Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  165. tölublað  106. árgangur  LUNGA EYDDI TILBREYTINGAR- LEYSINU LJÓÐLISTIN LIFIR GÓÐU LÍFI BORGFIRSKUR SVEITARSTJÓRI Í DALVÍKURBYGGÐ MARÍA RAMOS 12-13 KATRÍN SIGURJÓNSDÓTTIR 6BJÖRT SIGFINNSDÓTTIR 26-27 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heyskapur Eignarhald jarða til umræðu.  Ríkið þarf að móta stefnu varð- andi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælafram- leiðslu. Þetta segir Þórunn Egils- dóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins. Umræða hefur skapast að undanförnu um kaup útlendinga á bújörðum sem Þórunn telur um- hugsunarverð. Þó verði að halda því til haga að þess séu dæmi að Íslend- ingar hafi keypt jarðir í dreifbýlinu, hætt þar búskap, girt af og lokað. Breytingar á eignarhaldi beri því að líta á út frá mörgum hliðum. „Það er mikilvægt að nýta landið á fjölbreyttan hátt og að búseta haldist. Um leið og nýta má landið til matvælaframleiðslu, kolefnisbind- ingar og náttúruverndar er oft með- fram því hægt að nýta það til ferða- þjónustu. Ein tegund nýtingar útilokar ekki aðra. » 6 Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð Anna Lilja Þórisdóttir Teitur Gissurarson Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formað- ur samninganefndar ljósmæðra, seg- ir að það kæmi sér ekki á óvart yrðu lög sett á yfirvinnubann ljósmæðra sem boðað hefur verið á miðvikudag- inn. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segist ekki vita til þess að slík lög séu í bí- gerð. Lára V. Júlíusdóttir hæstarétt- arlögmaður segir slíka lagasetningu óæskilega. Fyrir henni þurfi bæði að vera almannahagsmunir og þjóð- hagsleg rök. Nú hefur um helmingur ljós- mæðra sem starfa á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands sagt upp störf- um, um 30 ljósmæður á Land- spítalanum, ein á Selfossi og þrjár á Akranesi. Hallfríður Kristín Jónsdóttir, Fríða, er ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. Hún segir að versta ástandið sé á sængurkvennagangi, þar sem níu ljósmæður létu af störf- um 1. júlí. Ein birtingarmynd þess sé að mæður sem eru með börn á vöku- deild, gjörgæsludeild nýbura, eru sendar heim af spítalanum. „Konur sem annars hefðu fengið að vera með krílunum sínum í nokkra daga,“ seg- ir Fríða. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að ef verði af yfirvinnubanninu muni Landspítalinn starfa áfram eftir þeirri neyðaráætlun sem tók gildi um síðustu mánaðamót þegar upp- sagnir 12 ljósmæðra þar tóku gildi. Mæður veikra barna sendar heim  Lög á yfirvinnubann kæmu ljósmæðrum ekki á óvart  Uppsagnir um land allt MLög á bannið .... »4 Eftirlýst Svona var leitað að Karen Elísabetu Halldórsdóttur. Lýst var eftir Karen Elísabetu Hall- dórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópa- vogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi. Mynd af Karen, sem hafði verið tekin á öryggismyndavél staðarins þegar hún fór þangað til að kynna sér starfsemi og aðbúnað á staðnum, hékk þar uppi á vegg og undir myndinni var spurt: Veit ein- hver hver þessi kona er? Eigandi staðarins segir þetta vera viðhaft ef talið sé að fólk hafi gleymt einhverju inni á staðnum í stað þess að fara með óskilamuni til lögreglu. Myndin var að lokum tekin niður að beiðni bæjarfulltrúans. Samkvæmt persónuverndarlögum er óheimilt að afhenda myndir úr rafrænni vöktun nema með samþykki þess sem á myndinni er. Ný lög leystu af hólmi 18 ára göm- ul persónuverndarlög í gær. » 10 Lýstu eftir bæjarfulltrúa  Var að skoða aðstæður og aðbúnað Því var fagnað víða um heim í gær, m.a. á Ingólfstorgi, að lið Frakka bar sigur úr býtum í úrslitaleik Frakklands og Króatíu á HM í knattspyrnu karla, 4-2. Lið Frakka og Króata gerðu reyndar jafnmörg mörk í leiknum, þrjú hvort, þar sem Mario Mandzukic, framherji Króata, skoraði sjálfsmark á átjándu mín- útu. Kylian Mbappé var valinn besti ungi leikmaður mótsins og Luka Modric bestur allra. »2 og Íþróttir Sigri Frakka var fagnað á Ingólfstorgi Morgunblaðið/Hari  Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín, forseti Rúss- lands, munu í dag hittast á leiðtoga- fundi í Helsinki í Finnlandi. Meðal þess sem stjórnmálaskýrendur gera ráð fyrir að rætt verði á fund- inum eru málefni Sýrlands og Úkraínu auk meintra afskipta Rússa af bandarísku forsetakosn- ingunum. Mótmæli voru í Finnlandi í gær vegna komu leiðtoganna en á þriðja þúsund manns komu saman og mótmæltu í miðborg Helsinki. Tæplega 300 auglýsingaskilti hafa verið sett upp í Helsinki á vegum finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Yfirskrift gjörningins er „Velkomnir til lands frjálsra fjöl- miðla“ og á að minna leiðtogana á mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar. » 15 Trump og Pútín hitt- ast í Helsinki í dag Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Í tveimur sveitarfélög- um, Fjarðabyggð og Hornafirði, sóttu eingöngu karlar um og það sveitarfélag þar sem flestir voru um hituna var Bláskógabyggð, en þar sóttu 24 um starf sveitarstjóra. Nokkra fyrrverandi sveitarstjóra má finna í hópi umsækjenda, t.d. sótti Gísli Halldór Halldórsson, áður bæjarstjóri á Ísafirði, um sjö stöður víða um land. Algengt er að það skilyrði sé sett þegar stöðurnar eru auglýstar að umsækjendur hafi „framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum“ og framkvæmdastjóri er algengasti starfstitill umsækjenda. »16 Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.