Morgunblaðið - 12.07.2018, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018
Önnur kona hefur sakað franska
kvikmyndaleikstjórann og -framleið-
andann Luc Besson um að beita
hana kynferðislegu ofbeldi, skv. vef
breska dagblaðsins Guardian. Í maí
síðastliðnum kærði 27 ára leikkona
hann fyrir að byrla henni ólyfjan og
nauðga henni en að þessu sinni er
það 49 ára kona sem starfar við leik-
araval í kvikmyndum sem sakar
Besson um að hafa beitt hana ofbeldi
og mun hún hafa sent saksóknara í
París bréf þess efnis en lögreglan
hefur nauðgunarkæruna til rann-
sóknar.
Besson hefur neitað allri sök og
sagt kæru leikkonunnar hugarburð.
Konan sem kærði Besson nú síðast
vill ekki láta nafns síns getið og seg-
ist bæði hafa orðið vitni að kynferð-
isbrotum Besson og orðið fyrir þeim.
Hún segir Besson hafa áreitt hana í
hvert sinn sem þau voru ein saman í
lyftu.
Þá hafa tvær konur til viðbótar
þessum tveimur greint franska vefn-
um Mediapart frá því að Besson hafi
hagað sér ósæmilega í þeirra garð
og önnur segist hafa flúið skrifstofu
hans í París skríðandi eftir gólfinu.
Lögmaður Besson segir hann sak-
lausan af öllum þeim brotum sem
konurnar hafa sakað hann um.
Framleiðslufyrirtæki Besson hefur
auk þess lýst yfir stuðningi við hann
„á þessum erfiðu tímum“.
Besson sakaður um
margvísleg kynferðisbrot
AFP
Kærður Besson hefur verið kærður fyrir nauðgun og sakaður um að brjóta
á konum kynferðislega og áreita þær. Fjórar konur hafa borið hann sökum.
Mauramaðurinn svokall-aði, Ant-Man, er ein afmýmörgum hetjumMarvel-smiðjunnar og
ein sú minnst spennandi, verður að
segjast, því Mauramaðurinn er ekki
eiginleg ofurhetja, þ.e. manneskja
með ofurmannlega krafta, heldur
maður sem sækir krafta sína í tækn-
ina, líkt og Járn- og Leðurblöku-
mennirnir góðkunnu. Mauramað-
urinn bregður sér í hátæknigalla og
getur stækkað og minnkað sig að vild
og það eldsnöggt. Þetta býður auð-
vitað upp á mikla möguleika í kvik-
myndaforminu, sem voru ágætlega
nýttir í fyrstu myndinni um kappann
og líka í framhaldsmyndinni sem nú
skal tekin til kostanna. Og að þessu
sinni fær kvenhetja, Vespan, að láta
ljós sitt skína og Mauramaðurinn á
það til að falla í skuggann af Vesp-
unni (Lilly) og bardagafimi hennar.
Mauramaðurinn, réttu nafni Scott
Lang (Rudd), er í stofufangelsi í upp-
hafi myndar. Sagan hefst þar sem frá
var horfið í Captain America: Civil
War en í henni brutu ofurhetjurnar í
Avengers-hópnum hinn svonefnda
Sekóvíu-sáttmála og komust í ónáð
hjá Sameinuðu þjóðunum (þeir sem
vilja vita meira um þá sögu alla geta
kynnt sér hana á netinu). Lang fékk
tveggja ára dóm fyrir brotið og af-
plánar hann í stofufangelsi heima hjá
sér með eftirlitstæki um ökklann.
Fari hann út fyrir lóðina birtast á
augabragði æstir laganna verðir sem
eru býsna spaugilegir í myndinni,
líkt og persónur hennar á heildina lit-
ið.
Uppfinningamaðurinn Hank Pym
(Douglas) og dóttir hans Hope, sem
einnig er Vespan, eru enn súr út í
Lang fyrir að brjóta lögin en þurfa,
tilneydd, að leita aðstoðar hans við að
finna eiginkonu Pym og móður
Hope, Janet, sem hvarf fyrir einum
30 árum inn í heim hins örsmáa,
minnkaði sig nær óendanlega í því
skyni að bjarga tugþúsundum frá
tortímingu. Pym og Hope töldu Jan-
et látna en ný uppgötvun bendir til
þess að hún sé á lífi og að hægt sé að
endurheimta hana og koma í upp-
haflega stærð. Pym, Hope og Lang
stilla saman strengi sína en að þeim
steðjar mikil ógn því kvenvera ein
sem kallar sig Ghost, Vofuna (Ka-
men), ásælist hátæknigræjur Pym
og það gerir einnig glæpaforingi sem
er með kaupanda að herlegheitunum.
Og Vofan er sérlega erfið við-
ureignar því hún getur farið í gegn-
um bæði fólk og hluti.
Eins og heyra má er söguþráð-
urinn ekki upp á marga fiska í þessu
nýjasta ævintýri Marvel en ágætt
spaug og sprell og hasaratriði bæta
fyrir slakt handrit. Brellumeistarar
fara á flug í æsilegum bílaeltinga-
leikjum um götur San Francisco þar
sem bæði bílar, menn og Pez-kallar
stækka og minnka. Einna skemmti-
legust eru atriðin þar sem stækk-
unar- og minnkunarbúnaður Maura-
mannsins gefur sig hvað eftir annað
þannig að hann fer í heldur óheppi-
legar og gagnslausar stærðir. Hinn
mjög svo vinalegi Paul Rudd stendur
sig vel að vanda, gamanleikari að
upplagi og frábær sem slíkur og
gaman er að sjá Vespuna, leikna af
hinni sjarmerandi Lilly, í stærra
hlutverki en í fyrri mynd (er ekki
annars kominn tími á Marvel-mynd
með kvenhetju í aðalhlutverki?).
Ant-Man and the Wasp er fyrst og
fremst létt skemmtun og afþreying,
fulllétt ef til vill og illskan er af held-
ur skornum skammti. Það vantar al-
mennilegan vondan karl, eða konu,
þó Kamen geri sitt besta í heldur
óspennandi hlutverki Vofunnar.
Þessi skortur á ógn og mikla áhersla
á grín og sprell verður þess valdandi
að myndin er dálítið úr takti við aðr-
ar Marvel-myndir og þann mikla
teiknimyndasagnaheim sem þær
sækja í. Það er hins vegar ágætt að
ofbeldið er ekki svo gróft að banna
þurfi myndina börnum undir 16 ára
aldri enda ættu börn á aldrinum 12-
16 ára líka að fá að njóta þessara
kvikmynda.
En sem fyrr segir er sagan heldur
óspennandi og óáhugaverð og hand-
ritið ekki upp á marga fiska (að ekki
sé minnst á furðulegheit á borð við
þau að geta lifað af í 30 ár í míkrós-
kópískum heimi án drykkjar og mat-
ar, líkt og Janet virðist hafa tekist, og
mæta svo eldhress til leiks á ný og
meira að segja stífmáluð) sem gerir
að verkum að þessi nýjasta Marvel-
mynd fellur ekki í flokk þeirra bestu
og mun eflaust fljótlega falla í
gleymskunnar dá. Ef Mauramað-
urinn og Vespan væri mjólkurvara
væri hún í besta falli léttmjólk. Hún
er samt sem áður ágætisskemmtun
og óhætt að mæla með henni nú þeg-
ar vel viðrar á höfuðborgarsvæðinu
til bíóferða.
Sambíóin Kringlunni, Egilshöll
og Álfabakka
Ant-Man and the Wasp bbbnn
Leikstjóri: Peyton Reed. Aðalleikarar:
Paul Rudd, Evangeline Lilly, Michael
Peña, Michael Douglas, Laurence Fish-
burne, Walton Goggins og Hannah
John-Kamen. Bandaríkin, 2018. 118 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Mikið fjör en lítil spenna
Risastór Mauramaðurinn getur
stækkað sig og minnkað að vild
eins og sjá má af þessari stillu.
Soffía Sæmunds-
dóttir myndlist-
arkona opnar
sýninguna Trú
flytur fjöll í Gall-
eríi Göngum í
dag kl. 16. Gall-
eríið er í gang-
inum sem liggur
milli Háteigs-
kirkju og safn-
aðarheimilis
hennar. Gengið er inn frá safnaðar-
heimilinu.
Soffía sýnir málverk og smáverk
gerð á undanförnum árum sem öðl-
ast nýtt samhengi og tilgang þegar
þau eru valin saman undir þessum
titli, skv. tilkynningu. Sum þeirra
hafa verið sýnd áður, en önnur
gerði Soffía fyrir sýninguna.
Trú flytur fjöll
Soffía
Sæmundsdóttir
Bragi Árnason
og Davíð Rist
halda tónleika í
kvöld kl. 21 á
Dillon við Lauga-
veg. Þeir munu
flytja eigin lög
og nokkur eftir
aðra og segja inn
á milli frá tilurð
laga og texta.
Bragi er leik-
ari og söngvari
og hefur m.a.
sett á svið eigin
söngleik, Barry
and his Guitar.
Davíð er laga-
smiður og stofn-
aði nýverið eigin
hljómsveit. Bragi
og Davíð kynnt-
ust í lagasmíðanámi í tónlistardeild
Listaháskóla Íslands þar sem þeir
voru undir handleiðslu Péturs Ben
og Sóleyjar Stefánsdóttur. Þeir lýsa
lögum sínum sem dægurlögum og
eru innblásnir af ólíkum tónlistar-
tegundum, m.a. sál og fönki.
Tónleikar á Dillon
Davíð Rist
Bragi Árnason
Glæsilegt úrval
af trúlofunar- og
giftingarhringa-
pörum
Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is
Verð á pari: 239.181 kr.
ICQC 2018-20