttu í Krókamýrina fyrir rúmum þrjátíu árum, þá kynnt- ust börnin okkar og myndaðist vinátta hjá okkur sem hefur staðið alla tíð síðan. Margs er að minnast, má þar nefna t.d. ferða- lög bæði innanlands og utan- lands, boltaspark, golf, kartöflu- rækt, rjúpnaveiði, jóga, pöbbarölt og að ógleymdum dyngjufundunum okkar þar sem margt var rifjað upp og rætt, það verður allt geymt í dyngjunni um ókomna framtíð. Jón kom með þá hugmynd að kalla okkur „granna“ þó að ekkert hafi verið sparað í mat og drykk. Öll þessi ár hef ég verið svo lánsamur að hafa átt þig fyrir minn besta vin og er ég þakk- látur fyrir það, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Granni og ég spiluðum golf sam- an og þá var nú gaman, golfregl- ur samdar og holukeppni spiluð og ekkert gefið eftir, holukeppn- in 2018 var ekki byrjuð hjá okkur því miður. Þannig að ég skora á granna að finna góðan og sólrík- an golfvöll og góða dyngju fyrir okkur, þegar við hittumst aftur þó að seinna verði. Takk fyrir að vera alltaf þú sjálfur og allar samverustundirnar í gegnum öll árin, þú gerðir mig að betri manni. Að leiðarlokum kveðjum við Jón Mar Þórarinsson með virðingu og þakklæti og færum Jónu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Bruun Bjarnason (Gunni granni) og Bára Ein- arsdóttir. Kæri Jón. Veit ekki hvar ég á að byrja en byrjum hér. Við erum sveitungar úr Garðabænum og svo lá leið mín upp á Fellið, ég vissi af þér þar og því sé ég ekki eftir, aldrei. Fellaskóli var vinnustaðurinn og þar varst þú hrókur alls fagnað- ar, frábær kennari, gleðigjafi og vinnufélagi. Allir elskuðu þig, það sá ég strax. Þessi litríki flotti maður, alltaf svo flottur í tauinu, valdir réttu fatamerkin, alltaf nýklippt- ur, ekki með eitt grátt hár, sagð- ir þú sjálfur, stíliseraður og fórst ekki fram hjá neinum. Krakk- arnir virtu þig; já þeir elskuðu þig og báru ómælda virðingu fyr- ir þér enda ekki annað hægt. Tókst öllum opnum örmum í þessum litríka fjölmenningar- skóla. Svo var það okkar vinátta, sem var einstök frá fyrsta degi; alltaf. Samstarfsfólkið sagði okk- ur eins og systkini þar sem oft var tekist á en meira í gamni en alvöru; ætli stríðnin hafi ekki verið þar stór þáttur. Það sem ég gat atast í þér, elsku Jón, en ég veit að þú hafðir lúmskt gaman af því; ef eitthvað hvarf frá þér eða þú látinn hlaupa fyrsta apríl varst þú fljótur að hlaupa mig uppi. Við skulum ekki gleyma appelsínugula sófanum á skóla- safninu, þar mættir þú gjarnan í pásu lagðist og dottaðir stund- um. Svo var farið til Póllands í júní síðastliðnum og þar varstu han- inn í hópnum með flottustu fjaðr- irnar. Þar vorum við líka alltaf saman, sannir vinir. Þar kom vináttan enn og aftur í ljós, vin- áttan sem aldrei bar skugga á. Ég ylja mér við myndirnar og gleðina í þeirri ferð; myndinni sem þú baðst mig um að taka af þér á ströndinni í Sopot, þar sem maginn var dreginn inn og kass- inn fylltist af lofti. Jóna var ekki lengi að senda skilaboð og spyrja hvort þú hafir grennst svona í ferðinni. Já, þú ert töffari af Guðs náð. Ég á eftir að sakna þess að hitta þig í lauginni heima í Garðabænum, heita og kalda pottinum. Ég á eftir að sakna þín á göngunum í Fellaskóla, spjalls- ins, hlátursins og fallega við- mótsins þín, kæri vinur. Kæra fjölskylda; ég sendi ykkur samúðarkveðju frá Spáni, mikill meistari er farinn. Hvíldu í friði elsku vinur minn. Nína Björk. Elsku Jón granni. Undir þessu nafni hef ég þekkt Jón, sem bjó tveimur hús- um frá æskuheimili mínu, frá því ég man eftir mér. Dóttur hans, Ernu Heiðrúnu, kynntist ég fyr- ir hartnær 30 árum og hefur hún verið besti vinur minn frá þeim tíma. Ekki leið á löngu þar til samgangur okkar Ernu smitaði út frá sér og mikill og náinn vin- skapur tókst með foreldrum okkar. Í gegnum tíðina hefur mér alltaf þótt merkilegt hvað vinskapur okkar Ernu náði að tengja þau saman og oft velt fyr- ir mér hvað hefði orðið ef við Erna hefðum ekki kynnst. Ég man mjög vel þegar Jón fór með mig og Ernu til foreldra sinna suður í Grindavík. Þar man ég eftir agúrkunum þeirra í gróðurhúsinu sem mér þóttu ægilega spennandi. Einnig man ég vel eftir því að hafa fengið að fara með Ernu í rútu sem Jón keyrði á Þingvelli á sumrin. Þegar þangað var komið og eft- ir stutta göngu var bátur dreg- inn úr runna og neta vitjað á vatninu. Allt saman með leyfi geri ég ráð fyrir. Árlega dauð- öfundaði ég svo Ernu á músa- stigunum sem skiluðu sér úr Fellaskóla og skreyttu herberg- ið hennar. Ég man líka vel eftir því að hendast yfir til að fljóta með í skólann. Iðulega stökk Jón til dyra á brókunum einum saman þegar allir á heimilinu voru meira og minna tilbúnir út í daginn og rekandi á eftir hon- um. Seinna meir skaust ég yfir og fékk Jón til að hjálpa mér með fyrstu bindishnútana en pabbi minn náði þessu ekki eins vel og hann. Á sorgarstundum sem þessum reikar hugurinn og gamlir tímar birtast manni ljóslifandi eins og þeir gerðust í gær. Ég hef verið að hugsa mikið um Jón síðustu daga og óhjákvæmilega meira og minna farið í gegnum alla barn- æsku mína þar sem Jón granni og Jóna granna voru aldrei langt undan en mér hefur alltaf fundist ég eiga aðeins í þeim. Í öllu þessu hugarbrölti hefur runnið upp fyrir mér að vinskapur minn og Ernu í gegnum árin, sem ég vildi meina að hafi tengt foreldra okk- ar saman, sé í raun vináttu for- eldra okkar að þakka. Elsku Jón, þú verður „forever young“ í mínum bókum. Takk fyrir allt gamalt og gott og hvíl í friði. Andri Gunnarsson. Jón Mar var í hópi þeirra far- sælu kennara sem skipað hafa framvarðarsveit Fellaskóla ára- tugum saman, einn þeirra sem hafði ríkan skilning á mikilvægi þess að starfsfólk skóla hugsaði í lausnum og temdi sér sveigjan- leg vinnubrögð sem einkenndust af víðsýni, umburðarlyndi og hlýju. Hann var góður kennari, fjölhæfur, laghentur og listrænn. Kunni hvað best við sig í stærð- fræðikennslu á miðstigi og jafn- vel yngsta stigi en kenndi einnig hönnun og smíði ef þörf krafði. Jón Mar var metnaðarfullur fyr- ir hönd nemenda sinna, hafði trú á getu þeirra enda voru framfar- ir þeirra í stærðfræði góðar. Góður árangur nemenda hans fyllti hann stolti og ánægju með sitt fólk. Hjálpsemi og greiðvikni voru Jóni Mar í brjóst borin og var hann ávallt boðinn og búinn að verða að liði í skólastarfinu þeg- ar á þurfti að halda. Viðfangs- efnin voru margvísleg og virtist fátt vefjast fyrir honum. Eitt þeirra verkefna sem hann hafði gjarnan umsjón með var helgi- leikur sem fluttur er af nemend- um 7. bekkja ár hvert á jóla- skemmtun. Æfingar hófust jafnan í lok nóvember og var un- un að fylgjast með því hvernig honum tókst ár eftir ár í sam- starfi við umsjónarkennara að galdra fram sýningu með nem- endum. Allir fengu hlutverk. All- ir voru jafnmikilvægir. Jón Mar var mikill stemnings- og keppnismaður. Fyrir jólin var stofan hans alltaf mest skreytt, þar voru langflestu músastigarn- ir og alltaf sagði hann mér með blik í auga að hann hefði verið langbestur á „Fella-Open“; ár- legu golfmóti þeirra Örlygs Richter og fleiri þáverandi og fyrrverandi starfsmanna skól- ans. Jón Mar var glaðlyndur og gamansamur maður, hafði húm- or fyrir lífinu og sjálfum sér. Hann kunni þá list að skapa notalegt andrúmsloft þar sem gleðin var höfð að leiðarljósi, var jákvæður, glaðvær og hlátur- mildur. Hann hafði næmt eyra fyrir tónlist, spilaði á gítar og hafði fallega söngrödd. Hann fylgdist vel með nýjum straum- um og stefnum, vildi vera vel til fara og var áhugasamur um menn og málefni. Hann lagði sig fram um að fylgjast vel með sín- um eigin börnum, talaði oft um þau, var stoltur af þeim og þeirri velgengni sem þau nutu. Með Jóni Mar er fallinn frá einstakur mannkostamaður sem brá ljóma á umhverfi sitt og verður hans sárt saknað. Fjöl- skyldu hans sendi ég innilega samúðarkveðju. Kristín Jóhannesdóttir. Vorið 2018 var um margt sér- stakt í sögu Fellaskóla í Reykja- vík en þá voru kvaddir fjórir kennarar sem höfðu kennt við skólann nánast frá upphafi. Allir höfðu þeir sett svip sinn á starf skólans, hver með sínum hætti og milli þeirra var sterk vinátta. Jón Mar Þórarinsson var einn þessara kennara en hann kom til starfa við skólann haustið 1973, á öðru starfsári hans. Hann kenndi því við Fellaskóla í alls 45 ár og starf hans og vera í skólanum er samofin sögu og menningu skól- ans. Þótt Jón hafi hlakkað til starfslokanna var ekki ljóst hvort sögunni væri alveg lokið því þegar hann kom í Fellaskóla þremur dögum fyrir andlát sitt, kátur og hress að vanda, lét hann að því liggja að hann vildi leggja skólanum lið eitt ár í viðbót og hjálpa okkur við forfallakennslu. Jóni Mar þótti enda afar vænt um skólann sinn og það var öllum ljóst sem þekktu hann. Hann vildi hag skólans sem bestan og var ávallt reiðubúinn að leggja sitt af mörkum svo starfið gengi vel. Jón Mar kenndi á starfsæv- inni nánast allar kennslugreinar þótt lengst af hafi hann verið um- sjónarkennari á miðstigi. Hann sinnti jafnframt fjölmörgum öðr- um störfum fyrir skólann og sá til að mynda um helgileik fyrir jólin í tæplega 40 ár, skipulagði og lék undir á gítar á samverum og svona mætti lengi telja. Jón Mar kenndi fjölmörgum nem- endum og var bæði farsæll og vinsæll kennari. Hann bar hag nemenda ætíð fyrir brjósti og þegar gamlir nemendur spyrja út í starfið í Fellaskóla er und- antekningarlaust spurt af hlýju hvort Jón Mar sé enn að kenna. Jón Mar var mikilvægur hlekkur í starfsmannahópnum. Hann var alltaf tilbúinn til að leggja samstarfsfólki sínu lið og lagði gott til allra mála. Hann var hrókur alls fagnaðar á kaffistof- unni og tók ávallt virkan þátt í viðburðum í starfsmannahópn- um. Eitt af síðustu verkum Jóns var að skipuleggja árlegt golf- mót sem opið er gömlum og nýj- um starfsmönnum skólans. Það er erfitt að hugsa sér skólastarfið án Jóns. Hann var ljúfur í samskiptum, jákvæður og umburðarlyndur, vinsæll og vildi öllum vel. Hann átti sitt fasta sæti við borðsenda, bros- mildur og kátur alla jafna. Hann hlakkaði til þess að komast á eft- irlaun og geta betur sinnt fjöl- skyldunni sem hann var svo stoltur af, golfi og öðrum áhuga- málum. Hans verður sárt saknað sem samstarfsmanns og vinar. Við skyndilegt fráfall Jóns er okkur samstarfsfólki hans efst í huga þakklæti fyrir samstarfið, vináttuna og þá tryggð sem Jón sýndi Fellaskóla, samstarfsfólki sínu og nemendum. Fyrir hönd starfsfólks Fella- skóla flyt ég fjölskyldu hans samúðarkveðju. Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir skólastjóri. Um síðustu aldamót urðum við nágrannar Jóns og Jónu í Krókamýrinni. Helga Sigríður og Jóna eru vinnufélagar í Flata- skóla og þekktust því vel en ég þekkti Jón hins vegar lítið. Það tók ekki langan tíma að kynnast honum, svo opinn og einlægur sem hann var. Við nálægðina myndaðist mikil vinátta okkar í milli. Við höfðum svipuð áhuga- mál sem voru tónlist, bolti, ferða- lög og golf. Á þessum árum vorum við Helga Sigríður í ferðaklúbbi sem ferðaðist á sumrin um ýmsa landshluta. Jón og Jóna gengu í klúbbinn og eru margar góðar minningar frá þessu tímabili. Jón alltaf til í að aðstoða og hrókur alls fagnaðar. Á kvöldin tók hann fram gítarinn, enda góður gítar- leikari og söngvari. Eyjalögin voru honum mjög kær, Jón kunni alla texta og hreif hópinn með sér í söng og gleði. Uppá- haldslagið okkar sem við sung- um oft saman var Rolling Ston- es-lagið You Better Move On. Jón og Gunni „granni“ voru miklir golffélagar og vinir, fór ég stundum með þeim á völlinn en gaman var að fylgjast með þeim félögum, enda báðir með mikið keppnisskap. Undir bílskúr Jóns var stórt herbergi sem kallað var Dyngj- an. Þar hafði hann komið fyrir sínu uppáhalds-„dóti“ svo sem myndum af fyrrverandi nemend- um, plötuspilara og gömlum munum. Þetta var hans sælureit- ur sem hann bauð okkur Gunna að njóta með sér. Við ræddum málin, spiluðum okkar upp- áhaldsplötur, sungum og skáluð- um. Elsku Jóna, dætur, sonur og barnabörn. Vottum ykkur inni- lega samúð. Minning um góðan dreng mun lifa með okkur. Megi hinn hæsti höfuðsmiður vera með ykkur. Thomas Kaaber og Helga Sigríður Guðjónsdóttir. 6. október haustið 1966 tín- umst við feimin og óörugg inn í stofu 202 í Kennaraskóla Ís- lands. Hér á C-bekkurinn að vera. Allir hafa fundið sér sæti og hlusta með athygli á kennar- ann þegar hurðinni er svipt upp. Inn kemur hávaxinn piltur, dökkhærður með Bítlaklippingu, framúrstefnulegur í fjólubláum fötum, með fölgræna stólsessu í hendinni og skimar eftir sæti. Þetta voru fyrstu kynni okkar af Vestmannaeyingnum Jóni Mar. Það voru skarpir drættir hjá Jóni í fleiru en klæðaburði. Hann var síkátur og smitaði út frá sér, gerði óspart grín að sjálfum sér og öðrum, var hlýr og traustur vinum sínum og óhræddur við að ræða um tilfinningar. Þetta er sá Jón sem við í C-bekknum höfum þekkt í meira en hálfa öld. Jón Mar gaf sig allan í það sem hann tók sér fyrir hendur eða hafði áhuga á. Síðustu árin var það golfið. Elli kerling náði ekki að setja mark sitt á Jonna svo nokkru næmi, enda barðist hann hatrammlega gegn henni, hélt sér í góðu formi, var kátur og hress og alltaf maður nútímans í klæðaburði. Skyndilegt brott- hvarf hans kom því öllum á óvart. Við vottum Jónu, börnun- um hans fjórum og öllum barna- börnunum samúð og minnumst þess hversu stoltur og ánægður hann var með fjölskyldu sína. Fyrir hönd C-bekkjarins Rannveig Lund, Guðjón Skúlason, Guðrún Þóra Guðmannsdóttir og Kolbrún Þórðardóttir. Fallinn er frá vinur okkar, Jón Mar Þórarinsson, kennari við Fellaskóla. Okkur félögunum úr knattspyrnuhópi Fellaskóla, Fellaboltanum eins og við köll- uðum fyrirbærið stundum, var illa brugðið að frétta óvænt lát hans enda hafði Jón Mar ekki kennt sér meins. Við undirritaðir kynntumst Jóni Mar í Fellaskóla þar sem við störfuðum saman um árabil í stórum og skemmtilegum hópi samstarfsmanna. Jón Mar var vel liðinn og í miklum metum meðal nemenda, kennara og ann- arra við skólann. Hann var glað- lyndur og hress, skjallaði sam- starfskonurnar og uppskar velvild þeirra og væntumþykju. Á árshátíðum dansaði hann með elegans og var hrókur alls fagn- aðar í partíum þar sem hann lék á gítar, keyrði áfram hópsöng og virtist kunna alla texta. 1977-78 byrjuðum við nokkrir kennarar í Fellaskóla að hittast á laugardagsmorgnum og leika knattspyrnu í íþróttahúsi skól- ans. Með fylgdu vinir og stund- um börn þátttakendanna. Þessi hópur var breytilegur í gegnum árin en alltaf hélst sami kjarni sem hittist í íþróttahúsinu allt til ársins 2011 er okkur þótti komið nóg. Frá þeim tíma hefur hluti hópsins svo hist nokkrum sinn- um á hverjum vetri og horft sam- an á valda leiki í enska boltanum. Lengi vel átti Jón Mar frekar erfitt með að festa tryggð við ákveðið lið og var jafnvel sakað- ur um hentistefnu í þeim efnum. Síðustu árin studdi hann sama liðið þó dyggilega og gladdist mjög er það hampaði sjálfum Englandsmeistaratitlinum í vor. Jón Mar var einn þeirra sem héldu tryggð við Fellaboltahóp- inn allan tímann. Hann var kapp- samur í boltanum, vildi vinna og dæma – stundum helst til mikið sér í hag að mati okkar hinna. Oft hitnaði í kolunum og stóryrði féllu en alltaf fórum við sáttir heim. Það segir mikið um Jón Mar að hann var oftast sá sem kom og rétti út sáttahönd að fyrra bragði ef urgur var í klef- anum að æfingu lokinni. Við höfðum gríðarlega gaman af spriklinu en ekki síður af fé- lagsskapnum og glensinu sem fylgdi með. Ingvar, sonur Jóns Mars, fylgdi föður sínum lengst- um í boltann, allt frá unglings- árum til þess er skór Fellabolta- manna enduðu á hillunni alræmdu. Það gaf Jóni Mar án efa mikið og átti sinn þátt í kærri vináttu og samhygð þeirra feðg- anna. Jón Mar fann sér aðra íþrótt sem var golfið. Líkt og fleiri féll hann algjörlega fyrir golfinu og náði ágætum tökum á íþróttinni. Hann var félagi í GKG og spilaði þar mikið, m.a. með Gunna Granna, nábúa sínum og vini. Þá fór hann í golfferðir erlendis með eiginkonu og vinum. Jón Mar var stoltur af fjölskyldu sinni og af- komendum og vildi veg þeirra sem mestan. Hann var jákvæður og lífsglaður félagi sem tókst á við hlutina af bjartsýni og horfði með tilhlökkun til þess sem framundan var. Við félagarnir sjáum nú á bak góðum dreng sem var burtkall- aður of fljótt. Jón Mar átti eftir að gera margt, var hættur að vinna og búinn að ákveða ferða- lög og fleira skemmtilegt. Hann átti allt eftirlaunalífið framund- an en kallið kom óvænt. Blessuð sé minning hans. Hugur okkar er hjá eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum. Fyrir hönd félaga og vina úr Fellaboltanum, Alexander Jóhannesson og Ólafur Jónsson. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.