Morgunblaðið - 12.07.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 12.07.2018, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Brynja, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, minning hennar lifir í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Söngur þú sigrar allt sofandi dautt og kalt, lífgar þú vermir og vekur. Ó, hvað ég elska þig, en hvað þú gleður mig, sorgina úr sál minni hrekur. (Guðrún Sveinsdóttir) Anna Birna Helgadóttir. Það er komið sumar en ég tek ekki eftir því. Fuglarnir aðeins of háværir og sumarhúsgögnin standa óhreyfð í garðinum. Síð- ustu mánuðir hafa verið þung- bærir og nú er komið að kveðju- stund því Linda okkar er fallin frá í blóma lífsins. Hjarta mitt er fullt af sorg og mér er ljóst að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Mín lukka var að lenda með Lindu í bekk fyrsta árið okkar í Versló. Það var ekki annað hægt en að hrífast af þessum brosmilda og skemmtilega grallara. Linda var keppnismanneskja sem vildi ná árangri og þegar við útskrif- uðumst vissi hún nákvæmlega hvert hún stefndi – og hvert hún ætlaði. Í Kaupmannahöfn var tíminn nýttur vel og metnaðar- fullar prófgráður bættust við ein af annarri. Það voru margar gleðistundir þegar Linda og Palli voru heimsótt í litlu íbúðina á Amager, og seinna í St Albans. Þegar fór að styttast í heimferð buðu þau í hið mesta stuðbrúð- kaup eins og þeim var einum lag- ið, enda frábærir gestgjafar. Mér er sérstaklega minnistæð gæsun- in sem við héldum fyrir Lindu þar sem hún fór á kostum sem „Selma Björns“ með englarödd- ina sína. Árin liðu og lífið var gott. Dásamleg börn, hamingjuríkt hjónaband, fallegt heimili og starfsframi. Linda og Palli voru vinamörg og tíminn vel nýttur og skipulagður. Linda var mikil íþróttamanneskja, elskaði skíði og var dugleg að draga mig með sér í ræktina. Börnunum okkar varð vel til vina og eiga bústað- arferðirnar stóran sess hjá okkur fjölskyldunni. Þar skiptumst við hjónin á að elda og án undantekn- inga buðu þau upp á eitthvað nýtt og framandi, þar sem var nostrað við matseldina. Fótboltakeppni, föndur og Viggóspil voru fastir liðir þessara ferða ásamt potta- spjalli sem teygðist stundum fram á næsta morgun. Vinir koma og fara eftir því á hvaða stað við erum hverju sinni í lífinu, en sumir eru samstiga okk- ur allt til enda. Þannig var Linda, traust og kærleiksrík vinkona sem fagnaði sigrum lífsins með mér, hvatti til dáða af einlægni, og var til staðar þegar á þurfti að halda. Ég bar virðingu fyrir hversu réttsýn hún var, heiðarleg og hreinskilin. Hún var jákvæð og skemmtileg, gjafmild, umvafði og sýndi fólki einlægan áhuga. Fram á síðasta dag var hún að hugsa um fólkið í kringum sig, fullvissa sig um að okkur liði vel. Fjölskyldan var Lindu allt og hennar stolt. Hún elskaði móður- hlutverkið, var þolinmóð og ástrík og vildi allt það besta fyrir börnin sín. Það sást langar leiðir hvað þau hjónin báru mikla virðingu fyrir hvort öðru og voru nánir vin- ir. Styrkurinn kemur best í ljós í mótlætinu og þurfti fjölskyldan að takast á við hvert áfallið á fæt- ur öðru. Hugrekki þeirra og bar- átta var aðdáunarverð. Sólin þerrar tárin en sorgin sit- ur eftir. Þakklát fyrir dásamlega vináttu hugsa ég um bjarta brosið þitt og glampann í augunum þín- um um leið og ég tek utan um hálsmenið sem þú færðir mér til minningar. Við sjáumst síðar, elsku besta Linda mín, elsku fal- lega hjarta. Palla, Jakobi Felix, Andreu Örnu, Guðrúnu, Hildi og fjöl- skyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Valdís. Það er komið að erfiðri kveðju- stund en elsku Linda okkar er fallin frá eftir hetjulega baráttu við ólæknandi krabbamein. Linda hóf störf hjá skilanefnd Kaup- þings haustið 2009 og tók þá við ómótuðum og flóknum verkefnum sem hún var fljót að koma sér inn í með sinni einstöku elju og vinnu- semi. Hún var líka fljót að stimpla sig inn í hópinn sem einstakur orkubolti. Hún var alltaf glöð og brosandi, einstaklega jákvæð og vildi fyrir alla muni aldrei tapa keppni. Þannig var hún líka í gegnum veikindin. Linda tókst á við sín veikindi með einstakri yf- irvegun, jákvæðu hugarfari og keppnisskapi. Hún ætlaði ekki að verða undir í leiknum og háði harða baráttu við illvígan and- stæðing. Ótal minningar koma upp þeg- ar hugurinn reikar yfir farinn veg og eru þær um Lindu sem var alltaf brosandi, kröftug og glöð. Þá skipti engu hvort vinnan krefðist þess að hún ynni fram eftir vegna mikilla verkefna eða skipuleggja þyrfti viðburði fyrir starfsmannafélagið. Hún var allt- af boðin og búin að leggja sitt af mörkum með gleðina að vopni. Það var alltaf gaman í kringum Lindu og hún var mörgum hæfi- leikum gædd. Þar má meðal ann- ars nefna að hún söng eins og eng- ill, var öflug í fótbolta og með einstaklega smitandi hlátur. Hún elskaði að segja brandara og oftar en ekki vakti hlátur hennar mun meiri kátínu en brandarinn. Hún fyllti okkur af orku og gerði alla vinnudaga skemmtilegri. Það er því með mikilli sorg í hjarta sem við kveðjum okkar kæru og yndislegu vinkonu sem náði alltaf að hafa gleðina í fyr- irrúmi. Elsku Palli, Jakob Felix og Andrea Arna, ykkar missir er mikill og sorgin ólýsanleg. Við biðjum Guð um að veita ykkur styrk og vaka yfir ykkur á þessum erfiðu tímum. Þú sofnað hefur síðsta blund í sælli von um endurfund, nú englar Drottins undurhljótt þér yfir vaki – sofðu rótt. (Aðalbjörg Magnúsdóttir) Blessuð sé minning Lindu Mjallar. Fyrir hönd vina og samstarfs- félaga úr Kaupþingi, Eva Sóley, Hrefna, Jakobína, Kristín Rut, Sigurbjörn og Svana. Í síðustu viku fékk ég fréttirn- ar. Linda Mjöll kvaddi þennan heim eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Það fyrsta sem kom upp í huga minn var mikil sorg og samúð vegna barnanna sem nú hafa þurft að kveðja móð- ur sína alltof snemma og að sjálf- sögðu Palla, eiginmanns og sálu- félaga, sem var ástin í lífi hennar. Í gegnum sorgina og söknuð- inn er þakklæti mér efst í huga. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Lindu Mjöll sem unglingur og átt dýrmætar stundir með henni og vinkonuhópnum okkar. Þakklát fyrir stundirnar saman í Kaup- mannahöfn. Þakklát fyrir að hafa hlegið og grátið saman, faðmast, dansað og sötrað rautt fram á rauðanótt á trúnó í sumarbústað- arferðum. Rætt ástina og tilveru okkar allra á saumaklúbbskvöld- um. Glaðst saman í afmælis- veislum barna okkar og ferðast saman. Einfaldlega búið til minn- ingar sem í dag eru einstaklega dýrmætar. Við vitum öll að þessari vegferð okkar lýkur einn daginn en við er- um sjaldan viðbúin því að kveðja ástvin svona snemma á lífsleið- inni. Linda Mjöll varð einungis 39 ára en það má svo sannarlega segja að hún hafi áorkað miklu á skömmum tíma. Hún var mikil fyrirmynd og kunni að njóta litlu augnablikanna. Hún lifði lífinu með jákvæðni að leiðarljósi þrátt fyrir veikindin og var staðráðin í að berjast fram á síðasta dag. Linda Mjöll var nefnilega bar- áttukona og mikil keppnismann- eskja. Hún stóð með sjálfri sér og metnaðurinn var allsráðandi í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var viðskiptafræði- námið, vinnan, heimilið, vinskap- ur, eiginkonuhlutverkið eða barnauppeldið. Linda Mjöll var skynsemin uppmáluð og stóð eins og klettur með sínum. Hún bar hag okkar allra fyrir brjósti og hikaði ekki við að leiðbeina okkur vinkonunum í verkefnum lífsins svo við uppskærum gæfuríkara líf. Linda Mjöll var gædd afskap- lega mörgum hæfileikum og kost- um. Hún var óhrædd við að standa fyrir framan fjölmenni og halda ræður eða syngja fallega fyrir okkur hin, sem ósjaldan felldum tár. Ég sakna hennar óskaplega mikið. Ég mun aldrei gleyma smitandi hlátrinum og fimmaurabröndurunum. Ég sakna hlýjunnar og gleðinnar í kringum hana. Hún mun lifa í hjarta mínu alla tíð. Elsku Linda mín, hvíldu í friði. Marín Manda Magnúsdóttir. Elsku Linda hefur kvatt okkur allt of snemma. Við kynntumst þegar við vorum litlar fótbolta- stelpur í Breiðabliki og höfum haldið hópinn allar götur síðan. Við minnumst Lindu fyrir óþrjótandi keppnisskap, ekki ein- ungis á knattspyrnuvellinum heldur við ýmis önnur tilefni. Hæfileikinn til að rugla í okkur vinkonunum, réttlætiskenndin og einlægnin voru einnig eiginleikar sem við dáðumst að í fari Lindu. Pakkaleikurinn í árlegri jóla- gleði okkar var dæmi um það þeg- ar keppnisskapið tók völdin. Mik- ið var hlegið og allt var á suðupunkti. Fyrst og fremst vegna einlægrar ákefðar Lindu til að krækja sér í sem flesta pakka. Linda var sterkur karakter og mikill leiðtogi í sér. Henni þótti vænt um fólkið í kringum sig og hikaði ekki við að gefa okkur góð og einlæg ráð um lífið og til- veruna. Til dæmis ef henni þótti við ekki standa nægilega fast á okkar. Ekki spillti fyrir að Linda var töluvert meiri pæja heldur en við flestar fótboltastelpurnar og hún hikaði ekki við að segja okkur hvaða krem við ættum að nota eða hvaða tískustraumum við ættum að fylgja. Grínið var aldrei langt undan. Við gleymum því seint þegar við vorum mættar á morgunæfingu daginn eftir skrautlegt kvöld í æf- ingaferð í Portúgal. Há sending barst til Lindu og bjóst hún til að skalla boltann. Á síðustu stundu færði hún sig til hliðar og sagði hátt og snjallt: „Nei! Við sköllum ekki í dag!“ Skellihló svo að eigin hnyttni og hreif okkur auðvitað allar með sér. Annað minnisstætt atvik var þegar ónefndur félagi okkar tók upp á því í einhverju partýinu að nota ítalskt nafn til að heilla stelpurnar. Linda vildi ekki vera eftirbátur hans og kynnti sig með nafninu Linda-Linda með sterkum ítölskum hreim það sem eftir lifði kvölds. Þetta nafn festist svo auðvitað við hana í framhaldi af því (með hreim). Linda var mikill sælkeri alveg frá því við munum eftir henni og deildum við sumar hverjar þess- um áhuga með henni. Hún var mikill gestgjafi og matarboðin hjá henni og Palla voru höfðingleg hvort sem þau voru haldin í 30 fer- metra kollegaíbúð í Kaupmanna- höfn eða í fallega húsinu þeirra í Bæjartúni. Þegar við förum saman í gegn- um allar góðu minningarnar stendur upp úr að Linda kenndi okkur að hafa gleðina í fyrirrúmi, njóta stundarinnar og rækta vin- skapinn. Innilegar samúðarkveðjur, elsku Palli, Jakob Felix, Andrea Arna, Guðrún, Hildur Brynja og aðrir aðstandendur. Við munum minnast Lindu alla tíð með gleði í hjarta. Hildur, Helga, Hanna, Lóa, Ólöf og Sigrún. ✝ Þórarinn Frið-jónsson var fæddur í Kaup- mannahöfn 16. apr- íl 1938. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 1. júlí 2018. Þórarinn var einkabarn foreldra sinna, þeirra Maríu Dóru Þórarins- dóttur Egilson, f. 12. apríl 1916, d. 18. mars 1965, ættuð úr Hafnarfirði, og Frið- jóns Skarphéðinssonar, sýslu- manns í Eyjafjarðarsýslu og yfirborgarfógeta í Reykjavík, f. 15. apríl 1909, d. 31. mars 1996, ættaður úr Dalasýslu. Þórarinn átti tvö hálfsystkini samfeðra, þau eru Ólafur Héðinn Frið- jónsson, f. 1964, maki Auður Gunnarsdóttir, og Kristín Lára Friðjónsdóttir, f. 1967, maki Er- lendur Helgason. Þórarinn giftist 30. júní 1963 Ólöfu Jónsdóttur, f. 21. júní 1943, foreldrar hennar voru Sveinn, f. 30. mars 1991. 3. Helga Þóra Þórarinsdóttir iðn- rekstrarfræðingur, f. 10. júlí 1967, maki Broddi Kristjánsson, f. 8. desember 1960. Synir þeirra eru Eiður Ísak, f. 30. maí 1995, og Andri, f. 6. febrúar 2001. Fyrir átti Þórarinn Frið- jón Hilmi Þórarinsson, f. 1957, móðir Sigríður J.B. Jóhanns- dóttir, og Sigrúnu Mary Þór- arinsdóttir Hulshouser, f. 1959, móðir Guðrún Þ. Sigurðar- dóttir. Þórarinn var hógvær maður. Hægur, traustur og hlýr. Hann grundaði hugsun sína og gætti hófs í orðum en kunni einnig vel að meta gamnsemi. Eftir hefðbundna skólagöngu gekk Þórarinn í Menntaskólann á Akueyri. Hann lauk ekki námi þar en fór til sjós um 18 ára ald- ur. Hóf hann fljótlega nám í matreiðslu og eftir það lærði hann framreiðslu sem hann vann við til ársins 1967. Þá fór hann aftur á sjóinn og sigldi hjá Hafskip og síðan varð hann bryti hjá Eimskipafélagi Íslands til ársins 1980. Þá hætti hann til sjós og varð sjálfstæður atvinnu- rekandi. Útför Þórarins fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 12. júlí 2018, klukkan 15. Ingibjörg Björns- dóttir, f. 23. maí 1912, d. 14. maí 1991, ættuð úr Mið- firði, V-Hún., og Jón Sigurðsson skipstjóri frá Görð- um, f. 15. febrúar 1906, d. 6. maí 1995. Börn þeirra eru: 1. Jón Ingi Þórarinsson skip- stjóri, f. 16. október 1963, maki Sólveig Ólöf Gunn- arsdóttir, f. 8. febrúar 1971. Börn þeirra eru Ólöf, f. 3. ágúst 2007, og Tjörvi Snær, f. 25. febr- úar 2016. Fyrir átti Jón Ingi Sig- urð Fossan, f. 15. ágúst 1990, móðir hans er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir. 2. María Dóra Þórarinsdóttir búfræðingur, f. 27. september 1965. Maki Orri Snorrason, f. 27. mars 1963. Synir þeirra eru Þórarinn Þorv- ar, f. 21. ágúst 1983, maki Díana Þorsteinsdóttir, f. 22. ágúst 1989. Sonur þeirra er Þorvar Ingi, f. 17. maí 2012, og Snorri Elsku pabbi minn. Í dag fylgi ég þér í hinsta sinn. Það er sárt að kveðja þig en nú ert þú ert kominn á góðan stað og ég veit að þér líður vel. Ég veit að hann Neró þinn hefur tekið vel á móti þér sitjandi með stóru fallegu augun sín og dillandi rófunni af spenningi við að hitta þig aftur. Ég á eftir að sakna þín óskap- lega mikið en lífið heldur áfram. Ég vissi í hjarta mínu að það styttist í kveðjustundina en hún kom samt of fljótt og óvænt. Síð- ustu tvö og hálft ár hafa verið okkur öllum erfið. Það datt eng- um í hug þegar þú fórst að keyra Maju systur heim eitt föstudags- kvöld í lok nóvember 2015 að þú ættir ekki eftir að snúa aftur. Þú fékkst stóra heilablæðingu á leiðinni í Kjósina. Blæðingin tók frá þér svo margt að þú hafðir ekki tök á að fara aftur heim. Með mikilli staðfestu kom mamma þér inná hjúkrunar- heimilið Sóltún. Þar var afskap- lega vel hugsað um þig og leið þér vel þar. Síðustu daga hafa minningar um frábæran pabba skotið upp kollinum. Þó að þú hafir verið mín uppvaxtarár á sjónum þá var ýmislegt brallað. Það var mjög spennandi fyrir mig 8 ára gamla að sigla með þér og mömmu til Ameríku. Jeppa- ferðir og torfærukeppnir en þú hafðir mjög gaman af tryllitækj- um þó þú hafir ekki borið það ut- an á þér. Fótboltaleikir með KR, veiðitúrar, tjaldútilegur og síðast en ekki síst veturinn sem ég var með þér og mömmu á Spáni en þar styrktist sambandið okkar mikið. Þú varst mikill fagurkeri og hafðir næmt auga fyrir fal- legum hlutum. Þú lést það líka eftir þér að eignast þessa hluti. Þú varst víðlesinn og einstaklega réttsýnn maður. Máttir ekkert aumt sjá og varst mikill dýravin- ur. En þau heimilisdýr sem við áttum soguðust að þér og þeim leið vel í návist þinni. Þú varst mjög hæglátur og við grínuð- umst stundum með það að það rynni varla í þér blóðið. Þú bjóst yfir einstöku jafnaðargeði og varðst næstum aldrei reiður. Elsku pabbi minn, ég kveð þig nú með miklum söknuði en ég á fullt af góðum minningum að ylja mér við. Takk fyrir allt! Þín dóttir, Helga Þóra Þórarinsdóttir. Þórarinn (Tóti) Friðjónsson var fæddur 16. apríl 1938 og ólst upp á Akureyri til 18 ára aldurs. Hann lést 1. júlí sl. rúmlega 80 ára að aldri. Eftir tveggja ára stríð við veikindi fékk Tóti hægt andlát með konu og börn sér við hlið, Ólöfu Jónsdóttur, Jón Inga, Maríu og Helgu. Faðir Tóta var Friðjón Skarphéðinsson, lengi bæjarfógeti á Akureyri. Móðir hans var María Egilson af ætt- um athafnafjölskyldu í Hafnar- firði. Þórarinn Friðjónsson var merkilegur maður, oft dulur og hlédrægur, en fyrst og fremst var hann góður maður, sem lagði sig fram um að hjálpa öðrum. Alltaf viðmótsþýður. Tóti var sá maður í mínu lífi sem ég lenti aldrei í orðasennu við. Ég varð vinur Tóta skömmu fyrir ferm- ingu og sá vinskapur hélst ævi- langt þótt himinn og haf skildi leiðir okkar kringum 1966, er ég fór frá Íslandi. Ég kom ekki til baka nema endrum og eins og stundum með margra ára milli- bili. Alltaf tókst Tóta samt að fylgjast með mér á mínum flæk- ingi. Ég minnist þess að hann hringdi í mig á hótelum í Rio de Janeiro, Kaíró og Singapúr og sagðist vera að skála fyrir mér. Tóti var tveimur árum eldri en ég og tókst honum að komast sem messagutti hjá Eimskip árið 1954. Hann sigldi til Ameríku, sem var mikil upphefð í þá daga. Mér tókst hins vegar aðeins að komast á togara sem hálfdrætt- ingur sama ár. Eftir þetta töl- uðum við Tóti mikið um ævintýri í útlöndum. Það endaði svo að Tóti hætti í miðjum fjórða bekk í menntaskóla og fór í siglingar. Eftir það tók hann sveinspróf í matreiðslu og síðar sem þjónn. Sem slíkur starfaði hann um ára- bil á þekktum veitingahúsum í Reykjavík. Síðan fór Tóti aftur á sjóinn og endaði þau störf sem bryti hjá Eimskip. Síðustu 25 ár ævinnar stundaði Tóti sjálfstæð- an arvinnurekstur uns heilsan brást honum. Tóti var tvímælalaust gáfaður maður og hann las mikið og ferð- aðist víða. Hann hafði skynsam- legar skoðanir á heimsmálum og landspólitík, þótt hann flíkaði þeim sjaldan. Það er eftirsjá að honum sem góðum manni og fjölskylduföður. Ég sakna hans sárlega sem míns besta vinar. Líf mitt varð ríkara af því að eiga Tóta að vini og við bara hitt- umst síðar eins og alltaf og för- um þá kannske enn og aftur með þessa gömlu vísu úr Sturlungu: Upp skalt á kjöl klífa köld es sjávar drífa. Kostaðu huginn at herða hér skaltu lífit verða. Skafl beygjattu skalli þótt skúr á þik falli. Ást hafðir þú meyja eitt sinn skal hver deyja. Sighvatur Pétursson, Houston, Texas. Þórarinn minn, ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir þegar ég var ungur. Það var gott að tala við þig því að þú varst alltaf svo hress og kátur og já- kvæður og skemmtilegur maður. Þegar við hittumst töluðum við um daginn og veginn. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa kynnst svona góðum manni eins og þér. Ég vona að guð geymi þig og að þú fáir hvíldina og farir í friði. Ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Stefán Konráðsson (Stefán sendill). Þórarinn Friðjónsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.