Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Cocoa Mint 2554 umgjörð kr. 12.900,- 16. júlí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 107.43 107.95 107.69 Sterlingspund 140.95 141.63 141.29 Kanadadalur 81.3 81.78 81.54 Dönsk króna 16.745 16.843 16.794 Norsk króna 13.162 13.24 13.201 Sænsk króna 12.03 12.1 12.065 Svissn. franki 106.81 107.41 107.11 Japanskt jen 0.9535 0.9591 0.9563 SDR 150.58 151.48 151.03 Evra 124.85 125.55 125.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.326 Hrávöruverð Gull 1240.5 ($/únsa) Ál 2104.0 ($/tonn) LME Hráolía 74.34 ($/fatið) Brent ● Á fundi með rík- isstjórn Þýskalands þann 6. júlí varaði Jens Weidmann seðlabankastjóri við því að líkur væru á að taki að hægja á þýska hagkerfinu. Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt grein- ir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum innan hins opinbera. Að sögn Reuters ráðlagi Weidmann ríkisstjórninni að búa sig undir erfið- leikaskeið. Sagði hann að í næstu nið- ursveiflu gæti ríkið þurft að grípa inn í. Of langt er þar til að stýrivextir Seðlabanka Evrópu komist aftur á eðli- legan stað og þess vegna lítið svigrúm hjá SBE til að örva hagkerfi álfunnar. Í júní lækkaði Bundesbank hagvaxt- arspá sína fyrir þetta ár úr 2,5% niður í 2,0%. Að mati seðlabankans er enn mikill þróttur í atvinnulífi Þýskalands en ástæða til að hafa áhyggjur af mögulegum óstöðugleika af völdum þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað á sviði alþjóðaviðskipta og stjórn- mála. ai@mbl.is Jens Weidmann Seðlabanki Þýskalands segir horfur versnandi STUTT FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Ekki var nóg með að John Schnat- ter, stofnandi pizzustaðakeðjunnar Papa John‘s, léti af störfum sem stjórnarformaður fyrirtækisins, heldur verður vörumerki keðjunnar breytt svo að ásjóna hans mun ekki lengur prýða pizzukassa fyrirtæk- isins og auglýsingar. Hvert á fætur öðru hafa vinsæl bandarísk íþrótta- lið skorið á tengslin við Papa John‘s og almannatengslafyrirtækið Olson Engage hefur líka sagt upp samn- ingi sínum við keðjuna. Háskólinn í Louisville tilkynnti á föstudag að hann muni fella nafn pizzukeðjunn- ar úr nafni íþróttaleikvangs skólans, sem áður hét Papa John‘s Cardinal Stadium, en Schnatter hafði á sínum tíma látið 15 milljónir dala af hendi rakna til að stækka og bæta leik- vanginn. Stórslys á símafundi En hvað var það sem Schnatter gerði til að hleypa öllu í bál og brand? Forbes ljóstraði því upp á mið- vikudag að Schnatter hefði setið símafund í maí með fulltrúum ráð- gjafarfyrirtækisins Laundry Ser- vice þar sem markmiðið var að þjálfa hann í að forðast almanna- tengslaklúður. Á fundinum tók Schnatter þátt í æfingu þar sem hann var beðinn um að svara því hvernig hann myndi fordæma kyn- þáttahaturshópa á netinu. Er óhætt að segja að svarið hafi farið öfugt ofan í fundargesti. Schnatter byrj- aði á að nota „n-orðið“ þegar hann kvartaði yfir því að Harland Sand- ers, stofnandi KFC-kjúklingastað- anna hefði aldrei verið látinn finna til tevatnsins fyrir að nota úrelt og niðrandi orð um svart fólk. Þvínæst lýsti Schnatter æskuárum sínum í Indíana þar sem svart fólk gat átt það á hættu að vera tekið af lífi án dóms og laga. Að sögn Forbes gekk Schnatter það eitt til að sýna hvað hann hefði mikla andúð á kynþáttahatri, en í reynd tókst honum að sármóðga fjölda fundargesta. Laundry Service sagði í kjölfarið upp samningi sínum við Papa John’s og á endanum láku upplýsingar um fundinn til fjöl- miðla. Schnatter sagði af sér síðar sama dag. Í janúar hafði Schnatter látið af störfum sem forstjóri Papa John’s, en hann olli töluverðu uppnámi þeg- ar hann kvartaði yfir að NFL-ruðn- ingsdeildin hefði ekki tekið nægi- lega hart á mótmælum íþrótta- manna gegn kynþáttamismunun. Tilefni ummælanna var að Papa John’s tengdi mótmælin við sam- drátt í pizzusölu. Sýnilegur um allan heim CNN greinir frá að Schnatter eigi um 29% hlut í Papa Johns en hann stofnaði fyrirtækið árið 1984. Schnatter hefur verið andlit fyrir- tækisins frá upphafi og áberandi í auglýsingum þess og öðru markaðs- efni. Í dag er Papa John‘s þriðja stærsta pizzukeðja Bandaríkjanna, á eftir Domino‘s og Pizza Hut. Má finna Papa John‘s-veitingastaði í öll- um heimsálfum að Ástralíu og Suð- urskautslandinu undanskildum. Í tilkynningu sem send var fjöl- miðlum staðfesti Schnatter lýs- inguna á fundinum örlagaríka. „Ég biðst afsökunar, óháð því í hvaða samhengi hlutirnir voru sagðir,“ sagði hann. „Í stuttu máli sagt þá eiga kynþóttafordómar ekkert er- indi við samfélagið okkar.“ Stofnandi og andlit pizzu- keðju tekur pokann sinn AFP Afdráttarlaust Schnatter verður m.a. fjarlægður úr vörumerki fyrirtækisins sem hann stofnaði árið 1984.  Notaði niðrandi orð á símafundi um hvernig forðast ætti almannatengslaklúður Starbucks tilkynnti í síðustu viku að kaffihúsakeðjan muni hætta að nota plaströr ekki seinna en 2020. Í stað þess að bera drykki fram í plastmáli með loki og röri verður notað lok með drykkjarstút sem á að gera sama gagn og rörið. Áður höfðu stjórnvöld í Seattle í Bandaríkjunum og Vancouver í Kan- ada bannað drykkjarrör úr plasti, og er í undirbúningi að koma á sams konar banni í nokkrum bandarískum stórborgum sem og í Bretlandi. En nú hefur komið í ljós að lok með drykkjarstút gætu verið skaðlegri umhverfinu en hefðbundin plastlok með röri. Það var blaðamaður banda- ríska tímaritsins Reason sem komst að því með einfaldri mælingu að meira plast er í nýju rörlausu lokun- um. Í dag eru samanlagt á bilinu 3,23 til 3,55 grömm af plasti í þeim rörum og lokum sem Starbucks notar en í nýju lokin með drykkjarstútnum fara 3,55 til 4,11 grömm af plasti eftir því hve stórt lok er notað. Bætast því 0,32 til 0,88 grömm af plasti við hverja drykkjarpöntun og mun plastfótspor Starbucks aukast sem því nemur. Starbucks hefur brugðist við fréttaflutningi Reason með því að benda á að nýju stúts-lokin hafi þann kost að vera úr endurvinnanlegu plasti ólíkt rörunum sem notuð eru í dag. ai@mbl.is AFP Umdeilt Nýju rör-lausu lokin munu stækka plastfótspor Starbucks. Nota meira plast með því að sleppa rörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.