Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 29
HINSTA KVEÐJA Elsku mamma mín, Ég sendi þér kæra kveðju, Nú komin er lífsins nótt, Þig umvefji blessun og bænir, Ég bið um að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta Þá sælt er að vita af því, Þú laus ert úr veikinda viðjum, Þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér, Og það er svo margt að minnast, Svo margt sem um huga minn fer, Þó þú sért horfin úr heimi, Ég hitti þig ekki um hríð, Þín minning er ljós sem lifir Og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir, Sigrún. ✝ Anna MargrétStefánsdóttir fæddist 24. ágúst 1945 á Húsavík. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 18. júní 2018. Hún var dóttir hjónanna Halldóru Hallgrímsdóttur frá Húsavík, f. 29.7. 1914, d. 9.2. 1987, og Stefáns Þorleifssonar frá Reyðarfirði, f. 27.9. 1911, d. 9.2. 2001. Systur Önnu eru: Svanhildur Sigrún, f. 31.7. 1939, Jónína Guðrún, f. 8.4. 1951, og Halla Harpa, f. 16.9. 1955. Anna giftist 25.12. 1964 Ax- eli Ragnari Ström, f. 16.9. 1942. Þau eignuðust þrjú börn, elst er: I) Sigrún Linda, f. 22.9. 1965, gift Lúðvík Magnúsi Ólasyni, börn þeirra eru 1) Axel Ragnar, f. 30.6. 1987, giftur Valdísi Vigfúsdóttur, börn þeirra eru a) Íris Helga, f. 22.3. 2013, og b) Mikael Lúð- vík, f. 9.6. 2017. 2) Guðrún Anna, f. 8.6. 1989, gift Guðmundi Stein- þórssyni, börn þeirra eru a) Aron Leo, f. 27.5. 2009, og b) Alex Leví, f. 20.9. 2010. 3) Aron Óli, f. 7.3. 1998. Næst er II) Halldóra Björg, f. 16.10. 1970, sambýlismaður hennar er Hilmar Þór Hann- esson. Börn Halldóru eru Viktor Örn, f. 11.1. 1991, og Stefán Ásgeir, f. 7.5. 1997. Yngstur er III) Stefán Ás- geir, f. 10.4. 1976, giftur Helgu Bjarnadóttur börn þeirra eru 1) Alex Baldvin, f. 28.11. 1994, barn hans er a) Henry, f. 27.9. 2016, 2) Fjölnir Freyr, f. 5.6. 1998, og 3) Anna Margrét, f. 24.11. 2008. Útför Önnu Margrétar hef- ur farið fram í kyrrþey. Mín hinsta kveðja til þín, elsku mamma. Elsku besta mamma mín, ég trúi því vart að ég geti ekki tekið upp símann og hringt í þig aftur, við töluðum saman á hverjum degi og jafnvel oft á dag. Þær eru ófáar matar- uppskriftirnar sem við skipt- umst á og stundum þegar við höfðum svo sem ekkert sérstakt að segja vorum við jafnvel bún- ar að tala saman í klukkutíma um allt og ekkert. Strax á barnsaldri var ég óstýrilát og uppátækjasöm og gerði ýmis bernskubrek ekki mér til sóma og ekki tók neitt betra við á mínum unglings- árum, en síðan liðu árin og ég eignaðist mína eigin fjölskyldu og áttum við þá oft mjög góðar og skemmtilegar stundir sam- an, hvort heldur sem var í heimahúsi, útilegum eða sum- arbústöðum, þær gleymast aldrei! Reyndar líka margar yndislegar minningar þegar ég var barn en einhvern veginn finnast mér þær oft falla í skuggann á öllum þeim uppá- tækjum sem ég tók upp á þér til armæðu. Það var margt sem þú kenndir mér sem ég hef til- einkað mér alla tíð síðan, t.d. að vera stundvís, kurteis, gjafmild, koma vel fram við allt fólk og síðast en ekki síst þegar allt virðist svart, að bíta á jaxlinn og gefast aldrei upp heldur halda ótrauð áfram. Með þetta veganesti hefur mér tekist ým- islegt, hvort heldur sem er í vinnu, skóla eða í gegnum lífið sjálft. Ég villtist af réttri braut og fór að þróa með mér krónískan sjúkdóm sem átti eftir að valda ykkur pabba miklu hugarangri og áhyggjum í mörg ár, því mér tókst illa upp með að halda hon- um í skefjum. Og þau voru ekki fá fyrirgefningarbréfin sem ég skrifaði ykkur með lof og fögur fyrirheit að í það og það skipti væri ég búin að ná þessu! Oft gekk það mjög vel í þó nokkurn tíma, en einnig hef ég átt við annan sjúkdóm að stríða sem oftar en ekki setti mig í svart- nætti og fóru þessir sjúkdómar ekki vel saman. Ég man það eins og hefði verið í gær, þegar ég spurði ykkur pabba af hverju þið skylduð ekki vera löngu búin að gefast upp á mér og svarið sem ég fékk var: „Við höfum ekkert leyfi til þess, þú ert barnið okk- ar og munt alltaf vera það.“ Endalaust mun ég vera þakklát ykkur fyrir það. Af öllu mínu hjarta langar mig að segja: fyrirgefðu mér, elsku mamma mín, allt það hug- arangur, allar þær áhyggjur og kvíðann sem ég olli þér. Óhh! Mamma mín, hvað mig langar til að hringja í þig núna til að fá álit á þessum skrifum, já frekar kaldhæðnislegt! Tárin streyma í stríðum straumum hvað geri ég án þín, elsku mamma mín? hvernig get ég lifað út daginn? allt er svo tómlegt hér án þín! Stóllinn sem þú sast svo oft í ég horfi á hann oft á dag bara ég gæti fengið þig til baka þá myndi allt komast aftur í lag En sú draumastund mun aldrei koma raunveruleikinn blasir mér við að kveðjustund okkar er komið og þú gengur í gegnum hið gullna hlið Þitt bros og þín gleði aldrei sé ég það á ný ég vil bara ekki trúa að þitt líf sé fyrir bí Ég vildi að við hefðum haft meiri tíma, þú og ég við áttum svo mikið eftir að segja ó hvað veröldin getur verið óútreiknanleg Ég þarf nú að taka stóra skrefið treysta á minn innri styrk takast á við lífið svo framtíðin verði ei myrk Ég veit að þú munt yfir mér vaka verða mér alltaf nær þú varst og ert alltaf mér best elsku móðir mín kær (Katrín Ruth) Þangað til við hittumst á ný bið ég algóðan Guð að geyma þig og varðveita og alla alheims engla að vaka yfir þér og baða þig í bleikum rósum. Þín dóttir, Halldóra Björg. Mín elskulega tengdamamma og vinkona er látin. Hennar verður lengi minnst af mér, og barnabörnunum Alex, Fjölni og alnöfnu sem fallegri og góðri konu. Elsku tengdó var að mörgu leyti einstök kona, hún var sérlega greind, gjafmild og hlý. Hún gaf sér tíma til að setjast niður til að ræða málin og við gáttum rætt allt sem skipti okkur máli. Við höfðum oft sömu skoðanir og vorum sjaldan ósammála. Tengda- mamma mín hafði mikið yndi af að gefa og að gleðja aðra, hún valdi hluti af mikilli kostgæfni og vildi hafa þá fallega og vand- aða og var einstaklega smekk- leg. Mér fannst allt sem hún gerði svo vel gert. Alla mína fullorðinsdaga hef ég verið í hennar skjóli, þiggj- andi í stóru og smáu og hún mikill áhrifavaldur í tilveru minni. Frá því að okkar unga fjölskylda hreiðraði um sig í gamla húsinu á bakkanum og allt til hinsta dags naut ég vel- vildar og væntumþykju tengda- mömmu minnar. Aldrei bar þar skugga á. Aðdragandinn að andláti hennar var skammur og sár. Skyndilega var einfaldlega nóg komið og hún kvaddi. En efst er mér í huga hlýja hennar, væntumþykja og húmorinn fyr- ir sjálfri sér. Jafnvel síðustu vikurnar þegar hún var þjáð átti hún inni léttleika og húmor sem braust fram í brosi og gríni. Ég er afar þakklát fyrir að fá að kynnast henni og vera samferða síðustu 22 ár. Takk, elskan mín, fyrir ómetanlegar stundir og samveru sem gleym- ist aldrei. Þín vinkona og tengdadóttir, Helga. Hinsta kveðja til þín, elsku amma mín. Amma var mjög skemmtileg og alltaf eitthvað grínast, hún var mjög hreinskilin og sagði bara nákvæmlega það sem henni fannst, alveg sama hvað það var. Það var líka stutt í húmorinn hjá henni. Þegar ég kom til ömmu var hún alltaf með eitthvert gotterí handa manni, annaðhvort nýbakað eða þá annað góðgæti. Alveg frá því ég man eftir mér kallaði hún mig augastein- inn sinn og mér þótti alltaf jafn vænt um það og þykir enn. Með þessum orðum kveð ég þig í bili, elsku amma mín. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Augasteinninn þinn, Stefán Ásgeir. Komið er að leiðarlokun hjá kærri vinkonu sem hefur barist við illvígan sjúkdóm sem að lok- um hafði yfirhöndina. Allan þann tíma barðist hún hetjulega og var ótrúlegt að fylgjast með dugnaði hennar í þeirri baráttu. Anna hafði góða nærveru, var með sterka réttlætiskennd og alltaf stutt í húmorin hjá henni. Hún hafði yndi af prjónaskap og vitum við að stórfjöskyldan og vinir eiga allir eitthvað sem Anna prjónaði. Aggi og Anna voru mjög samtaka í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur og fjölskyldan öll mjög samrýnd . Ekki var í kot vísað í heim- sóknum til þeirra, það má með sanni segja. Anna var afar stolt af börn- um sínum, barnabörnum og langömmu börnum. Margs er að minnast hjá okkur í „Glasgow-genginu“ en það kölluðum við okkur nokkrir vinir eftir ferð sem þangað var farin. Í minningunni var alltaf gaman og mikið hlegið hjá okk- ur, sumt ógleymanlegt. Með þessum fátæklegu kveðjuorðum viljum við þakka Önnu okkar samfylgdina. Elsku Aggi, börn, tengda- börn og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sif, Fríða, Sigurður (Siggi), Svavar og Valborg (Valla). Elsku Anna mín, þá ertu farin á aðrar slóða þar sem sólin og blómin leika við þig, eins og þér fannst svo gott. Við kynntumst fyrir rúmum 22 árum þegar börnin okkar Stefán og Helga fóru að draga sig saman, hún mín elsta og hann þitt yngsta barn. Þið Axel tókuð henni og Alex Baldvin þá þriggja ára eins og þau hefðu alltaf verið í fjöl- skyldunni og urðuð þið bestu vinkonur. Ekki skemmdi nú fyrir þegar þau eignuðust Fjölni Frey öm- mulinginn okkar og Önnu Mar- gréti alnöfnu þína sem þú varst ákaflega montin af. Fjölskyldan skipti þig alltaf miklu máli og var mikill samgangur á milli ykkar. Þar hittumst við oftast í afmælum, jólaboðum, matar- veislum og kaffi. Þá var mikið spjallað og hlegið, oftar en ekki, var fjölskyldan sem þú varst svo stolt af, systur þínar, saumaklúbburinn og vinkonur aðalumræðuefnið og greinilegt hversu náin þið öll voruð og mér fannst ég vera farin að þekkja alla meira og minna. Þú varst ótrúlega mikill fag- urkeri, og heimili ykkar Axels bar þess glöggt vitni sem og þú sjálf, alltaf svo falleg og dásam- leg. Mér er svo minnisstætt þeg- ar þú kíktir yfir til Helgu og Stebba varst alltaf með litla gjöf, sem Anna Margrét yngri fór strax að leita að í veskinu þínu og þá kom alltaf þetta glettna blik í augun á þér og fallega brosið. Þegar heilsan fór að bila, fækkaði stundunum sem við hittumst, en við bætum nú úr því seinna eins og þú sagðir svo oft. Um leið og ég þakka ynd- isleg kynni og samveruna í gegnum árin, þakka ég þér fyr- ir elskuna og hlýjuna sem streymdi frá þér til Helgu minnar, Stebba og fjölskyldu alla tíð og veit ég að þín verður sárt saknað á þeim bænum. Elsku Axel, Sigrún, Dóra, Stebbi minn og fjölskyldur, hjartanlegustu samúðarkveðjur sendi ég ykkur. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Sam-amman, Sigrún Kjartans. Anna Margrét Stefánsdóttir MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Hinn 19. júní féll frá hálfbróð- ir minn Árni Björn Ómarsson 52 ára að aldri. Hann var frjálslyndur fé- lagshyggjumaður og FH-ingur með rautt Samfylkingarhjarta sem tók allt í einu upp á því snemma morguns að hætta að slá. Kallið var komið og hann hvarf á braut 12 dögum síðar, ótímabært fannst þeim sem yfir honum vöktu, en engum vörn- um varð við komið. Eftir hlýja og vandaða jarðarför með ein- stökum söng Flensborgarkórs- ins og vel völdum orðum frá Sigríði Fríkirkjupresti og hálf- systrum mínum, þeim Stínu og Yrsu, langar mig að segja nokk- ur orð til viðbótar í þakklæti Árni Björn Ómarsson ✝ Árni BjörnÓmarsson fæddist 19. sept- ember 1965. Hann andaðist 19. júní 2018. Útför Árna Bjarnar fór fram 2. júlí 2018. fyrir að hafa verið boðið að taka þátt. Ég á því láni að fagna að hafa feng- ið að umgangast Árna Björn og hálf- systkini mín í meira mæli síðustu árin, en við vorum ekki alin upp saman. Ég kynntist þannig hlýrri og góðri nærveru hans og einlægum áhuga hans á fólki, en hann var jafnaðarmaður í húð og hár. Hann var ötull í sínum störfum og hafði mörg járn í eld- inum, setti sig vel inn í mál og var lausnamiðaður. Gaf sér jafn- framt ómældan tíma í að halda sambandi við vini og kunningja. Ég kynntist fjölskyldumannin- um og naut gjöfulla samskipta við hann, ættrækni og vináttu. Þrátt fyrir hlédrægni á yfir- borðinu var hann ófeiminn og fé- lagslyndur, töfraði fram rausn- arleg matarboð með Borghildi og fjölskyldunni sem elduðu dásamlegan mat. Hin ýmsu mál- efni voru viðruð í þeim boðum, en enginn móðgaður þó að menn væru ekki sammála, allra síst hann sjálfur. Ég er þakklát fyrir þær samverustundir sem við áttum saman. Guð gefi öllum sem að honum standa styrk að komast yfir sorgina. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Hulda Sigríður Jeppesen. „Komin heim? Viltu ekki bara vera á kosningakvöldi á Hótel Hlíð?“ Er þetta eitt af fáum smáskilaboðum sem fóru á milli mín og míns ástkæra vinar Árna Björns Ómarssonar. Hann var nefnilega vinur minn af því tagi að hann hringdi fremur en að rækta vináttu okkar í gegnum skilaboð. Ég kynntist Árna Birni fyrir tvítugt í gegnum póli- tíska baráttu og urðum við strax vinir og höfum verið allar götur síðan. Það er erfitt að rita þessi orð um manneskju sem hefur átt svo stóran hlut í lífi annarra með skilyrðislausri elsku, vináttu og stuðningi. Árni Björn átti stóran þátt í því að ég fór út í stjórnmál 28 ára gömul. Hann hvatti mig áfram og sagði mér að ég hefði rétta andann, bakgrunninn og hugsjónina í þetta. Hann sagði mér að ég væri nóg, eins og ég væri. Að eiga slíkan vin er ómet- anlegt. Hann velti aldrei fyrir sér aldri, kyni, stöðu. Bara fólki. Eins og það er. Árni Björn var þannig vinur að mér leið alltaf eins og allir væru að bíða eftir því að ég yrði í stöðu til að breyta heiminum. Aldrei efi. Alltaf stuðningur. Þannig fékk hann ungu konuna og harðkjarna Kópavogsbúann, til að vera aðalræðumann á uppskeruhátið handboltans hjá FH og veislustjóra á árshátíð knattspyrnudeildar FH við hlið- ina á Bo Hall, hinum eina sanna. Ég var nú dáldið stressuð yfir þessu en honum fannst ekkert eðlilegra í veröldinni og sagði mér að hann væri nú ekki biðja hvern sem er um þetta mikil- væga verkefni og þá var ekkert eftir en að láta bara vaða. Svona hefur hann kennt vinum sínum að sækja kjarkinn sinn til að gera áður óhugsandi hluti. Árni Björn var stór mann- eskja og einstaklega örlátur, þannig var hann allt í öllu fyrir fjölskyldu sína og vini. Á hverju einasta ári síðasta áratug hitt- umst við vinhópurinn heima hjá honum, Borghildi, Þóri, Þórunni og Oddnýju í humarsúpu að kveldi 30. desember. Þegar okk- ur fannst við þyrftum að gera meira og oftar sló hann upp ár- legu sumarboði í Hafnarfirðin- um. Og þá var litaþema og gleymi ég aldrei bláa partíinu þar sem hann grillaði blálöngu, bauð uppá bláskel og öll drykkjarföng í bláum lit. Við héldum Kubbmót hjá Björgvini G. í Skarði og hann mætti með heilt lamb sem hann grillaði yfir opnum eldi fyrir fyrir mann- skapinn. Ég gerði aldrei ráð fyrir lífi þar sem Árni Björn væri ekki á listanum yfir fólk sem hringt væri í þegar stórar ákvarðanir eru framundan. Hann hvatti mig áfram í pólitíkinni. Hann vissi fyrstur af því að ég væri skotin í Bjarna mínum, hann bauð pabba mínum á fótboltaleiki, hann var fyrstur á spítalann þegar ég veiktist alvarlega, hann var fyrstur mættur heim eftir að við Bjarni áttum tví- burana, hann var bara alltaf ná- lægur á mikilvægum stundum. Hann gaf sig allan. Þetta kenndi hann okkur. Fólkinu sínu. Símtölin verða ekki fleiri að sinni en innihald samtala síð- ustu áratuga munu aldrei fara neitt og halda áfram að gefa okkur kjark og birtu inn í fram- tíðina. Elsku Borghildur, Þórir, Þór- unn og Oddný, þið eruð yndisleg eins og hann og Árni lifir í ykk- ur. Samúðarkveðjur, Katrín Júlíusdóttir. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Takk fyrir allt kæri vinur. Fyrir hönd Samfylkingarinn- ar í Hafnarfirði, Adda María Jóhannsdóttir, Jón Grétar Þórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.