Morgunblaðið - 12.07.2018, Page 34

Morgunblaðið - 12.07.2018, Page 34
Reykjanesbær Elva Dís Bjarkadóttir fæddist 12. júlí 2017 kl. 18.56 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.978 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Lísa Mjöll Ægisdóttir og Bjarki Sæþórsson. Nýr borgari 34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Hilmar Þór Hilmarsson er sextugur í dag. Hann er fram-kvæmdastjóri Saltkaupa ehf. í Hafnarfirði, sem versla meðsalt og umbúðir. Hann hefur verið viðriðinn sjávarútveg frá barnsaldri, fæddur og uppalinn á Bakkafirði þar sem pabbi hans stofnaði fiskvinnslu og fjölskyldan var með saltfisksverslun. Hilmar varð stúdent frá MA 1978 og útskrifaðist sem fisktæknir 1981 frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði. Hilmar hefur ýmis áhugamál. Hann var í hljómsveitinni Hver á yngri árum og hefur enn áhuga á músík, segir hann. Þá ann hann lestri góða bóka, svo sem íslenskra skáldsagna. „Svo hefur vinnan líka bara verið ansi mikið áhugamál í gegnum tíðina, að ógleymdum lax- veiðunum sem ég stunda talsvert, í góðra vina hópi,“ bætir hann við. Aldurinn leggst vel í Hilmar, að sögn. „Mér líst bara ljómandi vel á þetta. Það er alveg óskaplega gott að vera lifandi.“ Hann er kannski ekki mikið afmælisbarn í sér. „Ég er ekki mikið fyrir hátíðarhöld sem varða mín eigin mál. Ég hef þó alltaf haldið upp á tugina í gegnum tíð- ina. Nú verður þetta samt bara í faðmi fjölskyldunnar,“ segir Hilmar. „Ég ætla bara að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum og barna- börnunum. Þetta eru mestu verðmæti lífsins, heilbrigð börn og barna- börn.“ Dóttir Hilmars er Eva María Hilmarsdóttir, f. 1981, hún á dótturina Sölku Liljan, tveggja ára. Sonur Hilmars er alnafni föður síns, Hilmar Þór Hilmarsson, f. 1986, hann á Lindu Ösp, sem verður fjögurra ára í ágúst. Sáttur afi „Þetta eru mestu verðmæti lífsins, heilbrigð börn og barnabörn.“ Alveg óskaplega gott að vera lifandi Hilmar Þór Hilmarsson er sextugur í dag S igurður Páll Hauksson fæddist 12.7. 1968 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. „Þó ég sé fæddur og uppalinn í Reykjavík liggja ræturnar norður í Skagafjörð en þar var ég árum sam- an í sveit á sumrin í Neðri-Ási í Hjaltadal auk þess sem við fjöl- skyldan vorum búsett á Sauðárkróki í níu góð og lærdómsrík ár.“ Sigurður fór í Landakotsskóla, Hagaskóla, Verzlunarskóla Íslands og þaðan lá leiðin beint í viðskipta- fræði í Háskóla Íslands. Hann út- skrifaðist úr viðskiptafræðinni árið 1992 og hlaut löggildingu í endur- skoðun árið 1998. Fyrsta rúma árið eftir útskrift starfaði Sigurður hjá endurskoð- unar- og bókhaldsstofunni Uppgjöri ehf. Hann hóf síðan störf hjá Del- oitte árið 1994 og hefur verið hjá fyr- irtækinu síðan, nú síðustu fjögur ár- Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte – 50 ára Börnin Berglind Rós, Tindur, Ketill, Hekla og Esja í sumarfríi á Calpe á Spáni. Dýnamík í Deloitte Hjónin Sigurður og Guðbjörg að leggja upp á Fimmvörðuháls. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift aðMorgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is LISTHÚSINU Mikið af fallegum vörum fyrir heimilið og bústaðinn. Opið virka daga kl. 11-18, lokað laugardaga í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.